Morgunblaðið - 21.06.1998, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.06.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 B N-Kóreumenn , viðurkenna eld- flaugaútflutning Tókýó. Reuters. NORÐUR-Kóreumenn viður- kenndu í fyrsta sinn í vikunni að þeir hefðu selt erlendum ríkjum eldflaugar og sögðu að Bandaríkja- stjórn þyrfti að greiða þeim bætur ef hún vildi að vopnaútflutningnum yrði hætt. Þetta kom fram í fréttaskýringu norður-kóresku fréttastofunnar KCNA en þar var ekki skýrt frá því hvaða ríki keyptu eldflaugarnar. Sérfræðingar í hermálum hafa sagt að Pakistanar, íranar, írakar og Sýrlendingar séu á meðal þjóða sem hafa fengið eldflaugar frá Norður- Kóreu. „Vilji Bandaríkjamenn hindra eldflaugaútflutninginn verða þeir að aflétta viðskiptabanninu á Norður- Kóreu sem allra fyrst og greiða bætur fyrir tjónið sem landið myndi verða fyrir yrði útflutningnum hætt,“ sagði fréttastofan. „Mark- miðið með eldflaugaútflutningnum er að afla erlends gjaldeyris sem við þurfum á að halda.“ Shinya Kato, sérfræðingur í mál- efnum Norður-Kóreu, sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem Norð- ur-Kóreumenn skýrðu frá útflutn- ingi sínum á eldflaugum. „Norður- Kóreumenn nota eldflaugamar sem tromp í tilraunum sínum til að tryggja samkomulag við Banda- ríkjamenn um að aflétta viðskipta- banninu og knýja fram pólitískar tilslakanir." Bandaríkjamenn settu viðskipta- bann á Norður-Kóreu eftir Kóreu- stríðið 1950-53. Kim Dae-jung, for- seti Suður-Kóreu, sagði þegar hann var í Bandaríkjunum í vikunni sem leið að hann væri hlynntur því að slakað yrði á viðskiptabanninu. Draga allt að 4.000 km Vamarmálasérfræðingar segja að Norður-Kóreumenn hafi byrjað að framleiða skotflaugar snemma á síðasta áratug og þeir skutu Rodong-1 eldflaug í Japanshaf í til- raunaskyni árið 1993. Rodong-1 eld- flaugin dregur um 1.000 km og hægt væri að skjóta henni á vestur- hluta Japans. Eldflaugin var hönn- uð eftir sovéskum Scud-eldflaugum, sem írakar beittu í stríðinu fyrir botni Persaflóa 1991. Rodong-2 eld- flaug Norður-Kóreumanna er svip- uð og dregur 1.500 km. Sérfræðingamir telja að Norður- Kóreumenn séu einnig að þróa eld- flaugar af gerðinni Taepodong sem draga allt að 4.000 km. Japanskir embættismenn hafa látið í ljós áhyggjur af því að Pakistanar kunni að aðstoða Norð- ur-Kóreumenn við að framleiða kjarnavopn. Norður-Kóreumenn hafa neitað því að hafa reynt að þróa kjarnavopn en áskilið sér rétt til að smíða og nota eldflaugar til að styrkja varnir landsins. ENN EINN NÝR hornsófi frá Húsqaqnahöllinni. BOSTON Ekta leður á slitflötum. Fáanlegur í mörgum leðurlitum. 159.980,-______________ím Raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. CE) Raögreiðslur I 36 mánuði. Meðalgreiðsla kr. 5.659,- á mánuði. Boston er aott dæmi um sófa fyrir þá sem kjósa að eiga vandaoan og fallegan hornsófa. Hátt bak, góður stuðningur og nautsterkt leður á slitflötum. Boston hornsófinn er frábær kostur fyrir íslensk heimili. Sparaðu þér sporin og komdu í stærstu húsgagnaverslun landsins. Einnig fáanlegur sem sófasett. 3-2-1 3-1-1 169.980,- 154.780,- Við erum hérfyrir þig. HÚSGAGNAHÖLUN Ðíldshöfðl 20 - 112 Rvík - S:510 8000 www.mbl.is > > I I I I SIATTUVHAMARKADUniWI Sláttuvélar - Hekkklippur - Garðtætarar - Sláttuorf - Keðjusagir - Jarðborar Husqvarna vélorf Fyrir atvinnumanninn. Bensínknúin vélorf sem henta vel til þess að slá kanta, grasbrúska og illgresi. 44,5 cc mótor. Sláttuhaus og diskur fylgja. Verð kr. 59.024 Flymo E400 Létt loftpúðavél. Hentug fyrir litlar lóðir. Létt og meðfærileg. J 1500W rafmótor. m Verð kr. 23.904 ly Hekkklippur meö snúningshandfangi Einu klippurnar á markaðnum með snúningshandfangi. 65 og 75 sm sverð. _ 5,5 kg. . m Verð kr. 59.665 Flymo E330 Turbo light Létt loftpúðavél. Hentug fyrir litlar lóðir. Létt og meðfærileg. 1150W rafmótor. J Verðkr. 16.794 jÆ Ekki sýnd. Flymo GT500 Létt loftpúðavéi. Notuð af atvinnumönnum. Hentug fyrir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. 5 hp tvígengismótor. Breidd 50.5 sm. Verð kr. 69.745 Husqvarna Rider 970H Hagkvæm atvinnusláttuvél með sjálfskiptingu (Hydrostatisk). Vélinni má snúa við á 20 sm bletti. Sláttubreidd 97 sm með þriggja blaða sláttudekk. Sláttuhæð 4 - 9 sm. 15.5 hp mótor. Verð kr. 495.017,- Flymo 460 Pro vélorf Bensinknúið vélorf tyrir sumarbústaði og heimagaröa. 32.5 cc mótor. 6,1 kg. Sláttuhaus og diskur fylgja. Verð kr. 28.683 SU 0DYRASTA A MARKAÐNUM! MTD sláttuvél 3.5 hp mótor. Sláttubreidd 51 sm með stál sláttudekki. Verð kr. 17.820 UTSOLUSTA0IR: HUSASMIÐJAN. VÉLIN, REYKAJVÍK. STAPAFELL, KEFLAVÍK. RADlÓNAUST, AKUREYRI. VÍK, NESKAUPSTAÐ. Faxafeni 14. Sími 568 5580. Opið mán. - fös. 9 -18. Lau. 10 -14 ©Husqvama ©Husqvarna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.