Alþýðublaðið - 27.04.1934, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.04.1934, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGINN 27. APRÍL 1934. ALÞtÐUBLAÐIÐ 2 ¥ið eídgígana i Vatnaiðkli. Ferðaiaia Qaöm. EiQarssonar (rá Miððal. AKþýðublaðið hefir átt ta,l við Guðnuund Einarsson frá Miðdal, og seglr hann svo frá för þieirra; íeiöangursmanna til eldstöðvanina í Vatnajökli: „Við lögðum af stað héð- an úr Reykjavík undir eins >og við álitum fært að komasit í ná- munda við gosstöðvarnar. Leit þá út fyrir staðviðri, og vegurinu austur var orðinn bí'Ifær, að und- anteknum nokkrum hiuta Mýr- dalssands. Vi-ð félagarnir höfðum átt tal við Hannes bónda á Núpsstað og hafðí hann heitið að lánaiokkur mienn og hesta til þess að flytja farangur okkar upp að jöklinuim. Þegar austur að Núpsstað kom, 10. þ. im., var alt undirbúið fyrir jökuiförina og lagt af stað' snemma að morgni þ>es(s 11. Var þá haldið inn að jöklinum með fram Djúpá. Snjór var í Giljum og víðar umbrotafærð. í ferð þessa réðust þeir Eyjólfur sonur Hanniesar og Jón Jónssion frá Rauðabergi. Um nóinbi] vorum við öJ.l stödd á að gizka 20 kílómietra frá jökulröndinni, en þar var búist við að ráðast til uppgöngu, skamt vestan við Hágöngur. Þar snerí Hannies aftur mieð hestana, en við hin héldum áfram með far- anguriínn á tveim skíðasleðum. Gengu leiðangursmenn á skíðum og miðaði vel, því skiðafæri var gott. Um kvöldið vorum við kom- in að Djúpárbotraum við vest- urenda Laingaskers, alveg upp við jökulbrún, og höfðum þá verið 12 stundir á ferðinni. Þar var tjaldað stóru tjaldi og búið um það sem bezt mátti, því þar átti að geyma þann farangur, sem eklti yrði fJuttur á jökulinn. Við Djúpárbotna er með af- brigðum fagurt landslag; fellur Djúpá þar í hrikalegum giljum og mörgum fossum meö fram Langaskeri og jökulbrúninni, en Hágöngur gnæfa í norðri upp úr jöklinum, og er hann þar mjög úfinn og sprunginn. Að morgiii þess 12. var enn búi'ð á sleðana, og var á hvorum þeirra 60—70 kg. af farangri. Veður var hið bezta, hæg norð- austanátt og bjartviðri og 8 gr. friost. Var nú leiðin upp á jökul- inn vaJin og haldið norðyestan við-Hágöngur. Þegar kom í hæð við Hágöngur bar gosmökkinn hátt á Joft norðaustan við svr nefmdar Geirvörtur, sem standa innar upp úr jöklinum. Engin töf varð að jökulspruugúm við upp- gönguna á jölmlinn, >en þegar á daginn Jeið varð hitii nær óþol- andi og gengu menn fáklæddiri Norðanvert við Geirvörtur sneru þeir Jón og Eyjólfur aftur til aðaltjaldsins, en við hin fjögur, ég, Jóhannes, Sveinn bróðir minn og Lydia Zeitner, héldum áfram. Klukkan lÐVs um kvöldið var tjaldað á jökliraum norðaust- anvert við Geirvörtur. Var gos- mökkurinn þá allgreinil>egur og virtist eigi all-fjarri. All-langt norðaustur af Geir- vörtum stendur fjallgnýpa upp úr jöklinum, ber hana allhátt yfir jökuiimm, og var tilvalið að gangá á hana til þess að athuga leiðina fyrir næsta dag. Gekk ég því á gnýpu þessa um kvöldið og sá imn til gosstöðvanna, og bar | þó mikla jökulbungu á milli. Var | jökulburigan þakin vikri og sandi og kolsvört að> sjá. Suðaustan við gnýpuna virðist vera gamall gíg- ur, og standa rendur han,s upp úr jökiinum að vestan og norðan, en að austan hefir hann fylist af jökli. Síðar, er þetta var fært í tal við Hannes á Núpsstað, full- yrti hann, að gosið 1903 hefði verið þar undir gnýpunni. Sá riann þá glögglega af Lómagnúp. — Stjörnubjart var um nóttina og blæjaLogn, og var lagt af stað til eídstöðvanna í birtingu n,æ:sta dag. Þann dag (þanm 13.) varð sleð- unum ekki komið mema 4 stunda ferð sökum ösku og vikurs á jöklinuim. Voru þeir þá skildár eftir og haldið1 áfram með vistir til dagsins og gengið hratt tsl eldstiöðvanina. Veður var þá að brey^st >og leit út fyrir ausitan byl. Eftir því s>em mær dró gíg’nr um varð vikurruðningurinn stór- feldari og var á að líta sem herf- að fliag. óttuðust menn þá spmngur og tóku það ráð að ganga með línu á milli sín. KI. 14 vomm við ölJ kom- im alveg á gígbarminn vestan- verðan, ©n þar var ekki við vært sökum ösku og vikurs, er dreif upp úr gýgnum, og gosfýlu. Var þvi haldið suðaus-tur með gýg- barminum 2—3 km., en þá var komið á þær stöðvar, >er rnestan gufumökk bar upp úr gígnum. — Gosstrókarnir voru 3, mismunandi að stærð, -og þeyttust beimt í loílt upp, þrátt fyrir vaxaudi austam storm. Eldar sáust engir, en s-og -og dynkir heyrðust annað kastið. — Þar sem komist varð tæpast á gígbrúni.na var snjóhengja svo langt er sá niður í gíginn eða á að gizka 20—30 mietra. Lengra varð ekkí séð vegna gufu. Gos- imekkirnir voru að jafnaði um 500 mtr. á hæð, en miðgosið kom.st þó alt að 1000 m>etra hæð, en það er um það bil einn sext- ándi hluti af hæð gosmökkvans eins >og hann mældist hæstur fyrstu gosdagana. Erfitt er að lýsa þeirn regiu- öfJum, s-em þarna voru að verki, eða utomierkjum þeim, sem þarna höfðu orðið á jökJinum. En Jó- hanines Ásk>elss>on mun síðar segja frá jarðfræðilegum athugunum þar á staðnum. Eftir stutta viðdvöl á gígbarm- inum héldu leiðangursmennirniir til baka, og þegar var >eftir klukkustun-darganga til farngurs- ins skall á stórhrfð, sv>o að næsta erfitt var að finna hann.. Þ>egar búið var að tjalda var hlaðinin tvöfaldur snjógarður í kringum tjaidið og hann styrktur með sieð- um og skið-um. Næsta dag þann 14. var rpflaus stórhríð, og stóð stormurinn af leldstöðvunum, og buldi vikur og sandur á tjaldinu. Var þá svo mikil veðUrharka, að ekki varð k-omist út úr tjaldinu tii þess að sækja snjó í p>ottinn. Varð því að skera gat á tjaldbotninn, svo að innangengt yrði i vatnsbólið. Um nóttina heyrðust gosdynkir og breninisteinisfýlan var næstum óþolandi. Að morgni þess 15. var vægara veður, en þó nokkur snjó- gangur. Lögðum við þá undir eins af stað til bygða, og höfðum vindinn i bakið. Færðin hafði versnað að vestamverðu á jökllinum sökum öskudrifs, en þó náðu menn til tjaldsins í Djúpár- botnum um kvöldið, og heim til Núpsstaðar næsta dag.“ Kartðflur afbragðsgóðar í sekkjam og lausri vigt, TIRÍF4NÐt Laugavegi 63. Sími2393. Trésmiðafélag Reykjavikur Á fundi Trésmiðafélags Reykjavíkur 16. apríl 1934 var svohljóð- andi tillaga samþykkt með samhljóða atkvæðum: „Féiagsmenn mega ekki vinna við frágang á hurðum og glugg- um, sem hafa verið unnir utanlands. Undanskilin eru hurðir og glugg- ar, sem iðnfyrirtæki hér á landi geta ekki framleitt." Þetta tilkynnist hér með. Stjórnin. Málnlngarvðriir. Löguð málning í öllum lituml. Distemper - — — Mattfarvi, fjölda Htir. Olíurifið, — — MáiningaTduft, — — Títanhvíta. Zinkhvlta- Blýhvfta. Terpentíua. Fernis. Langódýrast i Málninn og járnvðrnr. Laugavegi 25 Sími 2876. r' Býður ekki viðskiftavinum sínum annað en fullkomnalkemiska hreinsun, litun og pressun. (Notar eingöngu beztu efni og”vélar.) Komið því þangað með fatnað yðar og annað tau, er þarf þessarar meðhöndlunai við, sem skilyrðin eru bezt og leynslan mest. Sækjam og sendimi SHAAUGLYSIN alþýðublað: VlOSKIFll OAGSINS0I LÍMOFN, stór, með damp-plötu, tiil sölu ódýrt. Afgr. vilsar á. HOSGÖGN, ný og notuð, til sölu, ódýrt. Afgr. v. á. Saltfiskur, 15 au. 1/2 Lg. Harð- fiskur 65 au. Sveskjur .75 au. Saftflaskan 1 kr. Kaffi, ,,br. & m. 90 au. Exportstöingin 50 au. Eld- spýtnabúntið 20 au. V-erzlun Ein- ars Eyjólfissonar, Týsgötu 1, staiá 3586. Vanti rúður, vinur kær! vertu ekkii hnugginn. Hér er -eiinn, sem hefir þær, ; heill svo verði gugginn. Jámvöruverz). Björn & Marimo, sími 4128. TIL SÖLU: Iiaimonikubeddi. borð og stóll með tækifjætísverði. Uppl. Framniesvegi 26 A, upp:i. Sérverzlun með gúmmívðrur til heilbrigðisparfa. 1. fl. gæði Vöruskrá ókeypis og burðargjalds- fritt. Srifið. G. J Depotet, Post- box 331, Köbenhavn V. Allar almennar hjúkruraarvörur, svo sem: Sjúkradúkur, skolkönn- ur, hitapokar, hreinsuÓ bómulll, gúmmíhainzkar, gúmmíbuxur hainda- börnum, bamapelar og túttur fást ávalt í verzluninni „París“, Hafnarstræti 14. NÝ KVENKÁPA til sölu. Kost- aðd kr. 150,00, selst nú af sér- stökum ástæðum fyrir kr. 90,00. Mfmisveg 8 (uppi). VINNA ÓSKAST^r: DUGLEG STJLKA óskast á prestsheimili uppi í sveit. Máhafa stálpað barn. Uppi. á Freyjugötu 35 eftir kl. 4. rúllur af veggfóðri í 40—50 mismunandi gerðum verða þessa dagana seldar fyrir hálfvirði. Enn fremur verður selt nokkur hundruð dósir af Distemper (vatnsmálningu) í 60 mismunandi liturn fyrir gjafverð. Notið vel petta einstaka tækifæri að prýða hýbýli yðar. Sýnishorn getið pér fengið að sjá í Skóverzl. Eírfks Leifssoiar, Langavegi 25.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.