Morgunblaðið - 21.06.1998, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
-
t
Ferð um Sýrland
-fyrsta grein
jr
EG var á röltinu í næsta ná-
grenni við hótelið morguninn
eftir að ég kom, svona til að
ná áttum og rifja Damaskus
upp fyrir mér þegar tvær ungar
stúlkur gáfu sig á tal við mig.
„Megum við æfa okkur í ensku?“
sögðu þær kurteislega og ég spurði
á móti hvort ég mætti þá ekki æfa
mig duggulítið í arabísku. Þar með
var fognuðurinn alger og við sett-
umst inn á næstu tesjoppu og tók-
um upp létt spjall.
Þetta viðmót, hlýtt og forvitið
þykir mér áberandi í fari Sýrlend-
inga og þeir eru nauðalíkir Islend-
ingum hvað það snertir að eftir
fyrstu þrjár setningarnar bera þeir
alltaf upp spuminguna: Hvernig
líkar þér í Sýrlandi? Og verða yfir
sig glaðir þegar í ljós kemur að
manni líkar undurvel.
Loksins veit ég hvað
ég ætla að verða
Sýrland er ekki ferðamannaland.
Ekki enn. Það er óhjákvæmilegt
annað en að því komi. Með um það
bil ellefu þúsund ára sögu má geta
nærri að menjar nánast allra sið-
menninga er þar að finna. Svo að
sagan er ekki bara hvert sem litið
er, hún er í bókstaflegri merkingu
undir hverju skrefi sem maður stíg-
ur. Þó óhemjumikið hafi verið gi-af-
ið upp víðs vegar um landið sem
rekja má aldir aftur í tímann er það
ekki nema brot af því sem menn
þykjast vera vissir um að mætti
grafa upp.
Veldi Fönikíumanna, Grikkja,
Rómverja, Býzantína og þegar
kemur nær samtímanum múslimar,
krossfaramir, Ottómanríki Tyrkja
og enn síðar Breta og Frakka - allt
hefur skilið eftir fjölbreytileg spor.
Sjálf hef ég fram að þessu ekki
verið þeirrar náttúru að hrífast af
rústaborgum fortíðar og þessháttar
sögustöðum. Ekki íyrr en núna. Eg
held það hafi verið í Ugarit sem er
rétt við hafnarborgina Lattakia
sem ég var gersigruð. I Ugarit er
enn ekki búið að grafa upp nema
hluta borgarinnar sem átti sitt
blómaskeið á 16.-13. öld fyrir Krist
þegar hún var miðstöð viðskipta frá
Egyptalandi, Eyjahafi, Kýpur, Sýr-
landi og Mesópótamíu.
Fórnargjafir voru sendar
hvaðanæva að í hof aðalguðsins, Ba-
al. Ugarit var einnig miðstöð lær-
dóms og þar hefur fundist elsta staf-
róf í heimi frá 12. öld f. Kr. Töflum-
ar með stöfunum skoðaði ég síðar á
söfnunum í Damaskus, Lattakia og í
Aleppo. Það var í Ugarit sem ég
uppgötvaði loksins hvað mig langaði
til að verða þegar ég yrði stór: fom-
leifafræðingur í Sýrlandi.
Nokkrar elstu borgir
heims eru í Sýrlandi
Allnokkrar borgir í Sýrlandi geta
með nokkrum rétti gert tilkall til
þess að eigna sér titilinn um að
vera þær elstu sem enn eru byggð-
ar á sínum foma stað. Ibúar í
Aleppo draga mjög í efa fullyrðing-
ar manna í Damaskus að sú síðar-
nefnda sé eldri. Það er að mati sér-
fróðra erfitt að kveða upp úr með
það en sannanleg merki byggðar í
báðum borgum hafa rakið sig rösk-
lega fimm þúsund ár aftur í tímann.
Oft spurði fólk mig um hvað við
hefðum búið lengi á Islandi og var
ekki laust við að menn rækju upp
stór augu þegar ég sagði þeim frá
ellefu hundmð ára byggð. „En
hverjir bjuggu þar á undan ykkur?“
var síðan spurt og mörgum fannst
það brandari að landið hefði ekki
fundist öllu fyrr og verið mannlaust
með öllu þær aldir sem hver sið-
menningin eftir aðra var við lýði í
Sýrlandi.
í Bosra er glæsilegasta útileik-
hús frá tímum Rómverja
Það var fyrir tilstuðlan Middle
East Tourism að ég fór í ferðina út
um landið. I upphafi hafði ég sam-
band við forstjórann Dr. Maher
BRÚÐHJÓNIN á heiðurspallinum í brúðkaupsveislunni í Lattakia.
ÞÆR hófu dansinn og síðan komu flestar hinna á eftir
m í ‘
Ljósmyndir/Jóhanna Kristjónsdóttir.
MALULAH, þar sem mál Jesú hefur varðveist. Næst fjöllunum eru felulitir á húsunum en neðar í þorpinu má sjá blá og rauðmáluð þök.
)
)
)
s
)
)
)
:
)
t
í kastölum krossfaranna
og stærsta útileikhúsi heims :
Væri Sýrland annars staðar á hnettinum
en í Miðausturlöndum mundi þar úa og
grúa af ferðamönnum, að dómi Jóhönnu
Kristjónsdóttur sem ferðaðist um landið
þvert og endilangt í síðasta mánuði. Þar
má fletta hverju lagi mannkynssögunnar af
öðru - sagan er ekki aðeins við hvert fót-
mál heldur einnig undir hverju spori.
Daadouehe til að leita mér upplýs-
inga af því ég stefni á frekara nám í
arabísku og íslömskum fræðum í
Damaskus næsta vetur.
Þó það væri fjarri í hans verka-
hring tók hann beiðni minni elsku-
lega og sendi mér auk þess girni-
legar upplýsingar um ferðir sem
skrifstofan hans skipuleggur. Mér
fannst það gæti líka verið bráðgott
að fara í ferð um landið og reyna að
átta mig á hvort ég héldi að ég gæti
búið þar upp á eigin spýtur á vetri
komanda. Löngu áður en ferðinni
lauk var ég komin að niðurstöðu
um það og lét það verða mitt síð-
asta verk að ganga frá innritun
næsta vetur.
Dr. Daadouche stakk upp á ræki-
legri ferð svo ég sæi sem allra
mest. Hann gaf mér góð kjör og
fannst gott og til eftirbreytni að ís-
lendingur sýndi Sýrlandi áhuga.
Hann vonaði að meira yrði um ís-
lenska gesti í framtíðinni.
Hann stakk upp á að byrja á
dagsferð til suðurs og þá var Bosra
auðvitað staðurinn. Bosra er milli
tveggja áa sem báðar renna í
Yarmuk fljótið. Þetta er sérstæður
og magnaður staður, þar sem svart
basaltið gerir umhverfið dulúðugt.
En aðalaðdráttarafl Bosra er úti-
leikhús frá tímum Rómverja á
svæðinu sem sagt er hið stærsta í
heimi og rúmar 14 þúsund áhorf-
endur. Umfram allt er þetta best
varðveitta leikhús sem til er.
Leikhúsið er óvenjulegt m.a. af
því að það er í rauninni aðaluppi-
staða kastalans sem umlykur það.
Þarna er haldin listahátíð á hverju
ári en á þeim heita degi sem ég
kom í heimsókn héldu óbreyttir
Sýrlendingar uppi fjörinu. Það voru
dansaðir hringdansar og tvídansar
og fjöldadansar af þvílíkri gleði að
ég sat hugfangin og horfði á.
Það var ekki að sjá aðskilnað
kynjanna í þessum dönsum og það-
an af síður að konurnar væru kúg-
aðar eins og þjóðsögurnar og trölla- i
sögurnar segja. Ungar sýrlenskar
stúlkur sveifluðu flæðandi svörtu t
hári og blikkuðu strákana miskunn- |
arlaust og þó var ekki beint flört í
þessu þannig að mæður eða frænk-
ur þyrftu að hafa áhyggjur af. Það
lá bara svo aldeilis ljómandi á þeim.
I þorpinu þar sem mál Jesú
Krists er enn talað
Fyrsta dag ferðarinnar komum
við til Malulah sem er ekki nema 50 J
eða 60 km frá Damaskus. Þorpið er J
í þröngum dal við rætur tígulegra f
fjalla. Það er engu líkara en húsin j
þrýsti sér upp að klettunum og þar
ríkir meiri litadýrð á húsunum en
almennt gerist og gengur því grátt