Morgunblaðið - 25.06.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.06.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 35 AÐSENDAR GREINAR Alþýðubandalagið hafí forystu um sameiningu Sameinuð þjóð - sterk þjóð vinstrimanna ALÞÝÐUBANDA- LAGIÐ var stofnað til þess að sameina vinstri- menn. Við megum ekki bregðast hlutverki okk- ar nú þegar verulegur skriður er aftur kominn á sameiningarmálin. Úrslit sveitarstjóm- arkosninganna gefa okkur enn frekar tilefni til bjartsýni. Þau stað- festa að kannanir á fylgi framboða jafnaðar- og félagshyggjuafla voru mjög í takt við úrsht kosninganna eða 35 til yfir 40 af hundraði og þaðan af meira. Eg sagði í upphafi að nú væri aftur kominn skriður á sam- einingarmálin. Segja má að umræður um sameiningu vinstriflokkanna hafi staðið yfir í hálfa öld, eða allt frá því þeir klofnuðu fyrir seinni heimsstyrj- öld. Meginástæðan fyrir því að vinstrimenn hafa ekki náð saman hef- ur verið ágreiningur um stefnu flokk- anna í utanríkismálum en þó ekki síð- ur það að félagshyggjufólk hefur þrátt fyrir allt þokað mörgum málum fram í samstarfi við íhaldsöflin í landinu. Mörgum góðum málum hefur verið komið fram sem hafa aukið samhjálp- ina þrátt fyrir andstöðu eða áhuga- leysi íhaldsaflanna. En nú er öldin önnur. Nú er skipulega unnið að því að færa okkur aftur til þess tíma þeg- ar allir áttu að bjarga sér sjálfir. Samfélagshjálpin skal dregin saman Dregið hefur verið úr framlögum ríkisins til samhjálparinnar með skipulegum hætti. Það væri að æra óstöðugan að telja upp alla þá mála- flokka sem krumla íhaldsins hefur læst sig í, en hér skal þó drepið á nokkra sem lofað var í síðustu kosing- um: Lofað var endurskoðun námslána sem tryggja átti jafnrétti til náms en allir vita efndimar: Þrengri mögu- leikar til námslána og skólagjöld hækkuð. Lofað var auknu fjármagni til menntunar. Það var svikið. Lofað var úrbót- um í málefnum þeÚTa sem komnir eru á efri ár. Allir vita efndimar. Aldraðir eru beittir auknu misrétti, elli- og örorkulífeyrir hefur verið skertur. Lofað var að allir hefðu jafnan rétt til sjúkrahúsvistar. Nú er staðan sú að neyðar- ástand er að skapast í heilbrigðismálum. Biðlistar lengjast og sjúkrahúsin eru í fjársvelti. Niðurskurður endalaus, sjúklingamir eru gleymdir og þjón- ustugjöld hækkuð. Hér á undan hefur verið stiklað á stóru en ekki getið um valdahroka Nú er skipulega unnið að því, segir Eyjólfur Eysteinsson, að færa okkur aftur til þess tíma þegar allir áttu að bjarga sér sjálfir. ráðamanna sem kom síðast fram í viðhorfi þeirra til neytenda við hækk- un gjalda Pósts og síma. Þar var ver- ið að gera íyrirtækið eftirsóknarverð- ara fyrir einkavinavæðingu. Töfraorðið einkavæðing kemur víðar við. Ráðamenn ætla sér að leysa úr fjárþörf sjúkrahúsa með þjónustugjöldum og síðan einkavæð- ingu þeirra. Skólagjöld verða enn hækkuð og skólarnir síðan einka- væddir. Tilraunir þeirra til þess að lama lífeyrissjóðina mistókust en elli- og örorkulífeyrir verður enn skertur. Svona mætti lengi telja. Hér er verið að koma á þjóðfélagi ójafnaðar. Þetta eru úrræði frjálshyggjunnar. Ekki er þetta þjóðfélag sem við óskuðum okkur? Mikið liggur við að snúa bökum saman Hér verður að bregðast við. Nauð- synlegt er að leggja til hliðar þau mál sem hingað til hafa valdið hvað mestum ágreiningi milli A-flokk- anna. Afstaðan til Atlantshafsbanda- lagsins og til Evrópumála er og verð- ur ágreiningsmál, ekki aðeins milli flokka heldur einnig innan flokka. Flokksmenn Alþýðubandalagsins hafa ekki verið samstiga í mörgum veigamiklum málum en samt hefur flokkurinn verið brjóstvörn fyrir jafnrétti og barist fyrir félaglegu ör- yggí- Afstaða okkar alþýðubandalags- manna til Alþýðuflokksins hefur oft einkennst af ósanngimi og sumir hafa talið að Alþýðuflokkurinn væri óalandi og óferjandi. Eg er hér ekki undanskilinn og svipað viðhorf til Al- þýðubandalagsins hefur vissulega mátt finna hjá mörgum stuðnings- mönnum Aiþýðuflokksins. En nú hefur orðið viðhorfsbreyting á meðal stuðningsmanna A-flokk- anna. Það er vaxandi skilningur fyrir auknu samstarfi þessara flokka og annarra sem eru búnir að fá fylli sína og óttast um íslenska velferðarkerfið. Gott samstarf víða um land I upphafi vakti ég athygli á sam- starfi sem hefur tekist með jafnaðar- og félagshyggjufólki víða um land. Samstarf þetta er svar fólksins við frjálshyggjunni. Með samstöðu okkar og samvinnu er hægt að ýta bandalagi sérhags- muna út úr stjórnarráðinu og byggja upp fjölskylduvænt þjóðfélag. Við eigum að leggja áherslu á að við sem aðhyllumst jöfnuð og félagslegar lausnir lítum til þess sem sameinar okkur í stað þess að einblína á það sem sundrar okkur. Nýtt afl sem sameinar alla þá sem vilja í raun að hér ríki þjóðfélag sam- hjálpar er það sem koma skal. Höfundur á sæti ístjórn Bæjarmála- félags jafnaðar- og félagshyggju- fólks í Reykjanesbæ. Eyjólfur Eysteinsson NÚ SÉR loks fyrir endann á margræddu samfylkingarferli vinstriflokkanna. Fyrsta skrefið í átt til sigurs og samfylkingar verður formlega tekið á landsfundi Alþýðu- bandalagsins nú í byrj- un. júlí. Þá verður lagt fyrir fundinn til sam- þykktar eða synjunar það málefnastarf sem átt sér hefur stað í sam- eiginlegum málefnahóp- um stjómarandstöðu- flokkanna. Alþýðuflokk- urinn hefur fyrir sitt leyti gengið skrefinu lengra í samfylkingarátt og bíður nú niðurstöðu Alþýðu- bandalags. Sögulegt tækifæri A landsfundinum gefst okkur al- þýðubandalagsfólki tækfæri á að stíga sögulegt skref í átt að nýju gullaldarskeiði í sögu íslenskrar vinstrihreyfingai' með því að ganga til kosningabandalags með Alþýðu- flokki, Kvennalista og Þjóðvaka. Enginn vafi er á því að við munum eiga málefnalega samleið, enda öll af sama meiði sprottin, meiði kvenfrels- is, jafnréttis og réttlætis. Það er löngu tímabært að við gröfum stríð- saxir liðinna tíma sem hafa haldið vinstrimönnum sundruðum allt of lengi og kostað íslensku þjóðina allt of mikið. Það er skylda okkar við framtíðina að við göng- um nú fylktu liði sam- einuð til framtíðar og brettum upp ermamar við að tala röddu rétt- lætis í íslenskum stjómmálum. Örfáir úrtölumenn í fram- varðasveit vinstri- manna mega ekki leng- ur skipta okkur upp í örflokka gamla tímans. Heljartök íhalds og aft- urhalds á íslensku þjóð- lífi kalla á nauðsyn þess að við göngum í takt í kosninga- bandalagi með einum lista. Glæsileg útkoma samfylkingar Glæsileg útkoma sameiginlegra framboða í sveitarstjórnarkosning- unum er óræk sönnun þess máttar sem við búum yfir sameinuð og færir okkur endanlega heim sanninn um þá glæstu sigra sem bíða okkar ef við félagshyggju- og jafnaðarmenn sameinumst um eitt framboð í næstu Alþingiskosningum. Og ekki skemm- ir að horfa til frábærs árangurs vinstriflokka um allan hinn vestræna heim á liðnum misserum, en þar gengur vinstribylgja yfir. Forsenda Óréttlætið í þjóðfélaginu hefur aldrei verið meira. Leifur Guðjónsson telur það því skyldu vinstrihreyfingarinnar að ganga sameinaða til framtíðar. þess að vinstrimenn eru þar við völd er samstaða þeirra í einum flokki eða kosningabandalagi. Alþýðubandalaginu býðst nú sögu- legt tækifæri til að verða þess vald- andi að alltof löngu valdaskeiði íhaldsins í landinu ljúki. Óréttlætið í þjóðfélaginu hefur aldrei verið meira og nægir að horfa til hálendisfrum- varpsins illræmda og þeirrar sögu- legu eignatilfærslu sem á sér stað í gegnum kvótakerfið alræmda. Það er okkar að sýna kjark og dug til að breyta þjóðfélaginu, jafna kjörin og tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum. Við megum ekki heykjast á endasprettinum sem nú er hafinn. Það er okkar að sýna að við búum yfir þeim kjarki að við þor- um að ganga alla leið og fylkja liði með öðrum öflum félagshyggjunnai' á íslandi. í augsýn er sögulegt tæki- færi til að breyta þjóðfélaginu og það skulum við í Alþýðubandalaginu nota. Höfundur er verkamaður og félagi í Alþyðubandalaginu. Sögulegt tækifæri Alþýðubandalagsins Leifur Guðjónsson Á NÝAFSTÖÐNU Al- þingi var lögð fyrir til- laga til þingsályktunar um stefnu í byggðamál- um íýrir árin 1998-2001. Markmið stefnunnar er að íbúa- fjölgun verði ekki undir landsmeðaltali á lands- byggðinni og að íbúum fjölgi þai' um 10% til ársins 2010. Því miður var því svo farið að þingi var frestað áður en tóm gafst til að sam- þykkja þessa tillögu. Ef þingmenn hefðu sam- þykkt tillöguna hefði verið hægt að grípa til aðgerða strax í sumar en því er líkast til ekki að heilsa. Sókn er besta vörnin og hefði það verið til hagsbóta að byrja strax á bótum í byggðamálum! Byggða- stofnun stóð fyrir umfangsmikilli könnun sem er grunnurinn að þess- ari stefnu og rökstuðningur stefn- unnar finnst í greinargerð tillögunn- ar. Til að sporna við þeirri þróun sem ríkt hefur um árabil þarf aðgerðir stjórnvalda. Hvorki sé ég ástæðu til að tíunda þær aðgerðir er ríkisvald- ið ætlar sér að grípa til, né þá þætti sem taldir eru mikilvægustu for- sendur traustrar íbúðabyggðar á Draga verður úr öllu tali um fólksflótta, segir Arnljótur Bjarki Bergsson. Slíkt orðagjálfur ýtir undir góðæri á íslandi án þess að þjóðin sé sátt við búsetu og lífs- skilyrði sín, sem ekki eiga að vera í sóttkví hugleiðinga um flutn- ing á höfuðborgar- svæðið. Sátt og sam- lyndi þjóðarinnar felst ekki í þvi að allir Is- lendingar búi á höfuð- borgarsvæðinu. Bjarg- arleysi bjargar engum jafnvel þó honum sé hjálpað. Það þýðir ekki að þjóðin gráti og grenji, æpi og lemji og leggi ekkert af mörk- um til móts við ríkis- valdið. Þegar ríkið tek- ur sig til og leggur fram markvissa byggðaáætlun verður eitthvað að koma á móti frá íbúum á lands- byggðinni. Eiturtungur sundrung- arafla verður að kljúfa. Draga verð- ur úr öllu tali um fólksflótta. Slíkt orðagjálfur ýtir einungis á eftir fólki, „það eru bara allir að flytja." Hverjir eru þessir allir? Ibúar á landsbyggðinni ættu að sameinast gegn ægivaldi höfuðborgarsvæðis- ins. Tilþarf sterk bein ef þola á góða daga. Islenska þjóðin er dugmikil þjóð og verður vonandi nógu dug- mikil til að þola það að spyrna gegn sjálfkrafa þróun búsetu, sem hún ætti með góðu móti að geta, líkt og er spyrnt var gegn og dregið úr sjálfkrafa útgjaldaaukningu ríkis- sjóðs. Látum ekki mótvindshviðu trufla okkur, höldum ótrauð áfram. Góðar stundir. • Höfundur er nemi og situr í stjóm Varðar FUS á Akureyri. Arnljótur Bjarki Bergsson einungis á eftir fólki. landsbyggðinni, því nokkuð hefur verið gert af svo löguðu í fjölmiðlum þó tillagan hafí ekki verið samþykkt. En það er gegnumgangandi fólgið í því að koma til móts við þá er vilja búa á landsbyggðinni en það er stendur í vegi búsetu á landsbyggð- inni er auðvelt fyrir hið opinbera að leysa úr þar sem greiningu þess er lokið. Greiningu sem leiddi í ljós að lélegar samgöngur, fábreytt at- vinnulíf og hár húshitunarkostnaður er dragbítur landsbyggðarinnar. Til móts við það er komið með Byggða- áætluninni og Vegaáætlun 1999-2010, sem fela í sér ný og markviss vinnubrögð í byggðamál- um, sem er afbragð. Báknið býr í Reykjavík, því þó Reykvíkingar séu bara 39,1% þjóðarinnar þá kok- gleypa þeir 51,5% útgjalda A-hluta fjárlaga ríkissjóðs. Aukning ríkis- umsvifa hefur verið mest og hröðust í Reykjavík, þó að þar fari meira en annarstaðar íyrir fylgismönnum frjálsra viðskipta einstaklinga og hins svokallaða lágmarks ríkis. Byggðastofnun tæpir og á því að umfjöllun og viðhorf ríkisfjölmiðl- anna í garð landsbyggðarinnar þurfi að bæta og er augljósast í því sam- bandi hið margumtalaða veður. Þeg- ar starfsmenn RÚV voga sér að segja „gott á ykkur þegar þar að kemur“ (Rás 2, Poppland, 15. maí 1998) er rignir í Reykjavík og fyrir- séð að það muni rigna á landsbyggð- inni þá er augljóst að pottur er brot- inn og bæta þarf úr. Við getum ekki nema treg skrifað StOAN 1972 MÚRKLÆÐNING LÉTT - STERK - FflLLEG ll steinprýði STANGARHYL 7, SIMI 567 2777 Heimili að heiman í Kaupmannahöfn Vandaðar, ferðamannaíbúðir miðsvæðis í Kaupmannahölri. Verð á mann frá dkr. 187~ádas. Allar íbúðirnar cru með eldhúsi og baði. | Akstur til og frá Kastrup aðeins | ! dkr. 400. L-—-------------------J Enn eru nokkrar vikur lausar í sumar!!! Hafðu samband við fcrðaskrifstofuna þína eða yíi' Sfcave/' dcruuJúuuHti Sími 00 45 33 12 33 30, fax 00 45 33 12 313 03 ♦Verð á mann miðað við 4 í íbúð í viku Vissuð þið að Jesús Kristur hét ekki Jesús Kristur þegar hann var uppi heldur Joshwa eins og svo margir gyðingadrengir? Höfúm við fengið brenglaða mynd af honum, ef hann var þá til? Lesið meira um þetta í bókinni. Kynningarkvöld í kvöld kl. 20 að Smiðshöfða 10, R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.