Morgunblaðið - 31.07.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.07.1998, Qupperneq 4
4 B FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 B 5 ÞENNAN engil flutti Arnar Gauti með sér í handfarangri frá Feneyjum. JESÚMYNDINA keypti Arnar Gauti í antíkverslun í Reykjavík. Englastyttur sem endurspegla lífið MEÐAN ungt fólk í Reykjavík flyst í hrönnum í gamla miðbæinn kýs Arn- ar Gauti „lífskúnstner“ að búa uppi á Höfða meðal stórra iðnfyrirtækja. Það er auðskiljanlegt þegar komið er inn í þakhýsið hans á 4. hæð. Þvílíkt útsýni. Þarna hefur hann búið í tvö ár og stílfært íbúðina efth- sínu höfði. Arnar Gauti er þekktur fyrir að vera annar Kúltúnnanna á FM 95,7, verslunarmaður í GK, gluggaskreyt- ingamaður, ljóðskáld, greinarhöfund- ur hjá Heimsmynd og fleira. Þegar hann er inntur eftir því hvernig megi kenna hann er „lífskúnstner" eina skilgreiningin sem kemur til álita. íbúð Arnars Gauta er einn stór geimur sem hann hefur innréttað sjálfur, hátt til lofts og vítt til veggja. í loftinu eru stórir þakgluggar sem gera íbúðina stærri og bjartari og það er að vissu leyti eins og að koma inn á safn að koma inn til Arnars Gauta. Hann hefur sankað að sér hlutum frá hinum ýmsu heimshornum. I íbúðinni er blanda af antíkmunum og nýjum stílhreinum húsgögnum. Hvert sem litið er blasa við skemmtilegir hlutir smáir sem stórir, t.d. gamlir tekassar frá Kenýa sem þjóna hlutverki nátt- borðs, margvíslegir munnþuirku- hringir sem er smekklega raðað upp í sérsmíðaða hillu, antíkútvarp og rit- vél á einu borðinu, glæsileg listaverk eftir G. R. Lúðvíksson á veggnum ásamt leikhúsandlitum frá London og svona má lengi telja. Læknataska og ferðahorn I einu horni íbúðarinnar er gamal- dags læknataska úr leðri sem Arnar Gauti hefur notað á ferðalögum sín- um um heiminn og stillt síðan upp ásamt öðrum gömlum munum, en þetta kallar hann ferðahornið sitt. Þar er mjög gamalt landakort af Evr- ópu, kíkir, myndavél, vekjaraklukka og fleira í antík stíl. Við hliðina á þessu ferðahomi er svo ný tölva og það er gaman að sjá nútímamanninn sem vinnur við hana umkringdan hlutum úr fortíðinni. Það leynir sér ekki að Arnar Gauti er tískugúrú þegar gengið er fram með einum veggnum. Þar hefur hann staflað öllum þeim tískublöðum sem hann er áskrifandi að á mjög stílhreinan hátt, þannig að þau njóta sín sem hluti af mublunum. Einnig hefur hann safnað öllum þeim plakötum sem Islenska óperan hefur gefið út síðan 1978 enda mikill óp- eruunnandi. Hann hengir ekkert upp á vegg hjá sér nema að vel hugsuðu máli, hann hefur metnað fyrir útlit heimilis síns. A miðju stofugólfínu stendur svo kertastjaki sem Arnar hannaði og lét smíða fyrir sig í Smíðagallerí. Uppá- halds húsgagnið hans Arnars Gauta er spegill frá 1890-1900 sem var keyptur á uppboði í Danmörku. Þessi glæsilegi spegill er rúmlega tveggja FATASLÁIN er búin til úr röri sem fékkst f Húsasmiðjunni. metra hár, útskorinn og gylltur. Marmarahilla skiptir honum í tvennt, þetta eru því eiginlega tveir speglar. A hillunni eru tveir þungir kerta- stjakar úr verslun í Reykjavík og stytta sem Arnar Gauti keypti í lista- galleríi í Danmörku. Englastyttur eru einnig í sérstöku uppáhaldi hjá Arnari Gauta. íbúðin öll er englum prýdd og hvert sem litið er blasa við falleg englaandlit, hjá gömlu ritvélinni, á rúmstokknum, hjá símanum. Þó er einn engill sem er í alveg sérstöku uppáhaldi hjá honum. Ljósmyndir/Ásta Kristjánsdóttir ARNAR Gauti fékk spegilinn á uppboði í Danmörku en hann er sfðan 1890-1900. (Kertasljakarn- ir eru úr verslun í Reykjavfk en styttuna keypti Arnar Gauti í listagalleríi í Danmörku.) ARNAR Gauti hefur sankað að sér hlutum víðs vegar að. Það er englastytta sem stendur á miðju gólfí með kerti sér við hlið. Þessi stytta er tæpur einn metri á hæð en hana flutti Amar Gauti með sér frá Feneyjum íyrir fjórum árum en hann er sérstaklega heillaður af ítalskri menningu. Arnari Gauta finnst englarnir endurspegla lífið á margvíslegan hátt. Sumum finnst all- ar englastyttur eins en það finnst honum ekki. „Sjáðu t.d. þennan," segir hann og bendir, „hann brosir, en ekki ein- hverju englabrosi heldur prakkara- DAGLEGT LIF HEIMILi UNGA Heimili fólks eru eins misjöfn og mennirnir eru margir. Flestir útbúa heimili sín þó þannig að þeim líði vel. Sumir kaupa hluti eins og allir aðrir eiga meðan aðrir leita fanga á ólíklegustu stöðum. Alda Sigurðar- dóttir kíkti í heimsókn til fimm ólíkra ein- staklinga, fékk að skoða uppáhalds húsgögn- in og heyrði sögurnar á bak við þau. Sumir hlutir voru frá Danmörku, Englandi, Portú- gal eða Þýskalandi, aðrir úr Kolaportinu eða geymslunni hjá afa og ömmu. Elskendur og gamall bangsi SÓFI frá afa og ömmu kærastans og bangsi sem fylgt hefur Rögnu frá tveggja ára aldri. FOLKSINS RAGNA heldur mikið uppá þessa mynd sem hún fékk á Majorka fyrir stuttu. STJORNUR hanga fyrir ofan rúmið hjá Rögnu, sem fékk þær í versl- uninni Filipps- eyjum við Hverf- isgötu. SMEKKLEGUR sófi við borð, sérhannað af Arnari Gauta. brosi, hann hefur greinilega gert eitt- hvað af sér. Sérðu líka hvernig þessi situr,“ segir hann og bendir á annan. „Hann hefur greinilega gert eitthvað af sér líka. Þessi héma aftur á móti er engill, það er ekki spurning," bætir hann við og bendir á þann þriðja. Við þessar vangaveltur sér greinar- höfundur alla englana í kringum sig í allt öðru ljósi. Fyrii- skemmstu voru þetta venjulegar englastyttur sem allt í einu vom farnar að segja heilmikið um mannfólkið og ekki síst Arnar Gauta sjálfan. RAGNA Kjartansdóttir, eða Cell-7 eins og hún er kölluð, er búin að leigja stúdíóíbúð í austurhluta Kópa- vogs síðan í vor. Þetta er einungis tilraun því hún mun flytja aftur til foreldra sinna í lok sumars, enda bara átján ára og hálfnuð með menntaskólann. Hún er þekkt fyrir að vera besti kvenkyns rapparinn á Islandi og er í hljómsveitinni Su- bterranian. Þó að Ragna hafi ekki leigt nema í skamman tíma, er íbúðin hennar full af fallegum persónulegum hlutum, rétt eins og hún hafi búið þar lengi. Það fyrsta sem hún sýnir greinar- höfundi er rómantísk leirstytta af tveimur nöktum elskendum sem sitja þétt upp við hvort annað. Styttuna, sem er frá Portúgal, fékk hún frá kærasta sínum, Ái-na Gunnarssyni, fyrir rúmlega hálfu ári en þá voru þau búin að vera saman í eitt ár. Ragna er nýkomin frá Ma- jorka en þar keypti hún mynd sem hún heldur einnig mikið uppá. Þetta er falleg mynd af tveimur englum sem halda hvor í sinn endann á hvítu klæði. Það leynir sér ekki að það leynist mikil rómantík á STYTTA frá Portú- gal sem kærasti Rögnu gaf henni í tilefni af eins árs samveru- afmæli. STYTTAN sem Ragna fékk þeg- ar Subterranian var valin bjartasta vonin 1998. bak við harða ímynd þessarar stelpu. I einu horninu er rúmið hennar og fyrh- ofan það er fullt af hangandi marghtum stjörnum sem hún fékk í versluninni Filippseyjar sem móðir hennar áv Rúmið, sem er úr dökkbrúnum viði og útskorið, flutti móðir hennar til Islands frá Filippseyjum. I fyrstu kunni Ragna ekki að meta það en er þakklát í dag. Bjartasta vonin árið 1998 í öðru horni íbúðarinnar er gam- alt sófasett með skemmtilegu brún- leitu munstri, en það kemur frá afa og ömmu kærastans. Þau þurftu að losna við sófasettið svo hún þáði það með þökkum og sér ekki eftir því, þar sem þægindin eru í fyrirrúmi. I sófanum lætur sjúskaður bangsi fara vel um sig en hann hefur Ragna átt síðan hún var 2 ára. Hún hefur alla tíð tekið hann með sér í öll ferðalög utan- sem innanlands og finnst ekki taka því að hætta því núna. Fyi-ir framan sófann er sjónvarp sem er stillt á MTV og rapptónlist hljómar meðan við spjöllum saman. Ofan á sjónvarpinu sómir sér vel styttan sem hún fékk þegar Su- bterranian fékk íslensku tónlistar- verðlaunin sem Bjartasta vonin 1998. Einnig era gamlar myndir af henni og móður hennar í litlum römmum ofan á sjónvarpinu. Á veggnum þar fyrir ofan hangir svo rammi með mörgum ljósmyndum af veggjalist sem hún tók í Þýskalandi. Á öðram vegg er svo Erró plakat sem sómir sér vel fyrir ofan hljóm- tækin hennar. Það er skemmtilegt við stúdíóíbúð Rögnu hvemig hún blandar saman ólíkum hlutum frá ólíkum stöðum. Ommustíll með skemmtilegu ívafi MYND eftir Jóhann Torfason 1995/96 hangir á ganginum í íbúð Ásgerðar. ÁSGERÐUR við uppáhaldshúsgagnið sitt, pianói frá byrjun aldarinnar. Á BESTA stað í vesturbænum býr Ásgerður Júníusdótth- óperasöngkona í snyrtilegri og rúmgóðri fimm herbergja íbúð, sem hún og eiginmaður hennar eru nýlega búin að festa kaup á. Ásgerður er sérstaklega þekkt fyrir fallegan óperasöng (ásamt því að vera gift Sjón). Það kom greinarhöfundi ekki á óvart að uppáhalds húsgagnið hennar er píanó frá byrjun aldarinnar. Það era antíkmunir sem heilla Ásgerði eins og sést á smekklegu heimili hennar. Það er hátt til lofts og fallegir listar í loftinu. íbúðin er full af húsgögnum með sál og það skemmtilega er að hún þekkir söguna á bakvið hlutina, enda eru flest húsgögnin frá skyldfólki hennar. Einnig er gaman að sjá öll þau listaverk sem hanga á veggjunum hjá henni sem flest eru eftir listamenn eins og Flóka, Húbert Nóa og Jóhann Torfason. Með þessu er hinn svokallaði „ömmustíll“ brotinn upp á skemmtilegan hátt. Ásgerður heldur einmitt sérstaklega upp á eitt málverkið sem er eftir Húbert Nóa. Það breytir litum eftir birtu og hún segist geta horft á það í langan tíma í einu. Eins og fyrr sagði er uppáhalds húsgagnið hennar Ásgerðar píanó frá byrjun aldarinnar. Það fékk hún fyrir milligöngu fyrsta söng- kennara síns, Guðmundu Elíasdóttur sem einnig er ömmusystir hennar. Við píanóið sit- ur hún á útskornum borðstofustól klæddum rósrauðu flaueli, en stólinn fékk hún frá ömmu sinni. Ofan á píanóinu era liljur í vasa, krist- alskarafla frá versluninni Fornleifi frænda, og mjög sérstakur lampi sem var smíðaður á Is- landi milli 1910 og 1920. Hann fékk hún í versluninni Fríðu frænku og gaf eiginmanni sínum af göfugu tilefni fyrir nokkra. Fyrir of- an píanóið hangir teikning eftir Flóka. Það kemur manni ekki á óvart að veggurinn gegnt STÓLL, keyptur af til- viljun eftir auglýsingu. ANTÍKSKÁPUR keyptur í Svíþjóð fyrir foreldra Ásgerðar. píanóinu er hlaðinn bókum og á þennan fallega hátt sameinast lífsviðurværi hjónanna. Brjóstmynd og leðurstóll með krómfótum Ásgerður á fleiri uppáhaldshluti, eins og hvítlakkað antíksófaborð með útskornum fót- um sem er frá langafa og langömmu hennar, stóran hvítlakkaðan antíkskáp sem er í sama stíl og borðið. Hann var aftur á móti keyptur í Svíþjóð fyrir mörgum árum fyrir foreldra Ás- gerðar. Ofan á skápnum er kertastjaki sem Asgerður heldur mikið upp á. Hann fékk hún í verslun í London sem heitir „Past Times“ eða bara liðnir tímar í lauslegri þýðingu. Einnig er brjóstmynd ofan á skápnum sem afi eigin- manns hennar keypti í Þýskalandi á námsár- um sínum. Við hliðina á skápnum er glæsileg- ur brúnn leðurstóll með krómuðum fótum, sem er þannig tilkominn að móðir hennar fór að skoða rúm eftir dagblaðsauglýsingu. Henni leist síðan engan veginn á rámið en fékk stól- inn fyrir slikk. Á hornborði við sófann í stofunni era nokkrir skemmtilegir antíkmunir. Þar er stór marmaralampi frá ömmu hennar sem hún hafði fengið í Evrópu fyrir löngu, og lítil antík silfurskál sem er gjöf frá tengdamóður hennar, en skálin er sannkallaður ættargrip- ur. Tveir silfurkertastjakar koma frá Dan- mörku og kristalsblómavasi fullur af dökk- bleikum rósum, en hann keypti Ásgerður í Kolaportinu. Þessi kristalvasi var alveg eins og kristalsvasi sem langamma hennar átti og Ásgerður braut þegar hún var lítil. Ásgerður þekkti vasann strax þegar hún sá hann í Kolaportinu og gerði hrein reyfarakaup. Ás- gerður vandar valið þegar hún kaupir sér hluti, en hún er einmitt nýbúin að festa kaup á fallegum ljósum í gömlum stíl hjá Fríðu frænku til að hafa á ganginum. Eldhúsinn- réttingin er upprunaleg, en húsið var byggt um miðja öldina, og því er mikill sjarmi yfír henni. Antíkhúsgögn Ásgerðar era henni greini- lega mjög kær og þeim er vel við haldið. Þegar hún strýkur yfir fallegasta hlutinn í íbúðinni, píanóið, er eins og hún sé að strjúka yfir heimsins mestu gersemar. KISTA sem Steinar fékk frá Ameríku þeg- ar hann var fimm ára. VIÐ Laugaveginn leigja saman tveir piltar rámgóða íbúð, sem er yftr hundrað fermetrar, með þriggja metra lofthæð og timb- urgólfi. Þeir hafa sankað að sér hlutum og húsgögnum víðsveg- ar að og það er gaman að sjá sj álfsbj argarviðleitnina blómstra hjá strákunum. Þetta era Bjarni Grímsson ljósmynd- ari og skemmtanastjóri á Kaffi Frank og Steinar Orri Fjeldsted rappfrömuð- ur og textasnillingur í Quarashi, einnig kallað- ur „Stoneyflex“. Það var greinilegt að strákarnir áttu von á konu því það verður að segjast að þetta er hreinasta íbúð sem greinarhöfundur hefur komið í. Þeir eiga báðir nokkra uppáhaldshluti sem ^ þeir skreyta íbúðina með. Ibúð- in skiptist með trébitum í tvær rúmgóðar stof- ur og tvö svefn- herbergi. Það era engir fataskápar svefnherbergjunum og þá gripu þeir til sjálfsbjargarriðleitninn- ar og útveguðu sér fata- slár, sem skipta báðum herbergjunum skemmtilega. upp. Steini hefur málað sitt herbergi í dökkblá- um lit og er herbergið fullt af frábærum lömp- um, sem eru einnig þeir allra sérstökustu sem greinarhöfundur hefur augum litið. Einn þeirra er vegglampi sem Steinar bjó til úr gömlu hjólabretti sem hann keypti á síðasta áratug. Hjólabrettið er með fígúrumynd og Steini festi peru á það og hengdi það upp. Fyr- ir neðan lampann er skærgi-ænn flauelissófi sem hann fékk frá foreldram sínum í afmælis- gjöf- Við hliðina á sófanum er annar lampi, sem hann fékk í Spútnik, hann er í laginu eins og lítill turn á kastala og er yfir einn metri á hæð. Hann er einnig með gullhúðaða kommóðu og fleiri sérstaka hluti. Steinar heldur sérstak- Álagapúði og kista úr barnæsku BJARNI og Steinar Orri og Bjarni við „símaklefann" frá London. LISTAVERK eftir Sigga mæjónes, sem heitir þijú tippi. lega upp á rauða kistu sem er á stofugólfinu rið hlið sjónvarpsins. Hann fékk hana í Amer- íku að gjöf frá foreldram sínum þegar hann var 5 ára og hefur hún fylgt honum síðan. í dag gegnir hún þri hlutverki að geyma mynd- bandsspólur sem strákarnir eiga. Á henni era margvíslegir límmiðar sem Steini hefur sankað að sér. Bjarni á nokkra hluti sem hann heldur mikið upp á en einn þó sér- staklega. Það er koddi sem hann keypti í Kolaportinu með áprentaðri mynd af Madonnu. Hann segir að þessum kodda fylgi álög því riku eft- ir að hann keypti koddann hitti hann Madonnu í London. I stað þess að hafa myndir uppi á vegg i herberginu sínu fékk hann tvo rini sína (Harry og Richard) til að mála fyrir sig „graffiti" með úðabrása á herbergisveggina í stað þess að mála þá með hefðbundnum hætti og eru þeir hrein lista- verk. í einu horni herbergisins er silfurlitaður ísskápur þakinn límmiðum alls staðar að. Þennan ísskáp fékk hann að gjöf frá rini sín- um. Á veggnum er svo breski símaklefinn hans, þ.e. nokkrar myndir af símastúlkum sem hann fékk í símaklefum í London. Einnig held- ur Bjami mikið upp á spegil sem er umvafinn rauðri jólaseríu sem rinur hans útbjó fyrir hann. Altari og stafur vitringanna I stofunni á svo Bjarni lítið altarishorn en hann safnar alls konar jesúmunum. Á hillu eru jesúlíkön, styttur, kertastjakar, krossar og upp á vegg fyrir ofan þetta er spegill og tvær fallegar myndir af Jesú sem hann keypti í London. Einnig hefur hann staf upp á vegg sem móðir hans gaf honum frá Spáni en þetta er stafur eins og vitringarnir voru með. í miðri stofunni er ljósbrúnt gamaldags sófasett sem strákarnir fengu á húsgagna- markaði í Kópavogi. Rétt við sófasettið er eld- gömul hárþurrka sem er fmasta rtofustáss og þeir fengu á skransölu erlendis. í stofunni eru ekki hefðbundnar myndir á veggjum. Þeir hafa hengt upp bakhliðar á hallærislegum plötuumslögum eins og t.d. Limahl, Top Gun, Hattur & Fattur og fleiri slíkum. Saman eiga strákarnir fallegan kött sem er ekki vert að nefna nema fyrir þær sakir að þeir voru búnir að kalla köttinn Cleopötru Jones í nokkra mánuði þegar þeir komust að því að þetta var fress sem nú heitir Cleo. ÍSSKÁPUR sem Bjarni fékk að gjöf frá vini. ÁLAGAKODDI úr Kolaportinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.