Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 47
'
1
BRÉF TIL BLAÐSINS
Nátttröll nútímans
Frá Aðalheiði Jónsdóttur:
ALLMIKIL tíðindi hafa orðið í ís-
lenskum stjórnmálum að undan-
förnu. Alþýðubandalagið þríklofið
segir í sumum fréttum, vonandi er
það orðum aukið, en staðreynd er,
að tveir þingmenn hafa sagt sig úr
flokknum. Því miður, því oft hafa
þeir staðið að góðum málum. En
það breytir ekki því að þetta er
ótrúleg þröngsýni. Steingrímur
vildi jú halda áfram einhvers konar
samningaferli byggðu á gömlum
margra áratuga leikfléttum, en það
gengur einfaldlega ekki upp.
Kjósendur trúa ekki á þess konar
skrípalæti lengur. En nú hljóta lín-
ur innan Alþýðubandalagsins að
skýrast og er það vel.
Eg hefði haldið að það væri fyrir
neðan virðingu þessara manna að
hlaupa svona í burtu eins og
hræddir hérar meðan enn fara
fram viðræður milli flokkanna. Það
sýnir reyndar að þeir vilja sundra
en ekki sameiginlegt framboð
stjórnmálaflokkanna og annarra fé-
lagshyggjuafla í þjóðfélaginu.
Kannski vilja þeir leyfa núverandi
helmingaskiptastjórn að spreyta
sig fram á næstu öld. Ekki er vert
að velta sér upp úr vandamálum
þessara manna, en heldur eru þau
dapurleg.
Sagt er að Alþýðubandalagsfé-
lagið á Þórshöfn standi tómt eftir
fundinn með Steingi’ími. Standa
flóttamennirnir þá kannski líka
tómir eftir eða hugga þeir sig við
fiskveiðikvótann fræga? Vera má
að þeir eigi samleið með sægreifum
og „svoddan lýð“. Gamlar þjóðsög-
ur segja frá nátttröllum og þurs-
um, það skyldi þó aldrei vera að
enn fínnist nátttröll í nútíma þjóð-
félagi.
Nú er veður til
að skapa!
Ég spái því, að þrátt fyrir þá
sundrungu sem nú ríkir innan Al-
þýðubandalagsins muni formaður
flokksins standa með pálmann í
höndunum áður en yfir lýkur.
Vinstrisinnað fólk mun einfaldlega
ekki leggja trúnað á þann hræðslu-
áróður, að Alþýðubandalagið sé að
færast til hægri, heldur sjá, að
þarna tala hræddir menn sem ótt-
ast um eigin hag, en láta sér í léttu
rúmi liggja hagsmuni heildarinnar
eða þeirra sem höllustum fæti
standa í þjóðfélaginu og verða að
þola alls konar hremmingar af
helmingaskiptastjórninni gamal-
kunnu.
Þvi vil ég segja við stjómarand-
stöðuflokkana og annað vinstrisinn-
að félagshyggjufólk: Nú er veður til
að skapa sterkt og sameiginlegt
framboð, nú eða aldrei, tíminn er
dýrmætui’ en naumur. Samt mun
þetta takast. Margrét Frímanns-
dóttir er ákveðinn og kraftmikill
stjórnmálamaður og hefur duglegt
fólk með sér.
Því segi ég góða ferð inn í tuttug-
ustu og fyrstu öldina!
AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Kaplaskjólsvegi 55, Reykjavík.
orð
Um
Matthíasi Kristiansen:
GRÉTAR Eiríksson, áhugamaður í
málnotkun á leikskólum, skrifaði í
Velvakanda laugardaginn 18. júlí
harðorða grein vegna þess að orð-
skrípið „gærnótt“ komst inn í skjá-
texta í kvöldfréttum sjónvarps.
Heimtar hann aðgerðir í kjölfar
þessa stórslyss.
Þar sem undirritaður var á
fréttavakt þetta kvöld vill hann
leggja orð í belg.
Það er laukrétt að umrætt orð-
skrípi er ekki besta fáanleg ís-
lenska og sjálfsagt er að biðjast af-
sökunar á mistökum sínum. Það
geri ég hér með.
Grétar lýsir sig góðan sænsku-
mann í umræddrí grein og veit því
að hliðstæða orðski-ípisins er góð
latína í sænsku (og reyndar norsku
líka). Hann gerir sér líklega einnig
grein fyrir því að alltaf er hætta á
því að mistök geti átt sér stað í öllu
vinnuferli, einkum þegar tími er
jafnnaumur til yfirlegu og yfirleitt
tíðkast í fréttaþýðingum. Þar kem-
ur þýðandi ætíð síðastur að frétt-
inni, jafnvel eftir að útsending er
hafin, og oft liggur svo mikið á að
koma henni út að mál- og prentvill-
ur geta sloppið í gegn.
Sjónvarpsþýðendur búa við þá
sérstöku og skemmtilegu ögrun að
áhorfendur hafa alltaf frumtextann
til hliðsjónar og um land allt á sér
stað stöðugt eftirlit með verkum
þeirra.
Oft er rætt um illa unnar þýðing-
ar í sjónvarpi en gjarnan með al-
mennum hrakyi’ðum og án dæma.
Því ber að þakka Grétari fyrir rök-
studda ábendingu. Óþarfi er þó að
dylgja um óhæfa þýðendur og mál-
farsráðgjafa þrátt fyrir að einhver
geri mistök. Ég get til dæmis bent
á að frumlag vantar í síðustu setn-
ingu fyrir fyrstu greinaskil í grein
Grétars. Það þýðir að sjálfsögðu
ekki að hann sé ófær um að skrifa
íslensku, honum urðu bara á mis-
tök.
Ég vil að lokum fullyrða að eftir-
lit með málfari á fjölmiðlum er
óvíða betra en hjá RÚV. Með
stöðugt auknu flóði ritaðs og talaðs
máls fjölgar þó að sjálfsögðu líkum
á mistökum.
Gott er að hafa eftirfarandi vísu í
huga við alla gagnrýni, svo fyrri
hluti þessa samsetta orðs eigi rétt á
sér:
Lastaranum ei líkai- neitt
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fólnað eitt
þá fordæmir hann skóginn.
MATTHÍAS KRISTIANSEN