Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HANDKNATTLEIKUR
RECOHOCI
COHÐUCIR
UBORAU
W .fmifip (b-w
| I -iL I
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
FERÐALANGARNIR. Talið frá vinstri: Brynja Steinsen, Hrafnhildur Skúladóttir, Örn Magnússon, Ragnheiður Stephensen, Helga
Torfadóttir, Kristján Ragnarsson, Inga Fríða Tryggvadóttir, Halla María Helgadóttir, Herdís Sigurbergsdóttir, Fanney Rúnarsdóttir,
Ragnheiður Karlsdóttir, Auður Hermannsdóttir, Judit Rán Esztergal, Svava Sigurðardóttir, Heiða Erlingsdóttir, Gerður Beta
Jóhannsdóttir, Ágústa Edda Björnsdóttir, Theódór Guðfinnsson og Harpa Melsteð.
Hver hefur
sinn poka
að draga
HVER hefur sinn djöful að
draga en í tilfelli Ágústu
Eddu Björnsdóttur má
segja að hún hafi sinn að
bera. Þar sem hún er nýliði
í landsliðinu kemur í henn-
ar hlut að bera boltapokann
og sjá til þess að boitarnir
séu til staðar - að vísu eru
engin viðurlög við því að
gleyma pokanum en það er
ekki létt að standa undir
gríninu og skotunum, sem
því fylgja. Ágústa beit á
jaxlinn og axlaði ok sitt því
ef henni varð á að gleyma
honum, þó ekki væri nema
stutta stund voru stöllur
hennar ekki lengi að láta
vita af því og eftir að hafa
hiustað á þær hamra á
skyldum nýliðans, kom
varla fyrir að hún gleymdi
sér. En var þetta svo mikil
kvöð? „Já, þetta er svo
sannarlega kvöð,“ sagði
Ágústa Edda og kvað fast
að orðum. „Þetta er svo fyr-
irferðarmikið og klistur úti
um allt, maður er allur úta-
taður og gólfið á herberg-
inu líka svo að þetta loðir
við mann.“
✓
Islenska kvennalands-
liðið í handknattleik
fékk boð um að spreyta
sig á alþjóðlegu móti á
* Spáni. Stefán Stefáns-
son slóst með í för, tók
niður ferðapunkta og
kynntist hressum
skellibjöllum og
grimmum baráttujöxl-
um - hvort tveggja bjó
í flestum stúlkunum.
Haninn í húsdýragarðinum í
Laugardal galaði syfjulega þeg-
ar íslenska kvennalandsliðið í hand-
_ knattleik hélt suður til Spánar á al-
þjóðlegt handboltamót 10. júní síð-
astliðinn. Stúlkumar tíndust á stað-
inn ein af annarri þegar leið að brott-
farartíma, klukkuna vantaði stundar-
fjórðung í sex að morgni. Sumar voru
glaðbeittar en blaðamaður hefur
óneitanlega séð þær hressari. Fyrst á
staðinn var Brynja Steinsen úr Val -
hún hafði verið síðust síðast og það
er varla leggjandi á nokkurn að láta
yfir sig ganga vandaðar, hárbeittar
og tíðar athugasemdir með því að
láta það koma fyrir sig tvisvar. Þar
sýndi sig strax að andrúmsloftið í
hópnum er gott - stutt í grínið.
Loks var haldið af stað suður á
flugvöll og endumar í pollunum með-
fram Reykjanesveginum vom í óða
* önn að snyrta sig í morgunsárið þeg-
ar rútan lullaði framhjá. Og þegar
járnfuglinn hóf sig upp fyrir skýin
mátti grilla í sólbakaða Reykjavík
fyrir neðan, augnlok tóku að síga og
við tók 18 tíma ferðalag til Madrid á
Spáni. Þangað var komið rúmum
klukkutíma eftir miðnætti og ferða-
langanna beið brauð og ávextir. Allir
vom þreyttir og gátu hvorki byrjað
að kvíða fyrir eða hlakka til morgnn-
dagsins - því þeir svifu fljótlega inn í
draumalandið.
Hver verður að
■«. standa sína plikt
Fyrsti morgunninn á Spáni hófst
með látum. Strax klukkan 6 að
morgni að íslenskum tíma var blaða-
maður spurður um úrslit í fjórða leik
Chicago Bulls og Utah í úrslita-
keppni NBA en honum lauk
nokkmm klukkustundum áður. Játa
t varð fákunr.áttu og fékk hann þá að
Af vígalegum val-
kyvjum og skemmti-
legum skellibjöllum
BRYNJA Steinsen úr Val var fyrst leikmanna til að mæta við
brottför árla morguns en það var Ifka ástæða fyrir því - hún var
síðust f síðustu ferð og fékk þá laufléttar athugasemdir. Ágústa
Edda Bjömsdóttir tók heldur ekki áhættuna.
„Ha, er til Cocoa Puffs á Spáni?“
AÐ kvöidi komudags var tekið til við að panta morgunverð enda
sinn siður í þeim málum í hverju landi. Þegar fslensku stúlkurnar
báðu um hefðbundinn - „traditionaI“ - morgunverð gat Kristján
sjúkraþjálfari ekki á sér setið og spurði: „Ha, er virkileg til
Cocoa Puffs héma?“ og til allrar hamingju fyrir hann heyrðu
leikmenn ekki til hans.
RÚTUBÍLASÖNGUR ásamt tilheyrandi tilburðum var fastur liður.
Það var ekki öilum gefið að ná taktinum en Öm Magnússon farar-
sljóri og Kristián Ragnarsson sjúkraþjálfari reyndu hvað þeir gátu.
heyra að þetta væri engin frammi-
staða, maðurinn sinnti ekki vinnu
sinni, þær væru áskrifendur og fleira
- allt í léttum tón en þó erfitt að sitja
undir. Því var freistandi að segja eitt-
hvað til að kaupa sér tíma og létta af
pressu en það væri vísast skammgóð-
ur vermir - eflaust hefur hitinn átt
þátt í að þessari fáránlegu hugmynd
laust niður í kollinn. Eftir nokkur
símtöl og ýmsar krókaleiðir fengust
úrslitin og allir voru sáttir - blaða-
maður slapp í þetta sinn en þakkar
kærlega fyrir að sumir pítsastaðir á
íslandi eru opnir allan sólarhringinn.
Þegar haldið var á morgunæfing-
una lá leiðin framhjá herbúðum þar
sem ungir hermenn í dökkum fótum
með riffla um öxl þrömmuðu í hitan-
um. Spánski fararstjórinn upplýsti að
þar í landi væri 9 mánaða herskylda
fyrir karlmenn en þeir geta líka unn-
ið hana af sér með því að sinna sam-
félagsþjónustu í 11 mánuði. Það vilja
flestir frekar enda ekki margir orðið,
sem hafa áhuga á að læra her-
mennsku. Eigi að síður er reynslan
oft góð, þar venjast menn miklum
aga en það koma líka margs konar
vandamál upp - í hernum er hvorki
þrasað né rökrætt og í stórum hópi á
níu mánuðum er hægt að læra marga
ósiði.
„Má ég þá frekar biðja um
smá hasar“
Á æfingum var hitað upp með fót-
boltaleik og þá var oft meira um kapp
en forsjá. A bakvið tal um léttan leik
til að hita upp og „bara að hafa gam-
an af þessu“ var greinilegt að ekkert
annað en sigur kom til greina. Yfir-
leitt eru yngri á móti eldri og að sögn
leikmanna er ekkert í húfi en í trún-
aði og eftir því, sem heyra mátti
strax eftir leik, var sigur afar mikil-
vægur og sigurvegarar sýndu ótrúleg
tilþrif og mikið hugmyndaflug í að
stríða þeim er lutu í lægra haldi. Þá
skildi ég af hverju ekkert var gefið
eftir í upphituninni. Á morgunæfing-
unni tók svitinn fljótlega að spretta
út á Frónbúum og rann vatnið ljúft
niður um þurrar kverkar. Spánski
fararstjórinn, Marga, átti ekki við
sama vandamál að stríða, þvert á
móti - hún sat í síðbuxum með gæsa-
húð, henni var ekki heitt. Spænska
landsliðið átti æfingatíma á eftir því
íslenska og byrjaði að hita upp með
eltingarleik. Það hnusaði í þeim ís-
lensku og einni varð á orði: „Mætti