Morgunblaðið - 24.07.1998, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
HJÖRLEIFUR Valsson og Havard Öieroset.
„Fluga“ 1
Kaffileikhúsinu
HESTAR
Alþjóðleg markaðsráðstefna á Hrafnagili
Skortur á góðum fjölskyldu-
hrossum á markaðnum
FIÐLULEIKARINN Hjörleifur
Valsson og gítarleikarinn Ha-
vard Öieroset efna til tónleika í
Kaffileikhúsinu laugardaginn
25. júlí kl. 21 sem þeir kalla
„FIuga“.
A tónleikunum verður tónlist í
léttari kantinum, m.a. austur-
evrópsk sígaunatónlist, austur-
lensk þjóðlagatónlist ásamt
þekktri popp-, rokk- og diskótón-
list. Efnisskráin spannar lög allt
frá Abba og Boney M. til Lenny
Kravitz og Van Morrison í ný-
stárlegum útsetningum. Þá munu
KVIKMYIVÐIR
Stjörnubfð
THE BIG HIT
★★★
Leikstjóri: Che-Kirk Wang. Handrits-
höfundur: Ben Ramsey. Aðalhlut-
verk: Mark Wahlberg, Lou Diamond
Phillips, Christina Applegate,
Bookeem Woodbine, Antonio Sabato
Jr., Avery Brooks og China Chow.
Tristar 1998.
VINSÆLI kvikmyndaleikstjór-
inn og framleiðandinn John Woo
virðist vera með skóla þar sem hann
elur upp unga leikstjóra í að læra
listina að búa til flott bardagatriði
og að dramatísera þýðingamikil
smáatriði. Che-Kirk Wang tilheyrir
þessum hópi, en hann notfærir sér
stílinn oft til að framkalla kómík og
ýta undir fáránleika aðstæðnanna
og tekst það vel.
Melvin Smiley er leigumorðingi
sem starfar í hópi félaga undir
stjórn glæpaforingjans Parisar.
Melvin er hið mesta blíðmenni sem
sífellt reynir að gera öðrum til hæf-
is og lætur kærustuna, ástkonuna
og félagana traðka á sér í sífellu.
Gegn vilja sínum tekur hann þátt í
mannráni þar sem dóttir japansks
milljónamærings er fórnarlambið,
og á það eftir að hafa varanleg
Nýjar bækur
KRISTIAN Guttesen hefur sent frá
sér sína aðra ljóðabók „Skugga-
ljóð“. Bókin er 35 síður og inniheld-
ur þrjá ljóðabálka. Óður ljóðdrek-
anna, Elegía og Rimma.
Kristian er búsettur í Wales,
Bretlandi og stundar þar nám við
Glamorgan-háskólann í Pontypridd.
Hann er 24 ára gamall og eru nú
þijú ár síðan hans fyrsta ljóðabók
„Ai'turgöngur" kom út.
„Skuggaljóð" fjallar um „lífið,
dauðann og ástina þar á milli“. Úr
bókinni hafa 8 ljóð birst í Lesbók
Morgunblaðsins.
Kápa og myndir eru teiknaðar af
Óla Geir Guttormssyni. Bókin er
gefín út á kostnað höfundar.
þeir einnig leika frumsamið efni.
Undanfarin ár hefur Hjörleifur
stundað framhaldsnám erlendis,
m.a. í Ósló og Prag en síðastlið-
inn vetur bjó hann í Ósló þar sem
hann starfaði við fiðlukennslu og
kammertónlist.
Havard Öieroset lauk námi
frá Tónlistarháskólanum í Ósló
og um þessar mundir er hann að
ljúka námi við The Liverpool
Institute of Performing Arts.
Miðasala er allan sólarhring-
inn í síma Kaffíleikhússins og
einnig við innganginn.
áhrif á ástarlíf Melvins og atvinn-
una.
Handritið að þessari mynd er ein-
staklega skemmtilegt og frumlegt.
Klisjaðar glæpatýpur verða fyrir
barðinu á húmornum sem er alls
staðar í fyrirrúmi. Sum atriðin eru
yndislega skemmtileg, eins og ást-
aratriðið með kjúklingnum og mat-
arboðið, en skemmtilegheitin ein-
kennast mest af nýrri sýn á gömul
atriði.
Persónurnar eru líka magnaðar.
Melvin er allt of ljúfur og góður og
stendur á engan hátt fyrir sínu.
Þannig er hann eiginleg anti-hetja
en manni þykir samt fljótt vænt um
þennan einlæga og ljúfa dreng sem
allir eru svo vondir við. Cisco er
vondi gæinn í klíkunni og það eru
engin takmörk fyrir því hvað hann
getur verið vondur og falskur. Þetta
eru auðvitað öfgar og ekki eru aðrir
skárri. Kærastan og tengdaforeldr-
amir eru fáránleg snobbhænsn,
myndbandaleigusalinn er fífl með
minnimáttarkennd, ástkonan
sjálfselsk og allir félagamir heimsk-
ir. Japanska stúlkan Keiko er sú
eina sem er í lagi. Þetta er allt af-
skaplega fyndið, en gerir myndina
fjarstæðukennda og skapar fjar-
lægð á persónurnar. Leikurinn er
frábær í flestum tilfellum, en hetja
myndarinnar er auðvitað Mark Wa-
hlberg í hlutverki Melvins, þótt Lou
Diamond Phillips sé ansi góður sem
Cisco.
Eins og Woo-nemendum ber
skilda til, eru bardagaatriðin
skemmtileg og flott, þótt þau hefðu
stundum mátt vera fínpússaðri. Hér
er það ekki bara glæsileiki sem
ræður för heldur er frumleikinn líka
í fyrirrúmi, eins og sést í fyrsta bar-
daganum. Og Mark Wahlberg er
líka rosalega flottur og hlýtur að
njóta sín til hins ýtrasta.
Eina sem ég sætti mig illa við í
þessari frumlegu og fyndnu mynd er
að ástin bjargaði Melvin en ekki
hann sjálfur. Maður veit aldrei nema
hann haldi áfram að láta troða á sér
alla ævi. Eg verð bara að vona að
það verði gerð framhaldsmynd til að
komast að raun um það.
Hildur Loftsdóttir.
LJÓST er að langflestir þeirra sem
áhuga hafa á að fá sér íslenskan
hest hvort sem er í Evrópu eða
Bandaríkjunum vilja vel taminn,
skapgóðan, öruggan eðlistöltara
með „góða hemla“ sem henta jafnt
börnum og ellilífeyrisþegum. Helst
þurfa þeir að hafa verið í hesta-
leigu eða í hestaferðum og hafa
reynslu af óvönum reiðmönnum
með lélegt jafnvægi. Ásdís Har-
aldsdóttir sat ráðstefnu um mark-
aðsmál íslenska hestsins sem hald-
in var á Hrafnagili í Eyjafirði í
tengslum við landsmót hestamanna
á Melgerðismelum og komst að því
að frummælendur frá fimm helstu
viðskiptalöndum íslands telja ekki
nægilegan fjölda slíkra hesta á
markaðnum.
Markað fyrir hross af þessu tagi
sögðu flestir frummælendumir vera
stóran og vaxandi. Vandinn sé hins
vegar sá að erfitt hefur reynst að
útvega slíka hesta og mikið hefur
verið flutt út frá íslandi af hestum
sem alls ekki henta þessum
langstærsta hluta markaðarins.
fslenski hesturinn of lítill
fyrir bandaríska karlmenn
Ann Elwell frá Bandaríkjunum
segir vinsældir íslenska hestsins sí-
fellt vera að aukast þar í landi.
Flestir sem hafa áhuga á að fá sér
íslenskan hest eru konur, 40 ára og
eldri. Oft eru þær lítið sem ekkert
vanar hestum og hafa jafnvel ekki
riðið út síðan á barnsaldri. Þær
þurfi því taugasterka, örugga og
vel tamda hesta. Islenski hesturinn
hentaði því mjög vel fyrir þennan
markað. Gallinn væri hins vegar sá
að Bandaríkjamönnum, sérstak-
lega karlmönnum, þætti íslenski
hesturinn of lítill og fyrir neðan
virðingu þeirra að ríða svona
„barnahesti". Til þess að breyta
þessari hugsun hefði reynst mikil-
vægast að fólk sæi þá nógu oft.
Einnig skipti miklu máli að fá um-
fjöllun um íslenska hestinn í víð-
lesnum hestatímaritum og fylgja
henni eftir með sýningum.
Hægt að tífalda fjölda íslenskra
hesta í Bretlandi
Clive Phillips frá Bretlandi sagði
stærð íslenska hestsins einnig vera
vandamál í sambandi við markaðs-
setningu. Hefðin sé sterk og að
mörgu leyti passi íslenski hesturinn
illa inn í ímynd fólks um hesta og
hestamennsku. Hann telur mikil-
vægast að fólk fái að prófa íslensku
hestana til að kynnast eiginleikum
hans. Hestarnir sem fluttir eru til
Bretlands þurfa að vera stórir og
myndarlegir, til að passa betur inn í
ímyndina, þeir þurfa að vera mjög
skapgóðir, öraggir með meðalvilja
og „góða hernla". Það var reyndar
samdóma álit frummælendanna,
enda ríður fólk út í meira návígi við
umferð en hér á landi og í flestum
tilfellum einnig í skógi vöxnu landi.
Clive Phillips taldi best að fá hesta
sem fer frá ræktandanum til tamn-
ingamanns, þaðan á hestaleigu og
síðan í útflutning. Aðrir tóku undir
það að hestar með reynslu af
óreyndum knöpum í hestaleigum og
hestaferðum væru þeir bestu. Þeir
kipptu sér hvorki upp við jafnvægis-
leysi knapans né ýmis óvænt áreiti
frá umhverfínu.
Clive greindi frá nýlegri könnun
á hestahaldi í Bretlandi og kom þar
m.a. fram að um 74% þeirra sem
stunda hestamennsku af einhverju
tagi eru svokallaðir frístundareið-
menn, eða samtals um 1,5 milljónir
Breta. Af þessum fjölda era aðeins
170 manns skráðir í Islandshestafé-
lagið. Af hálfri milljón hrossa í
Bretlandi eru aðeins 415 íslenskir
hestar skráðir þar. Hann heldur því
fram að hægt sé að tífalda þennan
fjölda en gagnrýnir markaðssetn-
ingu íslendinga í Bretlandi. Hann
segir þann markað hafi orðið útund-
an og að Islendingar geti ekki ætl-
ast til að þessir örfáu eigendur ís-
lenskra hesta í Bretlandi geti tekið
af þeim ómakið við markaðssetning-
una. Hins vegar séu þeir reiðubúnir
að hjálpa til við hana.
Ekki flytja óvinsæla
stóðhesta til útlanda
Jens Otto Veje sagði að nú væru
um 5.000 meðlimir í Islandshestafé-
lögum víða um Danmörku og félags-
starf öflugt. Dönsku samtökin hafi á
undanförnum árum gert mikið í að
skipuleggja starf sitt og breiða út
upplýsingar. Um 1.300 „íslensk"
folöld fæðast nú í Danmörku á
hverju ári. Þrátt fyrir það telur
Jens Otto að áfram verði þörf á að
fá hryssur undan góðum stóðhest-
um og reiðhesta frá fslandi. Hann
benti einnig á að betra væri fyrir ís-
lendinga að slátra stóðhestum sem
ekki eru lengur vinsælir en að flytja
þá úr landi.
Reiðhestarnir þurfa að vera skap-
góðir og öruggir, klárhestar með
tölti sem auðvelt er að stjóma. Fjöl-
breyttur hópur fólks vill eignast ís-
lenska hesta allt frá börnum upp í
eftirlaunaþega sem hafa mikinn frí-
tíma og virðist íslenski hestui’inn
vera mest aðlaðandi fyrir þennan
hóp. Hann segir mikið í húfi að
gæta hestsins og eiginleika hans og
miðað við það sem hann sá á nýyfir-
stöðnu landsmóti virtist honum það
vera allt í góðu lagi.
Islenskur hestur, lopapeysa,
hundur og maður!
Jenny Mandal frá Svíþjóð sagði
að nú væru í Svíþjóð reiðskólar og
hestaleigur svo hundruðum skipti
og þar er hægt að komast á bak og
læra á íslenska hesta. Þar í landi er
hestamennska aðallega stelpuí-
þrótt, en þó eru fleiri strákar á ís-
lenskum hestum en öðrum hesta-
kynjum. Hún segir samvinnu hafa
verið góða milli Islendinga og Svía
í sambandi við innflutning á hest-
um og mikið er um að íslenska
hestinum fylgi margt fleira og þyk-
ir nauðsynlegt að eiga íslenska
lopapeysu, íslenskan hund og jafn-
vel íslenskan mann! í Svíþjóð er
áhugi á að halda íslenska hestinum
íslenskum, öfugt við það sem Ann
Elwell segir, en hún telur að
Bandaríkjamenn séu ekki mikið
fyrir að bera virðingu fyrir hefðum
annarra þjóða og hafi bæði fjár-
magn og tækifæri til að breyta ís-
lenska hestinum eftir þörfum, til
dæmis með kynblöndun.
Menntun í sambandi við íslenska
hestinn hefur aukist mikið í Sví-
þjóð og telur Jenny hana mjög
mikilvæga. Þar er boðið upp á
grunnnám sem nokkur hundruð
nemenda hafa sótt. í kjölfar þess
eru kaupendur íslenskra hesta
orðnir kröfuharðari enda vita þeir
betur hvernig hesta þeir vilja.
Þrátt fyrir að Svíar rækti nú ís-
lenska hesta sjálfir í ríkum mæli og
nokkuð sé flutt inn frá Danmörku
telur Jenny að innflutningur frá Is-
landi eigi enn eftir að aukast. Hún
benti þó á að nokkuð vanti upp á að
hestar sem tamdir séu á Islandi
séu nógu góðir og oft þurfi þeir 2-4
mánaða þjálfun eftir að þeir koma
áður en hægt er að selja þá. Ann-
ars segir hún gaman að vinna með
íslenska hesta í Svíþjóð. íslenski
hesturinn hefur hlotið mikla upp-
hefð þar í landi og mikið er spurt
um hvað hann geti og hvað hann
kunni. Margir hafi uppgötvað að
þarna er að finna besta tómstunda-
hestinn, en jafnframt hafí áhugi á
hvers kyns keppni á íslenskum
hestum aukist mjög mikið.
Skoðaði 250 hesta en 6 hentuðu
Bruno Podlech frá Þýskalandi
lagði áherslu á að íslendingar
þyrftu að þjálfa hesta sína betur.
Hann sagðist eitt sinn hafa farið til
Islands til að kaupa 12 hesta, tvo
keppnishesta, alhliðahest og klár-
hest, tvö kynbótahross og átta eðlis-
töltara með brokki. Hann ætlaði að
vera í fjóra daga og fór um Suður-
land og kom við hjá frægum tamn-
ingamönnum. Hann sagðist strax
hafa fundið keppnishestana og
einnig vora til kynbótahross sem
uppfylltu óskir hans. En mikill
vandi var hins vegar að finna þessa
átta eðlistöltara. Hann sagðist hafa
prófað 250 hesta og af þeim vora 6
sem hentuðu. Allir hestarnir þeystu
af stað á skeiðbindingi, voru harðir
á tauma og taugaveiklaðir að hans
sögn. Þannig hestar henti alls ekki
fyrir þýska markaðinn. Markaður-
inn hefur breyst mikið og Islending-
ar virðast ekki hafa fylgst með.
Fólk sem nú er að hefja hesta-
mennsku er ekki eins áhættuglatt
og áður fyrr, enda oft óvant hestum
Það verði að geta treyst því að það
sé að kaupa rólegan og taugasterk-
an hest sem skilji og hlýði skipun-
um.
Bruno Podlech benti einning á að
fjölbreytni í hestavali verði að vera
til staðar. Fólk sem stundar reið-
mennsku sem afþreyingu þjálfist
smám saman upp og vill því hafa úr
fjölbreyttu úrvali hesta að velja.
Mikilvægast er að sinna þessum
stærsta hópi hestafólks á persónu-
legum nótum enda er það útgeislun
hestsins sem virðist skipta mestu
máli þegar fólk velur sér hest. Þess-
ari fjölbreytni má því alls ekki
gleyma í kynbótastarfinu.
Nauðsynlegt að íslendingar
flytji út kunnáttu
Mikil áhersla var lögð á fræðslu
hjá frummælendunum, ekki síst
Ann Elwell frá Bandaríkjunum.
Hún segir Bandaríkjamenn lítið
vita um íslenska hestinn og til þess
að hægt sé að halda í ýmsar hefðir
sem fylgja honum og tamningaað-
ferðir sem henti honum þurfí ís-
lendingar að vera duglegir að
bjóða -fram upplýsingar og
fræðslu. Hún lagði til að ungt fólk
yrði þjálfað til kennslustarfa og
ráðgjafar hér á landi. Síðan verði
það fengið til að ferðast til Banda-
ríkjanna og koma á helstu hesta-
miðstöðvarnar til að kenna fólki
hvernig það eigi að umgangast og
þjálfa hestana sína.
Einnig kom fram sú spurning
hvort núverandi kerfi í kynbóta-
dómum samræmdist þeim kröfum
sem markaðurinn gerir til ís-
lenskra hesta. Töldu nokkrir frum-
mælendanna að það ætti helst við
keppnishross. Kristinn Hugason
hrossaræktai-ráðunautur var með-
al ráðstefnugesta og svaraði því til
að talið væri að nægilegur fjöldi
slíkra hrossa félli til í ræktuninni
hér á landi þótt dæmt væri eftir
þessu kerfi. Ekki voru allir sam-
mála því og taldi Clive Phillips alls
ekki nægilegan fjölda slíkra hrossa
falla til, enda væri mikill skortur á
þeim á markaðinum. Bruno Pod-
lech tók undir það og sagði að of
rík áhersla væri á að rækta tópp-
hesta og því ekki nægilegt úrval af
fjölskylduhestum, þ.e. meðalgóð-
um hestum. Kom jafnvel fram sú
hugmynd að tvískipta þyrfti dóms-
kerfinu.
Nokkuð var rætt um hvernig best
væri að kynna íslenska hestinn nýj-
um kaupendum og kom fram hjá
nokkrum ráðstefnugestum að
hestaferðir væru kjörinn vettvang-
ur til þess. Þar gæti fólk kynnst eig-
inleikum hestsins í sínu rétta um-
hvei’fí. Jafnframt var bent á mikil-
vægi þess að þetta fólk hefði góðan
aðgang að upplýsingum um hvar
væri hægt að nálgast hesta til
kaups.
Ásdís Haraldsdóttir
Fyndin, flott
og furðuleg