Morgunblaðið - 31.07.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 B 7
SALVADOR
Dali hannaði
Chupa Chups
vörumerkið.
príki
HELGI Jóhannesson
Morgunblaðið/ssv
Blandað salat með
jarðarberjum og fetaosti
1 haus íslenskt salat
1 haus icebergsalat
1 frisésalat
200 g jarðarber
8 stk. ferskur aspas
200 g fetaostui-
raspað hýði af einni sítrónu
2 hvítlauksgeirar
50 g furahnetur
salt
Sósa
V2 dl ólífuolía
1 msk. sítrónusafi
Vi dl appelsínusafí
fínmalaður svartui' pipar
2 ísmolar
Skolið salatið varlega og leggið það
á viskustykki til þems. Skerið burtu
stilka og skolið aftur og þerrið. Rífíð
niður í breiða skál.
Skolið jarðarberin og skerið hvert
þeirra í fjóra báta. Skerið aspas í ská-
sneiðar og fetaostinn í teninga. Blandið
jarðarbeijum, aspas og fetaosti saman
við rifna salatið.
Ristið furuhnetui-nar á þuni pönnu.
Snúið þeim og pressið hvítlaukinn yfir
þegar hnetumar hafa fengið gylltan lit.
Stráið salti yfir. Dreifið hnetunum og
rifna sítrónuberkinum yfir salatið í
skálinni.
Hrærið ólífuolíunni, sítrónusafanum,
appelsínusafanum, svai-ta pipamum og
ísmolunum saman og dreypið yfir áður
en borið er fram. Gott með ólífubrauði.
kenndi grunnskólabörnum ensku og
dönsku á árum áður. „Undanfarið
hef ég verið að æfa mig í að skipta
hratt á milli þeirra þriggja tungu-
mála sem ég kann best en það er
sérstök tækni sem verður að þjálfa.
Þetta er skemmtilegt verkefni og
mjög nauðsynlegt fyrir þá sem sinna
viðskiptum án
landamæra."
Hjá Dönsku flótta-
mannastofnuninni gegnir
Sigrún stöðu deildarstjóra
eftirlitsdeildar á fjármála-
sviði en hún hefur ákveðið
að hætta þar um áramót
og venda sínu kvæði enn
einu sinni í kross. „Eg læt
mig dreyma um bókaút-
gáfu og er um þessar
mundir að stofna tvö fyrirtæki, PP
FORLAG á íslandi og Pilot Publis-
hing í Danmörku. Eg verð með
starfsmenn á báðum stöðum og ferð-
ast sjálf til íslands nokkrum sinnum
á ári.“
Sigrún segist undrandi á þeim að-
stöðumun sem hún hefur orðið vör
við í löndunum tveimur. „I Dan-
mörku er allt gert til þess að hjálpa
fólki að koma á fót eigin atvinnu-
starfsemi. Ég fékk ókeypis nám-
skeið um virðisaukaskattskil, fag-
lega hjálp við stofnun fyrirtækisins
og greiddi ekkert fyrir leyfið. A Is-
landi þarf hins vegar að borga fyrir
að stofna einkafyrirtæki og fagleg
aðstoð liggur ekki á lausu. Það er
eins og fólki á Islandi sé refsað fyrir
að vilja gera eitthvað nýtt.“
Las bókina níu sinnum
Þrátt fyrir þetta er PP FORLAG
nú orðið að veruleika og hefur þegar
gefið út sína fyrstu bók, Lífið í jafn-
vægi eftir Bob Greene og sjónvarps-
stjörnuna Oprah Winfrey. Magnea
Matthíasdóttir jiýðir bókina sem
fjallar um leið til betra lífs með
réttri hreyfingu og sjálfsstjórn í
mataræði. „Það er margt fróðlegt í
bókinni þótt maður þurfi ekkert
endilega að grenna sig,“ segir Sig-
rún sem nánast kann bókina utan að
enda búin að lesa hana samtals níu
í dag get ég
bæði rifist
og gert
samninga
ó dönsku
sinnum á þremur tungumálum síðan
hún fékk hana fyrst í hendur.
„Ég er með fleiri bækur í takinu
sem ég hyggst gefa út í Danmörku
og á íslandi. Stefnan er einföld: Ég
ætla að gefa út bækur sem mér
sjálfri þykja skemmtilegar og það
eru aðallega bækur um konur og
eftir konur. Ég er helst
að hugsa um sjálfshjálp-
arbækur og ævisögur og
hver veit nema við-
skiptabækur slæðist
með.“
Sigrún kveðst einnig
hafa áhuga á sjálfshjálp-
arbókum fyrir unglinga.
„Mér finnst nauðsynlegt
að kenna bömum og
unglingum að njóta bóka
og nota þær sér til aðstoðar. Bók-
menntir virðast vera að víkja fyrir
tónlist, kvikmyndum og annars kon-
ar áreiti sem er miður því það er
hægt að fá svo gríðarlega mikla vit-
neskju úr góðum bókurn."
Lífið er áhætta
Sigrún hefur ekki áhyggjur af því
að markaðurinn sé mettur af þeirri
tegund bóka sem hún hyggst gefa
út. „Lífsreynslubækur með réttum
ábendingum eru alltaf vel þegnar.
Margir hafa þann hæfileika að
skrifa sig frá vandamálum á þann
hátt að aðrir njóti líka góðs af og ég
mun reyna að fá slíkt fólk til þess að
skrifa fyrir mig.“
Sjálf segist Sigrún ekki þurfa að
skrifa sig frá neinu og hyggst því
ekki gerast höfundur í eigin forlagi.
„Líf mitt er í svo miklu jafnvægi að
betra gæti það ekki verið,“ segir hún
hlæjandi og vísar í titil bókar Oprah
Winfrey. „Ég er sátt við þær
ákvarðanir sem ég hef tekið. Allir
hafa gott af því að læra eitthvað nýtt
og ég sé heldur ekki eftir því að hafa
flutt utan. Mér fannst líka tími til
kominn að verða sjálfs míns herra
eftir að hafa unnið undir annarra
stjórn í tuttugu ár. Bókaútgáfa er
auðvitað áhættusöm grein en lífið er
áhætta í sjálfu sér og ég er bjart-
sýn.“
FYRIR fjörutíu árum hannaði
súrrealistinn Salvador Dali (1904-
1989) vörumerki fyrir Chupa Chups
spænska sleikibrjóstsykurinn, sem
Spice Girls sleikja nú í tíma og ótíma
á opinberum vettvangi samkvæmt
samningi. Önnur nútímaleg og ár-
angursrík markaðssetning felst líka í
samstarfi við McDonalds og Nike og
núna ku þeim sem ekki reykja og til-
heyra tískuliðinu í London og New
York þykja „smart" að
sleikja Chupa Chups.
Þegar sleikibrjóstsyk-
urinn kom á markaðinn
var löngu búið að finna
upp hjólið og margt fleira
þarft og óþarft til gagns
og gleði. Sú einfalda hug-
mynd Katalóníubúans En-
ric Bernats að setja pinna
á sætindi handa ungviðinu
markaði engin tímamót í
sögunni en hugnaðist þó
foreldrum jafnt sem bömum mæta
vel auk þess sem hagur Bernats
vænkaðist snarlega.
Hann hrinti hugmyndinni í fram-
kvæmd og hóf að framleiða sleiki-
brjóstsykur undir merkinu Chupa
Chups. Frá þeim tíma hefur fyrir-
tækið Sant Esteve Sesrovires í út-
jaðri Barcelona vaxið og dafnað jafnt
og þétt. Talsmenn þess fullyrða að á
hverju andartaki gæði þrjú hundruð
og fimmtíu þúsund manns út um all-
an heim sér á afurðunum og á síð-
asta ári hafi selst fjórir milljarðar
Chupa Chups sleikipinna í 164 lönd-
um.
Augljós lausn?
Upphaf velgengninnar má rekja til
þess að Enric Bernat rann til rifja
hversu sælgæti var yfirleitt óhentugt
fyrir smáfólkið, sem var stærsti neyt-
endahópurinn. Molarnir voru jafnan
alltof stórir fyrir smáar hendur og
litla munna. Þvottavélin var ekki orð-
in almenningseign á Spáni á þessum
tíma og því var mæðrum mikil ar-
mæða að því að börnin velktust með
Molarnir
voru alltof
stórir fyrir
smóar hend
ur og litla
munna
sælgætið í lófunum á milli þess sem
þau settu það upp í sig og þurrkuðu
síðan klístruga munna og kámugar
hendur með fötunum sínum. Lausn
Bernats á þessu hvimleiða vandamáli
fólst í að setja nammið á pinna og þá
gátu bömin gætt sér á góðgætinu
prúðbúin og pen.
Bernat varð vellauðugur og er
núna stjórnarformaður í fyrirtæki
sínu, sem framleiðir 1.500 sleikipinna
á mínútu, auk þess sem
verksmiðjur Chupa
Chups í Frakklandi, Kína,
Rússlandi, Kólumbíu og
Mexíkó hjálpa til að
metta markaðinn og ein í
Indlandi bætist væntan-
lega við í árslok.
Salvador Dali og
markaðssetning
Hvað er svona merki-
legt við spænsku sleiki-
pinnana og hvers vegna skyldu neyt-
endur yfirleitt taka eina tegund
sleikipinna fram yfii- aðra? Markaðs-
stjóri Cupa Chups segir markaðs-
setninguna og vörumerkið lykilatriði.
Frá upphafi var Bernat líka ljóst að
umbúðirnar og vörumerkið skiptu
miklu máli, enda ekki að ósekju að
hann fékk sjálfan Dali til að hanna
fyrir sig vörumerkið.
Til þess að halda velli á sælgætis-
markaðnum segir markaðsstjórinn
nauðsynlegt að brydda sífellt upp á
nýjungum. Þótt möguleikarnir með
sykur á priki virðist í fljótu bragði
harla takmarkaðir má geta þess að
spænsku sleikipinnarnir fást með
fimmtíu bragðtegundum, sem valdar
hafa verið til framleiðslu eftir langt
og strangt ferli alls konar prófana.
Markaðssérfræðingar hafa ekki leg-
ið á liði sínu við brögð og brellur og
oft eru Chupa Chups sleikipinnarnir
í kaupbæti með vatnsbyssum, litlum
skrímslum, „karokí“-hljóðnemum og
alls konar leikföngum til að freista
yngsu kynslóðarinnar.
vþj
Fallegir brúðarkjólar, slör og
kórónur til leigu og sölu.
Brúðarkjólaleiga. Sophiu
Bakkavör 11, 170 Seltjamames
Sími 562 0137 - 895 8237
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
m hyU«
CO-ENZVMH
m«i
Viðvarandi æska
ISnEÍlsuhúsið
Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi
og Skipagötu 6, Akureyri
ÞAÐ ER ALDREl OF SEINT AÐ HUGSA UM HEILSUNA
Frábœru amerísku
heilsudýnurnar frá
Einfaldlega
toppurinn í
atnerískum dýnum.
* * Húsgögn
★ IMtntmrmvtlmmþH
Slðumúla 28 • S. 568 0606