Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 E 3 \iivna sem vit er SIIVHSTAMIR REYKJAVÍKIJR Sundhöll Reykjavíkur - forstöðumaður Staða forstöðumanns Sundhallarinnar er laus til umsóknartil afleysinga í 12 -14 mánuði. Staðan er laus strax. Verksvið: * Annast daglegan rekstur, uppgjör og skil fjármála. * Umsjón með öllu er viðkemur starfsmannahaldi, þ.e. ráðningar og skil launagagna. Hæfniskröfur: * Menntun og/eða reynsla á sviði stjórnunar og rekstrar er æskileg. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 551-4059. Laugardalslaug - starfsmaður í afgreiðslu og afleysingar á kvennaböð Um eraðræða 100% starf ívaktavinnu. Staðan lausfrá 1. ágúst. Laugardalslaug - starfsmaður í veitingasölu Um er að ræða 87,5% starf í vaktavinnu. Staðan erlausfrá 1. ágúst. Upplýsingar veitirforstöðumaður í síma 553-4039. Vesturbæjarlaug - laugarvörður Um er að ræða vaktavinnu. Staðan er laus frá 1. ágúst. Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf sbr. öryggisreglugerð fyrir sundstaði. Vesturbæjarlaug - næturvörður Starf næturvarðar í 87% stöðu er lausttil umsóknar strax. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 561-5004. ÍTMGSMIÐSTÖÐVAR ÍTR Eftirfarandi félagsmiðstöðvar óska eftir tómstundaráðgjöfum/tómstundaleiðbeinendum til starfa: Ársel 100% starf Bústaðir 100% starf Frostaskjól 100% starf og hlutastörf Hólmasel hlutastörf í starfinu felst m.a. * Umsjón og skipulagning félagsstarfs unglinga í miðstöðinni. * Að kynna og stuðla að heilbrigðum lífsvenjum og tómstundum unglinga. * Umsjón og skipulagning forvarnarstarfs. * Samskipti við foreldra, kennara og yfirstjórn grunnskólanna. Hæfniskröfur: * Háskólamenntun á uppeldissviði og/eða sambærileg menntun æskileg. * Góð reynsla í starfi með unglingum og ungmennum. * Almenn tölvukunnátta auk skipulagshæfileika. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi störf þar sem áhersla er lögð á jákvætt starfsumhverfi og sterka liðsheild. Félagsmiðstöðin Tónabær - starfsmaður í ræstingar Óskum eftir starfsmanni til ræstinga í hlutastarf. Laun samkvæmtkjarasamningi Reykjavikurborgar og Framsóknar. Störfin eru laus frá 1. september. Upplýsingar veita forstöðumenn félagsmiðstöðvanna. SKÍÐASVÆÐI VERKEFNISSTJÓKIUV6S FÓLKS ÍEVRÓPU ÍTR auglýsir eftir verkefnisstjóra vegna erlendra verkefna. ísland er aðili að áætlunum Evrópusambandsins sem varða ungt fólk, gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). ÍTR annastframkvæmd tveggja slíkra áætlana fyrir hönd menntamálaráðuneytisins. Verksvið: * Verkefnisstjóri sér um daglegan rekstur verkefna og samskipti við þá aðila sem málið varðar, s.s. ungtfólk, æskulýðsfélög og aðra sem starfa með ungu fólki. * Verkefnisstjóri skipuleggur framkvæmd verkefna. * Verkefnisstjóri sér um fjármál, s.s. áætlanagerð, styrkveitingartil hópa og mat á fjárhagsuppgjöri hópa. * Verkefnisstjóri ber ábyrgð á ráðgjöf og kynningu á verkefnum, ásamt útgáfumálum. * Verkefnisstjóri þarf að geta sótt námskeið og fundi erlendis og einnig að ferðast innanlands. Hæfniskröfur: * Háskólamenntun er skilyrði og sérlega góð ensku- og íslenskukunnátta er nauðsynleg. Frönsku- eða þýskukunnátta er æskileg. Góð tölvukunnátta skilyrði. Starfið er laust nú þegar. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri ÍTR í síma 510-6600. Verkefnisstjóri á skíðasvæði Verksvið: * Annast daglegan rekstur skíðasvæðis og þjónustu við gesti. Hæfniskröfur: * Þúsundþjalasmiður. Starfið er laustfrá 1. september. Upplýsingar veitir Þorsteinn Hjaltason fólkvangsvörður í Bláfjöllum í síma 852-1679 SKRIFSTOFA ÍTR Deildarstjóri fræðslu- og jafnréttismála Verksvið: * Vinnur með fræðslustjóra ÍTR. * Kennsla á námskeiðum og útgáfa fræðsluefnis. * Umsjón með gerð og úrvinnslu kannana. Hæfniskröfur: * Háskólapróf á uppeldissviði eða sambærileg menntun æskileg. Starfið er laustfrá 1. október. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri ÍTR í síma 510-6600. Deildarstjóri starfsmannaþjónustu á skrifstofu ÍTR Starfið er auglýsttil afleysinga í 18 mánuði. Verksvið: * Umsjón með launaafgreiðslu. Hæfniskröfur: * Háskólamenntun æskileg. * Góð almenn tölvu- og stærðfræðikunnátta. * Góð íslensku- og tungumálakunnátta. * Reynsla á því sviði sem í starfinu felst. Starfið erlaustnú þegar. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri ÍTR í síma 510-6600. Deildafulltrúi almennrar afgreiðslu Verksvið: * Almenn afgreiðsla og símavarsla Hæfniskröfur: * Skrifstofu og ritaranám eða sambærilegt nám. * Reynsla á því sviði sem í starfinu felst. * Góð almenn tölvukunnátta. Starfið er laustfrá 1. september. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri ÍTR í síma 510-6600. Umsækjendur skulu vera sjáifstæðir og skipulagðir í starfi, hafa góða framkomu, eiga auðvelt með að starfa með öðrum og tjá sig í töluðu og rituðu máli. Umsóknarfrestur ertil og með 20. júlí 1998. Umsóknum skal skilað á skrifstofu ÍTR að Fríkirkjuvegi 11, á þartil gerð umsóknareyðublöð. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Athygli er vakin á því að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðastöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og í fyrirtækjum. Upplýsingar veita Snorri Jóelsson, starfsmannastjóri og Steinþór Einarsson, markaðs- og þjónustustjóri í síma 510-6600. ***v*0*i0*+*i**i***i0***0*im*0**mmm^m*0*^**0'***. Starfsmenn ÍTR vinna á sviði íþrótta og tómstunda og eru lykiilinn að því að ÍTR geti veitt fyrsta flokks þjónustu við viðskiptavini sína. ÍTR leggur mikla áherslu á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk, jafnrétti og starfsmannastefnu. Allir starfsmenn taka þátt í fræðslustarfi ÍTR og eru upplýstir um jafnréttisáætlun og starfsmannastefnu fyrirtækisins og Reykjavíkurborgar. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur starfrækir m.a. sjö sundlaugar, níu félagsmið- stöðvar, þrjár íþróttamiðstöðvar, Laugardalshöll, Miðstöð nýbúa, Hitt Húsið, Þjónustumiðstöð, þrjú skíðasvæði, skíðasvæði í hverfum, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, tómstundastarf í grunnskólum borgarinnar, sumarstarf fyrir börn, smíðavelli, sumargrín og siglingaklúbbinn í Nauthólsvík. ÍTR, Fríkirkjuvegi 11,101 Reykjavík. Sími 510-6600, fax 510-6610. Netfang: itr@rvk.is Veffang: www.rvk.is/itr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.