Morgunblaðið - 21.06.1998, Síða 15

Morgunblaðið - 21.06.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ Það er aðalat- riðið að upp- lifa messu á hverjum degi og vera í sam- félagi við Guð og hinar syst- urnar, alveg eins og í hverri annarri fjölskyldu. ar fjölskyldan okkar. Þeir vita allt um okkur,“ segir hún sposk á svip. „Eg held að við séum í góðri samvinnu við fólkið. Áður var allt starfsfólk héðan frá Stykkishólmi og nágrenni, en nú kemur það víð- ar að. Ég hef alltaf verið hlynnt því, að fólk héðan ynni hin almennu störf eins og í býtibúri og svoleiðis. Það vekur kannski áhuga þess á að læra hjúkrun eða eitthvað annað sem tengist starfí spítalans." Systir Renée rifjar upp gamla tíma þegar ófaglærða fólkið hjálp- aði til við að þvo sjúklingunum, það fylgdist með hjúkrunarfólkinu á næturvakt, kynntist sjúkrahúslíf- inu og gerði það sem þurfti. Hún tekur fram, að þótt tímarnir hafi breyst þurfí umönnun, sérstaklega í sambandi við aldraða, ekki að snúast öll um lækningu heldur skipti umhyggja og væntumþykja ekki síður máli og það lærist ekki í skóla. „Góð kona getur látið mikið gott af sér leiða,“ segir hún. Hættir sem príorinna Hjá St. Franciskussystrum er príorinna valin til þriggja ára í senn en mest í sex ár. Systir Renée er ánægð með þetta fyrirkomulag fyrir margra hluta sakir. Samtals hefur hún gegnt þvi starfi í 12 ár. I ágúst næstkomandi hættir hún sem príorinna og hafa systurnar óskað eftir því að fá príorinnu að utan. „Okkur fínnst tími til komin að fá ferska vinda hingað inn. Breytingar eru alltaf til góðs þó að þær geti stundum verið erfíðar," segir hún. Þó að hún sé að hætta sem príor- inna er ekki þar með sagt, að hún ætli að hætta að vinna og setjast í helgan stein. „Ég ætla í smávegis frí til Belgíu, en vonandi kem ég aftur sem fyrst,“ segir hún og út- skýrir að hún sé orðin meiri Is- lendingur en Belgi. íslendingar eru sjaldnar ánægðari nú en áður fyrr Hún segir að á þeim tæpu fimm- tíu árum, sem hún hafí átt heima á Islandi hafi orðið gííúrlega miklar breytingar. „Það hafa líka orðið breytingar í Evrópu og ég viður- kenni að ég hef verið lengi í burtu og veit því ekki nákvæmlega hvernig fólkið í Belgíu er, en mér virðist sem Islendingar séu sjaldn- ar ánægðir en þeir voru áður. Fólki finnst það sífellt þurfa að eignast eitthvað og heldur að hamingjan felist í því. Jafnvel þarf það að kaupa ný tæki um leið og þau koma á markaðinn. Ég óska engum að lifa í fátækt og vandræðum," segir hún af festu, „en ég held að það væri gott fyrir suma að lifa og bjarga sér í skorti um einhvern tíma. íslendingar hafa sloppið mun betur en aðrar Evr- ópuþjóðir við afleiðingar styrjalda. Ég held að breytingar frá einfóldu lífi og til þess sem við höfum núna hafi orðið alltof hraðar hér á landi. Áður fyrr var fólk mun ánægðara með minna. En ég er útlendingur og kannski er þetta ekki rétt,“ seg- ir hún svo afsakandi. „En mér finnst ég sjá þetta svona með mín- um gömlu augum.“ BRIDS Umsjón Arnór G. Kagnarsson Sumarbrids 1998 Mánudagskvöldið 15. júní urðu þessi pör efst í sumarbrids 1998. (Meðalskor 216). NS: Guðbjöm Þórðarson - Vilh. Sigurðsson jr. ... 245 Jón Þorvarðarson - Hrólfur Hjaltason.243 Eyv. Magnússon - Nieolai Þorsteinsson .239 AV: Friðrik Egilsson - Cecil Haraldsson .249 Þorst. Joensen - Hermann Friðrikss...248 Jón S. Kristinss. - Sigurdór Unndórss.247 Þriðjudagskvöldið 16. júní var spilaður Mitchell með þátttöku 26 para. Spilaðar voru 9 umferðir. Þessi pör urðu efst: (Meðalskor 216) NS: Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson.266 Þorst. Joensen - Gunnlaugur Sævarsson..248 Rafn Thorarensen - Þóróur Jörundsson ..240 AV: Guóm. Baldursson - Hallgr. Haligrímss..245 Garðar Jónsson - Alfreð Kristjánsson.244 Jón V. Jónmundsson - Eggert Bergss.244 Tíu sveitir í útslætti! Að loknum þriðjudagstvímenn- ingi var spiluð útsláttarsveita- keppni, því flestir áttu frí daginn eftir. Tíu sveitir skráðu sig til leiks og eftir snarpa spilamennsku stóð sveit Ragnheiðar Nielsen uppi sem sigurvegari. Sveitina skipuðu Hjör- dís Sigurjónsdóttir, Gylfi Baldurs- son og Jón Steinar Gunnlaugsson, auk Ragnheiðar. í öðru sæti varð sveit Kristófers Magnússonar, en með honum spiluðu Albert Þor- steinsson, Pétur Steinþórsson, Úlf- ar Kristinsson, Vilhjálmur Sigurðs- son yngri og Þorsteinn Joensen. Ljóst er að sveitakeppnin er að verða æ vinsælli hjá spilurum, enda er oftast létt yfir mannskapnum á meðan hún stendur yfir. Svo má ekki gleyma því að bronsstigin safn- ast líka saman í sveitakeppninni. Miðvikudagskvöldið 17. júní var spilaður Howell-tvímenningur og urðu þessi pör efst: Jón Ingþórsson - Halldór Guðjónsson..103 Eyv. Magnússon - Hermann Friðrikss.99 Guðrún Jóhannesd. - Jón S. Ingólfss.84 Spilað er öll kvöld nema laugar- dagskvöld, alltaf byrjað klukkan 19.00. Mitchell-spilaformið er ríkj- andi og eru ætíð notuð forgefin spil. Á fóstudagskvöldum er svo hin vin- sæla útsláttarsveitakeppni að lokn- um tvímenningi og hefst hún venju- lega um kl. 23.00. Spilastaður er húsnæði Bridsambands íslands, Þönglabakka 1 í Mjódd. Keppnis- stjórinn, Matthías Þorvaldsson, að- stoðar við myndun para þegar menn mæta stakir. Allir eru vel- komnir. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur öðunto tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 B da\ei^v( Tst^erðU Vinningar vikunnar •Geisladiskar með tóniistinni úr kvikmyndinni. •Geisladiskar með tónlistinni úr söngleiknum. •Málsverðir á Hard Rock Café Schwarzkopf 4mNNEVa PROFESSIONAI ' V i ^ l V # \ Z 71s? ,en^sf l,7!lmei ^erjun, hatti og b« „ glæsileg verileun frá Máli „« aðdáandi númet' antian Grease-aðdaa11®1 e« unnið sérttannaóan 'waía«<la6.easefta cnnneva Desi§n- Frumflutningur á www.mbl.is! Á miöviUudag getur pú hlustað á frumflutning fjögutra | Jaga úr söngleiknum Grease bara á Grease-vefnum! , í 1.F.1KFÉUG J REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHÚSIÐ >ESION fllFUJI & /V \/AKi( Pt~ GLERAUGNAVERSLUNIN MJÖDD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.