Morgunblaðið - 20.06.1998, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Aukin við-
skipti á
hlutabréfa-
markaði
VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verð-
bréfaþingi tóku mikinn kipp í gær, í
kjölfar frétta af aðgerðum Búnaðar-
bankans. Námu þau rúmlega 108
milljónum króna, en höfðu verið 33
milljónir í fyrradag.
Búnaðarbankinn ákvað í fyrradag
að framvegis myndi hann setja fram
1 milljónar króna kaup- og sölutil-
boð á hverjum degi í 10 af 15
stærstu fyrirtækjum á Verðbréfa-
þingi íslands. Einnig tilkynnti
bankinn að söluþóknun yrði lækkuð
í 1% og tekin yrði upp 1% kaup-
jrþóknun. í gær lýstu margir þingað-
"^uar yfir svipaðri lækkun á sölu-
þóknun og tóku um leið upp kaup-
þóknun.
■ Þingaðilar/20
Listahátíð
Verulegnr
stuðning-
ur fyrir-
tækja
MARGT bendir til þess að fyr-
irtæki velji listirnar i auknum
mæli til kostunar. Þórunn Sig-
urðardóttir, formaður fram-
kvæmdastjórnar Listahátíðar,
segir að stuðningur fyrirtækja
við Listahátíð 1998 hafí numið
nær þriðjungi af sameiginlegu
framlagi ríkisins og Reykjavík-
urborgar, eða um 9 milljónum
króna.
í grein í Lesbók í dag er
fjallað um kostun í listum og
kannað hvaða sjónarmið ráða
ferðinni hjá fulltrúum lista- og
atvinnulífsins í þeim efnum.
■ Kostun í listum/B6-7
Hnoðrar í
hreiðri
HEIÐARGÆSIN er að unga út
þessa dagana. Myndin var tek-
in íjaðri Odáðahrauns 16. júní
td. Island er ein helsta útung-
unarstöð heiðargæsa og ís-
lenska hálendið griðastaður
þeirra.
Morgunblaðið/Sturlaugur Þorsteinsson
„MÉR líkar mjög vel að vinna hér,“ segir Sigríður Alma Ómarsdóttir, bílstjóri á Búkollu eins og þessir vagn-
ar eru gjarnan kallaðir. Nú starfa um 80 manns við Hágöngur og er unnið á vöktum.
Brosandi nndir stýri á risatrukk
ÞAU eru íjölmörg störfin sem
skapast við virkjunarfram-
kvæmdirnar sem unnið er að á
hálendinu. Mörg þeirra tengjast
stjörnun stærri vinnuvéla og
hafa þau störf jafnan verið unnin
af karlmönnum. Líkt og með
flest önnur karlastörf er konum
einnig að fjölga í þessu og það
má sjá í starfsmannahópi Isafis
ehf. við Hágöngur alls um 50
tonn.
Sigríður, sem er 25 ára, tók
meiraprófið í fyrra og var ekki
lengi að hugsa sig um þegar
henni bauðst starf við Hágöngu-
miðlun.
„Ég hafði lagt inn umsókn hjá
fyrirtækinu sem er hér með
framkvæmdir og nokkrum mán-
uðum seinna var hringt í mig og
ég spurð hvort ég vildi keyra
Búkollu. Ég sagði strax já en ég
vissi reyndar ekki þá hvernig
hún liti út. Mér brá nokkuð þeg-
ar ég sá hversu stór hún er en
dekkið á henni er jafnstórt og
ég,“ segir Sigríður um aðdrag-
anda þess að hún byijaði að
vinna við Hágöngur.
Hún segir að ekki sé um
mikla erfiðisvinnu að ræða og
það eina sem hún þurfí að gera
auk þess að keyra sé að smyrja
trukkinn.
Sigríður Alma býr í Keflavík
og segist vera með bíladellu á
háu stigi. Hún er eina konan í
jeppaklúbbi staðarins og í vet-
ur vann hún á bflaverkstæði,
auk þess sem hún vann á
lyftara.
Hvalfj arðargöng
opnuð eftir 3 vikur
Breyta
þarf fjöl-
mörg’um
skiltum
VEGAGERÐIN vinnur nú að und-
irbúningi þess að breyta fjarlægða-
merkingum á fjöldamörgum um-
ferðarskiltum á landinu í kjölfar
þess að Hvalfjarðargöngin verða
opnuð fyrir umferð þann 11. júlí
næstkomandi.
Að sögn Jóns Rögnvaldssonar,
aðstoðarvegamálastjóra, þarf að
breyta merkingum á fjölmörgum
skiltum, einkum á vestan- og norð-
vestanverðu landinu, auk þess sem
allar vegalengdartöflur um landið
verða úreitar þar sem hringvegur-
inn mun liggja um göngin undir
Hvalfjörð.
Jón sagði að nú væri verið að
kortleggja hvaða merki það væru
sem þarfnast breytinga og stefnt
væri að því að réttar merkingar
yrðu komnar á merkin skömmu eft-
ir að göngin yrðu opnuð.
Jón sagði að það kerfi sem notað
er við merkingamar væri þannig að
lítið af merkingum austan við Akur-
eyri segði til um fjarlægð til
Reykjavíkur. Slíkar merkingar
kæmu fyrst og fremst á vegarköfl-
um vestan Akureyrar og svo færi
þeim smáfjölgandi eftir því sem
nær borginni dregur. A sama hátt
séu það fá merki á sunnanverðu
landinu sem vísi beint til staða á
vestanverðu landinu.
Hagkaup og Bónus sam-
einuð í nýju fyrirtæki
Óskar Magndsson stjórnarformaður og Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri
EIGENDUR Hagkaups, fjölskylda
Pálma Jónssonar stofnanda versl-
unarinnar, hafa selt Kaupþingi og
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu.
Fjármálafyrirtækin Kaupþing og
FBA hafa skuldbundið sig til að
selja hlutina almenningi, jafnvel
þegar á þessu ári. Ennfremur hefur
Morgunblaðið/Kári Kristjánsson
verið gengið frá samningum um
kauprétt ofangreindra aðila á eign-
arhlut fjölskyldunnar í Bónusi sf.
Það er ásetningur kaupenda að
nýta sér kaupréttinn og sameina fé-
lögin Hagkaup og Bónus í eitt
verslunarfélag. Þegar þetta hefur
gerst munu eignarhlutföll í nýju
sameinuðu félagi, sem farið verður
með á hlutabréfamarkað, verða
þannig að FBA á 37,5%, Kaupþing
37,5% og Gaumur, sem er félag eig-
enda Bónuss, 25%.
Kaupverð fékkst ekki uppgefið
þegar salan var kynnt á fundum
með fréttamönnum í gær.
Sigurður Gísli Pálmason, stjórn-
arformaður Hagkaups, sagði þessa
ákvörðun fjölskyldunnar eiga sér
langan aðdraganda. Hefði Pálmi
Jónsson sett fram þá hugmynd áð-
ur en hann féll frá árið 1991, að rétt
væri að gera Hagkaup að almenn-
ingshlutafélagi þegar fram liðu
stundir.
Hann sagði meðal annars svo um
ákvörðun fjölskyldunnar: „Að und-
anförnu höfum við unnið að miklum
skipulagsbreytingum á Hagkaupi
og meðal annars skipt um nafn á
hluta verslana okkar. Þessar breyt-
ingar eru ekki gerðar til skamms
tíma heldur er þeim ætlað að sníða
Hagkaup að nýrri öld og tryggja
því traustan og öruggan sess um
langa framtíð. Við teljum að þessar
breytingar hafi fengið góðar viðtök-
ur og að félagið sé komið í farveg
þar sem því muni vel famast.“
Nýja félagið verður eigandi að
verslunum Hagkaups, Bónuss og
Nýkaupsverslununum auk tengdra
fjTÍrtækja eins og Baugs. Hver
verslunarkeðja verður sjálfstæð
rekstrareining og veitt sjálfstæði til
innbyrðis samkeppni þannig að
samkeppni muni ekki dvína. Oskar
Magnússon verður stjórnarformað-
ur hins nýja fyrirtækis í fullu starfi
en aðrir í stjórn eru Guðfinna
Bjarnadóttir, rektor Viðskiptahá-
skólans í Reykjavík, Hreinn Lofts-
son hrl., Jóhannes Jónsson í Bónusi
og Þorgeir Baldursson, forstjóri
Odda. Forstjóri hefur verið ráðinn
Jón Asgeir Jóhannesson og aðstoð-
arforstjóri Tryggvi Jónsson endur-
skoðandi.
Forráðamenn Kaupþings og
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
segja að nú sé framundan nokkurra
mánaða vinna við frekari undirbún-
ing sameiningarinnar og þess að
koma fyrirtækinu á verðbréfa-
markað.
■ Fjölskyldan hættir/30
Meistarar
úr leik
KVA, sameiginlegt lið Vals á
Reyðarfirði og Austra á Eski-
firði, sló lið bikarmeistara
Keflavíkur út úr bikarkeppni
karla í knattspyrnu.
Urslitin urðu 1:0 en leikur-
inn, sem var í 32 liða úrslitum
keppninnar, fór fram á Reyð-
arfirði í gærkvöldi.
■ Bikarkeppnin/B2