Morgunblaðið - 24.07.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 24.07.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 41 un á lífinu og reynslu af því tagi, sem dulræn er nefnd, en flíkaði því lítt. Guðrún horfði róleg og ókvíðin með öllu við dauða sínum, sátt við Guð og menn. Allt fram undir hið síðasta hélt hún skýrri hugsun, jafnlyndi sínu, æðraleysi og skop- skyni. Skömmu fyrir andlátið leit sá, er hér heldur á penna, hana þannig horfa upp máttfama en hlæja við tengdasyninum hljóðlega er hann hafði við orð, að þarna inn á Kvennadeild Landspítalans vildi hann helst láta leggja sig, ef alvar- lega brygði út af með heilsu sína, sakir frábærrar umhyggju, ástúðar og færni alls starfsfólksins þar. Það verður enginn vábrestur þó aldin höfðingskona kveðji. Hún hafði lokið ævistarfinu með sóma en þó engan veginn lifað sjálfa sig. Hún skilur eftir fagrar minningar og ástúðlegar hugsanir hjá öllum, sem hana þekktu. Slík tengdamóðir var Guðrún mér. Slíkra er hollt og gott að minnast. Hún „lifði hér guðlega og dó burt vel“. Fari hún vel í Guðs friði. Árni Þ. Árnason. Elsku besta amma mín, þegar kemur að því að kveðja þig skortir mig orð og ekkert fær lýst þeim til- finningum sem bærast í brjósti mér. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera mikið hjá þér, hér á árum áður, við Bergstaðastrætið, eða í Bestó eins og ég kallaði það alltaf. Minningamar frá þeim tíma era margar og góðar. Öll mín æsku- og uppvaxtarár era full af góðum og fallegum minningum um þig. Það að hafa átt svona góðan að, svona góða vinkonu, ömmu sem alltaf var gaman að koma í heim- sókn til, sem alltaf var svo um- hyggjusöm, ósérhlífin og góðhjört- uð, er ómetanlegt. Amma naut þess að búa í mið- bænum, sannkölluð miðbæjarkona. Að geta gengið á milli verslana og fylgst með mannlífinu var hennar líf og yndi. Alltaf var gaman að fara með ömmu á útsölur, þar naut hún sín, enda gerði hún alltaf ótrú- lega góð kaup. Sjaldnast var hún þó að kaupa eitthvað fyrir sjálfa sig. Hún var alltaf að gefa öðram gjafir, svona þótti henni vænt um alla. Hversu þröngt sem var í búi hjá henni dró aldrei úr gjafmildi hennar. Hjá ömmu var sífelldur gesta- gangur, og ekkert síður eftir að hún flútti í Grafarvoginn. Það era t.d. mörg ár síðan það marg borg- aði sig fyrir hana að hafa alltaf dúkað borð, því líkurnar á að ein- hver kæmi í heimsókn þann dag- inn vora svo miklu meiri en ekki. Hjá ömmu fékk maður alltaf nýj- ustu fréttir af öllum, fjölskyldu og vinum, hún var ákveðinn mið- punktur, því allir komu til hennar, ungir sem aldnir. Hún var vel með á nótunum í þjóðfélagsumræðunni og almennt í mannlífinu öllu. Ég og mamma áttum oft sérlega góð- ar stundir með henni og ófá voru hlátursköstin sem við fengum sam- an. Amma var mjög listræn á öllum sviðum. Hún var snillingur í mat- argerð. Allt sem hún bjó til var svo einstaklega bragðgott. Og aldrei var annað en bara salt og pipar sett út í til að bragðbæta, að hennar sögn. Hún var svo lítillát. Eins var hún mjög góð sauma- kona og alltaf var saumavélin inn- an handar. Þrátt fyrir mikla verki og kvalir undanfarna mánuði var hún aldrei verkefnalaus. Nú síð- ast var hún einmitt að sauma sér föt til að taka með sér á Hrafnistu í Hafnarfirði, en hún hlakkaði mikið til að flytjast þangað, eins og til stóð. Ég tel það forréttindi að hafa fengið að hafa þig sem samferða- mann í gegnum lífið. Þú ert eins góð fyrirmynd og hægt er að hugsa sér, svo góð og blíð og lést þér annt um alla. Stórt skarð er höggvið í hjarta mitt, sem ég mun fylla með yndislegum minningum um þig. Með þessum orðum langar mig að þakka þér fyrir allt, sem þú hef- ur gefið mér. Þú varst sú besta amma sem maður getur hugsað sér. Elsku amma mín, ég kveð þig nú með söknuði og bið góðan Guð að annast þig í nýjum heimkynnum þar sem þér hefur verið tekið opn- um örmum. Guð blessi þig, amma mín, og þakka þér fyrir allt. Minn- ing mín um þig mun alltaf lifa í hjarta mínu. Þín Helga. Guðrún H. Jónsdóttir, Gígja, móðursystir mín, er nú horfin yfir móðuna miklu, og er skammt stórra högga á milli, því örstutt er síðan bróðir hennar Davíð S. Jóns- son lést. Er þá einungis móðir mín eftir af þeim systkinum, en þau vora fimm talsins. Þegar ég minnist Gígju, frænku minnar, hrannast upp minningar, sem ég á um hana í gegnum lífs- hlaupið, t.d. á Siglufirði þegar ég var lítill drengur, hvað hún átti alltaf tíma til að sinna mér, brosa, tala við og hugga mig, eða stinga einhverju góðgæti að mér. Seinna þegar ég var sendur til Reykjavík- ur gisti ég oft hjá henni að Bald- ursgötu 10. Þrátt fyrir stórt heimili var alltaf pláss fyrir mig. Hún Gígja var sígefandi öllum. Mér er t.d. minnisstætt þegar ég eitt sinn var að fara til baka heim til Siglu- fjarðar, þá rétti hún mér dýrgrip, kassamyndavél. Þá var ég ríkasti maður í heimi. Gígja frænka var glæsileg á velli. Hún var af gamla skólanum, stórkostleg saumakona, sívinn- andi, fórnfús og ævinlega að hugsa um velferð annarra. Tákn- rænt er, að á dánarbeði bað hún börn sín að hafa ekki áhyggjur af sér, hún væri sátt við lífið og dauðann. Ég kveð þig, kæra frænka, með söknuði. Heimurinn er fátækari án þín. Víðir Þorgrímsson og fjölskylda. Foreldrar Gígju, eins og hún var ávallt kölluð, vora Jón Björnsson, Jónssonar bónda í Gröf á Höfða- strönd í Skagafirði og kona hans, Pálína Guðrún Pálsdóttir, Sig- mundssonai- bónda á Ljótsstöðum. Jón og Pálína bjuggu myndarbúi á Ljótsstöðum og þar fæddust sex böm þeirra hjóna og var Gígja þeirra elst. Árið 1935 fluttist fjöl- skyldan til Siglufjarðar og Jón sem var trésmíðameistari byggði þar myndarlegt hús á Hvanneyrar- braut 6, sem ávallt var kallað Ljótsstaðir. Örlagadísimar vora örlátar á gjafir sínar við vöggu Gígju frænku minnar. Hún hlaut gáfur, glæsilegt útlit og ljúfmennsku sem hreif alla sem kynntust henni. Hún var hrifnæm og listfeng, hafði fagra rithönd og skrautritaði oft á bækur fyrir frændfólk sitt og vini. Til þess að drýgja tekjur heimilisins stundaði hún sauma- skap og verslunarstörf, en vand- virkni einkenndi allt sem hún lét frá sér fara. Eins og flestir þurfti Gígja að stríða við erfiðleikana á lífsleiðinni. Magnús sonur hennar varð sjúk- lingur og hún annaðist hann á heimili sínu eins lengi og kraftar hennar leyfðu. Gígja frænka mín hafði náð 84 ára aldri þegar hún fékk hvfldina sem hún þráði, eftir að ólæknandi sjúkdómur sem gerði vart við sig, var farinn að valda henni kvölum. Þegar ég kom í heimsókn til henn- ar á Landspítalanum, þar sem böm hennar vora fyrir og hlúðu að henni eftir fongum, fann ég að henni var ljóst hvert stefndi. Ró og friður hvfldi yfir henni og náði til okkar sem voram í kring um hana. Hún hafði fyrir löngu öðlast mikinn trúarstyrk og kveið ekki fyrir því að kveðja þessa jarðvist. Gígja fylgdi bróður sínum, Davíð S. Jóns- syni, til grafar fyrir tæplega tveim- ur mánuðum þrátt fyrir að hún væri þá orðin fársjúk. Á sólríkum sunnudagsmorgni fékk ég skyndilega löngun til þess að sjá frænku mína og fór niður á Landspítala þar sem hún lá. Hún var ein á stofu og ég gat gengið beint inn að sjúkrabeði hennar. Einkadóttir hennar, Alda, sat hjá henni og hélt um hönd hennar. Frænka mín festi á mér augun og ég fann að dauðastundin vai- skammt undan. Ásjóna hennar var mild og hlý. Þegar ég kom aftur út í sólskinið var ég létt í skapi og hugsaði að jafnvel á dauðastund- inni gat þessi elskulega frænka mín gefið öðram eitthvað af sjálfri sér eins og henni var tamt að gera alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Gyða Jóhannsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÞÓRUNN STEINDÓRSDÓTTIR, Engimýri 9, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 27. júli kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis njóta þess. Tryggvi Kristjánsson, Kristján Tryggvason, Sigrún Maria Guðmundsdóttir, Steindór Tryggvason, Ásta Jocaite Tryggvason, Sigurbjörn Tryggvason, Ragnheiður Ragnarsdóttir, María Albína Tryggvadóttir, Logi Geir Harðarson, Helga Tryggvadóttir og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SIGURÐSSON frá Bolungarvík, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á (safirði hinn 21. júlí sl., verður jarðsunginn frá Hólskirkju laugardaginn 25. júlí kl. 14.00. Birgir Bjarnason, Lilja Gunnarsdóttir, Baldur Elís Bjarnason, Ragnar Geir Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDA AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðmunda Að- alheiður Guð- inundsdóttir var fædd í Hnifsdal 8. febrúar 1912. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 18. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jónína Margrét Óladóttir, f. 10.4. 1887, d. 18.6. 1918, og Guðmundur Lúð- vík Guðmundsson, f. 28.3.1885, d. 23.2. 1921. Eftir lát móður sinnar var Guðmunda alin upp hjá Guðmundi Sveinssyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur í Hnífsdal. Hún var við verslun- arstörf á ísafirði en fluttist síð- an til Akraness 1934. Hún Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof íyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir ailt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) í dag verður jarðsett ástkær amma okkar, Guðmunda Aðalheiður, besta amma sem nokkur getur hugs- að sér. Nú þegar amma er ekki leng- ur hjá okkur hrannast minningamar upp. Fyrstu minningamar era oft skýrastar, eins og þegar við voram í heimsókn hjá henni og afa í Króka- túni þegar við voram yngri. Þá vökn- uðum við alltaf langt á undan öðrum og flýttum okkur niður í eldhús til ömmu þar sem við gátum fengið það sem okkur lysti í morgunmat. Þá starfaði lengstum við Apótek Akra- ness þar til hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Vigfúsi Runólfs- syni, f. 19.9. 1916, verksljóra hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts. .._ Dóttir þeirra er Margrét, f. 28.3. 1952, meinatæknir, eiginmaður hennar er Sigbergur Frið- riksson, f. 7.9. 1949, bókavörður. Dætur þeirra eru: Aðalheiður, f. 30.12. 1978, og Auður, f. 26.3. 1982. Guðmunda verður jarðsung- in frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hafði hún líka algert næði til þess að spjalla við okkur um allt milli himins og jarðar. Það var líka alltaf svo góð- ur ilmur í eldhúsinu hjá ömmu, ilmm«— af nýlöguðu kaffi og ristuðu brauði. Ámma var mjög skipulögð mann- eskja og vék sjaldan frá skipulagi dagsins. Það vora alltaf einhver ákveðin verk sem þurfti að vinna á hverjum degi vikunnar, en þegar dagsverkunum var lokið hafði hún alltaf tíma til að spila við okkur eða gera ýmislegt annað til þess að stytta okkur stundir. Til marks um hve mikil áhrif amma hafði á okkur má nefna að ef við höfðum dvalið hjá henni eitthvað — lengur en eina helgi heyrði fólk greinilega á tali okkar og orðaforða hvar við systurnar höfðum verið. Hún amma okkar kvaddi þennan heim eins og hún lifði í honum, með reisn, en sársauka okkar sem eftir lifum verður ekki deilt með öðram. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt. Hvfl þú í friði. Aðalheiður og Auður. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR, Brekkutúni 11, Sauðárkróki, sem lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga miðvikudag- inn 15. júlí, verður jarðsungin frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 25. júlí kl. 14.00. Stefán Guðmundsson, Ómar Bragi Stefánsson, Maria Björk Ingvadóttir, Hjördís Stefánsdóttir, Kristinn Jens Sigurþórsson, Stefán Vagn Stefánsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og barnabörn. + Útför SIGURÐAR ÓSKARS SIGVALDASONAR frá Gilsbakka í Öxarfirði, fyrrverandi leigubifreiðarstjóra, Fellsmúla 14, er andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 5. júlí, fer fram 25. júlí að Skinnastað í Öxarfirði, kl. 14.00. Sesselja Sigvaldadóttir, Rakel Sigvaldadóttir, Ari Jóhannesson. Lokað Vegna jarðarfarar SVEINS AUÐUNS JÓNSSONAR (Beisa) verður fyrirtækið lokað eftir hádegi f dag, föstudaginn 24. júlí. ístel, Síðumúla 37.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.