Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 B 9 í 4 i i I i I i * i I s ú, I s 1 € ( SÍÐASTA leik mótsins ákváðu varamennirnir að láta til sín taka og sýndu „fögn“ eftir hvert mark íslands. Hér hafa stúlkurnar slegið langt golfhögg og horfa á eftir „golfboltanum“. FANNEY Rúnarsdóttir varð að láta sólina bíða á meðan hún setti plástur á stærstu blöðrurnar. ég þá írekar biðja um smá hasar,“ og meinti hvert orð. Ungur Spánverji í nammibúð Eftir morgunæfingu var rölt upp þrönga götuna upp að Carlosi þriðja - hótelinu. Á leiðinni kom ungur Spánverji útúr skóla við götuna og gekk hann beint í flasið á fimmtán ljóshærðum íslenskum valkyrjum. Eg hef séð svipinn áður - hann kem- ur litla drengi þegar þeir labba inn í nammibúð og eflaust verður þessi Spánverji á vappi um svæðið um tíma - það er nú aldrei að vita. Eftir „síestu“ var haldið til leiks. Á leiðinni var krókódilalagið kyrjað ásamt gömlum sígildum slögurum þó að einn og einn vafasamur fylgdi með. Leikurinn gekk ekki sem allra best, einhver streita var í stúlkunum og þær náðu ekki að sýna sparihlið- arnar nema um tíma í síðari hálfleik. Leikurinn fór fram í íþróttamið- stöð hverfis í nágrenninu og var rétt rúmlega hálftíma akstur þangað. Þar fengu menn smjörþefinn af spænsk- um ástríðuhita áhorfenda - reyndar í þetta sinnið frá á fjórða hundrað krökkum úr nágrenninu, sem létu duglega í sér heyra og höfðu skoðun á öllu. Þeir gerðu gott betur en hafa skoðun heldur létu hana í ljós af mik- illi innhfun. Annar endaveggur íþróttasalarins skartaði glæsilegu málverki, sem var um 10 metra hátt og 28 metra breitt, málað beint á vegginn. Þar gat að líta stórfenglega fjallasýn og við eftir- grennslan var upplýst að veggurinn var notaður sem klifurgrind, festir voru steinar og járnhöld í vegginn og þarna fengu krakkarnir útrás. Mál- verkið var þeirra - þau vildu fá tii- finningu fyrir hvernig er að príla í svo glæsilegum fjallgarði. Að leik loknum var skundað heim á Carlos SÚ kvöð hvílir á nýliða í landsliðinu að bera boltapokann og var það hlutskipti Ágústu Eddu Björnsdóttur. þriðja og eftir léttan kvöldverð var skriðið í koju. Það er mjólkin - beint úr kúnni! Inga Fríða Tryggvadóttir, línu- maðurinn snjalli, féll illa á höndina í æfingaleiknum gegn Spánverjum daginn áður. Var talið að smábein í hendinni, „pisiform“, hefði brotnað svo að Kristján sjúkraþjálfari taldi ráðlegast að halda til læknis, Sam- herjar Ingu Fríðu stöppuðu í hana stálir.u, hver á sinn hátt: „Gangi þér vel,“ „segðu lækninum ákveðin að þetta sé ekkert alvarlegt," „er þetta ekki bara væl“ og fleira í þessum dúr en best þótti „harkaðu af þér - því við erum kögglar." Sjálfur hafði sjúk- lingurin ákveðna skoðun: „Það er ekkert að og ég ætla að spila." Spænski aðstoðarmaðurinn, hin duglega Marga, var fengin til að bjarga málum og eftir skoðunarferð, sem upprunalega átti að leiða okkur beint til læknisins, fannst sjúki'ahús- ið. Eftirá fannst íslendingunum skrýtið að innfæddur Madridbúi skyldi ekki rata þangað en það er svo sem engin furða. Lesendur geta sett reikningsdæmið upp þannig: Ef Reykjavík er 10 kílómetrar endanna á milli með 100.000 íbúa, hvernig gengi okkur að rata ef Reykjavík væri með 45 sinnum fleiri íbúa, 4,5 milljónir? Hófst hefðbundin bið á læknabið- stofu en hún var stutt. Eftir röntgen- myndatöku og stutta athugun kom Auður Roberts - eða Júlía Hermannsdóttir MIKIÐ pískur hófst meðal drengjanna á áhorfendapöllunum í fyrsta leik niótsins í æfingaleiknum við Spán, og beindu þeir aug- unum að einni af íslensku stúlkunum. Blaðamaður hreinlega sog- aðist á forvitninni einni saman nær og reyndi að hlera en skildi aðeins orð eins og Júlía og Róberts. Forvitnin bar hann loks ofur- liði og hann spurði drengina um hvað umræðan snerist. Jú, þeim fannst Auður Hermannsdóttir sláandi lík leikkonunni Júlíu Ro- berts og þegar blaðainaður rýndi eins og strákarnir gat hann vel verið sammála - gaf reyndar hreklqóttur í skyn að það gæti „þess vegna“, „mögulega“ og „kannski" verið að þær væru skyldar og þá fór heldur betur um piltana. KRISTJÁN sjúkraþjálfari lék á als oddi í ferðinni. Þegar kom að leik um silfur stökk hann upp á stól og stappaði stálinu i leik- menn með eldmessu. um það. Eftir fótboltann lét Theódór þjálfari stelpurnar ræða einar saman því þreyta sat í þeim og ýmislegt þurfti að fá að flakka þeirra á milli. Skemmst er frá að segja að ís- lensku stúlkumar sáu aldrei til sólar gegn þeim spænsku, tókst að vísu að halda í við þær en hver mistök vora dýrkeypt. Eftir leikinn var horft á leik Hollands og Portúgal. Þar hitn- aði leikmönnum mjög í hamsi við að horfa á portúgölsku stúlkurnar leggj- ast veinandi í gólfið í hvert sinn, sem við þær var komið. Orð eins og „vælukjóar" fuku án þess að þær portúgölsku hefðu um það hugmynd en Herdís hafði á orði að þær skyldu sko þurfa á vasaklútunum að halda í leiknum við Island. Það var því lúinn hópur sem skrölti upp tröppurnar á Carlosi þetta laug- ardagskvöld enda tíu marka tap ekki til að hrópa húrra íyrir. En það var ljós í myrkrinu að Portúgal vann Holland og því yrði viðureign þeirra íslensku við þær portúgölsku snemma að morgni sunnudags hi’einn úrslitaleikur um silfur.. Þrátt fyrir þreytuna náðist að halda stutta marblettasýningu þar sem stúlkurn- ar báru saman marbletti sína, hver væri stærstur og hver væri með fal- legustu litina. Halla María vann með falleg handarfór á báðum upphand- leggjum auk nokkurra smærri. Eldmessa Kristjáns Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur - hvað annað? Haldið var í nýja íþróttahöll, sem tók rúmlega 3.000 áhorfendur. Svo margir voru þó ekki komnir saman þennan sunnu- dagsmorgun en það hafði engin áhrif á íslenska liðið - stelpurnar höfðu fundið smjörþefinn af tilfinningunni þegar allt er lagt í sölurnar og upp- skeran eftir því, þær vissu að með öðrum leik eins og gegn Hollending- um, gæti silfur fallið þeim í skaut. Andinn var góður og hitað var upp á allnýstárlegan hátt, Auður Her- mannsdóttir sýndi breakdans af inn- lifum, Ágústa og Hrafnhildur tóku fimleikastökk og Halla María og Herdís héldu sýningu á hvernig töffarar ganga. Þessi upphitun var góð til að losna við streituna því að þegar kom að því að ganga á hólm- inn, sýndi hinn eldhressi Kristján sjúkraþjálfari á sér nýja hlið og hélt þrumuræðu, sem stappaði stálinu í liðið og þegar stelpurnar tóku eitt gott öskur í lok hennar til að fá útrás glumdi, hressilega í salnum. Leikurinn var stórskemmtilegur, íslenska liðið gaf hvergi eftir og tók duglega á þeim portúgölsku svo að dómurum þótti nóg um kvartið og kveinið, sem kom íslendingunum einnig til góða því það herti enn frek- ar á þeim. Þegar leið á leikinn fóru varamenn að taka við sér og eftir hvert mark sýndu þeir skemmtileg úrskurðurinn: ekkert brot, heldur mar á beini og jafnvel klemmdar taugar svo að Inga Fríða var svo sem til í slaginn - bara „teipa“ vel og gefa verkjalyf ef með þarf. Að minnsta kosti þótti Ingu Fríðu ekki annað koma til greina. Hún og Kristján sjúkraþjálfari voru líka með skoðun á því hvers vegna Inga Fríða hafði ekki brotnað við höggið - það er mjólkin frá Selfossi, beint úr kúnni. Varla þarf að taka fram að umræddur línu- maður er frá Selfossi. Jesús Kristur - og Kristján fékk gult Eftir spaghetti Bolognese, kjúkling og ís í hádeginu voru liðinu allir vegir færir. Haldið var í íþrótta- höllina í Pinto og hitað upp. Leikur- inn við Holland þróaðist vel enda sýndu stúlkurnar sparihliðarnar. Allt var í járnum lengi vel, menn létu heyra í sér á bekknum en Theódór þjálfari safnaði í sarpinn og þrumaði síðan af stuttu færi þegar honum var nóg boðið einu „hey“ á konuna sem dæmdi leikinn. Henni brá hastarlega, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda var hviðan frá hinum dagfar- sprúða Theódóri hvöss. Kristján sjúkraþjálfari gat heldur ekki setið á sér en eftir hátt og snjallt „Jesus Christ", sem borið er fram „djísös kræst“, fannst dómurum nóg komið og gáfu karlinum gult spjald á vara- mannabekkinn. En allt fór vel að lok- um, Herdís sagði eftir sigurinn að þær væru örugglega orðnar „stelp- urnar okkar" eins og karlalandsliðið og blaðamaður, sem hélt að hann hefði heyrt alla söngva liðsins, fékk fljótlega að vita að fyrri konsertar voru aðeins upphitun. Það voru sig- urreifar en afar þreyttar handbolta- konur, sem gengu upp tröppuranr á Carlosi þriðja. Fyrir lá að koma sér í koju því framundan var erfiður leik- ur gegn Spánverjum. Marblettasýning Morgunæfingin fór að mestu í mik- inn knattspyrnuleik þar sem hvít- klæddir léku við samansafn af hinum litum regnbogans en grunur lék á að einhverjir fararstjórar hefðu verið í nokkrum treyjum hverri undir annarri og flett þar til litur hentaði. Þetta tókst þó aldrei að sanna en nóg Nú má boli! PINTO er vinalegt úthverfi Madrid þar sem varla bregð- ur fyrir búðarskilti á öðru máli en innfæddra og tók tíma að venjast því. Ibúar eru vinalegir og hlýir, boðn- ir og búnir að „aðstoða fólk norðan frá lieimskauti" sögðu þeir og fengu hroll. Ibúar eru rúmlega þúsund og lifa aðallega á iðnaði í smáum stfl en flestir vinna fyrir sér niðri í Madrid og keyra á milli. Mótshald gekk vel fyrir sig, þar gilti hin gullna regla að brosa og segja „buenos diaz“, „graei- as“ og „adios“ - og meira ef maður kunni. Spánveijarnir eru veisluglaðir og í bænum er haldið nautaat tvisvar á ári, en það er hluti af vikulangri veislu sem er afar vinsæl og vel sótt. Einn hlutinn snýst um að reka naut eftír götum bæjarins inn í nautaatshring en þegar þangað er komið er komið að bola, því nú fær hann að elta. Ibúar gerast þá djarfir og storka ráðvilltu nautínu, sem þó nær stund- um að láta finna fyrir horn- unum, enda eru yfirleitt ein- hveijir slasaðir eftir atið og fólk hefúr jafnvel látíð lífið í þessum hamagangi. En þá er bara að yppa öxlum. „fógn“, svo skemmtileg að margir áhorfendur klöppuðu fyrir hverju marki íslands og biðu spenntir eftir því hvað boðið yrði uppá á vara- mannabekknum. Þefr urðu ekki fyrir vonbrigðum. Helga fékk jákvæðnisbikarinn Eftir að hafa fengið silfurverðlaun- in afhent, auk þess sem Fanney Rún- arsdóttir var valin besti markvörður mótsins, var loks taumnum sleppt. Tvennt var í boði fram að kvöldmat; skunda í næstu sundlaug og sleikja sólina fram eftir degi eða fara niður í Madrid og skoða mannlífið. Mestur hluti liðsins fór beint í sundið en nokkrir fróðleiksfúsir fóru með rút- unni til Madrid og ráfuðu þar um stræti og torg. Af nógu var að taka í þessari glæsilegu borg. Leið þá að kvöldi dags og eftir skrautlega tapaz- máltíð, sem er spænsk smáréttamál- tíð með ýmsum vafasömum og afar framandi réttum - svo sem steiktum grísaeyrum, var haldið heim á leið. Kvöldið var framundan, frést hafði að skemmtinefndin ætlaði að láta til sín taka og hvíslið í nefndarmönnum fékk þá er ekki heyrðu til, svo sem karlpening ferðarinnar, til að kvíða fyrir. Kvíðinn reyndist ekki ástæðu- laus en af því eru engar sögur - nóg að myndavélin skyldi sleppa á loft. Eitt er þó í lagi að minnast á, Helga Torfadóttir fékk jákvæðnisbikarinn, fai'andbikar, sem Auður Hermanns- dóttir gaf fyrir 5 árum og er ætlaður þeim einstaklingi í hópnum, sem talin er hafa hvað jákvæðust áhrif. Stúlkumar og Kristján sjúkra- þjálfari létu ekki þreytuna á sig fá þegar í boði voru þrír lausir klukku- tímar til búðaráps á mánudags- morgni og skunduðu af stað í morg- unsárið - náðust þar nokkrir pokar til viðbótar en sumir sváfu á sitt græna eyra og nutu vel. Upp úr hádeginu var búist til brottferðar, löng leið framundan og eitthvað sat þreytan í ferðalöngum þó að sætir sigrar hafi eflaust slegið eitthvað á hana. Mála úlfalda á vegg? HERDIS Sigurbei gsdótt ir var vön að stappa stálinu í leikmenn við upphaf leiks og lét þá heyra duglega í sér. Sumir leiknienn áttu engu að síður stunduni í vandræðum með að skella ekki upp úr þeg- ar Herdís greip tíl málshátta og orðatiltaikja. Til dæmis vafðist fyrir þeim að hvað fyrir henni vakti þegar hún sagði að nú yrðu mótheij- arnir ekki teknir neinum „kettlingatökum" og þær náðu heldur ekki skilaboðunum þegar syrtí í álinn að „það þýðir ekki að mála úlfald- ann á vegginn". En þær vöndust og voru orðnar ansi leiknar í að tengja málshættina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.