Morgunblaðið - 31.07.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.07.1998, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ -f ______________DAGLEGT LIF Salat í húsi og púrra í heitri mold INGIBJÖRG Bjarney Baldursdóttir og Helgi Jóhannesson í Garði á Flúðum. EGAR sólin skín og hlýtt er í veðri er fátt betra en að fá sér brakandi nýtt salat, með hverju sem er - fiski, kjöti, öðru grænmeti, osti, brauði - eða bara eitt og sér með góðri salatsósu eða -olíu. Salat geng- ur með öllu, alltaf, alls staðar. Einu sinni, fyi'ir ekki svo löngu, var bara hvítkál og þetta klassíska íslenska salat og var neysla þess síð- arnefnda hreint ekki svo útbreidd; var talið skylt húsdýrafóðri. En í dag hefur íslenska salatið hlotið uppreisn æru, siðað fólk borðar það með bestu lyst og fyllir sinn kropp af bætiefnum sem er árangur af samvinnu moldar, sólar og vatns - og sífellt bætast við fleiri tegundir. I Garði á Flúðum reka þau Helgi Jóhannesson og Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir mikla og blómlega garðyrkjustarfsemi; rækta íslenskt salat, frisé, eikarlauf og lollo rosso, auk garðasalats, blaðlauks, blómkáls og kínakáls. Og nú er salattími, seinna kemur blómkálstími, svo blaðlaukstími - og þannig líður sumarið við ferskleika í grænum lit - og rauðum. Svo eru árstíðirnar plataðar, því salötin eru ræktuð inni, undir ljósum, allan árs- ins hring, kínakálið frá því í lok júní, fram í janúar og blómkálið og blað- laukurinn úti í beðum frá því í júlí, fram í október. En hvernig er ræktunarferlið á salatinu? „Við byrjum á því að setja það í sáðbakka í þrjár vikur,“ segir Helgi. Þau eru ekki mörg árin síðan farið var að stunda heilsársræktun á salati hér á landi. En árangurinn er góður, sem og viðtökurnar. Súsanna Svavarsdóttir heimsótti á dögunum garðyrkjubændur á Flúðum og forvitnaðist um ræktunaraðferðir og geymslu á þessu græna, og rauða, góm- sæti hjá Helga og Ingi- björgu í Garði. „Síðan fara þau í mold, í gegnum plast. Við leggjum plastdúka yfir moldina og gerum á þá göt með reglulegu millibili og þar fer salatið niður. Par vex það í fjórar vikur á sumrin og fímm á vetuma þegar við erum bara með raflýsingu, áður en það er tekið upp. Við skiptum húsinu í fjóra hluta þannig að það sé alltaf eitt holl í gangi í hverri viku; það er að segja eitt sem við plöntum og annað sem við tökum upp.“ Helgi og Ingibjörg hófu heilsárs- ræktun á salati fyrir um einu og hálfu ári og láta vel af árangrinum og viðtökunum. „Salan hefur verið að smáaukast, þannig að það má vel tala um landvinninga í markaði. Við erum hérna með 500 fm hús og ná- um 60-70 þúsund stykkjum yfir ár- ið. Uppskeruna seljum við aðallega til hótela og veitingahúsa - og í sí- auknum mæli til almennra neyt- enda. Það er markaður sem við er- um núna að reyna að fylgja eftir.“ Neyslan stöðugt að aukast Er uppskera á hverjum degi? „Nei, við reynum að skera fjóra daga í viku, til þess að salatið sé alltaf ferskt þegar það kemur á borð til neytenda. Pað þarf helst að fara í búðina samdægurs. Þannig er það best. Hins vegar geymist það mjög vel í kæli, best við 1° og í myrkri, til dæmis í efstu hillunni í ísskápnum. Þegar þú kaupir nýtt og ferskt salat úti í búð geturðu hæglega geymt það í viku í ísskápnum og ef það er orðið dálítið þreytt að sjá má skella því í ískalt vatn - þá frískast það upp; lifnar allt við. Hins vegar geymist salatið ekki svona lengi í verslunum þar sem ekki eru bestu skilyrði til geymslu." Finnst ykkur neysla á salati hafa aukist síðustu árin? „Já, fólk er að læra að nota salat hér á landi, sérstaklega á sumrin." Eftir að gróðurhúsin hafa verið skoðuð í Garði göngum við út til að skoða fínleg strá sem standa upp úr moldmni í skipulögðum gróðurreit- um. Ég verð hálfefins þegar Helgi segir að þetta sé púrra. „Púrran vex ákaflega hægt,“ segir Helgi. „Við setjum hana í sáðbakka í gróð- urhúsum í febrúar. Þar eru hún al- veg þangað til í lok maí, byrjun júní. Þá er hún eins og blýantur og við förum með hana út og setjum hana niður í upphitað land.“ Hvers vegna? „Jarðvegurinn hér á íslandi hefur sama hitastig og loftið, 11-12° í júlí. En til að rækta púrruna þarf hann að vera 20°. Það flýtir geysilega mikið fyrir ræktun á þessari sein- ræktuðu jurt. Við notum þessa að- ferð líka fyrir kínakálið til að vera fyrr á markaði og til að ná góðu verði.“ Hvenær er svo hægt að taka púrruna upp? „Við byrjum að taka um 15.-20. ágúst og uppskerutímanum lýkur í desember.“ Hvernig er best að geyma pún-u? „Við tökum hana upp jafnóðum og hún fer frá okkur á markað. En hún hefur mikið geymsluþol. Ástæðan fyrir því að hægt er að taka hana upp fram í desember er að hún þolir frost og hún geymist í kæli í mánuð - þá í plasti inni í ísskáp, ekki í grænmetisskúffunni. SAGA Oprah Winfrey um leit sína að jafnvægi í li'finu höfðaði til Sigrúnar sem ákvað að gefa hana út á íslandi. starf og hóf háskólanám. „Kennara- laun árið 1987 voru sérstaklega lág þannig að rauntekjur mínar lækkuðu síst við að fara á námslán. Ég hugð- ist sækja nám í nýstofnaðri hag- fræðideild HÍ en fann fljótt út að við- skiptafræðin var mér meira að skapi. I raun ætlaði ég bara að taka eitt ár en svo gekk námið betur en ég bjóst við þannig að mér fannst ekki annað hægt en að ljúka því.“ Sigrún lét ekki staðar numið að loknu B.S.-prófi heldur skellti sér til Kaupmannahafnar í meistaranám við Verslunarháskólann þar. „Kennt var á ensku þannig að ég fór ekki að tala dönsku að ráði fyrr en ég réði mig í vinnu hjá Dönsku flóttamanna- stofnuninni að námi loknu. Þá þurfti ég að hafa mig alla við, í það minnsta fyrstu sex mánuðina, en svo kom þetta allt saman. I dag get ég bæði rifist og gert samninga á dönsku,“ segir hún brosandi og staðfestir með því skothelda dönskukunnáttu. Refsað fyrir nýjungar á íslandi „Tungumál eru svo geysilega mik- ilvæg að það verður seint metið að fullu,“ heldur Sigrún áfram, en hún HÚN er nýorðin 44 ára og vill al- veg segja frá árafjöldanum. „Endilega, það kannski hvetur konur á mínum aldri til þess að gera eitt- hvað svipað, rífa sig upp,“ segir Sig- rún Halldórsdóttir, einstæð móðir sem tók sig til eftir átta ára kennslu- BJARTSÝNA bókakonan Sigrún Halldórsdóttir framkvæmir þ , , . Morgunblaðið/Kristinn að sem henm flýgur í hug. Umbylti tilverunni af eigin rammleik Þegar Sigrún Halldórs- dóttir hafði kennt grunnskólanemum í tæpan áratug greip viðskiptafræði. Nýja lífið fann hún í Dan- Sigurbjörgu Þrastar- dóttur frá áhættum, draumum, bókviti og refsiverðum nýjungum. hana löngun til þess að skapa sér öðruvísi líf. mörku og segir hér Hún skráði sig í há- skólanám og hefur nú lokið meistaragráðu í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.