Morgunblaðið - 31.07.1998, Qupperneq 1
l
1
■ SPARISTELL Á ÞJÓÐLEGUM NÓTUM/2-3 ■ SEX ÁRA OG MYNP-
SKREYTIR BÆKUR/2-3 ■ INNANSTOKKS HJÁ UNGUM ÍSLENDINGUM
/4-5 ■ UMBYLTI TILVERUNNI/6-7 ■ MYNDAR KONUR í STURTU/8 ■
Jákvæð
uppreisn í þjóðarminni
HÚN er runnin upp, eina ferðina
enn, helgin sem kennd er við frídag
verslunarmanna. Pessi óopinbera
þjóðhátíð á sér langa sögu: hún er í
raun afsprengi Þjóðhátíðarinnar
1874 og byrjaði fyrir síðustu alda-
mót sem eins konar „þjóðhátíðar-
minning" í anda þjóðemisvakning-
ar.
Pótt þjóðemiskenndin sé vísast
ekki ofarlega í hugum margra leng-
ur hefur síður en svo dregið úr vin-
sældum verslunarmannahelgarinn-
ar: Hún virðist falla vel að
„skemmtanamenningu" samtímans.
En helgin sú arna er skömm og ekki
bara skemmtileg: Hún hefur á sér
jákvæðar og neikvæðar hliðar. Fyr-
ir alla. í augum foreldra er hún ann-
ars vegar jákvæð fjölskylduhátíð,
tækifæri til að viðra tjaldið, fara í
útilegu með bömunum og sýna sig
og sjá aðra.
En fyrir foreldra sem eiga böm á
táningsaldri er hún hins vegar
áhyggjuefni því helgin býr yfir
mörgum hættum: Það tekur því
varla að tíunda ótæpilega drykkju,
fiknieíhaneyslu, skrílslæti, skemmd-
ir, óvarlegt kynlíf og ofbeldi, af kyn-
ferðislegum jafnt og öðrum toga.
Upptalning þessi er kannski í
hnotskurn það sem gerir eftirvænt-
ingu unglinga eftir Helginni svona
mikla: Helgibrot era ávallt heill-
andi. Rétt eins og á Gamlárskvöldi
hvílir nánast á unglingnum kvöð að
skemmta sér ógurlega, eða heita
„kríp“ (þ.e. að vera ,,púkó“) ella.
Útihátíðin hefur tekið á sig blæ inn-
vígsluathafnar, með karnevalísku
ívafi, þar sem nánast er skylt að
sleppa fram af sér beislinu og háma
í sig forboðna ávexti og reykja eða
bergja á afurðum þeirra. Vissulega
er spennandi og skemmtilegt að út-
búa sig í útilegu með félögum. Fróð-
legt væri afturámóti að vita hjá
hvað mörgum eftirvænting um-
hverfist í spennufall á sjálfum mót-
staðnum þar sem höft eru látin lönd
og leið og íyrirhyggjuleysi ræður
ríkjum. Af venjubundnum frétta-
Morgunblaðið/Arni Sæberg
ÚTBÚIN og eftirvæntingarfull í útihátíðarstemn-
ingu og jákvæðir Þjóðhátíðargestir í Eyjum.
flutningi að helginni yfirstaðinni má
ráða að ófáir sleiki eftir hana sárin:
illa til reika unglingar og rjúkandi
rústir tjaldborga benda trauðlega
til þess að útihátíðir séu almennt fé-
lagslega og persónulega þroskandi
viðburðir.
Tjald(að) til einnar nætur
Stundum gæti virst sem kjarn-
orkuvetur útihátíða, „dagurinn eft-
ir“, sé beinlínis eftirsóknarverður í
augum sumra unglinga. Heyrst hef-
ur að sumir hafi fyrirhyggju í fyrir-
hyggjuleysinu og kaupi sér ódýran
útbúnað, svefnpoka, tjald o.fl. með
það fyrir augum að skilja það eftir á
vígvellinum. Getur kannski verið að
öll fjölmiðlaathyglin sem er beint að
neikvæðum endalokum útihátíðar-
innar gylli þau og sé hvetjandi? Með
því að uppfylla „kröfu“ hneykslun-
argjarnra um þessa sömu eymd fá
þeir unglingar sem leika leikinn
hvort tveggja athygli og útrás og
gera í leiðinni pínulitla uppreisn
gegn foreldrunum.
Aður en farið er að býsnast yfir
sívarandi og versnandi „unglinga-
vandamáli“: Vandinn er ekki nýr af
nálinni og liggur mun dýpra en til
nýsprottinna og rótlausra unglinga.
I fréttum af verslunarmannahelgi
1952 segir t.d. af „ölmóðum óspekt-
arlýð“. Hefðin, á heldur dapurleg-
um uppákomum, er því fyrir hendi:
ef til vill órækt einkenni smáþjóðar
sem ekki enn er komin af gelgju-
skeiði.
Hvað sem því líður hljóta allir að
sjá að hefðin, eins og hún gerist nei-
kvæðust og verst, er ekki vænleg
innvígsluathöfn fyrir ungt fólk, ekki
nema það vilji ganga inn í óbreytt
og óstýrilátt „drykkjumannasamfé-
lag“ eins og manni virðist oft sann-
nefni á íslensku þjóðfélagi. Upp-
reisnin á útihátíðum, oftar en ekki
frá brennivínsdauða, er því engin
uppreisn, þegar upp er staðið.
gesv
■
BETRI DÝNA - BETRA BAK
Yfir 32 þúsund bandarískir og kanadískir kírópraktorar mæla eingöngu
með CHIHOPIIACTIC heilsudýnunum enda þróunarverkefni
þeirra í samvinnu við SptÍngWSll verksmiðjurnar.
^Simu LAUGN
Opið virka daga: kl. 10:00 - 18:00» laugardaga: kl. 11:00 - 16:00 • sími 581 2233