Morgunblaðið - 03.09.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 03.09.1998, Síða 2
2 C FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKSTURSIÞROTTIR Fjórir berjast um meistaratitil ökumanna í alþjóðarallinu FOLK ■ TRYGGVI M. Þórðarson er keppnisstjóri og lét ekki 10 daga rúmlegu vegna eymsla í baki aftra sér frá störfum. Hafði tölvu uppi í rúmi og síma innan seilingar. ■ TRYGGVI hefur boðið Mikael Fritzsimon eftirlitsmanni alþjóðabíla- íþróttasambandsins að fylgjast með keppninni. Hugmyndin er að sækja um Evrópumeistarakeppni árið 2000. Ef leyfí fæst fyrir slíku gæti það lað- að fleiri erlenda keppendur að, en talsvert kynningarstarf hefur verið unnið erlendis vegna alþjóðai'allsins. ■ LANDSSÍMINN hefur lánað 25 farsíma í keppnishaldið, sem notaðir verða af tímavörðum, undan- og eftir- förum keppninnar. Líklegt er að 200 símar verði í notkun meira og minna í kringum keppnina, meðal ökumanna, viðgerðaiTnanna og annarra sem fylgja keppninni. ■ ASGEIR Sigurðsson og Bragi Guðmundsson verða undanfarar, en þeir hafa unnið alþjóðarallið fjórum sinnum. Þeir bíða spenntir, aka Mitsubishi Pajero Turbo og eru sagð- ir iða í skmninu, en Hekla lánar sjö bíla til keppnisstjórnar. ■ ÁRNI Árnasson og kona hans, Dröfn, munu verða eftirfarar, en Árni er einn af stofnendum Bifreiðaí- þróttaklúbbs Reykjavfkur sem held- ur keppnina. Áætlað er að keppnis- stjórn noti 5.000 lítra af bensíni en Olis styrkir keppnina. ■ JEPPAKL UBB UR Reykjavíkur sér um skipulag á áhorfendaleið í Öskjuhlíð í kvöld og Ragnar Krist- jánsson stýrir dæminu. Líklegt er að 140 starfsmenn komi að skipulagi keppninnar næstu daga. ■ SAKU Viierima, sem hefur unnið alþjóðarallið tvisvar sinnum, ætlaði að keppa í ár á Ford Eseort. Hann stór- skemmdi hins vegar bíl sinn í rall- spretti í Englandi fyrir skömmu og var lánsamur að meiðast ekki. ■ GUDNY Úlfarsdóttir og Elsa Krisl- ín Sigurðardóttir eru einu kvenkyns aðstoðarökumenn í rallinu. Guðný er aðstoðarökumaður Fjölriis Þorgeirs- sonar á Mazda fjórhjóladrifsbíl, sem Baldur Jónsson bróðir Rúnars Jóns- sonar, ók með góðum árangri á árum áður. Elsa ekur sem fyrr með foður sínum, Sigurði Óla Gunnarssyni. Ikvöld KNATTSPYRNA 1. deild karla: Akureyri: KA - HK ..........18 Garðabær: Stjaran - Þór A...18 Víkin: Víkingur - Skallagrímur .. .18 HANDKNATTLEIKUR Opna Reykjavíkurmdtið. Grafarvogur: Konur: Haukar - Valur..............18 KR-Grótta - FH..............19 ÍBV - Víkingur..............20 Stjarnan - Fram.............21 FH - Haukar.................22 Austurberg: Karlar: FH - Selfoss................18 Fram - Fjölnir .............19 Stjaman - Þór...............20 Valur - ÍR b ...............21 Seljaskóli: Karlar: ÍR a - KR-Grótta............18 UMFA - Breiðablik ..........19 ÍBV-HK .....................20 KÖRFUKNATTLEIKUR Reylqanesmótið Njarðvík: Njarðvík - Keflavík.20 Ekkert elsku mamma núna!“ n Gunntaugur Rögnvaldsson skrifar FJÓRAR áhafnir verða í hörku- baráttu um íslandsmeistaratit- ilinn yfir heildina í alþjóðarall- inu. Þorsteinn Páll Sverrisson og Witek Bogdanski á Mazda, Rúnar Jónsson og Jón Ragn- arsson á Subaru, Páll H. Hall- dórsson og Jóhannes Jóhann- esson á Mitsubishi og Sigurð- ur B. Guðmundsson og Rögn- valdur Pálmason á Rover Metro. Þeir eiga allir góða möguleika á titli, með góðum árangri, en þessi keppni gefur vægið 1,5 á við önnur mót, 30 stig fyrir fyrsta sæti í stað 20. Við munum aka með hliðsjón af titilslagnum í þessari löngu keppni. Að komast klakklaust í mark er mikilvægast af öllu, þó sigurinn verði líka í sigtinu. Veðrið getur haft mikil áhrif, ef rignir mikið þá verða leiðirnar hálar, jafn- vel blautar. Ef kveikjukerfið blotn- ar illa geta menn tapað dýrmætum tíma, sem erfitt er að vinna upp,“ sagði Rúnar í samtaii við Morgun- blaðié. Hann féll úr leik í alþjóðar- allinu í fyrra á 6. sérleið með brot- inn gírkassa. Þá að aka í fyrsta skipti á Subaru bflnum, sem þeir keppa á núna, en hann er fjórhjóla- drifínn eins og allir helstu keppi- nautamir. „Það er gaman að fá Hjört P. Jónsson á nýjum bíl. Hann gæti komið vel út í keppninni, hefur nægan tíma til að venjast bílnum í langri keppninni,“ sagði Rúnar og kvaðst ekkert óttast nýju bílana, en hann ekur bíl sem er kominn til ára sinna, en er mikið endurnýjaður. „Það er búið að yfirfara alla slitfleti af kostgæfni. Það sýndi sig í síð- ustu keppni að nýir bflar sem gaml- ir geta bilað, en vélin fór hjá Páli Halldóri. Það em alltaf vonbrigði að falla úr keppni og þvi verður mikilvægt fyrir alla í titilslagnum að stilla kappinu í hóf, komast á leiðarenda," sagði Rúnar. Súrt að falla úr leik „Það er minni pressa á okkur, sem gæti hjálpað okkur. Það er meira í húfi fyrir andstæðingana vegna meiri krafna frá kostunarað- ilum. Við íylgjum þeim fast eftir og bíðum þess að þeir byrji að fá skell- ina,“ sagði Þorsteinn Páll, sem er jafn Rúnari að stigum í íslands- mótinu á gamla keppnisbílnum hans. Allir á Stjörnuvöllinn! Fyrsta deild karla í kvöld kl. 18 í Garóabæ Stjarnan BB Þór Olís er aöal styrktaraóili Stjörnunnar „Við féllum úr leik eftir fyrsta dag í fyrra. Bíllinn fór ekki í gang að morgni annars dags, sem var súrt. En ef við hefðum þekkt bflinn, þá hefði kannski tekið 30 sekúndur að laga hann. Við eram búnir að skoða allar sérleiðir vel og þær era flestar góðar. Þess vegna er vont að þrjár fyrstu leiðirnar í dag ráði rásröð, menn verða að aka grimmt til að tapa ekki sætum. Þeir sem era aftar en í 4.-5. sæti gætu lent í grjóti og lausamöl á veginum, en fyrstu bílar sloppið í gegn án þess. Þá er hætta á að sprengja dekk, sem getur reynst dýrkeypt. En það getur verið dýrt að ofkeyra á fyrsta degi, menn geta aldrei unnið þá, bara tapað,“ sagði Þorsteinn. Ný vél og ný dekk „Það verður ekkert elsku mamma núna! Við höfum verið sak- aðir um að keyra eins og kerlingar og annað eins, frá þvi við byrjuð- um. Við höfum tekið því með stóískri ró. Núna ætlum við að sanna okkur frá fyrstu leið,“ sagði Páll Halldór. „Við eram með nýja vél, eftir áíáll í síðustu keppni í vélarsalnum og pyngjunni. Nýja vélin er kraft- meiri, hefur dýpra hljóð. Eg var rosalega ánægður með vinnsluna á æfingu og keppnin leggst því ein- staklega vel í mig. Eg vona bara að hann hangi þurr, það er lítið spenn- andi að aka með vatn upp á miðjar hliðar. Það er ávísun á vandræði. Við ætlum okkur að aka á nýjum dekkjum alla keppnina, það munar miklu hvað grip varðar. Ætlum að splæsa í þetta dæmi, leggja allt undir. Eftir á að hyggja voram við fúlir að falla úr leik síðast. Það brýst fram í meiri keppnishörku fyrir alþjóðarallið. Eg er sannfærð- ur um að hraðamet verður slegið á Lyngdalsheiði í keppninni, en það er 6,55 mínútur. Steingrímur Inga- son á það. Feðgarnir hafa oft náð forystu í byrjun og hafa svo hangið á henni. Ég verð að vera heitur frá fyrstu leið núna,“ sagði Páll. Sigur eina vonin „Við verðum að vinna keppnina til að geta orðið íslandsmeistarar. Það er þægileg staða að þurfa ekki að verjast. Það kemur mjög fljót- lega í ljós hverjir munu berjast um sigur. Við erum með nóg af dekkj- um til að slást um toppsætið," sagði Sigurður Bragi „Ég held að toppbílarnir eigi allir eftir að lenda í einhverju basli í langri keppninni. En bfll okkar hef- ur oft unnið þessa keppni í höndum Ásgeirs Sigurðssonar og Braga Guðmundssonar. Við unnum í fyrra, þannig að bíllinn hefur styrkinn og hefur verið yfirfarinn vandlega fyrir keppnina. Við erum klárir í annan sigur," sagði Sigurður. Hverju spá gömlu kempurnar? Ásgeir Sigurðsson 1. Sigurður Bragi/Rögnvaldui'. 2. Þorsteinn/Witek. 3. Hjörtur/ísak. „Ég held að Metro bfllinn verði íyrstur eins og fimm síðustu ár undir stjórn Sigurðai' Braga. Rúnar er bú- inn að keppa 8 sinnum í rallinu og að- eins vinna einu sinni, nær ekki tökum á þessari keppni. Sigurður Bragi hef- ur skynsemina til að stýra sínum fák í endamark hratt og án áhættu. Mér sýnist nýju bílarnir vera of viðkvæm- ir til að vinna, treysti þeim illa til að kiára,“ sagði Ásgeir. Ómar Ragnarsson 1. Rúnai'/Jón. 2. Páll/Jóhannes. 3. Þorsteinn/Witek. „Bróðir minn Jón og Rúnar sonur hans vinna, held ég mér sé óhætt að segja. Það er erfiðara að gera upp á milli hinna, en Páll Halldór er orð- inn vanui' öðru sætinu og tekur það líklega. Þorsteinn hefur verið seigur að safna stigum, dettur í það þriðja," sagði Omar. Ólafur Sigurjónsson Feðgarnir Rúnai' og Jón vinna á reynslunni. Hinir hafa verið að elta þá í sumar, það breytist vai't. Það er kominn tími á að Páll taki á sínu tæki og hann verður annar. Ég hef tröllatrú á Hirti sem ökumanni og hann kemui- nýja bílnum í þriðja sætið. Verður fljótur að læra,“ sagði Ólafur. Fyrri sigurvegarar 1997 Sigurður B. Guðmundsson/Rögnvaldur Pálmason, Rover Metro 1996 Rúnar Jónsson/Jón R. Ragnarsson, Mazda 1995 Ásgeir Sigurðsson/Bragi Guðmundsson, Rover Metro 1994 Ásgeir Sigurðsson/Bragi Guðmundsson, Rover Metro 1993 Ásgeir Sigurðsson/Bragi Guðmundsson, Rover Metro 1992 Ásgeir Sigurðsson/Bragi Guðmundsson, Rover Metro 1991 Saku Viierima/Hasse Kallström, Lancia Delta 1990 Ólafur Sigurjónsson/Halldór Sigurjónsson, Talbot Lotus 1989 Ólafur Sigurjónsson/Halldór Sigurjónsson, Talbot Lotus 1988 Jón R. Ragnarsson/Rúnar Jónsson, Ford Escort 1987 Jón R. Ragnarsson/Rúnar Jónsson, Ford Escort 1986 Þórhallur Kristjánsson/Gunnlaugur Rögnvaldsson, Talbot Lotus 1985 Saku Viierima/Errki Vanhanen, Opel Manta 1984 Ómar Ragnarsson/Jón R. Ragnarsson, Toyota Corolla 1983 Ómar Ragnarsson/Jón R. Ragnarsson, Toyota Corolla 1982 Hafsteinn Hauksson/Birgir V. Halldórsson, Ford Escort 1981 Ómar Ragnarsson/Jón R. Ragnarsson, Renault 5 1980 Finn Ryhl Anderson/Jan Johansson, Datsun 160J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.