Morgunblaðið - 31.07.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 31.07.1998, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Sparistell á þjóðlegum nótum Af og til hafa sést í blöðum myndir af gömlum kaffistellum með íslenskri mynd- skreytingu. Ekki hefur hefur þar alltaf verið farið rétt með tilurð bollastellanna og ný- verið var mynd af kaffi- stelli með Þingvöllum réttilega sagt vera mál- að í Japan, en fyrir Al- þingishátíðina 1930. Hins vegar voru bollastellin ekki flutt inn fyrr en árið 1933. Jóhann J. Olafsson heildsali, sonur Jó- ----------7------------- hanns Olafssonar, þekkir vel til þessara muna, enda flutti faðir hans þá inn. Ddra Ósk Halldórsdóttir hitti Jó- hann og fékk að heyra söguna um bollastellin skemmtilegu. JÓHANN J. Ólafsson með „Bilson-bindið" fyrir framan mynd eftir hinn íslensk ættaða Harald (Harry) Bilson. JÓHANN J. Ólafsson lét gera þennan veggdisk í Japan árið 1965 eftir póstkorti í lit. Utsýnið er frá Landakotsturni. AHEIMILI Jóhanns J. Ólafssonar heildsala er margt fallegra muna. At- hygli vekja stórir, hand- málaðir veggplattar í borðstofunni, þar sem sjá má Þingvelli, Skógar- foss og Þórsmörk. „Faðir minn, Jó- hann Ólafsson, var staddur í Þýskalandi árið 1929 í viðskiptaer- indum. Hann var að heimsækja fyrirtækið Villeroy & Boch, sem voru þá með verksmiðjur í Dres- den, og datt í hug að biðja þá um að mála íslenskt landslag á veggplatta eftir svart-hvítum póstkortum sem hann var með,“ segir Jóhann. Myndirnar eru málaðar á einhvers konar léreft eða grisju og síðan innbrenndar í glerunginn. „Skemmtilegt er við myndina frá Þingvöllum að hún sýnir gömlu Valhöll sem var þarna á völlunum áður en hún var flutt á núverandi stað árið 1930,“ segir Jóhann og bætir því við að þessir þrír vegg- plattar séu þeir einu sinnar teg- undar í heiminum því fleiri voru aldrei framleiddir. Hnattreisa fyrir stríð Jóhann segir að faðir sinn hafí líklega verið fyrsti Islendingurinn sem átti viðskipti beint við Japana, en árið 1931 og aftur árið 1933 fór Jóhann í hnattreisu, þar sem hann m.a. fór til Japans og keypti vörur. „Ég er ekki frá því að faðir minn hafi verið fyrsti Is- lendingurinn til að fara í svona hnattreisu, ég hef í það minnsta ekki heyrt af öðrum sem gerðu það á undan honum,“ segir Jóhann og bætir við að faðir hans hafi far- ið frá Þýskalandi með skipi til New York, þaðan til San Francisco, Hawai og þaðan til Japan. A heimleiðinni fór hann til Kóreu, tók Síberíuhraðlestina til Moskvu og fór þaðan aftur til Þýskalands og heim til íslands. Jóhann segir föður sinn hafa borið Japönum vel söguna. „Þeir voru kurteisir, friðsamir, hreinleg- ir og samningagóðir,“ hefur Jó- hann eftir föður sínum. Vörur í Japan voru á mjög hagstæðu verði á þessum tíma, og þegar Jóhann Ólafsson heimsótti Chika Amachi verksmiðjuna í Japan 1933 sá hann hvernig þeir myndskreyttu postulín á þjóðlegum nótum og fannst þá tilvalið að fá þá til að skreyta sín bollastell með íslensku myndefni. Varð það úr að Japan- Einstök / sex ara og myndskreytir bækur SAGT er frá því í Hávamálum hvernig Óðinn Alfaðir náði skáldamiðinum frá jötni, eig- anda hans, með svikum og vélaði mær þá er gætti hans í Hnitbjörg- um: „Suttung svikinn/ hann lét sumbli frá/ og grætti Gunnlöðu." Óðinn lét sér auðvitað ekki nægja að dreypa á heldur sturtaði í sig og tæmdi- ílátin þrjú. Þessa græðgislegu sögu, sem túlka má á ýmsa vegu, væri kannsld hægt h'ta sem dæmisögu um ein- okun karla á skáldskap, eða í það minnsta til- raun þeirra til að útiloka konur frá honum, í gegnum aldirnar. En þótt karlar hafí löngum verið frekir til orðs og æðis er það þó löngu sannað að ofangreind atlaga mistókst: annaðhvort hefur Óðinn skilið eftir lögg eða gæslumærin ver- ið búin að fá sér sopa. Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir er hæglát og hógvær sex ára stúlka sem á afmæli 25. febrúar. Þótt undar- legt megi virðast er hún fyrsta íslenska konan til að bera hljómfagurt nafn mærinnar sem hafði svo virðulegan starfa. Og hvað sem fláttskap Öðins líður er víst að hún hefur ekki farið varhluta af list- fengi: Þegar hún var fjögurra og fimm ára teiknaði hún myndir sem nú prýða barna- bókina Gönguferð með Ki-umma (Mál og menn- ing, 1998) sem kemur út innan skamms en móðir hennar Sigríður Sigurðardóttir skrifaði söguna og léði teikningum lit. Gunnlöð réði teikningunum í bókinni oð öllu leyti sjólf en móðir henn- nr gerði aðeins eina athuga- semd: við kvenprest sem ótti að vera í röndóttri hempu. Morgunblaðið/Ásdís GUNNLÖÐ Jóna Rúnarsdóttir. Fallegar teikningar Teikningarnar hennar Gunnlaðar eru ákaflega fallegar og vel gerðar enda hefur hún ekki langt að sækja hæfíleikana. Móðir hennar er mynd- listarkona og Gunnlöð sýnir mér hreykin tilkomumikil málverk mömmu sinnar sem hanga uppi í íbúðinni hjá afa, Sigurði Hjartar- syni. Gunnlöð réði teikningunum í bók- inni að öllu leyti sjálf en móðir hennar gerði aðeins eina athuga- semd: við kvenprest sem átti að vera í röndóttri hempu. Sagan er um lítinn Ijóshærða strák með blá augu sem fer út að tína ber og lend- ir í ýmsum ævintýrum. Krummi kemur þar við sögu og er ýmsum krummakvæðum og -stökum skotið inn í textann. Listakonan unga er fús að sýna mér teikningamar sínar í bókinni. En þegar ég spyr Gunnlöðu um teikninguna á fyrstu síðu, hver strákurinn í henni sé, kemur lítill putti inní myndina og áður en hún nær að svara gellur hvell stráks- rödd við: „Þetta er ég!“ Sennilega ekki fjarri lagi því þarna er kominn ljós snáði og enginn annar en bróðir Gunnlaðar, Guðbrandur Loki. Ef til vill pínulítið stríðinn eins og nafni hans. En systirinn, tveimur árum eldri, er ekki lengi að koma viðtal- inu á réttan kjöl: „Loki,“ segir hún yfirveguðum rómi, „amma sagði að við mættum aldrei vera á skónum inni.“ Og áður en Loka gefst færi á svari kemur afi aðvífandi og nær í kappann því þeir em á leiðinni út í bíltúr. Gunnlöðu finnst skemmtilegast að teikna fólk og sýnir mér myndir af fólki við berjatínslu en líka hröfn- um, húsum, trjám, fjöllum og smurðu sultubrauði, nesti söguhetj- unnar. Gunnlöð Jóna býr ásamt foreldr- um sínum, Sigríði og Rúnari Guð- brandssyni og bróður sínum í Leicester í Englandi. Þar eru þau búin að vera í ríflega tvö ár og verða um sinn, á meðan Rúnar leggur stund á framhaldsnám í leikstjórn. Sigríður segir hugmyndina að bókinni einmitt hafa kviknað þar úti og hafi verið tilvalið verkefni svo þær mæðgur hefðu eitthvað fyrir stafni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.