Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 B 7
hlið þess og styður við bak þess
en framtíð þess er ekki lengur í
höndum manns.“
Myndu gefa hægri fótinn
fyrir að syngja
Móa segir að nú orðið þyki
henni skemmtilegra að syngja sín
eigin lög en annarra. Henni
fínnst best að starfa sjálfstætt en
eigi að síður segist hún vera mjög
háð fjölskyldunni sinni. „Ég vil
vera í skjóli fjölskyldunnar," seg-
ir hún. Þar fær hún andlega nær-
ingu enda er þar að finna margt
skapandi og hugmyndaríkt fólk.
„Ég hræðist ekkert eins og að
leiðast," segir hún og undirstrik-
ar um leið að hingað til hafi leið-
indin ekki verið fyrirferðamikil.
Líf þessarar ungu konu hefur
þvert á móti verið viðburðaríkt
og óvæntir atburðir hafa oft orðið
á vegi hennar. Eitt slíkt ævintýri
gerðist þegar Andy Grove for-
stjóri Intel bauð henni og OZ
mönnum að flytja atriði, sem þau
höfðu sýnt skömmu áður á stórri
alnetssýningu, á 300 manna fundi
sem haldinn er árlega í Sun
Valley í Bandaríkjunum og valda-
mestu menn landsins mæta til.
„Við lifðum eins og konungar og
þetta var mjög óraunverulegt. Sá
sem heldur fundinn er Herbert
Allen en hann á stórt fjármála-
fyi-irtæki og er sagður vera
tengiliðurinn á milli Hollywood
og Wall Street. Hann bauð mér
að syngja í lokahófi fundarins og
sagði si svona við mig: Vinir mín-
ir eru frábærir músíkantar og
þeir bíða eftir þér. Þá var þetta
tólf manna big band,“ segir Móa
og brosir breitt en hæverskt. „Ég
þurfti ekki annað en gera svona,“
segir hún og lyftir hendi, „og þeir
vissu nákvæmlega hvað ég ætlaði
að gera. Fólk myndi gefa hægri
fótinn á sér fyrir að fá að syngja
með þessum mönnum. Þarna
voru umboðsmenn frá
Hollywood, t.d. Jeffrey Berg frá
International Creative Mana-
gement, og gamall maður, sem er
sagður vera guðfaðir Hollywood,
kom og kyssti á hönd mína.
Stofnandi sjónvarpsstöðvarinnar
MTV, Summer Redstone, sem er
níutíu ára og eitthvað, var þarna
líka. Þetta var alveg fáránlegt!"
-En hvert sækir þessi grann-
vaxna og frísklega kona kraftana?
„Ég er mjög kraftmikil en verð
auðvitað að hugsa um að safna
orku eins og aðrir. Ég syndi mikið.
Sund er alveg frábært, maður er
úti og manni gefst gott tóm til að
hugsa. Ég er annars frekar upp-
tekin af því núna hvernig maður
safnar kröftum," segir hún og seg-
ist einmitt hafa haft það að leiðar-
ljósi þegar albúm nýju plötunnar
var hannað. „Þar held ég utan um
stálkassa sem táknar orkuna og er
einmitt að hlaða mig,“ bætir hún
við og tekur undir kveðju tveggja
stúlkna sem koma með stafræna
myndbandstökuvél að borðinu
okkar. „Við erum að gera mynd-
band fyrir vinnuskólann," segja
stöllurnar. „Ertu til í að segja okk-
ur hvernig þú sérð sjálfa þig fyrir
þér eftir tíu ár?“ Ekki vefst það
fyrir Móu en svarið liggur á milli
hluta þar til myndbandið verður
sýnt.
- En við hvað skyldi hún fást,
þessi heillandi, unga kona, að tíu
árum liðnum? hugsa ég þegar við
kveðjumst í glampandi sólskininu
og Móa dregur varalit upp úr
pússi sínu svo lítið ber á. Hún
segist kunna þá list, þrátt fyrir
að vera skapstór, að láta lítið fyr-
ir sér fara. „Fljótlega gleymir
fólk að ég er viðstödd og ég fæ að
heyra margt sem ég ella fengi
ekki að vita,“ segir hún. Blaða-
maður er þess fullviss að hér eft-
ir gleymir enginn Móu, tónlistin
hennar á eftir að sjá til þess.
Norskur fréttamaður særður
JÚGÓSLAVNESKI herinn sýndi í
vikunni skilríki og tökuvél norska
blaðamannsins Pála Refsdals, sem
særðist í átökum hersins og aðskiln-
aðarsinna Kosovo-Albana á mánu-
dag. Refsdal var í för með skærulið-
um og segja heimildarmenn úr röð-
um þeirra Refsdal ekki lífshættulega
særðan. Hann starfar í lausa-
mennsku og kvaðst starfa fyrir TV2
í Noregi en sjónvarpsstöðin hefur
vísað því á bug.
I frétt Aftenposten segir að
þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Refs-
dal komist í hann krappan en hann
hefur margoft starfað á átakasvæð-
um, m.a. í Afganistan og á Sri
Lanka. Þar var hann t.d. staddur
með skæruliðum á bátskænu sem
stjómarherinn gerði árás á. Kastaði
Refsdal sér útbyrðis og svamlaði í
sjónum í hálfa aðra klukkustund áð-
ur en honum var bjargað en krökkt
var af hákörlum á svæðinu.
Þau vítamín og næringarefni sem mjólkin hefur að geyma
gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar alla ævi.
Látum aldrei vanta mjólk á okkar heimili.
Niðjamót
hjónanna
frá Heiði á
Langanesi
---------------------------------1
Hönnunarsamkeppni I
A VEGUM FAGRÁÐS TEXTÍLIÐNAÐARINS
íslensk ull d nýrri öld
NIÐJAMÓT verður haldið að
Varmalandi í Borgarfirði dagana 26.-
28. júní nk. Þar koma saman niðjar
hjónanna Lárusar Helgasonar og
Arnþrúðar Sæmundsdóttur frá
Heiði á Langanesi.
Fyrsta niðjamót afkomenda
Lárusar og Arnþrúðar var haldið á
Heiði árið 1982 í tilefni 100 ára fæð-
ingarafmælis Lárusar og er nú hald-
ið í annað sinn.
Lárus Helgason fæddist 22. apríl
1882 í Ásseli á Langanesi.
Arnþrúður Sæmundsdóttir, Sæ-
mundssonar bónda og hreppstjóra á
Heiði, fæddist 14. janúar 1888 af ætt
Þorláks Marteinssonar, bónda í
Hraungerðisseli í sömu sveit.
„Lárus og Arnþrúður giftust 5.
febrúar 1906, þau bjuggu allan sinn
búskap á Heiði til ársins 1952 er þau
fluttu til Þórshafnar. Lárus lést 5.
september 1952, Arnþrúður lést 12.
febrúar 1963. Lárus og Arnþrúður
áttu miklu barnaláni að fagna og
eignuðust 14 börn og einn uppeldis-
son.
Afkomendur Lárusar og Arnþrúð-
ar teljast nú orðið í hundruðum og
verður í tilefni niðjamótsins gefið út
veglegt niðjatal,“ segir m.a. í frétta-
tilkynningu frá undirbúningsnefnd.
„Gert er ráð fyrir að mótsgestir
komi á staðinn á fóstudag, 26. júní.
Formleg setning mótsins fer fram
laugardaginn 27. júní með sameigin-
legu borðhaldi um kvöldið. Eftirtald-
ir taka á móti þátttökutilkynningum:
Hjalti Hjaltasson, Lára Einarsdótt-
ir, Helga Gunnólfsdóttir, Hilmar
Arason, Lárus Jóhannsson, Þráinn
Árnason, Bergur Vilhjálmsson, Jóna
Jónatansdóttir, Ingimundur Ö. Pét>
ursson og Sæmundur Sæmundsson.
Ennfremur eru pantanir í hótelgist-
ingu hjá Hjalta svo og á hótelinu
sjálfu og skólanum í Varmalandi,“
segir ennfremur.
Fagráö textiliönadarins efnir til samkeppni um hönnun á fatnaði þar sem íslenska ullin er notuð
sem hráefni að miklu eða öllu leyti. Markmið samkeppninnar er að stefna saman hön-
nuðum og framleiðendum í leit að góðum hugmyndum, en jafnframt að vekja
;li á íslenskri hönnun og koma á framfæri þeim fata- og textílhönnuðum
# sem vinna með ullina. Stefnt er að því að móta heilsteyptar fatalínur á
grunni verðlaunatillagna og framleiða þær fyrir almennan markað.
Öllurn menntuðum teaitíl- og fatahönnuöum er sérstaklega
boðið að taka þátt í keppninni en hún er jafnframt opin almenningi.
Fimm manna dómnefnd mun velja 2-3 hugmyndir sem verða
þróaðar áfram í samstarfi við fataframleiðendur.
Dómnefnd skipa: Frú Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir, Guðjón Kristinsson
framkvæmdastjóri, Gunnar Hilmarsson verslunar-
maður, Logi
Úlfarsson framkvæmdastjóri og
Oddný Kristjánsdóttir klæðskeri.
Sigurvegarar
hljóta 300.000 kr. verðlaun hver
frá Fagráði
textíliðnaðarins og verður ekki
gert upp á milli verðlaunasæta.
Reglur eru frjálslegar hvað varðar gerð og framsetn-
ingu, en miða skal við að
íslensk ull sé notuð að einhverju eða öllu leyti sem hráefni.
Tekið verður við tillögum jafnt í formi mynda/teikninga sem frumhluta.
Erestur til að skila tillögum rennur úumánudaginn 17. ágúst. Tillögur skulu berast Iðntæknistofnun,
Keldnaholti, 112 Reykjavík merktar „Islensk ull á nýrri öld“.Tillögur skulu merktar dulnefni, en nafn,
kennitala, heimilisfang og símanúmer þátttakanda skal fylgja með í lokuðu umslagi.
Nánari upplýsingar veitir Sævar Kristinsson í síma S70 7100
(fax: S70 71 10, netfang: tex@iti.is)______________________
♦ Fagráð
textíliðnaðarins
Cfief Peng
HM VE1SLA
Þú fcerð ömt í
kaupbœti þeqar þú
sœkir tilboðsrétti.