Morgunblaðið - 24.07.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 24.07.1998, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR SINFÓNIUHLJÓMSVEIT íslands. Ljósmynd/Odd Stefán Barið í bumbur RUNÓLFUR Birgir Leifsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sin- fóníuhljómsveitar Islands, fer mik- inn í viðtali sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laugar- dag. Ef marka má staðhæfmgar í viðtalinu mætti ætla að bæði líf Sin- fóníunnar og listræn gæði væru Runólfi Birgi einum að þakka. Við starfslok sín sendir hann því kaldar kveðjur til þeirra sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu hljómsveit- ai-innar frá upphafi allt til þess að Runólfur Birgir tók við stjómar- taumunum. Þá kemur einnig fram í viðtalinu ótrúleg neikvæðni gagn- vart hljóðfæraleikurum hljómsveit- arinnar en þeir virðast helst standa hljómsveitinni fyrir þrifum að mati fráfarandi framkvæmdastjóra. Það er synd að Runólfur Birgir skuli ekki hafa fundið leið til að reka Sin- fóníuhljómsveit án hljóðfæraleikara! Eru þá ónefndar lýsingar hans á samskiptum framkvæmdastjórans við Osmo Vánska, hljómsveitar- stjóra, en undir hans stjórn hefur Sinfóníuhljómsveitin unnið sína stærstu sigra á undanförnum árum. Vonandi fær Osmo Vanska tækifæri til að svara fyrir sig hér á síðum blaðsins, en hljóðfæraleikarar geta ekki setið þegjandi undir fullyrðing- um framkvæmdastjórans. Hljómsveit án hljóðfæraleikara! Skilningsleysi fráfarandi fram- kvæmdastjóra á eðli Sinfóníuhljóm- sveitar og starfi hljóðfæraleikara hefur einkennt starf hans nánast frá upphafi. Viðhorfi hans má víða finna stað í umræddu viðtali. Hon- um er tíðrætt um „fomeskjulega kjarasamninga" og „ósveigjanlegan vinnutíma“. Það er helst að merkja af orðum hans að það séu hljóðfæra- leikararnir sem helst standi í vegi fyrir framförum hljómsveitarinnar. Þetta þykja okkur fremur kaldar kveðjur við starfslok Runólfs Birg- is. Ekki síst í ljósi þess að við höfum talið okkur nokkuð seinþreytt til vandræða. A síðustu árum hefur vinnuálag hljóðfæraleikara aukist til muna án þess að laun hafi hækkað nokkuð til samræmis við það. Hljóðfæraleikar- ar eru ekki frábrugðnir öðru launa- fólki, hvort sem það eru hjúkrunar- fræðingar eða kennarar, sem telja að launin eigi að hækka í hlutfalli við aukið vinnuálag. Þetta var þó framkvæmdastjóranum þyrnir í augum eins og skýrt kom fram í erf- iðri kjarabaráttu sem fram fór síð- astliðinn vetur og framkvæmda- stjórinn barmar sér yfir í umræddu viðtali. Raunar gengur Runólfur Birgir svo langt í umræddu viðtali að fara hreinlega rangt með staðreyndir um kjarasamning hljóðfæraleikara, en þar segir hann orðrétt: „Stóra málið er auðvitað fjöldi tónleika en samkvæmt nýja samningnum er að hámarki heimilt að halda eina tón- leika í viku, auk sex laugardagstón- leika á ári. Þetta fyrirkomulag er auðvitað út í hött og þekkist hvergi annars staðar.“ Þessi fullyrðing er alröng. Sam- kvæmt kjarasamningi eru einir tón- leikar í viku og sex laugardagstón- leikar á ári, fyrir utan allar æfingar og undirbúning, innan vinnuskyldu hljóðfæraleikara, frekara tónleika- hald telst til yfii’vinnu. Hljómsveit- inni er því vel heimilt að halda fleiri tónleika gagnstætt því sem Runólf- ur Birgir fullyrðir. Vinnuskylda hljóðfæraleikara er satt að segja rausnarleg í kjarasamningum miðað við grunnlaun hljóðfæraleikaranna ólíkt því sem þekkist í nágranna- löndunum. Hljómsveitin er hluti af kjarna íslenzks tónlist- arlífs, seg;ia hljóðfæra- leikarar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, í svari til Runólfs Birgis Leifs- sonar, fráfarandi fram- kvæmdastjóra. Runólfur Birgir hælir sér í viðtal- inu fyrir að skipuleggja starfið langt fram í tímann en staðreyndin er sú að efnisskrár íyrir tónleika berast seint og oft er þeim breytt með litlum fyrirvara. Þetta skapar aukið álag hjá hljóðfæraleikurum sem þurfa að undirbúa vinnu sína með lengri fyrirvara en fram- kvæmdastjórinn virðist gera sér grein fyrir. Þá er starfsaðstaða hljóðfæraleikara bágborin og æf- ingaaðstaða lítil sem engin, en erfitt hefur verið að fá skilning fram- kvæmdastjórans á nauðsyn hennar. Framan af létu hljóðfæraleikar- amir aukið vinnuálag og óskipulag yfir sig ganga en þegar ljóst var að þetta var ekki tímabundið ástand heldur viðvarandi vinnufyrirkomu- lag var mælirinn fullur. Eftir árekstra og samskiptaörðugleika við framkvæmdstjórann út af ýms- um málum, sem ástæðulaust er að fara nánar út í, samþykktu hljóð- færaleikarar vantraust á fram- kvæmdastjórann síðastliðið sumar. Þá var ljóst að trúnaðarbrestur væri milli hans og hljómsveitarinn- ar. Hljóðfæraleikaramir hefðu get- að fylgt þessari vantraustsyfirlýs- ingu eftir af fullri hörku, meðal ann- ars með því að fara með málið í fjöl- miðla. Var það þó ekki gert meðal annars af því að ljóst varð að stutt væri í starfslok Runólfs Birgis. Bjargvætturinn Runólfur í viðtalinu fullyrðir Runólfur Birgir að Sinfóníuhljómsveitin hafi, þegar hann kom til sögunnar, verið að lognast út af „í vissum skilningi“ sem hann skýrir þó ekki frekar. Það hafi svo verið fyrir hans tilverknað að „mesta uppgangsskeið hljóm- sveitarinnar“, eins og fullyrt er í viðtalinu, hafi hafist. Hvort þessi áratugur er mesta uppgangsskeið hljómsveitarinnar mun tíminn leiða í Ijós, en fyrir þau okkar sem hafa starfað með hljómsveitinni fyrir daga Runólfs Birgis er erfitt að kyngja þeirri fullyrðingu að Sinfón- íuhljómsveitin hafi verið komin að fótum fram um það leyti sem hann tók til starfa. Það er þó rétt að byrlega hefur blásið hjá hljómsveitinni undanfarin ár. Lofsamlegir dómar á tónleika- ferðum erlendis og fyrir hljómdiska með leik hljómsveitarinnar hafa staðfest að hljómsveitin hefur náð þeim staðli að hún þykir standa góðum erlendum hljómsveitum fyllilega á sporði. Sinfóníuhljómsveit Islands heldur brátt upp á 50 ára afmæli sitt og eins og nærri má geta hefur oft ver- ið lyft grettistaki sem hvert um sig hefur verið nauðsynlegt til að koma henni á þann stall sem hún hefur nú náð. Saga hljómsveitarinnar, eins og raunar saga flestra annan-a menningarstofnana í landinu, hefur einkennst af mikilli baráttu og óeig- ingjörnu starfi fjölmargi-a aðila. Þessi barátta hefur haldist í hendur við annað brautryðjandastarf í list- gi-eininni. Aukin tónlistarmenntun og uppbygging tónlistarskóla í land- inu hefur skilað mjög hæfu tónlist- arfólki sem hefur eftir áralangt nám og starf erlendis kosið að snúa heim og starfa með Sinfóníuhljómsveit- inni. Þá hefur frá upphafi fjöldi Gjóska - hræringar á vinstri vængnum NÚ ER allt útlit fyr- ir að samstarf stjóm- málaflokka á vinstri vængnum verði að veruleika í næstu þing- kosningum. Þetta sam- starf virðist ætla sér að verða stærra og meira en áður hefur þekkst í íslengkum stjórnmál- um frá því Alþýðu- flokkurinh klofnaði í fyrsta sinn um 1930. Frá þeim tíma hefur umræðan vinstra meg- in einkennst af tvennu: klofningi flokka og framboða og tilraunum til sameiningar sömu flokka og framboða. Vinstrimenn allra flokka Síðustu áratugir hafa verið sér- staklega annasamir, framboðin og flokkarnir hafa komið og farið, stjórnmálaforingjar fært sig hist og her svo að hinn hefðbundni kjósandi hefur átt fullt í fangi með að fylgjast með hver er í hvaða flokki. Alþýðubandalagið byxjaði göngu sína sem kosningabandalag fylg- ismanna Hannibals Valdimarssonar og Sós- íalistaflokksins en varð að flokki árið 1968. Þremur árum síðar bauð Hannibal fram undir nýjum merkjum, í Samtökum fijálslyndra og vinstri manna. 1983 kom Bandalag jafnað- armanna fram á sjónar- sviðið svo og Kvenna- listinn. í Reykjavík bauð Nýr vettvangur fram til borg- arstjómar árið 1990, R-listinn árið 1994 og Þjóðvaki í síðustu þingkosn- ingum. Svo virðist sem tilkoma R-listans í Reykjavík hafi valdið því að sam- einingarsinnum hafi hlaupið kapp í kinn. Þeir virðast hafa talið að ef Það fer vel á því, segir Guðmundur Kr. Oddsson, að sameining- arframboðið sæki nafn sitt til unga fólksins að hluta og nefni framboðið Gjósku. samvinnan gengi upp í borgarmál- unum gæti hún það líka í landsmál- unum. Og afraksturinn er að líta dagsins ljós: sameiginlegt framboð vinstri manna. Á rauðu ljósi Ef litið er til sögunnar er fátt sem bendir til þess að þessi sameining gangi ljúflega eftir. Foringjar Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags fóru á síðasta áratug offari um land- ið „á rauðu ljósi“ og leituðust við að Guðmundur Kr. Oddsson bræða saman flokka sína. Það gekk hvorki né rak, andinn var máske reiðubúinn en holdið var veikt. Sa- meiningin var stopp á rauðu ljósi. En nú telja sameiningarsinnar að holdið hafi styrkst. Þeir ætla sér að halda áfram. Ungliðahreyfingamar hafa verið sérstaklega ötular við að vinna sameiningunni brautargengi og líkt og félagar þeirra forðum far- ið um landið undir merkjum Grósku til að sameina anda og hold ís- lenski-a vinstri manna. Það fer vel á því að sameiningin sæki nafn sitt til unga fólksins að hluta og nefni framboðið, ef af því verður, Gjósku. Gjóska Nafnið Gjóska mun henta fram- boðinu vel. íslendingar vita flestir hvað fyrirbærið gjóska er og ættu að geta séð mikla samlíkingu með fyrirbærinu og framboðinu. Gjóska myndast við eldsumbrot og samanstendur af vikri, ösku og öðmm gosefnum. Gjóskan er mest í upphafi eldgosa, stígur hátt til lofts og er tilkomumikil tilsýndar. En þegar líða tekur á gosið fer gjóskan að minnka uns hún hverfur nær al- veg. Líklegast er að örlög sameiningar- framboðsins verði á þennan sama veg. Að í upphafi blásist allt hátt upp í loft og verði mikið að sjá úr fjar- mjög góðra erlendra tónlistar- manna starfað við hljómsveitina. Smátt og smátt hefur hljómsveitin eflst og þroskast og vegur hennar aukist. Þegar litið er yfir sögu hljóm- sveitarinnar er ljóst hve metnaðar- fullt starf hennar hefur verið frá upphafi. Frægir hljómsveitarstjórar og einleikarar í fremstu röð hafa leikið með hljómsveitinni sem hefur verið ómetanlegt fyrir hana. Raun- ar má fullyrða að metnaðurinn á því sviði hafi verið mun meiri fyrr á ár- um en hann hefur verið í tíð fráfar- andi framkvæmdastjóra. Runólfur Birgir nefnir þessa sögu ekki einu orði í viðtalinu. I hans huga var hljómsveitin varla til fyrr en hann kom og reisti úr rústum. Með þessu sýnir hann hinu langa starfi mikla lítilsvirðingu. En þessi orð sýna þó fyrst og fremst fádæma skilningsskort á starfi hljómsveitar- innar, sem er óskiljanlegt í ljósi þess að Runólfur Birgir ætti að hafa haft tök á að kynna sér eðli starf- seminnar á síðastliðnum árum. Ekkert af þessu kemur þó hljóð- færaleikurunum á óvart sem búið hafa við stjóm hans. Forneskja framkvæmdastjórans Framkvæmdastjórinn fráfarandi nefnir fomeskjuleg vinnubrögð í viðtalinu og á þá einkum við kjara- samninga og ósveigjanleika hljóm- sveitarinnar. Árangur starfs Sinfón- íuhljómsveitarinnar hefur fram- kvæmdastjórinn einkum mælt í fjölda vinnustunda fremur en gæð- um þeirrar tónlistar sem flutt er eða listrænum metnaði, en það skiptir ekki síður máli að listamenn- irnir fái að þroskast og blómstra hver á sínu sviði. Hljómsveitin er hluti af kjarna íslensks tónlistarlífs og einstaklingar innan hennar vinna ómælt starf 1 þágu tónlistarlífsins í landinu. Sú staðreynd hefur blasað við ís- lenskum atvinnurekstri um árabil að þrátt fyrir langan vinnutíma skila íslensk fyrirtæki minni fram- leiðni en íyrirtæki í nágrannalönd- unum. Það er orðin alþekkt stað- reynd að fólk vinnur betur þegar vinnuálagið er ekki óhóflegt og ánægja starfsfólks hefur áhrif á af- köst þess og vinnuframlag. Hið forneskjulega viðhorf að það sem máli skiptir sé að hamast sem lengst burtséð frá gæðum hefur verið ótrúlega lífseigt hér á landi - og því miður er einn fulltrúi þess Runólfur Birgh’ Leifsson. Að lokum óska hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar Runólfi Birgi gæfu og gengis í framtíðinni. Höfundar eru hfjóðfæraleikarar Sinfónfuhijómsveitar íslands, sem samþykktu greinina á fundi 22.JÚ1Í. lægð, en síðan verði gjóskufall og ár- angurinn endaslappur þegar upp verður staðið. Slík hafa örlög ann- arra sameiningartilrauna verið og eins líklegt að svo verði einnig nú. Gjóskufall Það er harla ólíklegt að málefna- samstaða náist innan þessarar hreyfingar. Til þess eru málefnin of ólík og flokkarnir of ólíkir. Þegar er farið að bera á sundrungu og eins víst að hún aukist þegar á líður fremur en hitt. Einnig má búast við töluverðu ósætti þegar líða tekur að vali formannsefnis. Þó svo að ekki beri mikið á því í umræðunni í dag er ljóst að undir niðri ala margir þann di’aum í brjósti að vera leiðtogi sameiningarmanna. Og alþýðu- flokksmenn vilja alþýðuflokksmann, allaballar allaballa, kvennalistakon- ur kvennalistakonu og Þjóðvakakon- an hún Jóhanna vitaskuld sjálfa sig. Hvort sameiningarframboðið nær að starfa til næstu kosninga ræðst hins vegar af skoðanakönnunum. Ef og þegar atkvæðin fara að falla frá sameiningarsinnum til nýrra klofn- ingsframþoða er hætt við að sam- staðan hverfi fyrir lítið. Þá verður hver að bjarga sjálfum sér. Og gjóskufallið hefst. Höfundur stundar nám í stjórnmála- fræði við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.