Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ Sölumaður — samskipti Við eru lítið og mjög traust fyrirtæki með sérhæfðan innflutning bílavara. Við seljum vörur okkar einvörðungu verkstæð- um og þjónustuaðilum. Erum að leita að liprum, lifandi manni sem á auðvelt með að vinna með starfsmönnum fyrirtækisins og skapar gott traust hjá viðskipta- vinum þess. Mikilvægur hluti starfsins er að heimsækja nýja viðskipta- vini og vekja áhuga þeirra á söluvörum fyrirtækisins auk þess að sinna þeim góðu viðskiptavinum sem við þjónum nú þegar. Með sölustörfunum er gert ráð fyrir að starfsmaðurinn vinni tollskýrsl- ur, annist innheimtu og taki vel til hendinni á álagstímum til að við- skiptavinir okkar fái sem besta þjónustu. Það skaðar ekki að hann hafi góða tilfinningu fyrir vélum. Meðal starfsmanna er góður starfsandi. Þeir eru mjög samhentir og eiga jafnframt mjög auðvelt með að vinna sjálfstætt. Fyrirtækið er nokkuð vel tölvuvætt PC- tölvum með Windows, Word og Excel hugbúnaði, auk bókhalds- og birgðakerfis frá TOK. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf og mynd, sendisttil afgreiðslu Mbl., merktar: „S - 5231", fyrir 10. júlí. Hlutafélgið SÍF hf. var stofnað árið 1993 og byggir á grunni Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, sem stofnað var árið 1932. Hjá SÍF hf. á íslandi starfa um 60 manns, en rúmlega 800 manns þegar öll dótturfélög eru meðtalin. SIF hf. og dótturfélög eru stærstu seljendur á saltfiski í heimin um með 16% markaðshlutdeild. Velta SÍF hf. og dótturfélaga nam um 11,7 milljörðum árið 1997. Lyftaramenn SÍF hf. óskar eftir lyftaramönnum til starfa í birgðastöð SÍF í Fornubúðum 5, Hafnarfirði. Birgðastöðin er ný og aðstaða fyrir starfsmenn mjög góð. Um framtíðarstörf er að ræða. Frekari upplýsingar veittar á staðnum eða í síma 510 0800. Leikskólastjóra og leikskólakennara Búðahreppur Fáskrúðsfirði auglýsir eftir leik- skólastjóra við leikskólann Kærabæ auk leik- skólakennara. Laun eru eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Fél. ísl. leikskólakennara. Þroskaþjálfa Búðahreppur Fáskrúðsfirði auglýsir eftir þroskaþjálfa til starfa við leik- og grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Laun eru eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags íslands. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu Búðahrepps, Hafnargötu 12, 750 Fáskrúðsfirði. Umsóknarfrestur er til 17. júlí nk. Nánari upplýsingarveitirsveitarstjóri Búða- hrepps í síma 475 1220. Sveitarstjóri. Vélstjórar! Orkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða starfs- mann í vinnuflokk Orkubúsins í Vestur - Barðastrandarsýslu. Aðsetur vinnuflokksins er á Patreksfirði. Óskað er eftir vélstjóra með 4. stigs réttindi. Umsóknir um ofangreint starf ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Orkubúi Vestfjarða, Stakkanesi 1,400 ísafirði fyrir 12.maí nk. Upplýsingar um störfin gefa Jakob Ólafsson og Kristján Haraldsson, í síma 456-3211. Upplýsingar um Orkubú Vestfjarða má finna á vefsíðum fyrirtækisins http://www.ov.is/ ORKUBÚ VESTFJARÐA Frá Grunnskólanum í Stykkishólmi íþróttakennari pilta Okkur vantar íþróttakennara pilta til starfa á næsta skólaári. Þá getum við boðið almenna kennslu, mikil vinna. Einnig geturfylgt stöðunni þjálfun hjá Umf. Snæfelli. Öll aðstaða ertil fyrirmyndar, stórt fullbúið íþróttahús og næsta vetur verða teknar í notk- un tvær sundlaugar, inni- og útilaug, sem eru á skólasvæðinu. Upplýsingar gefur Gunnar Svanlaugsson, skólastjóri, í símum 438 1377 vinna og 438 1376 heima. F élagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Heimaþjónusta Starfsfólk óskast Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar leitar að áreiðanlegu og traustu starfsfólki til starfa við félagslega heimaþjónustu 67 ára og eldri á Norðurbrún 1. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmannafé- lagsins Sóknar og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veita Pála Jakobsdóttir, María Þórarinsdóttir og/eða Helga Eyjólfsdótt- ir, deildarstjóri félagslegrar, heimaþjónustu í síma 568 6960 eða á staðnum. Sölumaður/ vinnuvélar Stórt innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða sölumann í vinnuvéladeild nú þegar. Leitað er að röskum einstaklingi sem hefur reynslu í sölu, meðferð eða viðhaldi á vinnu- vélum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu og einhverja þekkingu á tölvum. I boði er vel launað framtíðarstarf hjá traustu og ört vaxandi fyrirtæki, fyrsta flokks vinnuað- staða og möguleikar á frekari starfsþjálfun. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 12. júlí nk. merktar: „Vinnuvélar 5271". Með allar umsóknir verðurfarið sem trúnaðar- mál og öllum verður svarað. Búrfeílslína 3A 400 kw háspennulína Óskum eftir að ráða til starfa menn til samsetn- ingar og uppsetningar á stálmöstrum línunnar, u.þ.b. 260 möstur. Umsækjandi skal hafa nauðsynleg réttindi til starfa við slíkt verkefni, eins og skilgreint er í lögum. Vinnan varirtímabilið júlí—október á þessu ári og unnið verður á vöktum. Laun skv. kjarasamningum. Skila skal skriflegum umsóknum í faxsíma 587 4522. Nánari upplýsingarfást uppgefnar í síma 587 4511/895 9611. Techn opromexport, Höfðabakka 9, Reykjavík. Bílstjóri Ofnasmiðjan óskar að ráða röskan bílstjóra með meirapróf við útkeyrslustörf. Glænýr Volvo flutningabíll. Verðurað geta hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar veitir Birgir Hákonarson í síma 555 6100. # FÖfnasmiðjan T , , Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Lausar stöður Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar: V2 staða námsráðgjafa við Lækjarskóla. Upplýsingar gefurskólastjóri í síma 552 2550 eða 896 5141. 1/2Staða námsráðgjafa við Öldutúnsskóla. Ennfremur kennsla í heimilisfræði. Upplýsingargefurskólastjóri í síma 555 1546 eða 566 8648. Staða sérkennara við Víðistaðaskóla. Upplýsingar gefurskólastjóri í síma 555 2912 eða 565 7246. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs Hafnarfirði. Skín við sólu ... • Ert þú kennari sem viltflytja í magnað um- hverfi, þar sem sagan og tækifærin eru við hvertfótmál, þarsem menningin og mann- lífið blómstrar? Þá er tækifærið núna! • Kennara vantar við Grunnskólann á Sauðár- króki skólaárið 1998-1999. Um er að ræða almenna kennslu, sérkennslu og kennslu í tónmennt og myndmennt. • Unnið er að sameiningu tveggja skóla, Barnaskólans á Sauðárkróki og Gagnfræða- skólans á Sauðárkróki og gefst áhugasöm- um kennurum kostur á að taka þátt í spenn- andi starfi við skipulag nýs skóla sem byggir á gömlum merg. í boði eru húsnæðishlunn- indi og flutningsstyrkur. Umsóknarfrestur er til 9. júlí. Upplýsingar gefa skólastjóri, Óskar G. Björnsson, í síma 453 5745 eða 852 1395 og aðstoðarskólastjóri, Hallfríður Sverrisdóttir, í síma 453 5385 eða 453 5848. Krabbameinsfélagið Tölvinnustofa Krabbameinsfélags íslands óskar eftir starfsmanni til að aðstoða við far- aldsfræðilegar rannsóknir. Viðkomandi þarf að hafa kunnáttu og reynslu í forritun og gagnameðferð. Um er að ræða hálft starf. Nánari upplýsingar fást hjá Laufeyju Tryggvadóttur, Krabbameinsfélagi íslands, sími 562 1414, milli kl. 11.00 og 12.00, dagana 6. og 7. júlí. Húsvörður Kvennaheimilið Hallveigarstaðir óskar eftir að ráða húsvörðtil starfa. Húsvörðurannast daglegt eftirlit með húseigninni Túngötu 14, Reykjavík, og sér um samkomusal í kjallara og þrif á kjallara og á lóð hússins. Starfinu fylg- ir íbúð í kjallara. Húsvörður skal hafa fastan viðverutíma alla virka daga milli kl. 16 og 18, og þegar salur er í útleigu. Húsvörður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 12. júlí. Umsóknirskulu sendar Kvennaheimilinu Hall- veigarstöðum, Túngötu 14,101 Reykjavík. Nánari upplýsingarfást í síma 551 8156 á milli kl. 10 og 12 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.