Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 39 mágur okkar, maðurinn hennar Svölu systur, og Beisi voru að vinna saman hjá Pósti og síma og tókst þá vinskapur með þeim Leifi, sem varð til þess að Árdís systir kynntist Beisa. Það var oft glatt á hjalla í systrapartíum þegar Leifur og Beisi fóru á kostum. Þá var það þannig að Leifur var sprelligosinn, en Beisi sat og kímdi, en laumaði svo gullvægum setningum út úr sér þegar enginn átti von á. Þannig var Beisi alltaf tilbúinn með léttan húmor sem hann hafði einstakt lag á að koma að, á sinn hægláta og skemmtilega hátt. Þeir Leifur og Beisi bættu hvor annan upp og voru oft óborganlegir, þannig að við syst- ur hlógum okkur máttlausar. Palli maðurinn hennar Huldu systur varð líka mjög góður vinur Beisa. Þeir unnu saman hjá fyrir- tæki föður okkar og komust þá að því að þeir áttu sameiginleg áhuga- mál, sem voru brids og golf. Þeir áttu oft góðar stundir saman, þar sem þeir stunduðu þessi sameigin- legu áhugamál. Þeir voru meðal annars í spilafélagi með foreldrum Palla, þar sem þau hittust vikulega og spiluðu brids. Beisa verður sárt saknað þar sem annars staðar. Síðast en ekki síst voru þeir bestu vinir Beisi og Rabbi maður- inn hennar Sædísar systur. Þó að talsverður aldursmunur væri á þeim, þá voru þeir samt mestu mát- ar og höfðu dagleg samskipti svo að segja. Eitt af aðaláhugamálum Beisa var að elda mat og borða mat, og þar sem Rabbi er kokkur, fór ekki hjá þvi að þeir yrðu óaðskiljan- legir vinir. Marga veisluna hristu þeir félagar fram úr erminni, og fengum við öll að njóta. Sérstaklega er minnisstæð afmælisveislan sem Beisi vildi halda fyrir Katrínu, yngri dóttur sína, þegar hún varð 5 ára. Hann bjó til heilt ævintýraland úr kökum og sælgæti, með aðstoð Rabba. Hann bjó til fjall úr rjóma- tertu, þar sem rjóminn táknaði snjó og svo voru sælgætiskarlar að renna sér á skíðum niður fjallið. Það var sumarbústaðaland úr súkkulaði og hvaðeina, kökuborðið var eins og heilt ævintýraland með öllu tilheyrandi. Þetta var eitthvað sem hann hafði alltaf langað til að gera, og svona eru nú örlögin, þetta varð næstsíðasta afmælisveislan sem hann útbjó fyrir sína elskuðu litlu dóttur, en hún verður 7 ára 7. september næstkomandi. Það vita allir sem til þekktu, að það var ekk- ert í veröldinni sem hann Beisi vildi ekki gera fyrir dætur sínar, þær Örnu Björk og Katrínu. Það er eng- um ofsögum sagt, að þær voru augasteinar föður síns, og hann sá ekki sólina fyrir þeim, enda eru þær báðar sérstaklega fallegar og vel gerðar stúlkur, sem þurfa nú að sjá á bak sínum elskulega föður allt of snemma. Beisi gekk einnig Gunnari Grétari, syni Ardísar syst- ur, í föðurstað. Gunni var aðeins tveggja ára þegar Beisi og Ardís hófu búskap, þannig að hann var sá faðir sem Gunni hafði mest af að segja, þó að hann hefði einnig gott samband við sinn líffræðilega föð- ur. Það er svo undarlegt að Beisi skyldi einmitt núna vera hrifinn á brott héðan, þegar gæfan virtist vera farin að brosa við honum og fjölskyldunni á öllum sviðum. Það var að rofa til í fjármálum, þau voru búin að festa kaup á sinni fyrstu íbúð og líka bíl. Katrín, yngri dóttir- in, vann nýlega bíl í happdrætti. Þeim varð þá á orði að þetta gæti ekki verið, þau ynnu aldrei neitt. Öll fjölskyldan samgladdist þeim og fannst tími til kominn að gæfan brosti við þeim. Það sem er best af öllu er það að þó oft væri þröngt í búi hjá Árdísi og Beisa, og vanda- málin næg að glíma við, þá var alltaf mjög gott samband þeirra á milli. Þau voru að mörgu leyti lík, bæði róleg og með léttan húmor. Beisi var ekki sérlega margmáll maður, en það var tekið mark á því sem hann sagði. Það var líka einkenn- andi fyrir Beisa að allstaðar þar sem hann vann, var hann hvers manns hugljúfi og í miklu uppáhaldi hjá samstarfsmönnum sínum. Við- skiptavinir sem fengu Beisa til að leysa úr sínum málum, báðu alltaf um hann aftur, vegna þess hve hann var óþreytandi og þoiinmóður að leysa hvers manns vanda. Það var líka einstaklega gott að leita til hans ef eitthvað þurfti að gera. Þau eru ófá skiptin sem hann hefur hjálpað okkur systrunum með flutninga, málningu, tölvur, síma, rafmagn, bakstur, grill, og hvaðeina, alltaf var hægt að biðja Beisa, honum var allt lagið og bóngóður var hann með afbrigðum. Þar er nú skarð fyrir skildi. Við systurnar höfum haft það fyr- ir sið að fara í ferðalag með mökum og börnum á hverju sumri síðastlið- in 12 ár og höfum við víða farið um landið og eru þessar ferðir hápunkt- ur ársins fyrir fjölskyldur okkar. Sérstaklega er gaman til þess að vita að bömum okkar systranna fínnst þetta vera orðinn svo ómissandi þáttur í tilveranni að þau rukka um systraferð ef þeim fínnst ekki hafa verið tekin nógu skýr ákvörðun um ferð það árið. Það er líka löngu ákveðið á milli þeirra frændsystkina að þegar við systurn- ar erum orðnar of gamlar og gráar til að fara í systraferð, þá muni þau frændsystkin halda hefðinni áfram með sínum fjölskyldum. Það var einmitt systraferð ársins sem stóð fyrir dyrum nú um helgina og var áætlað að leggja af stað nú á föstu- dagskvöldið og vera yfir helgina í tjaldútilegu. Beisi var alltaf ómissandi við grillið í þessum ferð- um, auk þess sem hans skemmti- lega nærvera var alltaf kærkomin. Margt var brallað í þessum ferðum og margt er eftirminnilegt. Til dæmis þegar við fórum að Seljavöll- um árið 1992, en þá stóð brúðkaup Huldu og Palla fyrir dyrum. Beisi var í gifsi á öðrum fæti og gekk við hækjur, en lét það ekki aftra sér að koma í ferðina og meira að segja að klöngrast upp að lauginni á Selja- völlum. Um kvöldið héldu þeir til- vonandi svilar steggjapartý aftur í sendiferðabíl sem var með í för, og þar fengum við systur hvergi að koma nærri, þar sem konum var ekki hleypt í steggjapartýið, alla- vega ekki mágkonum. En Beisi lagði upp í öllu lengri ferð en við ætluðum í um þessa helgi, það versta er að hann kemur ekki til baka, en við hittumst sjálf- sagt öll þótt síðar verði, og þá get- um við farið í allar þær systraferðir sem okkur lystir. Það er gott að eiga minningarnar um öll skemmti- legu atvikin að ylja sér við núna þegar sorgin hefur kvatt dyra. Elsku hjartans Árdís, Arna Björk, Gunni og Katrín, ykkar missir er mikill. Við systumar, makar okkar og börn, vottum ykkur einlæga sambúð og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Einnig viljum við votta systkinum Beisa og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Helga, Fjóla, Hulda, Svala, Lilja, Sædís, makar og börn. Þegar ég fékk fréttir af því síð- astliðinn sunnudag að hann Beisi vinur minn hefði dáið þá um morg- uninn ætlaði ég ekki að trúa að satt væri. Ég hitti hann hressan og kát- an í byggingavöruverslun á föstu- deginum, hann var að vinna við end- urbyggingar á húsinu sínu en ég var á leið út úr bænum í sumarfrí. Beisa kynntist ég fyrir rúmum tuttugu ár- um þegar hann spilaði fótbolta með Haukum og stuttu síðar byrjuðum við að vinna saman og höfum unnið saman allt þar til fyrir þremur ár- um að hann skipti um vinnustað. Beisi var frábær félagi og ti-ygg- ur vinur, hann var alltaf hress og kátur, hrókur alls fagnaðar þegar við skemmtum okkur. Það var aldrei nein lognmola í kringum Beisa, hjá honum urðu hlutirnir að gerast fljótt, ef hann tók ákvörðun um að gera eitthvað varð það að gerast á stundinni. Við vinnufélagar hans skemmtum okkur oft vel yfir ákafa hans þar sem allt varð að ger- ast hratt og fundum við orðatiltæki sem okkur fannst eiga vel við hann, „ekki núna heldur strax“. Beisi var mikill fjölskyldumaður og góður pabbi. Dætur hans Arna Björk og Katrín voru augasteinarnir í hans lífi og áttu hug hans allan. Það verða þung og erfið spor stigin í dag þegar við fylgjum þér til grafar, það er erfitt að sjá á eftir góðum vini kveðja svo snögglega. Minningin um þig, kæri vinur, lifir með okkur. Elsku Árdís, Ama Björk, Katrín og Gunnar, missir ykkar er mikill og vona ég að þið öðlist styrk til þess að komast í gegnum þessa erf- iðu tíma. Haukur. Elsku Auðunn minn. Nú sit ég og syrgi þig og hugsa um þann stutta tíma sem ég fékk með þér. Að rifja upp góðu stundirnar sem við áttum hjálpar mér mikið. Þú skipaðir stóran sess í hjarta mínu sem stóri frændi minn og hlakkaði ég alltaf svo til að hitta þig. Alltaf var hægt að treysta á góða skapið þitt og varð mér einatt strítt en þó í góðu þegar ég heimsótti þig. Þú kveiktir fótboltaáhugann hjá mér þegar þú varst að þjálfa Hauk- ana og átti ég mín fyrstu spörk þar. Ég mun ávallt muna þann góða tíma er við spiluðum á mótum og þar varst þú við hliðarlínuna og hvattir liðið til dáða. Svo leið tíminn og ég stækkaði og eignaðist börn og auðvitað komstu til okkar í heimsókn til að líta á erf- ingjana og hæla þeim. Mér fannst svo gaman þegar þú tókst Jórunni Maríu Sally og lyftir henni upp í loft og athugaðir hversu sterk hún væri, alveg eins og þú gerðir við mig forð- um daga. Þú átt alltaf stað í hjarta okkar Andra og Friðriks og við munum sakna þín sárt. Ég veit að afi Jack og amma Þura hafa tekið á móti þér og þér líður vel núna. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Auðunn minn. Hugur okkar allra er hjá Ár- dísi, Katrínu litlu, Addý og Gunna. Ég bið góðan Guð að gefa þeim styrk til þess að komast í gegnum þessa miklu sorg. Berglind Fjóla Steingrímsdóttir. Mín fyrstu kynni af Beisa voru í fótboltanum hjá Haukum, hann var þá 15 ára. Síðan hafa leiðir okkar legið saman til vinnu og í íþróttum. Beisi var mjög góður félagi sem er sárt að kveðja hinsta sinni. Þegar ég frétti að hann væri dáinn trúði ég því ekki, hann var allt of ungur til að kveðja þennan heim. Þegar Beisi ákvað að koma vinna með mér hjá Nýherja um áramótin, var ég mjög ánægður því betri tæknimann og fagmann er vart hægt að hugsa sér, og verður mjög erfitt að fylla hans skarð þar. Beisi minn ég vil þakka þér þær sam- verustundir sem við áttum saman bæði í vinnu og leik. Mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til þín, Árdís mín, og barnanna ykkar og megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Þráinn. Kveðja frá Haukafélögum Fregnin af fráfalli góðs félaga, Sveins Auðuns Jónssonar eða Beisa, eins og hann var ávallt kall- aður, kom sem reiðarslag yfir okkur félagana. Hann stundaði knatt- spymu og handknattleik með Haukum. Hann var harðskeyttur varnarmaður, sem lagði sig allan fram. Hann lék nokkur ár í meist- araflokki við góðan orðstír. Því mið- ur hætti hann knattspymuiðkun allt of snemma, en sneri sér hins vegar að þjálfun yngri flokka í Haukum og naut virðingar í því starfi. Hann var góður félagi og sló oft á létta strengi í góðra vina hópi. Beisi var staðfastur og hafði fast- mótaðar skoðanir, sem hann vék ógjarnan frá. Hann var stoltur og stóð alltaf við sitt. Það var gott að starfa með Beisa, hann var svo skipulagður, hreinn og beinn í allri framkomu. Knattspyrnufélagið Haukar þakkar Beisa störf hans í þágu fé- lagsins og vottar ástvinum hans samúð. Pétur Árnason. BENJAMÍN EIRÍKSSON + Benjamín Ei- ríksson var fæddur á Dynjanda í Grunnavíkur- hreppi 16. ágúst 1909. Hann lést 19. júlí 1998. Foreldrar Benjamíns: Eiríkur Benjamínsson og Jóna Ólöf Jóhann- essdóttir. Fóstur- foreldrar: Benedikt Kristján Benedikts- son og Gunnvör Rósa Elíasdóttir. Kona Benjamíns var Kristín Valgerð- ur Árnadóttir frá Furufirði, f. 21. maí 1907, d. 31. janúar 1992. Dóttir: Guðfinna Elísabet, Ijós- móðir, f. 23. júlí 1933, eiginmað- ur hennar er Guðmundur Pétur Sigmundsson, stærðfræðingur, f. 15. aprfl 1934. Þeirra böm: Kristján, rekstrar- hagfræðingur, kvæntur Helgu Þórðardóttur, fé- lagsráðgjafa, Sig- mundur, lögfræð- ingur, kvæntur Örnu Rún Óskars- dóttur, lækni, og Ei- ríkur, bókmennta- fræðingur, í sambúð með Önnu Sylvíu Sigmundsdóttur, sjúkraþjálfara. Langafabörn Benja- míns eru: Kristín Erla Kristjánsdótt- ir, Elisabet Dröfn Kristjánsdótt- ir, Alexander _ Pétur Kristjáns- son, Hlynur Öm Sigmundsson og Hrafa Logi Sigmundsson. títför Benjann'ns verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku langafi. Þegar við rifjum upp æskuminningar okkar úr Gnoð- arvogi eru okkur minnisstæðar stundimar sem við eyddum með þér og langömmu. Þegar við sátum á rúmstokknum með munninn fullan af kandísmolum og ræddum um lífið og tilveruna. í þá daga var lífið ein- falt því árin voru ekki mörg. Þið voruð svo vitur og merkileg og nut- uð þess að fræða okkur um lífið. Sú minning blundar enn innra með okkur þegar langamma dó. í okkar augum voruð þið heild og okkur fannst þú ekki samur eftir lát henn- ar. En núna eruð þið vonandi heild áný. Élsku langafi, þú varst alltaf svo stoltur af okkur og fjölskyldunni að það lá við að nóg væri um. Þrjóskan og kaldhæðnin settu mark á þinn sterka persónuleika og það voru margar stundirnar sem við gátum hlegið saman vegna kaldhæðnislegs húmors þíns. Þó að árin hefðu færst yfir þig hélstu alltaf skýrri hugsun og vissir alltaf hvað þú vildir, og heldur betur. En síðustu daga lífs þíns varstu ekki þeirrar gæfu að- njótandi. Þó að við kveðjum þig með söknuði erum við fegnar því að þú fengir að fara. Þín langafaböm Kristín Erla og Elísabet Dröfn. Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar, Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát ska! höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt aupakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson.) Þetta erindi úr ljóðinu Einræður Starkaðar eftir Einar Benediktsson bergmálar í huga mér nú þegar Benjamín afi minn er lagður til hinstu hvílu. Ekkert skáld var hon- um hugleiknara en Einar. Kraftur- inn, stoltið og djúp merking orð- anna í ljóðum þessa stórkostlega stílsmiðs var endalaus uppspretta umræðna og vangaveltna um lífið, tilveruna - og dauðann. Utanbókar fór hann með hvert Ijóð hans af öðru. Fyrr var ljóð ekki lesið en það var lært og skilið til fullnustu. Ekki kunni hann afi minn bless- aður við orðskrúð og langar lofrull- ur. Betur kunni hann því ef menn töluðu tæpitungulaust og brúkuðu íslensku, en ekki pífumál. Betra var Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 669 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. að hafa skoðanir á málum og lá- deyður voru illa séðar. Alltaf hélt hann fram skoðunum sínum á mönnum og málefnum af einurð og ákveðni. Það var fárra hlutskipti að breyta þeim eða hafa áhrif á þæfr»- skoðanir. Stundum ræddum við hvort hentaði betur að kalla það að vera fastur fyrir eða bara hæfilega þrjóskur! Ekki voru nokkur líkindi til þess að af langri skólagöngu gæti orðið. Harðbýli Jökulfjarðanna og þröng- ur efnahagur leyfðu ekki slíkan lúxus. Það þótti líka ekkert tiltöku- mál þótt piltar af hans kynslóð væru langt undir fermingu settir til sjós og látnir ganga í öll almenn störf til sjós og lands. Öll starfsæuip hans tengdist sjónum og í öll þau verk sem ég veit setti hann ein- staka natni, tryggð og samvisku- semi. Fátt mislíkaði honum afa mínum meir en leti og illa unnið verk. Margs er að minnast. Fjölmarg- ar skákir okkar í stofunni á Hafnar- götu eru minnisstæðar, gjarnan við undirspil karlakórs á bandi og í léttkrydduðu lofti af sætum kamel- ilmi. Það var gönguferð á brjótinn eða tiltekt í pakkhúsinu. Fylgst með róðrarkeppni á Sjómannadag- inn eða bara sagðar sögur eða farið með ljóð. Allar þessar stundir, og miklu fleiri, lifa áfram um ókomin ár í ljómandi minningunni um stórf an mann - yndislegan afa og vin. Kristján. Með örfáum orðum vil ég kveðja góðan frænda minn og vin, hann Benjamín Eiríksson, en bæði erum við Bolvíkingar. Við bjuggum lengi í sama húsi vestur í Bolungarvík og þess vegna kynntist ég honum vel og hann var mér alltaf ákaflega góður. Nú þegar hann er allur sækja á margar góðar minningar um þennan elskulega frænda minn og allt hans fólk. Hann var afar duglegur maður og féll aldrei verk úr hendi. Þennan elskulegan frænda minn kveð ég svo með kæru þakklæti fyrir allar góðar stundir og elsku alla tíð í minn garð. Fallega versið sem ég lærði bam og hefi alltaf á vörum verða mín síðustu kveðjuorð. Núleggégaugunaftur ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ,virstmigaðþértaka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Ilulda Ebenesersdóttir. r HIÓMvabwðii'v öarSsKom J w v/ Possvogsldt'Ujucjarð jf V Slmi. 554 0500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.