Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli Guðmundur Jónsson og Þorlákur Traustason með hús ísafoldarprent- smiðju að Þingholtsstræti 5 í baksýn. GARfíl IR S. 562-1211 562-1201 Skipholti 5 2 herbergja Austurberg Snyrtileg 2ja herb. íbúð á efstu hæð I góðri blokk. Verð: 4,9 millj. Selvogsgrunn 2ja herb. tftii en mjög snotur Ibúð á jarðhæð I góðu húsi á þessum frábæra stað. íbúðin er laus. Verð: 3,9millj. Flúðasel 4ra herb. endaíbúð með aukaherbergi á jarðhæð.101,4 fm. Góð íbúð. Verð: 7,3 millj. Álfholt Falleg 5-6 herb. íbúö, efri hæð og ris, samt. 156 fm. Góð eign. Áhvflandi 5,3 millj. húsbréf. Verð: 10,5 millj. Engihjalli 4ra herb. falleg 97,4 fm (b. á 3ju hæð. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Lyfta. Verð: 7,3 millj. Áhv. 3,6 millj. Rauðás Glæsileg 6 herb. íb., hæð og ris í litlu fjölbhúsi.Ef þú ert að leita að stórri ib. í Selásnum, þá áttu að skoða þessa. Verð: 10,7 mill Krummahólar 2ja herb. góð íbúð á 2. hæð. Verð: 4,3millj. Fannborg 2ja herb. 48,2 fm sólrik íb. á efstu hæð. Mjög stórar svalir. Nýtt parket. Laus. Verð: 4,9 millj. Hlíðarhjalli Vorum að fá [ einkasölu eina af vinsælu2ja herb. íb. í tvíbýlishúsi. (búðin er stofa, svefnherb., vandað eldhús, bað- herb., þvottaherb. og forstofa. Sól- pallur. Sérinngangur, sérhiti. Frábær staður. Áhvíl. byggsj. ca. 5,1 millj. 3 herbergja Ofanleiti Mjög falleg og góð 3ja herb. íb. á 1. hæð í fjölb. Nýtt parket. Nýmáluð. Þvottaherb. í íbúð. Miklar og góðar innréttingar. Tvennar svalir og sérgarður. Góð lán áhvílandi. Laus. Hringbraut 3ja herb. lítil en mjög góð íbúð á 2. hæð i litlu 4ra íbúða húsi í gamla góða Vesturbæn- um. Ibúðin er laus. Verð: 6 millj. Spóahólar 3ja herb. íb. á 1. hæð í 3ja hæða fjölb. Laus. Áhv. 3 millj. góð lán. Verð: 5,9 millj. Raðhús - einbýlishús Rauðagerði Einbýlishús, tvær hæðir, samt. 302,7 fm. Á jarðhæð er 2ja herb. íb. Stór bilskúr. Garðskáli. Fal- legur garður. Hús I góðu ástandi. Flókagata Höfum tii söiu stórt og gott hús á þessum vinsæla stað. Húsið er tvær hasðir og kjallari, um 350 fm. Getur hentað hvort heldur sem viröulegt einbýlishús eða gisti- heimili, skrifstofur eða fyrir margvísl. félagast. Bílskúr. Séribúð I kjallara. Leitið nánariuppl. Leiðhamrar Einbýlishús á einní hæð með tvöf. bílsk. Húsið er mjög vandaö að allri gerð og skiptist I stof- ur, sjónvarpshol, 3 svefnherb., baðherb., eldhús, þvottaherb. og for- stofu. Fallegur garður með heitum potti. Friðsæll staður m. fallegu útsýni. Hús fyrir vandláta. Verð: 21,0 millj. Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali, Axel Kristjánsson hrl. VANTAR - VANTAR! Okkur vantar allar stærðir íbúða og húsa á söluskrána okkar. Höfum trausta og góða kaupendur að eignum í flestum hverfum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Ef þú vilt selja, vinsamlega hafðu samband. Húsi ísafoldar- prentsmiðju breytt í íbúðahótel Sú viðleitni á sér mikinn hljómgrunn í þjóðfélaginu að endurnýja gömul hús og fá þeim nýtt hlutverk. TVeir ungir menn hafa keypt hús Isafoldarprentsmiðjunnar að Þingholtsstræti 5 og eru langt komnir með að breyta því í íbúðahótel með 19 íbúðum. Magnús Sigurðsson kynnti sér framkvæmdirnar. HÚSIÐ að Þingholtstræti 5 í Reykjavík hefur lengi sitt svip á umhverfi sitt. Það var byggt 1943 pg upphaflega reist fyrir starfsemi ísafoldarprentsmiðju. í húsinu var því lengst af rekin prentsmiðja og bókband, en undanfarin ár hefur verið þar veitingahús, verzlun, vinnustofur o. fl.. Alls er húsið um 1480 ferm. Það er steinsteypt og skiptist í þrjár hæðir fyrir utan ris og kjallara. Snemma á þessu ári keyptu tveir ungir menn húsið í þvi skyni að gera það upp og hafa þeir nú látið inn- rétta 19 íbúðir og tvö skrifstofuher- bergi á efri hæðum þess en breytt götuhæðinni í verzlunarpláss. Ætl- unin er að reka í húsinu svokallað íbúðahótel. Þarna eru að verki þeir Þorlákur Traustason og Guðmundur Jónsson. Fyrirtæki þeirra heitir Langastétt ehf., en þeir keyptu hús- ið af Lánasjóði Vestnorðurlanda, sem hafði leyst það til sín á uppboði. „Framkvæmdir hafa gengið mjög vel. Þær hófust í maí á þessu ári og íbúðahótelið var formlega tekið í notkun 1. nóvember sl., þó að fram- kvæmdum við húsið sé ekki lokið,“ segja þeir Þorlákur og Guðmundur. „Þetta eru litlar íbúðir, svokallaðar stúdíóíbúðir og um 25 ferm. að inn- anmáli að stærð. íbúðimar eru allar tilbúnar að kalla og framkvæmdum við verzlunarplássið á götuhæðinni lauk í síðasta mánuði, en talsvert er enn efth- af kjallaranum." Allt nýtt nema steypan A rishæðinni eru sjö íbúðir, á þriðju hæð eru sex íbúðir og skrif- stofupláss og á annarri hæð eru sex íbúðir og skrifstofupláss. „Það má segja, að húsið hafi verið í fokheldu ástandi, miðað við fyrirhugaðar breytingar, þegar við tókum við því og að allt í því sé nýtt nema steyp- an,“ segja þeir félagar, Þorlákur og Guðmundur. Allar lagnir eins og rafmagns- lagnir og pípulagnir hafa verið end- urnýjaðar. Gluggar og gler er nýtt, allir milliveggir eru nýir og sama máli gegnir um eldhús, salerni og böð. Allt er nýmálað. Rishæð húss- ins er í rauninni alveg ný, þó að hún hafi hvorki verið hækkuð eða breikkuð. En burðarviririnu í risinu var breytt og bætt kvistum við þessa hæð. Kvistirnir eru hannaðir í stíl við upphaflegt útlit hússins, þannig að útkoman sé líkust þvi, sem slíkir gluggar hafi verið á húsinu alla tíð. Utsýnið frá þessum gluggum er afar skemmtilegt og gefur íbúðunum á rishæðinni mikið gildi. Mikil áherzla er lögð á öll öryggis- atriði við endurnýjun hússins. „Sam- vinna okkar við byggingaryfirvöld í Reykjavík hefur verið afar góð. Við breytingamar á húsinu er farið eftir ströngustu öryggisreglum, sem gilda um hótel, að því varðar brun- aivamir og annað af því tagi, enda ekkert mikilvægara en að allir slíkir þættir séu í fullkomnu lagi fyrir starfsemi sem þessa,“ segja þeir fé- lagar. Fataverzlunin Spakmannsspjarir er á götuhæð hússins. Þessi verzlun var áður í 100 ferm. plássi í húsinu, þegar þeir Þorlákur og Guðmundur tóku við því, en er nú í 300 ferm. húsnæði. En era þetta framkvæmdir, sem borga sig. „Við hefðum ekki farið út í þær öðru vísi,“ segja þeir félagar. „Ibúðirnar fara í útleigu til fyiir- tækja og stofnana og margir aðilar hafa þegar sýnt þeim áhuga. Flugfé- lagið Atlanta hefur þegar afráðið að taka heila hæð í húsinu á leigu í vet- ur fyrir starfsmenn sína og gesti.“ Kostnaðaráætlun við þessar fram- kvæmdir er um 130 millj. kr. og það hefur gengið vel að fjármagna þær. „Búnaðarbankinn tók að sér að fjár- magna endurnýjun hússins, en í bankanum hafa menn mikla trú á þessum framkvæmdum, enda hefur bankinn stutt mjög vel við bakið á okkur og reynzt okkur mikill bak- hjarl,“ segja þeir Þorlákur og Guð- mundur. Ahættan við að gera upp gömul hús með þessum hætti er þó ávallt töluverð. Þeir félagar telja samt góðan fjárhagslegan gnindvöll vera fyrir því að gera upp gömul hús og breyta þeim fyrir annan rekstur eða starfsemi, en bæta þó við: „Það er alveg öraggt, þegar svona gamalt hús er keypt, að það kostar alltaf meira að gera það upp en gert var ráð fyrir í upphafi." Jafnframt þarf helzt að vera um all stórar einingar að ræða og að sjálfsögðu þarf að standa rétt að framkvæmdum, svo að þær borgi sig. Helztu mistökin, sem margir gera, era þau að vera ekki búnir að ákveða, hvað á að gera við húsið, áð- ur en það er keypt. „Það dugir eklri að byrja á því að kaupa hús af þessu tagi og finna það út síðan eftir á, til hvers hægt er að nota það. En maður verður að vera fljótur að hugsa, þegar hús sem þetta koma á markaðinn og gera sér grein fyrir möguleikunum, sem í þeim felast,“ segja þeir félagar. Margir óvissuþættir Hjá þeim Þorláki og Guðmundi starfa 25-35 iðnaðarmenn og þeir vinna í tímavinnu en ekki sam- kvæmt tilboðum. „Þegar verið er að endumýja gamalt hús era óvissu- þættimir svo margir, að það er mjög erfitt að vinna verkið í tilboðsvinnu og þegar framkvæmdin hefur verið ÚTSÝNI frá íbúðunum á rishæðinni er afar skemmtilegt og gefur íbúðunum mikið gildi. FATAVERZLUNIN Spakmannsspjarir er á götuhæð hússins. Verzlunin var áður í 100 ferm. plássi í húsinu, en er nú í 300 ferm. húsnæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.