Morgunblaðið - 21.06.1998, Page 13

Morgunblaðið - 21.06.1998, Page 13
MORGUNB LAÐIÐ I j 1 I i 1 I 1 < € • a € a ! € i 'i € i i i <3 i i i 4 SKOÐUN ur mjög mótað lífssýn manna á þessari öld brigðulla lífsviðhorfa og fyrirheita. En leitað er nú víða bæði leynt og ljóst að lífsgrunni og ieiðarljósi og reynt að sjá samhengi lífs og heildarmynd, en þá af- hjúpast líka vankantar og hættuástand. Slík tvíræðni og háski getur t.d. komið fram í listum. Óskarsverð- launakvikmyndin Tít- anik er mikilfengleg og hefur dregið miljónir manna um „borð“ í skip- ið stóra. Og það er reyndar sem mannlíf, ekki aðeins í fortíð en allt eins í nú- tíð, birtist í hnotskurn í því feigðar- flani sem sigling hins glæsta far- kosts er. Ríka fólkið er á fyrsta far- rými og nýtur andvaralaust munað- ar, en neðar eru fátækari mann- eskjur og neðst í vélarrúminu púla iöðursveittir menn eins og þrælar og halda skipinu gangandi og áfram er haldið á fullri ferð þrátt íyrir við- varanir um hættur. Viðvörunai'tákn og bjöllur sjást og heyrast reyndar oft í samtíð, en gróðafíknin, skemmtanagleðin og sinnuleysið taka ekkert eftir þeim táknum og líta fram hjá misskiptingu lífsgæð- anna, hrópandi miskunnarleysi og ranglæti hér í heimi, síaukinni mengun og siðspillingu, er stefnir mannlífi og jörðu í bráðan voða, verði stefnunni ekki breytt í tæka tíð. En til þess þarf næmleika, raun- sæi og innri styrk, samkennd með öðrum, samkennd með lífríkinu, opnun og framstreymi lífsins linda, endurnýjun trúarbragða með sam- stöðu þeirra. Keltnesk kristni Keltneskur kristindómur líkt og hann var á fyrstu öldum kristni gæti hér vísað réttan veg. Hann átti uppruna sinn að rekja til Austur- kirkjunnar og sótti áhrif til Egypta- lands og Konstantínópel en þar var litið svo á, að dýrð Guðs opinberað- ist í sköpunarverkinu og andi hans væri þar að verki. Og þó að veröldin öll væri fallin í synd væri endur- lausn og nýsköpun stöðugt að verki í sögu og heimi og hver dagur nýr vottaði hana. Keltneski krossinn vitnar um þennan trúarskilning. Hringur hans táknar alheiminn og krossinn kjarna hans, þá fórnandi elsku, sem yfírvinnur eyðingaröflin og Kristur gefur stöðugt og miðlar. Það var grópað skýrt inn í lífsskynj- un Kelta að allt líf væri samtengt og ætti samleið, allt kvikt á láði og legi og manneskjan með. Klaustur voru miðstöðvar keltnesks mannlífs og menningar og þar höfðust við ekki einsetumenn einir heldur aðrir jafn- framt í lengri eða skemmri tíma til þess að teyga af andans krafti og orkulindum í bæn og íhugun, svo þeir gætu enn betur en ella sinnt kröfum daglegs lífs og notið þess. Þeir sem dvöldust þar að staðaldri voi-u þar ekki aðeins sjálfum sér til sáluhjálpar því bænrækni þeirra veitti andans krafti og hjálpræði Krists framrás inn í mannlíf allt. Og einsetumenn fóru víða. Þeir leituðu uppi þá útvöldu staði jafnvel í fjar- lægum löndum, þar sem þeir gætu reynt upprisumátt Krists og fundið návist hans. Papar þeir sem öðrum fyrr námu hér land hafa verið í þeim erindagjörðum og kirkjan undir Esjubergi, sem er sú fyrsta er heimildir greina frá að hafí risið hér á landi, var helguð keltneskum krossi. Merki Kjalarnessprófasts- dæmis er enda keltneskur ki-oss undir kirkjusúð. I merki Hafnar- fjarðarkirkju er líka keltneskur kross. Honum er þar komið fyrir í brúnrauðum hringfleti. Hann vísar á kærleika Krists er breiðist um veröld víða og þá oblátu kvöldmál- tíðarsakramentisins sem nærir hverfult líf með fórnandi elsku hans og upprisumætti. Prestastefna í Hafnarfirði Prestastefna íslands er nú haldin í Hafnarfjarðarkirkju, safnaðar- heimili hennar, Strandbergi og Tón- listarskóla Hafnarfjarðar sem er samtengdur því, „Gleðjumst yfir sköpun Guðs.“ Svo hljóðar yfír- skrift hennar og megin umræðuefni. Það gefur tiiefni til að fjalla um lífslindir og undur lífs og jafnframt þá hættu, sem steðjar að lífríki og vistkerfi. Dr. Gerald Barney, forstöðúmaður „Alda- mótastofnunarinnar", „The Millenium Institute", sem hefur aðsetur í Bandaríkjun- um, er gestafyrirlesari á stefnunni. Hann hef- ur verið í forsvari fyrir fjölda fræðimanna, er rannsakað hafa vistkerfisröskunina og gerir sér öðrum betur grein íyrir hættunni, sem í henni felst og líka hvers þarf með til að bæta úr. Hon- um er ljóst að mannkyn allt þarf að endurskoða viðmið og lífshætti sína og leggja nú við aldamót sameinað út í þá fór, „Exodus", sem leiðir að „landinu fyrirheitna" þar sem líf á jörðu fær endurnýjað sig og dafnað. Til þess þarf að veita andlegum lífslindum framrás, því þær veita orku til fórnar og lífsþjónustu og innihaldsríkrar lífsgleði. Það dugar ekki að Guðstrú komi fram í fræði- kenningum og trúarjátningum og samþykki þeirra en lífshættir manna beri ekki mætti hennar vitni. Raunhæf trú þarf að sýna sig í andlegum þroska og auðugu innra lífi, sem öguð guðrækni, íhugun og tilbeiðsla fær leitt fram. Slík trú gæti m.a. stuðlað að hugarfars- breytingu, sem leiddi til einfaldari lífshátta meðal velmegunarþjóða vesturlanda, en þær hafa leyft sér þau forréttindi að hrifsa til sín allt sem þær geta af gæðum jarðar. Það hefur valdið náttúruspjöllum og miklu misrétti í samskiptum þjóða og aukið ófriðarhættu. Dr. Barney hefur hrifíst af þeirri heiðríkju og víðsýni sem landið býður og heillast af Þingvöllum er skarta Almannagjá, sem myndar jarðfræðileg skil milli meginlanda austurs og vesturs. Og hann hefur fundið í þeim atburði sem gerðist þar, er kristni var lögtekin á þús- undáraskilum með sáttargjörð milli heiðinna manna og kristinna og vitnar um visku og umburðarlyndi, fyrirmynd að sáttargjörð milli trú- arbragða og andstæðra fylkinga. Fyrir tveimur árum var haldin á Þingvöllum alþjóðleg ráðstefna um sjálfbæra þróun og hlutverk ís- lands í samskiptum þjóða, er dr. Barney beitti sér fyrir. Þar var bent á, að land og þjóð gætu gegnt víðtæku hlutverki í framtíð til að stuðla að umhverfisvernd og sátt- argjörð og friði hér í heimi, ef Þjóðin sjálf áttaði sig á raunhæfni þess köllunarhlutverks og vildi taka við því. Og það gæti hafíst með því að leiðtogum helstu trúar- bragða heims yrði boðið til Þing- valla árið 2000. Slíkt köllunarhlut- verk fegraði enn ásýnd þjóðarinnar og yki lífsgleði hennar, hag og heill. En ljóst er, að þær stórtæku virkjunarframkvæmdir á hálend- inu, sem nú eru fyi-irhugaðar og eyða munu óbætanlegum náttúru- verðmætum, falla engan veginn að þessu göfuga hlutverki og munu skila minni arði. Mikils er af þeirri prestastefnu að vænta sem haldin er nú í Hafn- arfirði og er fyrsta stefnan sem herra Karl Sigurbjörnsson biskup stýrir. Hún mun horfa mót sögu- legum aldamótum og huga að því hvernig Þjóð og Kirkja fái átt sem besta samleið á komandi öld og hver þurfi þá að vera áhersluatriði í kristinni boðun og trúartúlkun. Gæfulegt væri að fagnaðarrík sköpunartrú sem mið tekur af allri opinberun hins þríeina Guðs fengi mótað þá boðun og hlýtt væri kalli hans um að landið í norðri sem víð- sýni gefur og sameinar heimsálfur beri öðrum löndum til heilla ímynd sáttargjörðar og lífsverndar. „Faðir og vinur alls sem er annastu þennan græna reit.“ (J.H.) Hiifundiir er sóknarprestur í Hafimrfjarðarkirkju. Gunnþór Ingason _______________SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 B 13t MANNLÍFSSTRAUMAR TIEKNl/Hvenœrfiurfum við að segja skilið við munað dagsins í dag? Bíllinn og kröfur á hann vegna umhverfismála HVALFJARÐARGÖNG eru dæmi um orkusparandi umhverfismannvirki, segir í greininni. SPURNINGIN er sett fram sem hvenær en ekki hvort. Samfélag þjóðanna hefur þegar samþykkt að minnka skuli útblástur koltvíildis af umhverfisástæðum. Ef horft er í kringum sig á götum íslenskra bæja mætti halda að samþykkt hafi verið að auka útblásturinn en ekki minnka. Þvílíkt er samsafn stórra bíla í munaðarílokki. En yfir okkur vofir lofthjúpurinn, e.t.v. umbreytt- ur okkur til skaða, tjóns sem kann að taka langan tíma að bæta. Við- brögð Islendinga og annarra þjóða við þessari samþykkt eru líkastar því að umhverfismál og alþjóðasam- þykktir þar að lútandi séu vandi, sem megi e.t.v. leggja á herðar næstu kynslóða eða komast alveg hjá, einkum hér á íslandi, „þar sem allt er svo hreint“. Afar lítið er um að hinn almenni borgari eða fjöl- miðill geri sér grein fyrir að dæmið komi til með að kosta okkur nokkuð í daglegri tilveru. Jafnvel heyrist í fjölmiðlum að ákveðinn hópur manna sjái sér hag í að halda áfram að hrópa úlfur, úlfur. Hins vegar finna menn æ meir íyrir því, ef ekki með hverju ári sem líður héðan í frá, heldur a.m.k. með hverjum áratug, að umhverfis- málin setja okkur skorður í daglegu lífi. Stærsta atrið- ið hvað þetta varðar er e.t.v. að við höfum engan rétt til að neita hinum fjölmennu þróunarlöndum og einkum Asíu- þjóðum um þenn- an sama munað og við höfum komið okkur upp. Og að þær eru að fara að koma sér hon- um upp. Innan skamms eygir þjóð sem er fjögur þúsund og fimm hundruð sinnum fjölmennari en við, möguleika þess að eignast bílkríli, ekki öllu stærra en fólksvagnsbjöll- una okkar sælla minninga. í hrein- skilni sagt getur fátt orðið meira áfall umhverfismálum heimsins, en við getum ekkert við því gert, ger- um við ekkert á heimavelli. í daglegu lífi okkar göngum við fyrir bensínmótor, þ.e. mótor bíls- ins. Venjulegur íslenskur (þ.e. jap- anskur) bíll eyðir um sex lítrum bensíns á hundrað kílómetra á langkeyrslu og gott betur í þéttbýli. Risagæludýrin, jepparnir, en þeim virðist fjölga hvað örast, eyða miklu meiru. Það er í rauninni spuming um þekkta tækni og dálítið meiri peninga að ná þessari eyðslu niður í fjóra lítra úr sex. Ýmislegt kemur til greina í þessu efni: Léttari bílar (úr meiru af áli). Bílar ýmissrar gerðar sem safna hreyfiorku við hemlun, breyta henni í hreyfiorku kasthjóls eða í raforku. Þessir bílar eru að nálgast framleiðslustig og hægt er að fjöldaframleiða þá hjá stórum bílaframleiðendum. Tregð- an liggur ekki í tækninni, heldur í stjórnkerfi okkar lands (og annarra slíkra). Sú ríkisstjórn sem sam- þykkir nauðsynlegar og óvinsælar ráðstafanir í þessu efni er fallin við næstu kosningar. Með „nauðsyn-' legum ráðstöfunum" gæti talist eitthvað því líkt sem að hækka bensínverð (þetta er ekki misritun) eða hækka tolla á orkufrekum bíl- um. Eitthvað af því fé sem kæmi inn mætti veita sérstaklega til orkusparandi umhverfismannvirkja t.d. á borð við Hvalfjarðargöng. Bensínverð hefur lækkað að raun- virði áratugum saman á Vestur- löndum vegna þess að bíllinn hefur tekið að sér part af því hlutverki sem Guð almáttugur hafði fyrir- nokkrum öldum, að stjórna dag- legri tilveru heimilanna. Afleiðingin nálgast það að koma okkur í koll í bókstaflegum skilningi, í formi breyttra eiginleika andrúmslofts- ins. Alþjóðasamþykktir dagsins í dag, sem við íslendingar virðumst meira og minna halda að við slepp- um undan, eru aðeins barnaleikur miðað við það sem þegnar tuttug- ustu og fyrstu aldarinnar þurfa að beygja sig undir. eftir Egil Egilsson ÞJÓÐLÍ FSÞ ANKAR(,t//»H við tekið okkurpað vald að ákveða viðbrögð annarra? Ekki mundi mér sárna... VIRÐING er eitt af grundvallarat- riðunum í mannlegum samskiptum, ef hana skortir þá er hætt við að annað í samskiptunum sé í skötulíki. Þetta á við jafnt í einkalífi sem í starfi fólks og er því meðal þess sem gegnir lykilhlutverki í samskipta- munstri þjóðfélagsins. Eitt af því sem flokkast undir virðingu fyrir öðru fólki er að reyna ekki að taka sér það vald að ákveða fyrir það hverju það eigi að gleðjast yfir eða láta sér sáma. Þetta skiljum við flest sæmilega ef um er að ræða ókunnugt fólk, við reynum sjaldnast að segja því fyrir verkum í þessum skilningi, nema þá að það sé beinlínis hluti af starfi okkar. Hins vegar bregst okk- ur mun oftar bogalistin þegar í hlut á nákomið fólk. Ef því fólki sárnar við okkur eigum við til að segja sem svo: „Ekki myndi mér n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur sárna þótt hann/hún gerði þetta við mig, þess vegna finnst mér þetta ástæðulaus sárindi og mér dettur ekki í hug að taka neitt tillit til þeirra. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt á hluta viðkomandi og þess vegna bið ég hann ekki fyrirgefning- ar eða stend í að útskýra neitt.“ Vissulega komumst við oft upp með þetta, en það er undantekning- arlaust á kostnað hins nána sam- bands. Þessi tilvitnaða afstaða er að mínu viti bæði byggð á misskilningi og ber vitni um hroka. Það er í raun lágmarksvirðing við fólk að viður- kenna rétt þess til að ákveða sjálft hvað því sárni og hvað ekki. Þennan rétt tökum við okkur sjálf og þess vegna eiga aðrir hann líka. Að reyna að setja sig í anna-ra spor má að vísu líta á sem vii-ðingar- verða viðleitni, en taka ber tillit til þess að slíkur skilningur er allt ann- að en reynsluskilningur. Enginn getur sagt til um viðbrögð sín við hvers kyns atburðum fyrr en þeir brenna á skinni viðkomandi einstak- lings. Svo einfalt er það. Þess vegna er viðmið sem ekki er byggt á sams- konar reynslu næsta haldlítið í raun og á það ber að líta að forsendur okkar eru líka ólíkar, bæði vegna upplags og uppeldis - það skekkir myndina enn frekar. Svo einkennilegt sem það er þá reynum við miklu síður að hafa áhrif á það sem gleður en það sem veldur sárindum. Við viðurkennum frekar rétt annarra til þess að ákveða fyrir fullt og fast hvað gleður þá, heldur en hvað særir þá. Samt er þetta sitt hvor endinn á hinni tilfinningalegu kúrfu, ef svo má segja. Flestir reyna oft að gleðja sína nánustu og tekst það sem betur fer í mjög mörgum tilvikum. Við vitum nefnilega hvað getur glatt nákomið fólk, við þekkj- um smekk þess og afstöðu, langanir og áhugamál, þetta gefur mikið svig- rúm til þess að finna gleðiefni fyrir nákomna. Á sama hátt vitum við líka hvað kemur nákomnu fólki illa en við við- urkennum ekki alltaf rétt þess til þess að Iáta sér sárna ef eitthvað kemur illa við það í okkar framferði. Við skiljum þó vel særindi sem or- sakast af ásetningi okkar - þá sjáum við stundum að okkur og biðjum af- sökunar. Málið horfir aftur á móti öðruvísi við ef við særum fólk óvart. Þá finnst okkur að ekki ætti að taka okkur þetta illa upp - snúumst jafn- vel í vörn og segjum sem svo að: „Ekki myndi mér sárna þótt þetta og þetta hefði komið fyrir mig...“ Þarna erum við að mínu mati á villi- götum. Við verðum einfaldlega að bíta í að við gerum stundum á hlut annarra án þess að ætla það og verðum þá að líða fyrir hugsunar- leysi okkar eða óheppni. Oftast er líka tiltölulega auðvelt að jafna slík-- an ági’eining ef sá sem sært hefur reynir einlæglega að græða sárið. Ef við hins vegar sýnum hinum ná- komna það virðingarleysi að ætla I hroka okkar að ákveða fyrir hann hvort honum má sáma eða ekki, þá særum við enn meira og hætt er við að það sár grói bæði seint og illa og skilji eftir sig stór og Ijót ör.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.