Morgunblaðið - 21.06.1998, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HEIMA hjá Berglindi í
Madrid. „Ég er að búa
mig undir nám í bún-
ingahönnun og nýti frí-
tímann heima vel; ég
hafði gott pláss í
Madrid, hafði íbúð alveg
fyrir mig og þar af leið-
andi gott næði. Ég var
dugleg þar og nýtti tim-
ann vel við að búa til í
bókina mína, sem ég
sýni þegar ég sæki um
skólavist. Ég var miklu
duglegri að vinna í
henni en þegar ég var í
Arabíu."
BERGLIND er 23 ára Akumesingur.
Eftir að hún hóf störf hjá flugfélag-
inu Atlanta fyrir tveimur árum hefur
hún verið samtals á tíunda mánuð í
Saudi-Arabíu, flaug milli Madridar
og Havana í rúma níu mánuði en nú er hún
með aðsetur í Manchester á Englandi og fylg-
ir þarlendum sóldýrkendum víða á leið þeirra í
frí.
Starf flugfreyju hefur löngum heillað marga
snótina; eilíf ferðalög út og suður um heiminn.
En líklega er ekki allt sem sýnist í þessu frek-
ar en öðru. Vissulega era ílugfreyjur mikið á
ferðinni, en starfið snýst ekki einungis um að
færa fólki mat og drykk, heldur eru Berglind
og hennar líkir fyrst og fremst öryggisverðir
um borð, að hennar sögn. „Starfið getur orðið
mjög erfitt, við vinnum vissulega færri daga
en margir aðrir en vinnudagurinn er oft rosa-
lega langur. Starfið er krefjandi, alltaf mikið
af fólki um borð og það getur verið mjög lýj-
andi. En auðvitað er þetta gaman líka; mér
finnst til dæmis mjög skemmtilegt að búa í
langan tíma á sama stað erlendis; þannig get
ég kynnst löndunum og mannlífinu. Væri ég
flugfreyja á íslandi væri aðeins um að ræða
stuttar ferðir þaðan,“ sagði Berglind í samtali
við Morgunblaðið, nýkomin „heim“ til
Manchester á Englandi eftir 17 klukkustunda
vinnuferð.
Berglind segir misjafnt hvað hver og einn
kjósi að gera í frítíma sínum, „en fyrst ég er í
þessu starfi vil ég fá sem mest út úr því. Mér
finnst ákaflega gaman að sjá nýja hluti og get
því ekki hugsað mér að eyða tímanum í ekki
neitt þegar ég stoppa á framandi stöðum.
Nema kannski á Kúbu; ég kom þangað svo oft
á níu mánaða tímabili að stundum leyfði ég
mér að vera löt og slappa mjög vel af. Ég
skoðaði mig vel um þar; stoppaði stundum í
tvo daga og gat þá ferðast svolítið um eyjuna
og var svo heppin að áhöfnin sem éjg var með
var yfirleitt til í að gera eitthvað. Eg er búin
að sjá nánast allt í Havana og nágrenni, skoð-
aði litla bæi í grenndinni, fór á strandirnar og
upp í fjöllin. Og ég er bú-
in að ganga heilmikið um
Havana; þar blasir alltaf
eitthvað við sem annað
hvort stingur þig í hjart-
að eða er rosalega snið-
ugt. Það er til dæmis
gaman að sjá hvernig
Kúbumenn bjarga sér;
þeir hafa nánast ekki neitt til neins en alls
kyns uppfinningar létta þeim lífið. Ég get
nefnt sem dæmi hve sniðugt mér fannst að sjá
venjulegt reiðhjól sem hafði verið breytt í
mótorhjól; plastbrúsi, slanga og saumavéla-
mótor dugðu til þess. Á Kúbu sést glögglega
hve ótrúlega aðlögunarhæfni maðurinn hefur.
Þar hendir fólk ekki því sem bilar heldur
reynir að nýta til einhvers annars en áður.“
Hún sér margt ólíkt.
„Jedda finnst mér mjög athyglisverð borg
og það er í raun alveg einstakt að kynnast
Saudi Arabíu, algjörlega lokuðu landi - nema
fyrir þá sem eru með atvinnuleyfi - sem er al-
veg heimur út af fyrir sig. Ég man að þegar ég
kom í fyrsta skipti til Jedda fannst mér and-
rúmsloftið strax rosalega skrýtið. Eingöngu
voru Vesturlandabúar í hópnum, megnið kon-
ur og við fundum strax að heimamenn fyrirlíta
okkur. Við vorum ekki í einkennisbúningum
þegar við komum fyrst; hafði verið sagt að
vera í síðum buxum, víðum, ekki í þröngum
peysum og alls ekki flegnum. Þegar við kom-
um fannst heimamönnum við svo í alltof
þröngum buxum og bolirnir voru allt of flegnir
- þó þeir næðu alveg upp í háls! Einkennis-
búningurinn, sem við erum auðvitað alltaf í
eftir þetta, hylur allt nema andlitið og lófana.
Hárið er meira að segja hulið með slæðu.“
Hún segir Saudi-Arabíu „algjört karlaveldi.
Konur vinna ekki í landinu, nema nokkrar fil-
SJÁSÍÐU10
Maður lendir stundum í því,
ofan á allt annað, að kenna fólki
hvernig á að nota klósettin!
IHVU& /l «|
BÉÉMf'
mimm ■ 'ÆM ÉnHB? !é
STARFSFÓLK Atlanta heldur mikið hópinn, að sögn Berglindar. Hér er hún á veitinga
stað í Madrid ásamt einum vinnufélaga sínum, Unndóri Jónssyni.
BROTTFÖR frá Madrid nálgast. Berglind tekur farangur sinn
við flugstöðina áður en farið er út í vél.
Á LEIÐ til Kúbu. „Við fáum yfirleitt hálftíma til fjörutíu mínútna hvfld á leiðinni; setjumst þá upp
á efri hæðina og borðum og reynum að hafa það eins huggulegt og kostur er,“ segir Berglind.