Morgunblaðið - 24.07.1998, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
.11
Valdið og
Þessi vandi, aga- og virðingarleysið,
ristir svo djúpt í þjóðlífinu
að hann verður aldrei yfirunninn
með hótunum og refsigleði.
FÁTT er viðkvæmara
í lýðræðisríkjum en
samband hins utan-
aðkomandi valds og
fólksins í landinu.
Samskipti almennings og lög-
reglu mótast vitanlega af fjöl-
mörgum staðbundnum þáttum
og geta verið upplýsandi um
þjóðlíf, sögu og menningu við-
komandi lands.
Það sem nú þykir einna brýn-
ast á þessum vettvangi hér á
landi er að herða sektarmörk
og sektarviðmiðanir vegna
hraðaksturs. Georg Kr. Lárus-
son, lögreglustjóri í Reykjavík,
hefur sagt í
VIDHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
viðtölum að
hertar aðgerð-
ir lögreglu
vegna
hraðaksturs
grundvallist á nýrri reglugerð
ráðsmanns dómsmála í landinu,
sem mun hafa tekið gildi 14.
maí. I samtali við Morgunblaðið
17. þessa mánaðar sagði lög-
reglustjórinn í Reykjavík reglu-
gerðina „ekki gera ráð fyrir
umburðarlyndi". Fjöldi öku-
manna í Reykjavík og raunar
víðar hefur síðan fengið að
kynnast því að full alvara býr
að baki þessum orðum.
Svonefnd „umferðarmenn-
ing“ Islendinga hefur löngum
þótt verðugt rannsóknarefni.
Hún mótast fyrst og fremst af
almennu virðingarleysi en
einnig hafa frumstæð sam-
göngumannvirki og landlægt
fyrirhyggjuleysi í þeim efnum
haft sitt að segja. Þessi fyrir-
brigði, virðingar- og fyrir-
hyggjuleysið, móta hins vegar
allt lífið í landinu. Rætur þessa
hátternis liggja í menningar-
sögu þjóðarinnar. Á Islandi
hafa menn almennt í gegnum
tíðina ekki þurft að sýna með-
bræðrum sínum sérstaka tillits-
semi t.a.m. vegna þess að í
landinu, sem er stórt, hefur bú-
ið fámenn þjóð og í því er engar
borgir að finna. Að auki hefur
það jafnan þótt prýðilega þjóð-
legt að sýna umhverfi sínu
hæfilega fyrirlitningu. Að bjóða
einhverju eða einhverjum birg-
inn hefur löngum þótt lofsvert
hátterni á íslandi, þjóðlegt og
því gott.
Ekki er því unnt að taka um-
ferðina út sem einstakt félags-
legt fyrirbrigði með þeim rök-
um að það hafi sérstakt uppeld-
isgildi í samfélaginu að taka
umferðarlagabrot föstum tök-
um, svo aftur sé vitnað efnis-
lega í samtal Morgunblaðsins
við lögreglustjórann í Reykja-
vík. Þessi vandi, aga- og virð-
ingarleysið, ristir svo djúpt í
þjóðlífinu að hann verður aldrei
yfirunninn með hótunum og
refsigleði.
Þótt almennt gildi að fagna
beri viðleitni til að bæta um-
ferðina í landinu er ástæða til
að staldra við þær aðferðir sem
nú er beitt ekki síst í ljósi þess
hversu mikilvægt það er að
samskipti lögreglu og borgara
einkennist af gagnkvæmri virð-
ingu og trúnaðartrausti.
Sú kenning að ekki beri að
sýna brotlegum ökumönnum
umburðarlyndi er innflutt,
raunar frá New York þar sem
þessi speki þykir hafa skilað til-
ætluðum árangri, alltjent mun
glæpum í heimsborginni hafa
fækkað verulega. Nú þykir við
hæfi að beita aðferðum, sem
dugað hafa til að halda aftur af
bandarískum glæpamönnum
gegn venjulegu fólki, sem ekur
bílum á Islandi.
Oskandi væri að önnur er-
lend viðhorf ættu jafn greiðan
aðgang að ráðamönnum þjóðar-
innar. Siðferði í stjórnmálum
kemur upp í hugann svo ekki sé
minnst á svonefnda „ráðherraá-
byrgð“ en í þeim efnum þyrftu
íslenskir stjórnmálamenn ekki
að skyggnast langt eftir við-
teknum fyrirmyndum.
Það er skilgreiningaratriði
um samband lögreglu og borg-
aranna að það er gagnkvæmt
en ekki einhliða. Það vald sem
lögreglunni er fengið þiggur
hún frá fólkinu. Almenningur í
landinu gerir á móti þá kröfu að
heiðarlegu fólki gefist kostur á
að lifa lífi sínu í friði en rétt-
nefndum glæpamönnum sé
refsað.
Yfirvöld dómsmála í landinu
hafa ekki staðið við sinn hluta
samningsins á seinustu árum
iíkt og yfirgengilega vægir
dómar í nauðgunar- og ofbeldis-
málum eru til vitnis um. Á Is-
landi er glæpamönnum sýnt
óhóflegt umburðarlyndi en al-
menningi er hótað refsingum
fyrir minniháttar yfirsjónir. Á
meðan forgangsröðin er sýni-
lega svo brengluð að réttlætis-
vitund almennings er misboðið
er þess ekki að vænta að stuðn-
ingur verði við þá kenningu að
meðhöndla beri þá sem gerast
sekir um umferðarlagabrot sem
glæpamenn.
Ráðamenn löggæslu og dóms-
mála ættu ef til vill að horfa til
fleiri landa en Bandaríkjanna í
þessu efni. Líkt og þeir sem bú-
ið hafa í Suður-Evrópu þekkja
er það eitt ógeðfelldasta ein-
kenni þjóðlífsins þar hversu
hræddur almenningur er við
lögregluna. Fólkið í þessum
löndum er aukinheldur gjörsam-
lega varnarlaust gagnvart lög-
reglunni, sem farið getur sínu
fram að vild og gerir einmitt það
í skelfilega mörgum tilfellum.
Þar er reglan einnig sú að ekki
beri að sýna umburðarlyndi.
Því verður ekki trúað að
ráðamenn vilji innleiða viðlíka
ástand á Islandi.
Vilji menn auka „forvarnar-
og uppeldishlutverk" lögregl-
unnar væri ef til vill við hæfi að
ímynda sér hana sem strangan
skólastjóra. Hann heldur uppi
aga, berst gegn virðingarleys-
inu og gerir kröfur. En hann
sýnir einnig umburðarlyndi,
gerir greinarmun á yfirsjón og
afbroti og veit hversu auðvelt
er að tapa áttum með refsigleði.
Líkt og gildir um kennara og
nemendur þarf gagnkvæm virð-
ing og trúnaður að móta sam-
band lögreglu og borgara. í
friðsælu smáríki eru menn á
rangri braut telji þeir við hæfi
að raska þessu viðkvæma jafn-
vægi með skilyrðislausri og ein-
hliða beitingu valdsins í þeim
tilgangi að skapa ótta.
CÝRUS
HJARTARSON
+ Cýrus Hjartar-
son fæddist á
Hellissandi 20. mars
1927. Hann lést í
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 18. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Hjörtur
Cýrusson, verka-
lýðsleiðtogi á Hell-
issandi og síðar í
Reykjavík, f. 26.7.
1891, d. 3.5. 1971,
og kona hans Sigur-
rós Hansdóttir, hús-
freyja, f. 30.4. 1898,
d. 11.12. 1970. For-
eldrar Hjartar voru Cýrus
Andrésson, f. 11.10. 1845, d.
16.9. 1923, bóndi á Öndverðar-
nesi og síðar á Hellissandi, og
kona hans Guðrún Björnsdóttir
Bergmann, f. 4.12. 1850 á Þor-
kelshóli í Víðidal V-Hún., d. 8.4.
1898. Forejdrar Sigurrósar
voru Hans Ólafsson, f. 1862 á
Vætuökrum við Hellnar, bóndi í
Einarslóni og síðar í Snoppu á
Hellissandi, og barnsmóðir hans
Ingibjörg Pétursdóttir, f. 18.6.
1862 á Malarrifí, húsfreyja á
Hellissandi. Alsystkini Cýrusar
voru: Guðrún, húsfreyja, f. 1.9.
1916. Maki Erlendur
Guðmundsson, mjólk-
urbílstjóri, látinn.
Guðbjörg, húsfreyja,
f. 23.12. 1917, d. 9.10.
1994. Maki 1. Jón
Lárusson, matsveinn,
fórst á togaranum
Reykjaborg. Maki 2.
Eðvarð Blómquist
Helgason, látinn.
Hansína Sigurbjörg,
f. 13.7. 1919, hús-
freyja. Maki Eyjólfur
R. Eyjólfsson, fv. sjó-
maður og bóndi.
Hörður, afgreiðslu-
maður, f. 20.6. 1922. Maki Krist-
björg Benediktsdóttir, húsfreyja.
Sigrún, skrifstofumaður, f. 29.9.
1923. Sigurhans Víglundur, af-
greiðslumaður, f. 7.4. 1929, d.
21.10. 1980. Maki Helga Guð-
mundsdóttir, starfsmaður á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur (Borgar-
spítalanum). Sambýlismaður
Ingvar Hallgrímsson, mag. sci-
ent. Hjördís Alda, fulltrúi hjá Is-
landspósti, f. 1.7. 1934. Maki Guð-
mundur Guðbrandsson, blikk-
smiður. Hreinn Snævar, rafsuðu-
maður, f. 20.11. 1935. Maki Anna
Kristín Hafsteinsdóttir, látin.
Lítil stúlka liggur í aftursætinu á
stórum bfl og horfir með aðdáun á
baksvip móðurbróður síns sem ekur
þessu fallega farartæki. Hún hlust-
ar líka með aðdáun á frænda sinn
syngja við aksturinn. Seinna heyrir
hún sama lag í útvarpinu og kallar
upp: „Hann Cýrus er að syngja!"
Fullorðna fólkið brosir góðlátlega
því söngvarinn er einn frægasti ten-
ór aldarinnar. Móðurbróðir okkar,
Cýrus Hjartarson, sem við kveðjum
í dag, lenti í æsku í eldsvoða sem
setti mark sitt á hann alla tíð.
Brunasárin sem Cýrus hlaut skildu
eftir sig ör sem aldrei greru til fulls
og gerðu æskuár hans þungbær.
Skólagangan varð engin og sam-
skipti við ókunnuga erfið því örin
orsökuðu minnimáttarkennd sem
Cýrus var lengi að yfirvinna.
Frá blautu barnsbeini höfum við
systkinin litið upp til Cýrusar og
þótt mikið til hans koma. Örin sem
hann hlaut eftir brunann voru í aug-
um okkar bæði eðlileg og merkileg.
Það hvarflaði aldrei að okkur að
eitthvað væri athugavert við útlit
Cýrusar. Löngu síðar varð okkur
ljóst hve þjáningarfullt það hefur
verið barni og ungum manni að
bera þessi merki. En kannski var
það einmitt hin erfiða reynsla sem
fylgdi því að vera öðruvísi en aðrir á
æskuárunum sem gerði Cýrus að
sérstökum áhugamanni um annað
fólk, skóp mann sem hafði einlægan
áhuga á vegferð fólks, mann sem
heimsótti ættingja sína og gladdist
yfir framförum og áföngum í lífi
þeirra. Cýrus átti einstaklega góða
eiginkonu, Guðlaugu Magnúsdóttur.
Cýrus og Lauga bjuggu alla tíð í
Sólheimum 27, áttu börn á líku reki
og við systkinin og þar sem við
bjuggum í sama hverfi fór ekki hjá
því að samgangur væri mikill á milli
okkar. I fyrstu var mikil togstreita
milli Rósu, systurdótturinnar sem
taldi sig eiga Cýrus, og Þorbjargar,
stjúpdótturinnar sem var að eignast
nýjan pabba. En svo fæddust tveir
rauðhærðir snáðar með rúmlega
hálfs árs millibili og stelpurnar urðu
stoltar stóru systur og sáu að pláss
var fyrir þær báðar og miklu fleiri í
hjarta Cýrusar. Heimsóknir okkar
systkinanna í Sólheimana hafa verið
margar og ánægjulegar.
Cýrus var leigubílstjóri lengst af
starfsævi sinnar. Hann átti alltaf
góða bíla og fór vel með þá. Hann
lagði metnað sinn í að keyra mjúk-
lega þannig að bæði bíll og farþegi
fyndu sem minnst fyrir ferðinni.
Sem reyndur bílstjóri hafði hann
sínar skoðanir á aksturslagi ann-
arra og lét okkur fá það óþvegið ef
honum þótti illa ekið. Hann var ráð-
gjafi okkar í bílakaupum og kom
einnig með ábendingar um um-
gengni við bílana. Starfið olli því að
Cýrus var mikið á ferðinni og kom
iðulega við í kaffi á milli túra á
leigubflnum. Við systkinin eigum,
eins og aðrir ættingjar Cýrusar,
margar góðar minningar frá slíkum
stundum. Þegar setið var yfir
heimanáminu á unglingsárunum
hvarflaði hugurinn oft til þess hvort
Cýrus kæmi nú ekki í kaffi. Þá gæf-
ist kærkomið tækifæri til að hvfla
sig á bókunum og hlusta á spaugi-
legar frásagnir Cýrusar af undar-
legum kúnnum eða uppákomum í
akstrinum. Hann var góður sögu-
maður, sá broslegar hliðar lífsins og
færði þær í búning skrýtlunnar.
Cýrus hætti leigubflaakstri fyrir
nokkrum árum vegna heilsubrests.
I huga okkar var hann þó alltaf
leigubílstjóri og við héldum áfram
að ráðgast við hann um hvaðeina
sem tengdist bílum og akstri.
Samband okkar við Cýrus frænda
rofnaði ekki eftir að við stofnuðum
heimili. Hann hélt áfram að kíkja í
kaffi eða við komum í Sólheimana.
Börnum okkar var hann sem besti
afi, umvafði þau ástúð sem smá-
börn, ræddi við þau og fylgdist með
áhugamálum þeirra þegar þau
stækkuðu. Þegar hann kom í heim-
sókn í Miðhúsin bað hann systkinin
þar oft að spila eitthvað fyrir sig.
Þeim þótti gaman að spila fyrir
Cýrus því hann naut þess að hlusta
á tónlist. Hann tók vel eftir framför-
um og hrósaði af einlægni. Cýrus og
Lauga eignuðust sjálf barnabörn
sem urðu þeim til mikillar gleði.
Cýrus var afar stoltur af þeim og
sagði okkur frá öllu því helsta sem
þau afrekuðu. Einnig var hann
ánægður með unglinginn Egil sem
hann eignaðist þegar Ellen kom í
fjölskylduna og vildi að við kynnt-
umst honum ekki síður en Baldri og
síðar Önnu Guðlaugu.
Cýrus hafði yndi af að spila
bridds, keppti á mótum og var okk-
ar spilahetja. Hann kenndi okkur
bridds og vildi að við spiluðum af
nákvæmni og varkárni. Maður átti
að segja í samræmi við spilin, ekki
eltast við fyrirfram vonlaus „game“.
Við gerðum okkar besta við að spila
samkvæmt hans fyrirsögn og tókum
orð hans svo hátíðlega að aðrir sem
við spilum við tala um að við spilum
„Cýrusarkerfið". Ekkert okkar
systkinanna hefur náð ýkja langt í
listinni en Hjörtur Cýrusson keppti
oft með fóður sínum og lýsti Cýrus
stoltur fyrir okkur sigrum þeirra.
Þau voru ófá spilin sem Cýrus sagði
okkur frá og oft var áhugi hans á
spilinu það skemmtilegasta við
spilalýsingarnar. Lauga hefur líka
gaman af að spila og oft þegar Rósa
Sambýliskona Sólbjört Krist-
jánsdóttir. Hálfbróðir Cýrusar
var Baldur Hjartarson, sjómað-
ur á Hellissandi, f. 4.9. 1910, d.
27.10. 1981.
Hinn 10. júní 1961 kvæntist
Cýrus eftirlifandi konu sinni,
Guðlaugu Magnúsdóttur,
saumakonu, f. 5.12. 1926 á
Kirkjubóli í Staðardal í Stein-
grímsfirði. Foreldrar hennar
voru Magnús Sveinsson, f. 23.9.
1890, d. 22.12. 1964, bóndi á
Kirkjubóli, og kona hans Þor-
björg Árnadóttir húsfreyja, f.
15.9. 1889 á Filjum í Fitjadal,
Strandasýslu, d. 25.7. 1980.
Börn þeirra eru: 1) Hjörtur, f.
4.11. 1961 í Reykjavík. Eftirlits-
maður hjá Gúmmíbátaþjónust-
unni. Kona Ellen Jónsdóttir,
þroskaþjálfi, f. 20.4. 1962. For-
eldrar: Jón Ágúst Ólafsson,
verkstjóri, og kona hans Erna
Olsen, húsfreyja. Dóttir þeirra:
Anna Guðlaug Hjartardóttir, f.
5.6. 1997 í Reykjavík. Stjúpson-
ur Hjartar er Egill Kári Helga-
son, f. 19.11. 1982. 2) Katrín,
kennari, f. 25.10. 1964 í Reykja-
vík. Sonur hennar er Baldur
Þór Bjarnason, f. 22.12. 1992. 3)
Þorbjörg Valdimarsdóttir, f.
17.9. 1954, myndlistarnemi,
uppeldisdóttir Cýrusar og dótt-
ir Guðlaugar.
Cýrus verður jarðsungin frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
og Hreiðar litu inn í Sólheimana og
dauðlangaði til að giápa í spil sagði
Cýrus kankvíslega: „Ég get alveg
tekið nokkur spil við ykkur."
Cýi'us var mikill fjölskyldumaður
og það er stór fjölskylda sem syrgir
hann nú. En mestur er söknuður
hans nánustu fjölskyldu. Hann var
stoltur af sínu fólki og núna allra
síðustu ár voru barnabörnin hans líf
og yndi. Elsku Lauga, Þorbjörg,
Hjörtur, Katrín, Ellen og böm. Við
biðjum góðan guð að veita ykkur
styi'k í sorg ykkar um leið og við
kveðjum kæran frænda.
Rósa, Guðbrandur og Þröstur.
Enn fækkar vinum og samferða-
mönnum. Þó það hafi ekki komið
okkur hjónunum á óvart, þegar Sig-
rún mágkona mín hringdi og sagði
okkur lát Cýrusar Hjartarsonar
bróður síns að morgni laugardags-
ins 18. júlí sl., þar sem hann var bú-
inn að liggja meðvitundarlaus á
gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur (Borgarspítalanum) í nokkra
daga vegna hjartaáfalls, þá fór ekki
hjá því að okkur brá. Það er alltaf
jafn erfitt að sætta sig við þegar
slokknar á lífsljósi vinar, að ég tali
ekki um ef hann er manni einstak-
lega kær.
Cýrus ólst upp á Hellissandi til 8
ára aldurs, þá fluttist hann til Kefla-
víkur með foreldrum sínum og
bjuggu þau í húsinu Klampenborg.
Kvöldið fyrir gamlársdag 1935, varð
hann fyrir stórslysi, þegar sam-
komuhúsið í Keflavík brann, en þar
hafði kviknað í jólatré á skemmtun
sem haldin var fyrir börn staðarins.
Eftir þann atburð lá hann svo vik-
um skipti milli heims og helju á
Landakotsspítalanum í Reykjavík.
Þessi atburður átti eftir að marka
djúp spor, ekki bara á andliti og
höndum hins unga drengs, heldur
einnig og ekki síður í sálarlíf hans.
Foreldrar hans fluttu skömmu síðar
til Reykjavíkur, og þar hóf hann
sína stuttu skólagöngu. Ekki var sú
skólaganga þrautalaus, það er fátt
jafn miskunnarlaust og barnssálin
þegar því er að skipta, og Cýrus
fékk fljótt að finna fyrir því. Bruna-
sárin urðu til þess að börn, einkum
stærri drengir, lögðu hann í einelti
og stríddu honum, og þessi stríðni
varð honum nærri óbærileg í fyrstu.
En það kom að því að piltur fór að
bíta frá sér. Hann var kraftmikill og
þrælsterkur, og ofsækjendurnir sáu
það ráð vænst að taka hann inn í
samfélagið og hætta allri stríðni ef
þeir áttu ekki að missa öll völd á
skólalóðinni. En það fór ekki hjá því
að þessi lífsreynsla átti eftir að
fylgja honum í mörg ár. Brunasárin