Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ
16 B SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1998
’ DÆGURTÓNLIST
HLJÓMSVEITIN Stillupp-
steypa leikur tónlist sem er
nokkuð á skjön við það sem
hæst ber og hefur fyrir vikið
þunnskipaðan aðdáendahóp hér
heima. Þeir Stilluppsteypumenn
hafa þó ekki látið það á sig fá,
hafa einfaldlega stefnt á erlend-
an markað með góðum árangri,
en gefa öðru hvoru út plötur hér
á landi, nú síðast tólftommuna
Reduce by Reducing.
Liðsmenn Stilluppsteypu hafa
dvahst erlendis undanfarið og
stundað nám í raftónfræðum í
Hollandi. Heimir
Björgvinsson,
einn Stillupp-
steypumanna,
segir að Holland
hafí orðið fyrir
valinu meðal ann-
Eflir Arno ars fyrir það að
Motthíosson þar sé miðstöð
tónlistar á við þá
sem þeir leika og einnig hafi út-
gáfa þeirra í Evrópu, Stalplaat,
höfuðstöðvar þar. Það fór og svo
að þeir fengu yfrið nóg að gera
ytra í spilamennsku og upptökum.
„Það er svo stutt að fara um alla
Evrópu frá Hollandi og við höfum
spilað á tólf tónleikum á þessu ári,
í Frakklandi, Svíþjóð, Hollandi og
Þýskalandi og stefnum reyndar á
tónleikaferð um Þýskaland síð-
sumars.“
Stilluppsteypa er með iðnustu
hljómsveitum að gefa út, sendir
allt á
heppni
RAPP og R&B lifh’ góðu lífi hér á
landi og reyndar sífellt betra lífi
ef marka má síaukna útgáfu af
slíku efni. Þar fremst í flokki er
útgáfan For ya Mind sem Róbert
„Robbi Rapp“ veitir forstöðu.
Útgáfa
StffluppsteyPumenn
ræða tónlist
jafnan
frá sér tvær til þrjár skífur á ári
hjá ýmsum útgáfum víða um heim.
Hér heima er alltaf starfrækt
F.I.R.E. útgáfan, sem nokkrar
unghljómsveitir stofnuðu fyrir
margt löngu og Stillupsteypa hef-
ur nýtt til útgáfu. Þannig sendi
sveitin frá sér tólftommu fyrir
skemmstu, væntanleg er diskút-
gáfa af þeirri tólftommu og síðan
hyggst Stalplaat gefa út með
sveitinni disk með haustinu. A
tólftommunni, sem F.I.R.E. gefm-
út, eru tvö lög, annað tekið upp á
síðasta ári en hitt endurunnið af
japönskum tónlistarmanni. Þau
lög og fleiri til verða á diskútgáfu
tólftomm-
unnar sem
kemur út
Svíþjóð á vegum japanskrar
útgáfu. Heimir segir og að í takt
við aukna útgáfu sé stöðug og jöfn
söluaukning á skífum sveitarinnar
og á eflaust eftir að taka við sér nú
eftir að Stilluppsteypa var beðin
að hita upp fyrir Sonic Youth í
Berlín.
Heimir segir Berlínai-tónleikana
þannig til komna að Thurston
Moore, leiðtogi Sonic Youth, hafði
samband við Stalplaat og óskaði
eftir því að Stilluppsteypa myndi
hita upp fyrir sveitina á tónleikum
í Amsterdam. „Við sáum okkur
aftur á móti ekki fært að gera það
og þá bað hann okkur um að hita
upp í Berlín sem var auðsótt," seg-
ir Heimir og bætir við að
þetta hafi komið þeim félögum
mjög á óvart, „en þetta er bara
rokk og ról“. Fleiri tónleikar eru
framundan, þar á meðal sjaldgæf-
ir tónleikar hér á landi, því nítj-
ánda júlí næstkomandi heldur
Stilluppsteypa tónleika með
Hilmari Jenssyni og Skúla
Sverrissyni í Iðnó.
í vetur tekur svo námið aftur
við, því framundan er þriggja ára
nám í tónsmíðum og raftónfræð-
um. Heimir segir að næstu ár
verði eflaust skemmtileg, því sam-
hliða náminu verði mikið um tón-
leikahald og ferðalög. „Þetta er
ekki lengur bara áhugamál, tónlist
er orðið aðalstarfið, það sem mað-
ur er að gera og vill helst gera.“
Róbert segir að skífan sé gefin
út fyrir innlendan markað og
um leið erlendan, því þótt það sé
erfitt að koma sér á framfæri ytra,
sé sjálfsagt að reyna það. „Hér á
landi eru óteljandi sveitir að reyna
að koma sér áfram svo menn geta
rétt ímyndað sér hvernig ástandið
er úti,“ segir hann og kímir. „Það
byggist allt á heppni, að vera
réttur maður á réttum stað.
Tónlistin er nógu góð en
samkeppnin er hörð.“
•V':
„sem
fyrst“.
Ekki er þó
allt talið því
síðar á ár-
inu er líka
væntanleg-
ur diskur
með tón-
leikaupp-
tökum frá
Hæfileikarikar Tvíburasystm-n-
ar sem skipa Real Flavaz.
Robbi segir að engin þurrð sé á
ungu hæfileikafólki hér á landi,
„það eru krakkar úti um
allt að búa til tónlist, ólíkt
því sem var fyrir fáum
árum. Það verður
örugglega fullt af ferskum
böndum þegar kemur að
því að gera næstu skífu.
Við reynum að halda okkur
við rappið og R&B og
reynum að fá ungar
hljómsveitir til okkar svo
við getum komið þeim á
framfæri. Það hefur engin
útgáfa sinnt þessari tónlist
hingað til.“
Byggist
Morgunblaðið/Þorkell
Athygli Stund milli stríða hjá Portmönnum.
SPROTI heitir útgáfa sem hóf starfsemi sína með
safnskífu ýmissa hljómsveita á síðasta ári. Á skífunni voru
ýmsar sveitir að stíga fyrstu skrefin á plasti, þar á meðal
Port.
Portverjar segja hljómsveitina hafa orðið til fyrir
tveimur árum en kjami sveitarinnar myndaðist fyrir
hálfu öðru ári þegar núverandi trymbill gekk í sveitina.
Sem stendur eru þeir Portmenn, Karl Dagur Lúðvíksson,
Magnús Þór Magnússon, Rúnar Jónsson og Ólafur Þór
Jósefsson, þó bassaleikaralausir, en segjast vera að prófa
ýmsa líklega.
Eins og getið er komu fyrstu lög Ports út á safnskífunni
Sprotum á síðasta ári og næst á dagskrá er lag á skífunni
Kvistum sem kemur út á
næstu dögum. Sú útgáfa
verður meðal annars tilefni
til að hefja tónleikahald af
krafti, en Portarar segjast
hafa verið latir við að spila
frá stofnun. „Við höfum
fyrir vikið lent í þvi að fólk
hafi þekkt vel til
heimsendis, en ekki
endilega tengt það okkur.
Það er vissulega leiðinlegt en engum að kenna nema okkur
sjálfum og við bætum úr því.“
Port hefur eytt miklum tíma í æfingarhúsnæði sínu að
semja lög og útsetja og var því meira en tilbúin þegar hún
leitaði til útgefanda í von um útgáfu. „Hann sendi okkur í
stúdíó til að taka upp tvö lög, en við vorum svo ólmir að við
tókum upp tíu lög á fyrsta deginum," segja þeir félagar og
bæta við að þeir eigi nóg af lögum til að gefa út og í
startholunum með breiðskífu fyrir haustið. Þeh- segja að
tónlistin sé heldur að herðast með tímanum og þannig sé
lagið á Kvistir hrárra og beittara en það sem þeir áttu á
síðustu safnskífu, meira í ætt við tónleikaútgáfu en nostur
í hljóðveri.
„Planið hjá okkur er að taka saman tuttugu laga
prógramm, ekki bara með lögum eftir okkur, og reyna að
vekja rækilega athygli á því hverjir við erum.“
Port
minnir
á sig
Ungsveit Bounce Brothers.
Robbi segir að For Ya Mind sé
undirmerki á Innn útgáfunni,
meðal annars til að aðgreina
tónlistina frá annarri útgáfu Innn.
„Ef menn sjá plötu á merkinu For
Ya Mind, vita þeir nokkurn veginn
hvaða tónlist er á skífunni,“ segir
hann en Robbi stýrir útgáfunni.
Hann hefur þó í nógu að snúast,
hefur hlaupið í skarðið sem DJ hjá
Subterranean, troðið upp sem DJ
Rampage um borg og bý og að auki
rutt rappinu braut í íslensku
útvarpi með þáttum sínum á X-inu.
„Það verður örugglega minni tími
til að spila með Subta,“ segir
Robbi, „og ég á örugglega líka eftir
að gera minna af því að troða upp
annars staðar ef ég ætla að stýra
útgáfunni almennilega. Það skiptir
þó mestu máli að halda tengslunum
við það sem er að gerast," segir
hann og bætir við að það verði ekki
vandamál.
Á plötunni nýju, sem heitir
einfaldlega For Ya Mind, Volume
1, eiga lög Real Flavaz,
Subterranean, DJ Rampage & Mr
Bix, Bounce Brothers og Aria.