Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
rims
Eftir langan feril sem verkfræðingur, ráð-
herra og seðlabankastjóri lætur Steingrím-
ur Hermannsson nú af opinberum störfum.
Kristín Marja Baldursdóttur fékk að
skyggnast inn í skemmtilega fortíð hans,
hlustaði á frásagnir hans af fólkinu í land-
inu, og kynntist örlítið manninum sem allir
vita hver er en færri kannski þekkja.
OKKRIR stjórnmála-
menn samtímans hafa
notið vinsælda og trausts
meðal þjóðarinnar. Stein-
grímur Hermannsson er
einn þeirra. Verkfræðingurinn sem
ætlaði aldrei að skipta sér af pólitík
var formaður Framsóknarflokksins í
fimmtán ár og forsætisráðherra
landsins í sjö ár. Að vísu drakk hann
í sig pólitíkina sem drengur inni á
kontór föður síns, Hermanns Jónas-
sonar forsætisráðherra, og hefði því
kannski getað sagt sér hvaða stefnu
lífið tæki. En á þeim árum hafði
hann meiri áhuga á trésmíði.
A morgun, 22. júní, verður hann
sjötugur og lætur senn af störfum
sem seðlabankastjóri. Ég spyr hvort
hann líti á þessi tímamót sem lok
einhvers eða upphaf nýs tímabils.
„Þetta er mikill áfangi. Ákveðin
verkefni eru að baki og önnur eru
framundan, þetta eru því ekki enda-
lokin. Ég er ánægður með það sem
ég hef gert og lokið við, og lít jiví til
baka með töluverðri ánægju. Ég hef
lokið ferli mínum í stjórnmálum og
tel það hafa verið lán að hafa haft vit
á því að hætta þegar ég gerði það.
Og ég hef átt ánægjulegan tíma í
Seðlabankanum og unnið þar með
góðu fólki, þótt starf mitt þar hefði
líklega ekki hentað mér í lengri tíma.
Svo er fjölmargt sem ég hef verið
að bauka við, smíðar og skógrækt,
og því mun ég halda áfram. Ég er
mikið fyrir útivist og hef hugsað mér
að auka hana aftur, ætla til dæmis að
ganga á Hvannadalshnjúk um næstu
mánaðamót og bjóða fjölskyldunni
með í tilefni afmælisins. Nú munum
við hjónin hafa meiri tíma fyrir golfið
og kannski getum við farið oftar á
skíði til Sviss með fjölskylduna.
Ég verð að viðurkenna að ég er
ekki lengur bestur á skíðum í fjöl-
skyldunni, strákarnir eru orðnir
miklu betri. Komnir niður þegar ég á
hálfa leiðina eftir. Enda sagði Edda,
konan mín, að ég yrði að muna að ég
væri ekki þrítugur lengur. Ég var
dálitill glanni á skíðum áður, sleit lið-
bönd og svo framvegis, en núna á
þessum aldri er ég farinn að hugsa
meira um að brjóta mig ekki. Ein-
beiti mér heldur að kennslunni. í síð-
ustu skíðaferð voru tveir litlir Stein-
grímar með og það var mjög gaman
að leiðbeina þeim.“
Innan um síða kjóla
Steingrímur hefur því komið ná-
lægt uppeldi bamabamanna, en ég
bið hann um að segja mér frá því
uppeldi sem hann sjálfur fékk í ráð-
herrabústaðnum.
„Ég fékk eftirminnilegt uppeldi.
Þegar við bjuggum á Laufásveginum
og faðir minn var að byrja í pólitík,
átti ég í töluverðum átökum. Kollu-
banamálið svonefnda stóð sem hæst,
menn vom heitir í pólitíkinni þá, og
ég lenti í slagsmálum við stráka í
hverfmu. Þegar ég kom heim einn
daginn með blóðnasir vai' mömmu
nóg boðið og sagði að ræða yrði við
foreldrana um þessi slagsmál, þau
gengju ekki lengur. En þá sagði
pabbi: Komstu höggi á hann?
Já, sagði ég. Þá er jafnt á komið,
sagði hann.
Þetta þætti víst ekki gott uppeldi
núna. Síðan fluttumst við í ráðherra-
bústaðinn við Tjarnargötu. Það var
stórt hús, ég hafði þrjú herbergi
meira eða minna, í kjallara, á háa-
lofti og svo mitt herbergi á hæðinni.
Ég kynntist ungui: pólitíkinni þótt ég
hefði ekki skilning eða áhuga á henni
þá. Faðir minn var á kafi í henni, en
þá var þetta allt saman öðruvísi, til
dæmis var það oft vikuferð að fara
norður á Strandir. Móðir mín vann
heima eins og siður var þá, og ég
segi oft að ég hafi þar verið mjög
lánsamur. Ég ólst upp við Tjömina,
var á skautum og í jakahlaupi. Einn
daginn kom ég í þrígang blautur
heim, og þegar ég kom í þriðja sinn
sagði mamma: Nú á ég ekki fleiri fót.
Svo læsti hún dyrunum.
Bjöm Þorláksson kom mér í kynni
við strákana á Hávallagötunni. Ég
gekk í félag þeirra sem bar heitið
Röskir drengir og var fljótlega kos-
inn formaður."
- Gömlu félagarnir segja að þú
hafir notað ráðherrabústaðinn þér til
framdráttar. Hótað að fundir yrðu
ekki haldnh' þar ef þú yrðir ekki kos-
inn formaður.
„Já, já, þeir fullyrða þetta. Það átti
að skipta um formann tvisvar á ári
og þegar kom að þvl á ég að hafa
sagt: Það er sjálfsagt að skipta um
formann en þá getum við náttúrlega
ekki haft fundina hér.
Pabbi var hrifinn af íþróttaandan-
um í þessum félgasskap. Því nutum
við mikils frelsis í ráðherrabústaðn-
um, voram í feluleikjum og eltinga-
leikjum. Betri stofumar voru lokað-
ar, og þegar mamma fann einhvern
strákanna inni í klæðaskáp innan um
síðu kjólana, var því herbergi lokað.
Oft þegar við voram í eltingaleik
stukkum við af svölunum niður á
túnið fyrir neðan. Mamma vildi
banna þetta, en eitt sinn þegar við
höfðum stokkið kom faðir minn að-
vífandi í gráum, fínum fótum, greip í
handriðið, vippaði sér yfir og fór
þetta miklu flottara en við. Sagði
svo: Þetta er allt í lagi, ég skal tala
við móður þína.“
- Menn vita margt um föður þinn,
en hvemig kona var móðir þín, Vig-
dís Steingrímsdóttir?
„Hún var fyrirmyndarhúsmóðir.
Hún var komin af sæmilega stæðu
fólki, faðir hennar var bygginga-
meistari, byggði meðal annars Thors
Jensens-húsið og Kvennaskólann.
Hún var send í skóla til Danmerkur
og tók þar há próf, talaði mörg
tungumál, saumaði og óf mikið og
var einn af stofnendum Húsmæðra-
skólans. Hún var róleg kona og trú-
uð, studdi fóður minn í pólitíkinni en
ég held þau hafi ekki rætt hana mik-
ið sín á milli. Pólitíkin var aftur á
móti rædd inni á kontór hjá pabba
og þangað komu þeir Eysteinn Jóns-
son og fleiri merkir menn. En þeir
vora líka margir sem drukku kaffi í
eldhúsinu hjá mömmu og þangað
komu líka þekktir menn.“
- Stjórnaði hún kannski svona á
bakvið?
„Hún stjómaði öllu sem hún vildi
stjórna. Hún var mjög klók í því, en
lét pabba halda að hann réði. Hann
kom sjaldan í eldhúsið og ef hann
kom, átti hún það til að segja: Æ,
Hermann vertu nú ekki að flækjast
héma í eldhúsinu.
Þótt faðir minn væri upptekinn í
pólitíkinni var ég mikið með honum.
Við fóram saman á veiðar, á skíði og
gengum á fjöll. Ef hann kom heim af
þingi og leiddist eitthvað sagði hann
kannski: Komdu Steingrímur, við
skulum koma upp í Heiðmörk. Þar
veiddi ég fyrstu rjúpuna ellefu ára
gamall. Eg var í sveit á sumrin, en
fór oft með honum í laxveiði á vorin
og haustin, veiddi minn fyrsta lax í
Grímsá, átta ára gamall.“
Glímt hálfa nóttina
Hann vildi ætíð vera fremstur í
öllu, segja gamlii- félagar um Stein-
grím, og minnast meðal annars
frægrar Drangeyjarferðar unglings-
pilta úr vegavinnunni á Vatnsskarði.
I Drangey mönuðu þeir hver annan
til að standa fremst á bjargbrúnum.
Steingi'ímur, sem að sögn manna
kaus heldur að fara fram af brúninni
en að vera ekki fremstur, stóð á hæl-
unum með þrítugan hamarinn fyrii'
neðan sig.
„Þetta vai' brjálæði, maður á ekki
að segja frá þessu. Jú, ég stóð á hæl-
unum með tærnar fram af brúninni
og fann ekkert fyrir lofthræðslu þá,
en vaknaði svo með martröð margar
nætur á eftir.“
- Drangeyjarferðin skýrir kannski
skjótan frama í stjórnmálum?
„Þó svo að ég hafi beitt brögðum
hjá Röskum drengjum, finnst mér
þegar ég lít til baka að ég hafi aldrei
sóst eftir frama. Árið 1962 var ég
harðákveðinn í að fara ekki í stjóm-
mál og það tók hálfa nóttina að fá
mig til að taka að mér formennsku í
eitt ár í FUF. Ungir menn deila oft
eins og gengur og þeir gátu ekki
komið sér saman um fonnann. Þá
komu þeir nokkrir til mín upp á
Tjamargötu, foreldrar mínir voru
ekki heima, og reyndu að tala mig til.
Ég gaf mig ekki, en svo náði ég í
viskíflösku sem pabbi átti, og við
glímdum og það endaði með því að
ég samþykkti að taka að mér for-
mennskuna í eitt ár. Árin í stjórn-
málum urðu þrjátíu.
Ég er líkur móður minni að því
leyti að ég vinn skipulega. Það gerði
faðir minn síður. Hann var meira
fyrir það að fara til fjalla og hugsa.
Eg vil skipuleggja daginn, og þegar
ég tók við formennsku í FUF gerði