Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
HM I KNATTSPYRNU
ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 B 3
Reuters
EDGAR Davids tryggði Hollendingum sæti f 8-liða úrslitum með marki á elleftu stundu. Davids er hér umkringdur samherjum sínum;
(f.v.) Clarence Seedorf, Jaap Stamp, Michael Reizinger og Ronald De Boer.
Glæsimark Davids kom
Hollendingum áfram
Leikmaðurinn snaggaralegi Edg-
ar Davids var hetja Hollendinga
í gærkvöldi er hann skoraði sigur-
markið í 2:1 sigri á lokamínútu
leiksins gegn Júgóslövum, í 16-liða
úrslitum, sem fram fór í Toulouse.
Markið var mjög glæsilegt, skot
með vinstri fapti rétt utan vítateigs
og knötturinn þandi út neta-
Englendingar
óánægðir
STUÐNINGSMENN enska
landsliðsins voru í allan gær-
dag að tínast til St. Etienne þar
sem Englendingar og Argent-
ínumenn eigast við í kvöld.
Leituðu þeir logandi ljósi að að-
göngumiðum á leikinn en mik-
illar óánægju gætir á meðal
þeirra því þeir fá aðeins 2.079
miða, en völlurinn tekur alls
35.900 áhorfendur. Stuðnings-
menn argentínska liðsins fá
ekki fleiri miða, en þeir eru á
hinn bóginn talsvert færri en
þeir ensku. Englendingar vilja
fá 10.000 miða en ljóst er að
þeir fá þá ekki. Hefur engu
breytt þótt íþróttamálaráð-
herrann, Tony Banks, hafi haft
afskipti af málinu, fleiri miðar
eru ekki á boðstólum, segja for-
ráðamenn keppninnar. Eng-
lendingar bjuggu sig undir að
þurfa að greiða nærri 30.000
krónur íyrir aðgöngumiðann á
svörtum markaði, en þegar
þeir komu var þeim sagt að
verðið væri u.þ.b. tvöfalt
hærra.
Á stórum skjá í miðbæ St.
Etienne verður leikur Rúmeníu
og Króatíu sýndur í beinni út-
sendingu en yfirvöld hafa
ákveðið að sýna ekki leik Ar-
gentínu og Englendinga af ótta
við að upp úr sjóði á milli
stuðningsmanna liðanna eins
og gerðist er Englendingar og
Túnismenn áttust við í Lyon.
möskvana neðst í hægra markhorn-
inu. Sigur Hollendinga var mjög
sanngjarn því þeir stjórnuðu leikn-
um lengst af en Júgóslavar voru
hættulegir í skyndisóknum.
Hollendingar leika í undanúrslitum
á laugardag við sigurvegarana úr
leik Argentínu og Englendinga,
sem fram fer í kvöld.
Júgóslavar léku sterkan varnar-
leik í fyrri hálfleik og létu Hollend-
inga um að stjóma spilinu. Það
gekk erfiðlega fyrir þá hollensku að
komast í gegn og oftar en ekki
hlupu þeir á lokaðar dyr. En eftir
38 mínútna leik læddist markaskor-
arinn Dennis Bergkamp inn um
litla rifu sem myndaðist á varnar-
veggnum og nýtti sér það til fulln-
ustu og kom Hollandi í 1:0. Berg-
kamp fékk boltann inn í vítateig og
snéri á Michael Reiziger varnar-
mann áður en hann skaut í vinstra
hornið, en Ivica Kralj markvörður
var með hendur á boltanum en náði
ekki að halda honum. Þetta var 35.
landsliðsmark Bergkamps og jafn-
aði hann þar með hollenska metið
sem var í eigu Faas Wikes.
Júgóslavar byrjuðu síðari hálf-
leikinn betur og voru fljótir að
jafna metin. Það var Slobodan
Komljenovic sem skoraði með
skalla eftir aukaspyrnu frá Dragan
Stojkovic á 48. mínútu - var óvald-
aður við fjærstöng. Aðeins þremur
mínútum síðar fengu þeir upplagt
tækifæri til að komast yfir er vam-
armaðurinn Jaap Stam togaði Vla-
dimir Jugovic niður í vítateignum
og dæmt víti. Predrag Mijatovic
tók spymuna en þversláin varð
Hollendingum til bjargar. Þetta var
fyrsta vítaspyrnan sem er misnotuð
síðan á HM 1990, eða 38 vítaspym-
ur í röð.
Eftir þessa snörpu sóknartil-
burði Júgóslava tóku Hollendingar
við sér og gerðu allt hvað þeir gátu
til að skora. Markið lét hins vegar á
sér standa og kom ekki fyrr en á
lokamínútu leiksins eins og áður
segir. Það fór vel á því að Edgar
Davids, sem var besti leikmaður
Hollands og reyndar vallarins,
skoraði sigurmarkið.
Dennis Bergkamp sagði eftir
leikinn að lið sitt hefði verið
sterkara og úrslitin því sanngjöm.
„Við voram ákveðnir í að komast
áfram. Þetta var mjög erfitt fyrir
okkur eftir að þeir fengu vítið,“
sagði Bergkamp. „Við byrjuðum
leikinn rólega og það gerðu þeir
líka. Við tókum síðan völdin og vor-
um betri.“
Félagi Bergkamps hjá Arsenal,
Marc Overmars, sagðist ánægður
að sigur næðist í venjulegum leik-
tíma. „Við vorum orðnir nokkuð
þreyttir og því betra að ná að sigra
í venjulegum leiktíma en í fram-
lengingu þar sem „gullmark“ ræð-
ur úrslitum. Eg er mjög ánægður
og ég held að við verðskuldum að
vera komnir í 8-liða úrslit,“ sagði
Overmars.
„Við vorum mjög óheppnir að
tapa, en þetta er hluti af leiknum"
sagði Slobodan Santrac, þjálfari Jú-
góslava. „Við voram famir að gæla
við framlengingu. En ég óska
Hollendingum til hamingju. Við
vörðumst ágætlega í fyrri hálfleik
en fórum framar í síðari hálfleik og
þá opnaðist leikurinn. Ef við hefð-
um náð að skora úr vítinu væram
við komnir áfram, en okkur var
refsað fyrir að nýta það ekki,“ sagði
Santrac.
■ STEVE Sampson sagði upp
stöðu landsliðsþjálfara Bandaríkj-
anna í gær en hann tók við liðinu í
ágúst 1995 og lék það 62 leiki und-
ir hans stjórn, sigraði í 26 leikjum,
tapaði 22 og gerði 14 sinnum jafn-
tefli.
■ SAMPSON er sjötti þjálfari liðs
á HM í Frakklandi sem er hættur,
en hann varð fyrsti Bandaríkja-
maðurinn til að þjálfa bandaríska
landsliðið.
■ SEPP Blatter lýsti því yfir um
helgina að þrátt fyrir að stuðnings-
menn Þjóðveija og Englendinga
hefðu enn einu sinni orðið til
vændræða þá breytti það engu um
möguleika þjóðanna á að fá að
halda heimsmeistaramótið í knatt-
spymu árið 2006. Ákvörðun um
hvar mótið verður haldið verður
tekin eftir tvö ár.
■ BLATTER sagði ennfremur að
hann teldi að Kina ætti ekki mögu-
leika á að halda HM fyrr en eftir
2018.
■ HENRY Michel, landsliðþjálfari
Marokkó, hefur fengið æðstu heið-
ursorðu sem Hassan konungur
Marokkó veitir erlendum ríkis-
borgara. Orðuna fékk Michel i hófi
sem konungur hélt liðinu við heim-
komuna. „Þjóðin mun aldrei
gleyma hvað þú gerðir fyrir hana,“
sagði Hassan er hann afhenti orð-
una.
■ JÚRGEN Kohler meiddist á
kálfa í upphitun fyrir leik Þjóð-
veija og Mexíkómanna og koma
Markus Babbel í hans stað.
■ LOTHAR Matthaus lék í gær
sinn 128. landsleik fyrir Þýskaland
og 24. leik á heimsmeistaramóti,
fleiri en nokkur annar knatt-
spymumaður.
■ DUNGA, fyrirliði Brasilíu, ætl-
ar að hætta að leika með landslið-
inu eftir heimsmeistaramótið.
Dunga, sem heitir fullu nafni, Car-
los Caetano Verri, er 34 ára og
segisr það vera mátulegan aldur til
þess að fara að rifa seglin. HM í
Frakklandi er þriðja keppnin sem
hann tekur þátt í.
■ PAOLO Maldini fyrirliði Ítalíu
leikur sinn 19. landsleik fyrir þjóð
sína gegn Frökkum á fostudaginn.
Þar með hefur hann leikið fleiri
leiki á HM en nokkur annar landi
hans. Maldini lék sjö leiki á HM
1990 og sama fjölda fjórum árum
siðar. Nú hefur Maldini leikið fjóra
leiki og fimmti leikurinn verður
gegn Frökkum.
■ AUK Maldini, sem er þrítugur,
hafa varnarmennimir Antonio Ca-
brini og Gaetano Scirea leikið 18
leiki á HM en víst er að þeir leika
ekki fleiri þar sem þeir hafa báðir
lagt skóna á hilluna.
■ SEBASTIAN Perez vamar-
maður Bastia í Frakklandi hefur
gengið til liðs við Blackbum fyrir
um 350 milljónir króna. Hann
gerði 5 ára samning og vonast til
þess að með honum aukist líkur
hans á að vera valinn í franska
landsliðið eftir HM.
■ TOTTENHAM keypti einnig
leikmann í gær er liðið reiddi fram
um 160 milljónir króna fyrir Paolo
Tramezzani vamarmann frá Pi-
acenza á Ítalíu.
Ballið er rétt að byvja
Sigriður Hulda
skrifar frá
Brasilíu
Það má segja að Brasilíumenn
hafi fyrst sýnt brasilískan
fótbolta eins og hann á að vera í
seinni hálfleik í leiknum á móti
Chile: Ronaldo lék
vel og mörgum létti
við að sjá hann
spila eins og hann á
að sér. Hreinar
leiklínur, leikfimi og snilld. En
það var þessi óþekkti piltur, Ces-
ar Sampaio, sem undirbjó grunn-
inn að glæsilegum sigri Brasilíu-
manna með tveimur fyrstu mörk-
unum, reyndar sami pilturinn og
skoraði fyrsta mark Brasilíu-
manna í heimsmeistarakeppn-
inni, í leiknum á móti Skotum.
Cesar heppni! En það er enginn
asi á mönnum hér. Menn eru var-
kárir og þrátt fyrir að fólk sé
ánægt með árangurinn á móti
Chile þá er engin sigurvissa. Því
ballið er rétt að byrja.
Óvæntir
mótherjar
Frábær leikur og yfirburðasig-
ur Dana í leiknum á móti Nígeríu
hefur aukið virðingu manna hér
fyrir víkingunum í fóboltanum.
Osigurinn á móti Norðmönnum
var líka stór biti að kyngja þótt
sá leikur hafi ekki haft mikla
þýðingu því Brassarnir höfðu
þegar tryggt áframhald í keppn-
inni. En styrkleiki danska liðsins,
frábær markvörður, góð vörn og
sókn með Laudrupana í farar-
broddi, vakti feikimikla athygli á
þessum óvænta andstæðing.
Menn bjuggust fastlega við að
Nígería myndi vinna leikinn, en
með lélega vörn og raglingslega
sókn tókst þeim ekki að vinna á
styrk Dananna. Það er vissulega
undarlegt að hugsa til leiksins á
föstudaginn: leiksnilld og liðug-
heit latínska fótboltans á móti
staðfestu, jafnvægi og skipulagi
víkinganna. Vonandi verður það
að minnsta kosti lifandi leikur
með mörgum tækifæram og
hraða.