Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rúmlega 71% svarhlutfall í könnun Gallups fyrir Rikisútvarpið
Tæplega 68% eru fylgjandi
veiðiieyfagjaldi í lögsögunni
TÆPLEGA 68% eru fylgjandi því að lagt verði
veiðileyfagjald á þá sem hafa veiðikvóta í ís-
lenskri fiskveiðilögsögu, samkvæmt könnun
Gallups sem unnin var fyrir Ríkisútvarpið og
greint var frá í kvöldfréttum útvarps í gær. And-
víg veiðileyfagjaldi eru 23%.
Könnunin fór fram símleiðis dagana 11. til 23.
júní og voru 1.139 einstaklingar af öllu landinu í
úrtaki á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var
71,1% og skekkjumörk 1—4%. Af þeim sem eru
eldri en 35 ára eru yfir 80% ósátt við kvótakerf-
ið.
Meiri óánægja með kvótakerfið er meðal kjós-
enda stjómarandstöðuflokkanna en kjósenda
stjómarflokkanna tveggja. Um 59% kjósenda
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks era
óánægð með kvótakerfið en um 80% stjómarand-
stöðuflokkanna. Þá vilja rúmlega 69% breyta
kvótakerfinu og rúmlega 10% halda því óbreyttu
en rúmlega 20% vilja leggja það niður.
Einnig var í skoðanakönnun Gallups spurt
hvað fólki fyndist um þá ákvörðun Sverris Her-
mannssonar að stofna stjómmálaafl sem ynni
meðal annars að því að leggja niður kvótakerfið.
Þótti 47% aðspurðra það röng ákvörðun hjá
Sverri en rösklega 35% kjósenda fannst ákvörð-
un hans rétt.
íslenskur kafari hætt kominn í neð-
ansjávarsprengingu á Kýpur
„Eins og raf-
magn hefði farið
í gegnum mannu
FINNUR Óskarsson
telur að hann og fé-
lagar hans hafi
sloppið ótrúlega vel
þegar sprengja
sprakk í sjónum
skammt frá þeim
stað þar sem þeir
voru við köfun á
Kýpur á miðviku-
dagsmorgun. Eng-
inn slasaðist alvar-
lega en fimmmenn-
ingarnir munu fara
í frekari rannsókn-
ir vegna slyssins.
„Við vorum fímm
kafarar sem fórum
út klukkan átta að
morgni og vorum búnir að
kafa í um tuttugu mínútur þeg-
ar mikil sprenging varð
skammt frá okkur. Við misst-
um loftið en komumst öll til-
tölulega fljótt upp á yfírborð-
ið,“ segir Finnur. „Sprenging-
in var svo mikil að það var eins
og rafmagn hefði farið í gegn-
um skrokkinn á manni. Maður
sá ekkert en vissi að það eina
sem maður gat gert var að
koma sér upp. Eg fann loftið
mitt og fór þá að sjá í kringum
mig, og reyndi að leita að hin-
um. Tveir þeirra voru þá
komnir upp á yfírborðið og
hinir tveir komu skömmu síð-
ar.“
Sprengjan sprakk á 12
metra dýpi, rétt fyrir ofan kaf-
arana sem voru á 17 metra
dýpi. Finnur segir að allir í
hópnum hafi verið þjálfaðir
kafarar sem brugðist hafi rétt
við. Hann segir að litlu hafi
mátt muna því skömmu síðar
hafí hópurinn ætlað að hækka
sig, í tíu til tólf metra dýpi og
ef sprengjan hefði sprungið ör-
Iitlu síðar hefðu þeir eflaust
lent í henni miðri.
Farið var með
fimmmenningana á
sjúkrahús þar sem
þeim var gefið súr-
efni, teknar af
þeim myndir og
þeir að lokum sett-
ir í afþrýstiklefa,
þar sem þeir voru í
tvo til þrjá tíma.
Finnur segist
enn vera að ná sér
eftir slysið. „Allur
skrokkurinn er
aumur og þreyttur
og mér er illt í
brjóstkassanum,
en þrýstingurinn
var svo mikill að það urðu
smásprengjur í lungunum."
Finnur er búsettur í Dan-
mörku og mun fara í frekari
rannsóknir þegar þangað er
komið, en hann heldur þangað
í dag. Hinir kafararnir sluppu
einnig að mestu ómeiddir en
hljóðhimnan sprakk í einum
þeirra.
Sprengingin hefur vakið
mikið umtal f fjölmiðlum á
Kýpur og Iögreglan rannsakar
orsök hennar. Hún hefur einn
mann grunaðan um að hafa
staðið að sprengingunni, en
eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær telur hún líkleg-
ast að óprúttnir aðilar hafi ætl-
að að næla sér í eitthvað í soð-
ið með því að sprengja
dýnamít í sjónum og ná fiskin-
um sem drepst þegar hann
flýtur upp á yfírborðið.
Finnur stundar köfun sem
áhugamál og hefur gert sl. 9
ár, en hann hefur verið í fríi á
Kýpur. Hann segist ekki ætla
að kafa meira í þessari ferð en
hann ætli ekki að setja áhuga-
málið á hilluna eftir óhappið.
Finnur Óskarsson
Morgunblaðið/Kristinn
Risarör fyrir
VERIÐ er að smíða feiknarstór
stálrör í Stálsmiðjunni fyrir Sult-
artangavirkjun. Rörunum verður
ætlað að taka við vatni úr að-
veituskurði virkjunarinnar og
beina því inn á hverflana tvo.
Þvermál röranna er 6,1 metri
þar sem það er mest og kæmist
Sultartanga
steypubíll í gegnum rörin, en
þvermálið minnkar sem nær
dregur hverflunum. Aætlað er að
smíðinni ljúki næsta liaust og
verða rörin, sem hvort um sig er
um 30 metra langt, flutt í
nokkrum einingum austur í Sult-
artanga.
Milljón-
asti gest-
urinn á
mbl.is
MILLJÓNASTI gesturinn á
Morgunblaðið á Netinu mbl.is er
væntanlegur á næstunni. I tilefni
af því eiga notendur möguleika á
að fá ferð til Minneapolis í boði
Flugleiða.
Aætlað er að milljónasti gestur-
inn komi inn í byrjun ágúst og
verður því í næsta mánuði dregið
út nafn hins heppna sem fær flug
og gistingu fyrir tvo til Minneapol-
is sem er nýr áfangastaður Flug-
leiða í Bandaríkjunum. Þessi fjöldi
samsvarar þvi að hver Islendingur
hafí komið nálega 4 sinnum á vef-
inn á þeim stutta tíma sem liðinn
er síðan hann hóf göngu sína. Það
sem netnotendur þurfa að gera til
að vera þátttakendur er að smella
á þar til gerðan hnapp á
www.mbl.is., skrá nafn sitt og aðr-
ar upplýsingar.
--------------
Fjallagarpar
í Kazakstan
Oveður haml-
aðiför á
toppinn
TVEIR íslendingar sem hugðust
klífa „Marmaravegginn" í Tien
Shan-fjallgarðinum eru komnir til
Almaty, höfuðborgar Kazakstan,
heilir á húfi. Þeir komust ekki á
toppinn vegna óveðurs, mikils
fannfergis og snjóflóðahættu.
Félagarnir Pétur Aðalsteinsson
og Sigurður Ó. Sigurðsson voru
þátttakendur í tólf manna bresk-
um leiðangri, og klifu þeir hæst í
5.300 metra hæð, en fjallið er
6.414 metra hátt. Tien Shan-fjall-
garðurinn hefur verið lítið sóttur
af vestrænum fjallgöngumönnum
og fyrir utan rússneska og jap-
anska fjallgöngugarpa er aðeins
vitað um tvo Breta og einn Banda-
ríkjamannn sem hafa komist á
tindinn.
Félagamir segja ferðina hafa
verið lærdómsríka, en leiðangurinn
hefur staðið í u.þ.b. fjórar vikur.
Von er á þeim til landsins í dag.
I Sérblöð í dag
ssím
Á FÖSTUDÖGUM
Ótrúleg
kajakferð
um Vestfirði
Vígalegar
húsmæður
á takkaskóm
Breiðablik vann í uppgjöri
efstu liða 1. deildar/C2
Jackie Joyner-Kersee
sigraði í síðasta sinn/C4
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is