Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna rómantísku ævintýramyndina Six Days, Seven Nights með þeim
Harrison Ford og Anne Heche í aðalhlutverkum, en leikstjóri myndarinnar er Ivan Reitman. Myndin
var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi og fór beint í annað sætið.
Óvænt ferðalag
r
KyHliH
QUINN Harris (Harrison
Ford) er hrjúfur en tiltölulega
fábrotinn atvinnuflugmaður
sem lifir einíoldu lífi í paradís suður
hafseyja þar sem hann aflar sér
tekna með því að fiytja vaming af
ýmsu tagi milli staða á heldur lúinni
einkaflugvél sinni. Þetta er einmitt
lífið eins og hann vill hafa það, eða
allt þar til hann hittir Robin Monroe
(Anne Heche). Hún starfar hjá glans-
tímariti sem gefíð er út í New York
og er á þessum suðrænu slóðum í fríi
með kærastanum sínum, lögfræð-
ingnum Frank Martin (David
Sehwimmer). Skyndilegur endi er
bundinn á fríið hennar þegar henni
er gert að halda I mikilli skyndingu
til Tahiti í efnisöflun fyrir tímaritið,
og til þess að komast þangað ræður
hún Quinn til að fljúga með sig.
Ferðalag þeirra tekur svo heldur
óvænta stefnu þegar óveður skellur á
og Quinn neyðist til að nauðlenda á
einhverri smáeyju sem hvergi er að
finna á nokkru korti. Með bilaða flug-
vélina og engin ráð til að ná sam-
bandi við umheiminn verða þau
skötuhjúin því að takast á við mikið
ævintýri sem bíður þeirra, en hvor-
ugt þeirra er undir það búið og ekki
bætir úr skák að samkomulagið er
ekki upp á það besta, að minnsta
kosti ekki í byrjun.
Leikstjóri myndarinnar Six Days,
Seven Nights er Ivan Reitman sem
síðast gerði myndimar Fatheris Day,
Space Jam og Private Parts. Meðal
mynda sem Reitman á að baki eru
Ghostbusters, Dave, Twins, Kinderg-
arten Cop og Junior. Amold
Schwarzenegger, Sigoumey Weaver,
ROBIN ætlaði að njóta ltfsins í fríinu með kærastanum sínum, Frank
Martin (David Schwimmer).
Robert Redford og Emma Thomp-
son era meðal þeirra leikara sem
komið hafa fram í myndum Reit-
mans, og nú bætist Harrison Ford í
hópinn, en hann þykir trygging fyrir
því að myndir hljóti metaðsókn.
Harrison Ford var í fyrra sá leik-
ari sem skapaði hvað mestar tekjur,
en það gerði hann með myndunum
Air Force One og Star Wars sem
tekin var til endursýninga. Ford, sem
er trésmiður að mennt, hefur verið
veittur margvíslegur sómi og m.a.
kusu kvikmyndahúsaeigendur í
Bandaríkjunum hann stjömu aldar-
innar árið 1994. Meðal fjölda mynda
sem Harrison Ford hefur leikið í era
Witness, sem hann hlaut Óskarstil-
nefningu fyrir, Star Wars myndim-
ar, Indiana Jones myndimar, Sa-
HARRISON Ford þykir nokkuð
örugg trygging fyrir velgengni
þeirra bíómynda sem hann er í.
ÞAU Quinn Harris (Harrison
Ford) og Robin Monroe (Anne
Heche) komast í hann krappan
eftir nauðlendinguna.
brina, Patriot Games, The Fugitive
og The Ðevil’s Own.
Anne Heehe hefur leikið í fjölda
kvikmynda en hún sást síðast á hvíta
tjaldinu í myndinni Wag the Dog
með þeim Robert De Niro og Dustin
Hoffman í aðalhlutverkum. Áður
hafði hún meðal annars leikið með
Tommy Lee Jones í The Voleano og
með þeim Johnny Depp og A1 Pacino
í Donny Brasco, en meðal annarra
mynda hennar má nefna The Juror,
Twist of Fate og Milk Money.
David Schwimmer er sennilega
þekktastur fyrir framlag sitt til sjón-
varpsþáttanna Friends, en hann hef-
ur leikið í nokkram kvikmyndum.
Síðasta mynd hans var Kissing a
Fool, en aðrar myndir era The Pall-
bearer, Twenty Bucks, Crossing the
Bridge og Since You’ve Been Gone,
sem Schwimmer leikstýrði sjálfur.
Sportbúð - Títan • Seljavegi 2
SÍMI 551 6080 • Fax 562 6488
Norræna málflutningskeppnm
Islenskir
laganemar
\
9\(œturga(mn
Siniðjuvegi 14, Xppavogi, sínti f>87 6080
í kvöld leikur
Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms
Sjáumsl hress JJ
ppe
voru Guðmundur OIi Björg-
vinsson, Guðríður Kristjáns-
dóttir, Kristfn Benediktsdótt-
ir, Eva Kristín Helgadóttir,
Sigþór Guðmundsson og Anna
Kristín Ulfarsdóttir ásamt
einum af þjálfurunum, Einari
Páli Tamimi.
GUÐRÍÐUR, Sigþór og Eva
Kristín komin í hempurnar og
til í slaginn!
- : :
Hilma~
heldur uppi léttri og góðri stemningu
á Mímisbar.
-
v >
Loksins!
Fremsti sérfræðingur Apollo,
Robert R. Hanson, veitir bestu
mögulegu upplýsingar og ráð-
gjöf um allt það nýjasta um
hárflutning, hárlos og við-
bótarhár.
Aðeins 24. júní.
®ystem$
Hárstúdió,
Hringbraut 119, Reykjavík.
Sími 552 2099.
í 3. sæti
► LIÐ íslenskra laganema
hafnaði í 3. sæti af tólf háskóla-
liðum í Norrænu málflutnings-
keppninni sem fram fór í Ósló
um síðustu helgi. Guðmundur
Óli Björgvinsson var valinn
ræðumaður deildarinnar, þar
sem undankeppnin fór fram, en
liðunum var skipt niður í fjórar
deildir. „Við burstuðum okkar
deild, en töpuðum naumlega
fyrir sigurvegurum mótsins í
undanúrslitum,“ segir Kristín
Benediktsdóttir, einn af kepp-
endunum. „Okkur tókst þó að
jafna besta árangur Islendinga
frá upphafi."
I dómarasætum voru dómar-
ar frá Mannréttindadómstóli
Evrópu og hæstaréttardómarar
frá Norðurlöndum. Þór Vil-
hjálmsson frá Mannréttinda-
dómstólnum og Guðrún Er-
lendsdóttir og Garðar Gíslason
frá Hæstarétti voru fulltrúar
Islendinga. Kristín segir að ár-
angur íslensku keppendanna
hafi ekki síst verið góður með
tilliti til að opinber tungumál í
keppninni eru danska, sænska
og norska. Því hafi íslensku
keppendurnir ekki talað á móð-
urmáli sínu.
Hún segir að undirbúnings-
vinna hafi verið mikil og það
hafi verið mikil reynsla og æv-
intýri að taka þátt í keppninni.
Þá vill hún þakka öllum þeim
sem komu að undirbúningnum,
en þeir hafi verið fjölmargir.
Þetta er í 14. sinn sem keppnin
er haldin og á næsta ári verður
hún haldin á íslandi.