Morgunblaðið - 24.07.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 53
FÓLK í FRÉTTUM
ALAN Shepard var fyrstí geimfari Bandaríkjanna og
sá fyrsti til að slá golfkúlu á tunglinu.
Fyrsti geimfari
Bandaríkjanna
látinn
ALAN Shepard,
fyrsti bandaríski
geimfarinn og
einn af fáum
sem gengið hafa
á tunglinu, lést
síðastliðinn
þriðjudag í
svefni á heimil-
inu sínu í
Monterey, 74
ára gamall.
Shepard var
fyrrverandi
flugmaður hjá
sjóhernum en
komst á spjöld
sögunnar þegar
hann fór í
fimmtán mín-
útna ferð út í
geiminn frá
Canaveralhöfða
á Flórída þann
5. maí 1961.
„Þetta var ein-
ungis fyrsta skrefið í átt að
stærri og merkilegri hluturn,"
sagði Shepard eftir ferðina en
23 dögum fyrr hafði Rússinn
Yuri Gagarin farið fyrstur
manna út í geim.
Shepard var sniðgenginn í
leiðangra NASA næstu tíu árin
vegna veikinda í eyra sem
krafðist skurðaðgerðar. Það
var svo 31. janú-
ar árið 1971 að
Shepard varð
fimmti maður-
inn í sögunni til
að ganga á
tunglinu þegar
leiðangurinn
Appolo 14 lenti
á tunglinu. Hann
skar sig úr með
því að verða
fyrsti maðurinn
til að spila golf á
tunglinu þegar
hann þeytti golf-
bolta lengra
með „sexjárni" í
gegnum þunnt
loftið en hann
hefði nokkru
sinni farið á
jörðu.
Bill Clinton
forseti Banda-
ríkjanna ininnt-
ist Shepards sem „einnar af
stærstu hetjum bandarískrar
nútímasögu". „Hann er fyrsti
geimfarinn okkar, fyrsti Banda-
ríkjamaðurinn í geimnum,“
sagði Clinton. „Enginn okkar
sem vorum á lífi þá munum
gleyma honum þar sem sat ró-
legur í Freedom 7 ofan á veiga-
lítilli og á tíðum óáreiðanlegri
AÐ SÖGN Bill Clintons
Bandaríkjaforseta er Shepard
ein af hetjum nútímasögu
Bandaríkjanna.
Mercury Redstone eldflaug,"
sagði forsetinn um jómfrúrferð-
ina árið 1961.
Shepard var einn af hinum
sjö upprunalegu Mercury geim-
förum sem NASA kallaði „hina
frábæru sjö“ árið 1959 og og
tóku þátt í undirbúningi að því
að koma Bandaríkjamönnum út
í geiminn. Af þeim hópi eru
fjórir á lífí. Meðal þeirra er
John Glenn en hann mun kom-
ast á spjöld sögunnar sem elsti
geimfarinn þegar hann heldur
út í geiminn síðar á árinu.
FRUMSÝND DAG
BRUGE WILUS
MERCURY rising
LAUGARÁS-
mó
KRINGLUBi
Einhver veit of mikið
Dulmái sem enginn átti
að geta leyst
Lögreglumaður sem
enginn getur stöðvað