Alþýðublaðið - 25.04.1934, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.04.1934, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGINN 25. APR. 1934. Útsölumeim Alþýðsblaðsins eru beðnir að senda af- greiðslunni í Reykjavík það sem kymi að vera óselt af 122. tbl. frá 14. marz s. 1. ALÞÝÐUBLAÐI MIÐVIKUDAGINN 25. APR. 1934. [Gansia Siéj KIN G KONG Börn ínnan 14 ára fá ekki aðgang. Nú eftirleiðis lána ég parfanaut. Gjald 3 krónur. Gnðm. Hagnússon, Kirkjuvegi 14. Hafnarfirði. Sími 9091. Pússningasandur Vrá Hvaleyri er víðurkendur að vera sá bezti. Upplýsingar gefur Guðmundar Maor ússon, Kirkjuvegi 14, Hafnarfirði. Simi 9091. Ultrafoto eru nýjustu fjölmynd- irnar. Ljósmy.idastærðir verða hér eftir teknar jafnhliða vanalegum myndum.... Ljósmyndastofa Alfreðs D. Jónssonar, Klapparstíg 37. Sími 4539- Sameiginlegar lafnaðarmanna~ fandar Á fimtudagskvöld halda Félag ungra jafnaðarmainina og Jafnað- armanmafélag íslands sameigin- liegan fund i Iðnó uppi. Félags- mál verða rædd, en auk þess verða umræður um Iðnskólann og kjör iðnnema og verzltunar- mál alþýðu. Félagar eru beðnir að fjiöl- menna vel. Þietta er síðasti fund- urjnin fyrir 1. maí og mun verða nokkuð sikýrt frá starfsemi daigs- ins á þessum fundi. Slys á Siglufiiði SIGLUFIRÐI í gær. (FO.) Þorvaldur Þorleifsson frá Grund mieiddist allmikið á, fiski- róðri í gær. Slóst gangsetningar- sveif vélarinnar í .bátnium i lærl hans og særði hann mikið. Var hann fluttur í sjúkrahús og leið nú þiolanlega. Fiskileysi er hér og enginn bátur á sjó í dag. Aðalfundur kaupfélagsins. Kaupfélagið hér ttíélt aðaifund sinn 22. þ. m. í stjóm voru kasn- ir: Formaður Bergur Guðmunds- son keninard og meðstjórniendur Guðmundur Sigurðsson, Guðrún Björnsdóttir, Gunnlaugur Sigurðs- son og Jónas Jónasson. Fram- kvæmdarstjóri er Vilhjálmur Hjartarson. Hreinn arður ársins var 11365 kr. Arður til félaga 12 af hundraði af innborguðum ársviðsldftum. Varasjóður félags- 'ins er 23 700 kr., stofnsjóður Jafcaðarmaimafélao tslands. Félao nnora iafnaðannanna Sameiginlegur fundur félaganna verður haldinn í Iðnó uppi fimtudaginn 25. þ. m. kl. 20 V*. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Verzlunarmál, framsögumaður Ingimar Jónsson. 3. Iðnskólinn og kjör iðnnema. Fjölmennið. Mætið stundvíslega. Stjórnir félaganna. i.F. HAHAR, útibn i Batnarfirði, Vesturgötu 22 & 24, sími 9141, framkvæmir 1. flokks vinnu við vélar og.skip. Styðjið íslenzkan iðnað og menn! Hafnflrðlnoarl V i rð i n g a r f y 11 s t. Nú befi ég á boðstöium alls konar stoppuð hús- gögn, svo af þeim ástæðum þurfið þér ekki að sækja yður þær vörur út úr bænum. Gerið pantan- ir yðar hið fyrsta. Komið, sjáið og sannfærist. Sigurjón Jóhannsson, Kirkjuvegi 18. Simi 9084- I DAG Kl. 8 Meyjaskemman í Leikhús- inu. Næturl/tekndr er í nótt Jón N-or- land, Laugavegi 17, sími 4348. Nætunvörður er í nótt í Reykjja- víkur apóteki og Iðunni. Veðrið. Hitji í Rvík 4 stig. Lægð er vestur af Skotlandi á hreyf- jngu suðaustur eftir. Otlit er .fyr- ár suðaustan- og austan-igolu og víðast úrkomulaust. Otvarpið. Kl. 15: Veðurfnegnir. Kl. 19: .Tónleikar. Kl, 19,10: Veð- unfnegnir. Kl. 19,20: Erindi ísl. vikunnar: Isl. vikan og iðnaðan- m.álin (Guttormur Andrésson). Kl. 19,50: Tómlieikar. Kl. 20: Fréttir. Kl. 20,30: Erindi: Um séra Björn HaHdórssion í Saiuðlaukisdal (Jón Helgason biskup). Kl. 21,05: Tóm- leikar: a) Otvarpstríóið. b) Grammófónu: Stravinsky: Pietrou- shka-bailet. 21 200, sku'datrygeingasjóöur 28 .0 kr. Skuidlaus eigu er nú taíin 20 683 kr. auk varasjóðs. Ákveðið var að auka verzlunina. Ný vefn- aðarvörudeild verður opnuð á næstunni. Skipafréttir. Gullfoss er væntanliegur hingað frá útlöndum á laugardag. Goða- foss er hér, en fer á föstudag æ leiðSs út. Brúarfoss er á ieið frá Leith til Kau pmannahafnar. Detti- ffioss er í Hamborg. Lagarfoiss er á tóð til Austfjarða frá Ledth. Alexandrílna drottning er í Kaup- mannahöfn. Hingað kemur hún á mjiðvikudaginn kemur. Innanfélagskappglima K. R. verður há;ð' í kvöld kl. 81/2, í K.- R.-húsinu. Keppendur eru beðnir að mæta kl. 8,15. Alt K. R.-fólk velkomið. Hermann Jónasson Iögrieglustjóri lagði af stað i gær1 norður í Strandasýslu. Hann hefir boðað þar til fundar með kjiósendum, en eius og kunnugt er verður hann í framboði fyrir Framsóknarmenn í sýsliunlni. — Gústaf Jónasson er lögreglustjóri meðan H. J. er burtu. Kátir félagar, karlakórinin hefir æfingu í kvöld í Fiskifélagshúsinu kl. 9 fyrir 1. og 2. bassa og kl. 8 fyrir' -1. 0g 2. tenór. Áríðandi er að allir mæti stundvísl'ega. Tennisdeild K. R. Á laugardaginn var dregið í happdrætti Tennisdeildar K. R. Upp kom nr. 227. Vinningsins, 500 kr., sé vitjað tii Sveinbamar Árnasionar i Haraldarbúð. Bezta gluggasýníngin. Verðlaun hafa verið veitt fyrir þrjiár beztu gluggasýningarnar í íslenzku vikunini. 1. verðlaun fékk Veiðarfæragerð fslands, 2. verð- laun ■Nýja blikksmiðjan og 3. verðlaun kexverksmiðjain Frón. 70 ára afmæli á í dag ekkjan Soffía Páls- dóttir, öldugötu 32. Eflið íslenskan iðnað. Nofið islenskar vörnr. Iðnsamband byggingarmanna hefir ákveðið að setja upp skrif- stofu til aðstoðar byggingamönn- |um. Hór í blaðinu ier auglýst eft- ir manini með sérþekkingu í iðn- aðarmálium tLl að veita skrifstof- Unni forstöðu. Byrjunarlaun eru 400 kr. á mánuði. Framboð Framsóknarmanna hafa verið ákveðin í Rangár- vallasýslu. Þar verða í kjöri séra Sveinbjörn Högnason á Breiðar bólstað og Heigi Jónsson, læknir á Stórólfshvoli. Til Strandarkirkju: Gamalt áheit frá A. G. kr. 5,00. Kvikmyndahúsin. Gamla Bí'ó sýnir nú „King Kong“, ameríska mynd, siem mörgum mun finnast vera ein- hver ægilegasta kvikmynd, sem hér hefir sést, en mörgum mun þó finnast hún helzt um of ótrú- leg — og vitlaus. Að vísu er hún vel gerð og mikil og slyng „tek- nik“ er í henni. Nýja Bíó sýnir „Fullkomið hjónabaind“. Er það þýzk kviikmynd um ástalíf, og hefir að mestu verið gerð undir stjórn hollenzka prófessorsiuis van de Velde, en hann leikur aðal- hlutverkið og talar á dönsku. Myndiin er athyglisverð og mjög liærdómsrík. Upplýsingar í þess- um málum fyrir almenning eru aldrei of miklar. Aukamynd er, er sýnir hinar fögru Noregsstrendur. Sí. Nýja Bió Fullkomlð hjónabánd. Stórmerkileg iþýzk tal-kvik- mynd er byggist á hinni heimsfrægu bók ineð sama nafni um ástalíf og hjónaband eftir hollenzka prófessorinn VAN DE VELDE, er sjálfur leikur aðalhlutverkið, sem ken t- ari og ráðunautur allra, er til hans leita í vandræðum sín im. Önnur hlutverk leika: OLGA TSCHECHO WA, ALFRED ABEL o. fl. Mynd þessi hefir, eins <>g hin heimsfræga bók er hún bygg- ist á, vakjð geysi athygli alls staðar þar sem hún he ir venð sýnd. Mvndin er tekin á þýzku en tal prófessorsins feifram á dönsku. Aukamynd: FRÁ NOREGS-STR ÖNDUM. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Simi 1544. ,Goðafoss‘ fer ð fösíudögskvöld (27. april) ®m Vestmannaeyj- ar til Hull og Hamborgar. IÞROTTAMENN! ípróttaráð Reykjavíkur hefir ákveðið að halda námskeið fyrir dómaraefni í frjálsum íþróttum í maí- byrjun, ef næg jþátttaka fæst. Öllum er heimil þátttaka í námskeiði þessu; þó eru íþróttafélögin ámint um að senda sem flesta menn til þátttöku. Þeir, sem ætla að taka þátt í námskeiðinu, geri svo vel að koma á fund með í. R. R., sem haldinn verður í K.-R.-húsinu á mánudaginn, 30. þ. m., kl. 8 7-2 e. h., eða tilkynna þá þátttöku sína. í* BL R« Nýkomiði GOLFTEPPI OG RENNINGAR Vðruhúsið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.