Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 4
4 B FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER1998
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
13 28 46 F.h 10 27 37
9 26 35 S.h 9 26 35
22 54 41 Alls 19 53 36
2 Langskot 6
4 Gegnumbrot 0
6 Hraðaupphlaup 4
3 Horn 3
4 Lína 4
3 Víti 2
Morgunblaðið/Golli
BJARKI Sigurðsson sendir knöttinn í netið hjá Ungverjum.
SÓKNAR- S
NÝTING VáP
Undankeppni HM: 4. riðill
Tuttugasti nýliðinn
BIRKIR fvar Guðmundsson er tuttugasti nýliðinn sem leikur undir
stjórn Þorbjörns í þeim 73 leikjuin sem hann hefur stjórnað lands-
Iiðinu. Þar af hafa fimm nýliðar staðið í markinu, Sigtryggur Al-
bertsson, Hlynur Jóhannesson, Reynir Þór Reynisson, Elvar Guð-
mundsson og Birkir ívar.
RÓBERT Sighvatsson línumað-
ur stóð sig vel og gerði fjögur
mörk af línunni. „Ég er ánægð-
ur með sigurinn en hann hefði
mátt vera stærri. Við vorum
klaufar á tíu mínútna kafla í
síðari hálfleik þegar við misst-
um forystuna úr sjö mörkum
niður í þrjú. Við erum þó enn
með í keppninni um sæti á HM
í Egyptalandi og það er fyrir
mestu,“ sagði hann.
Hann stóð í ströngu á línunni og
fékk oft óblíðar viðtökur. „Ég
er vanur þessu, enda ekkert ósvipað
og gerist í þýska handboltanum.
Mér fannst þetta ekkert öðruvísi en
venjulega í mikilvægum leikjum.
Leikmenn taka á öllu sem þeir eiga.
Þegar við vorum að missa forskot-
ið niður í síðari hálfleik ætluðum við
að taka tvö skref í einu í stað þess að
taka bara eitt. Við vorum of bráðir í
sókninni og því fór sem fór. Við átt-
um að halda áfram að byggja upp
eins og við gerðum í fyrri hálfleik og
fram í miðjan seinni. Það vantaði
skynsemina í sóknarleikinn. Ég er
hins vegar mjög ánægður með vörn-
ina og Guðmundur varði vel.“
Hann sagðist bjartsýnn fyrir síð-
ari leikinn. „Við getum alveg unnið
Ungverja á útivelli þó svo að það
verði erfitt. Mér skilst að þeir séu
með mjög sterkan heimavöll og við
verðum að vera tilbúnir að gefa allt
sem við eigum og helst aðeins
meira. Við þurfum að spila betur á
útivelli, sérstaklega í sókninni.“
Var ekki söknuður í liðinu að hafa
ekki Geir Sveinsson með? „Jú, auð-
vitað hefði verið betra að hafa hann
með. En ég held að við höfum þjapp-
að okkur jafnvel enn betur saman
vegna fjarveru hans. Þetta sýnir að
við erum með breiðan hóp og að það
kemur maður í manns stað.“
Júlíus
fimmti
fyrirlið-
inn
FIMM fyrirliðar hafa verið í
leikjum landsliðsins síðan Þor-
björn Jensson tók við því
1995. Geir Sveinsson hefur
oftast verið fyrirliði, eða í 45
leikjum, Valdimar Grímsson í
tólf, Dagur Sigurðsson í tíu,
Gústaf Bjarnason í þremur
leikjum, í móti í Svíþjóð í byrj-
un ára og Júlíus Jónasson í
þremur leikjum - gegn Ung-
verjum í gærkvöldi og í tveim-
ur leikjum í Japan á á dögun-
um, gegn Kína og Japan.
Birkir áttundi
nýliðinn
við hlið
Guðmundar
BIRKI ívar Guðmundsson, Stjörnunni,
var áttundi nýliðinn sem hefur staðið
við hlið Guðmundar Hrafnkelssonar
markvarðar, siðan Guðmundur lék
sinn fyrsta landsleik 1986. Þá var Guð-
mundur nýliði við hliðina á Brynjari
Kvaran á Friðarleikunum í Moskvu.
Hinir sjö nýliðamir sem hafa verið
teknir í „kennslu" hjá Guðmundi, eru
Bergsveinn Bergsveinsson 1987, Gísli
Felix Bjamason 1987, Páll Guðnason
1990, Bjarni Frostason 1994, Sigtrygg-
ur Albertsson 1996, HQynur Jóhannes-
son 1997 og Reynir Þór Reynisson 1997.
Guðmundur, sem hefur leikið við
hliðina á fimmtán markvörðum, byij-
aði sem lærisveinn, Bryiyars Kvaran,
Einars Þorvarðarsonar og Krisljáns
Sigmundssonar. Aðrir markverðir sem
hann hefur leikið með, sem ekki hafa
verið nefndir, eru Hrafn Margeirsson,
Sigmar Þröstur Oskarsson, Leifur
Dagfinnsson og Elvar Guðmundsson.
Guðmundur hefur leikið 293 leiki
með Iandsliðinu frá því að hann lék
sinn fyrsta leik gegn Sovétríkjunum
1986, þar af 285 A-landsleiki.
Gústaf Bjamason kom nú inn í
liðið eftir töluverða fjarveru
vegna meiðsla. Hann stóð sig með
prýði og var markahæstur Islend-
inga með fimm mörk. „Það er gam-
an að koma aftur inn í landsliðið,
sérstaklega í svona alvöruleik. Þó
að maður detti út í nokkra mánuði
þá hef ég engu gleymt og þetta eru
allt sömu andlitin og ég spilaði með
áður. Þeir þekkja mig og ég þá,“
sagði Gústaf.
„Við spiluðum af hundrað pró-
sent krafti fram eftir öllum leik.
En það kostar gífurlega orku og
það bitnaði á okkur í lokin. Þá
misstum við niður smáeinbeitingu
Erfiðleikar eru
til að sigrast á
vegna þreytu. Mér fannst rosalega
mikill hraði í leiknum og það tekur
sinn toll. Við unnum mjög vel í
vörninni og það kostaði þetta mikla
orku. Með smáheppni hefði þetta
endað öðruvísi, því við vorum
óheppnir að nýta ekki betur öll þau
góðu færi sem við fengum.
Það er ljóst að við þurfum að
ná í stig í Ungverjalandi. Við för-
um í hvern leik til að vinna og
gerum það líka í Ungverjalandi.
Þetta er reynt lið og ég vona að
við getum nýtt okkur það. Við
höfum áður sigrast á erfiðleikum,
enda eru þeir til að sigrast á,“
sagði Gústaf.
Of bráðir
sókninni
í lokin
i
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 B 5
HANDKNATTLEIKUR
Hálfnað er
verk þá...
ÞRÁTT fyrir að íslenska landsliðinu tækist ætlunarverk sitt í
Laugardalshöll í gærkvöldi, þ.e.a.s. að vinna Ungverja, var ekki
laust við að margir væru ekki fullsáttir. Þriggja marka sigur,
22:19, hefði mátt vera nokkru stærri. Möguleikinn var fyrir hendi
þar sem munurinn var sjö mörk er hálf tólfta mínúta var eftir,
21:14. Þá var sem íslenska liðinu félli allur ketill í eld, botnin
datt úr sóknarleiknum, sem hafði reyndar verið brokkgengur.
Ekki var laust við að hugurinn leitaði til þýsku borgarinnar
Eisenach og eins íbúa hennar, Julians Duranona.
■
Síðustu tólf mínútumar bauð ís-
lenska liðið upp á fátt annað en
fum og fát í sóknarleiknum, oft jaðr-
aði við töf og aðeins tvö
mörk voru gerð úr síð-
ustu 11 upphlaupunum.
Frábær vamarleikur ís-
lenska liðsins og stór-
markvarsla Guðmundar
Ivar
Benediktsson
skrífar
brotin
Hrafnkelssonar megnuðu ekki að
halda í horfinu ein og sér. Ungverjar
gengu á lagið, gerðu fjögur mörk í
röð og fógnuðu líkt og um sigurmark
væri að ræða er þeir minnkuðu mun-
inn í þrjú mörk, 21:18. Sigur var ís-
lenska liðinu nauðsynlegur, hann
hefði svo sannarlega mátt vera
stærri, það hefði verið gott veganesti.
tBWuUBi
Morgunblaðið/Golli
Messa hjá Þorbirni
ÞORBJORN Jensson, landsliðsþjálfari íslands, ræðir hér við sína
menn í leikhléi í gærkvöidi. Á stóru myndinni sést Gústaf Bjarna-
son, sem kom á ný inn í landsliðið eftir meiðsli, skora eitt af
mörkum sínum. Gústaf lék mjög vel.
Fyrirliðinn Geir Sveinsson órólegur uppi á áhorfendabekkjum
Ánaegður með vöm-
ina og markvörsluna
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska
landsliðsins í handknattleik
undanfarin ár, fylgdist með félögum
sínum ofan úr áhorf-
endabekkjum og var
allt annað en rólegur.
„Það var mjög erfitt að
horfa á leikinn og geta
ekki gert það sem ég er vanur að
gera í leikjum,“ sagði hann við
Morgunblaðið. „En svo furðulegt
sem það er fannst mér ég vera undir
meira álagi uppi í stúku en ég á að
venjast inni á vellinum. Ég get tekið
undir það að ég var órólegur, þegar
Ungverjarnir voru að saxa á for-
skotið síðasta stundarfjórðunginn."
Þegar þó nokkuð var liðið á leik-
inn fór Geir að bekknum hjá ís-
lenska liðinu. „Tilfellið er að uppi í
stúku má sjá margt sem fer kannski
framhjá manni í hita leiksins innan
vallar. Þegar næði gefst til eins og í
mínu tilfelli að þessu sinni er auðvelt
að sjá að betra getur reynst að taka
aðrar ákvarðanir en hafa verið tekn-
ar. Þess vegna fór ég að bekknum,
að benda Júlla á að þeir mættu alls
ekki gleyma Éles [nr. 6] og Sótonyi
[nr. 4]. Ljóst var að sóknarleikur
Ungverja snerist fyrst og fremst um
þessa menn og þeir luku sóknunum.
ísland - Ungveijaland
Því skipti öllu máli að stöðva þá og
ég sagði Júlla að þeir yrðu að ein-
beita sér að því.“
Éles gerði sex mörk og Sótonyi
fjögur, þar af síðasta mark leiksins,
en hann er samherji Sigfúsar Sig-
urðssonar hjá Caja Cantabria á
Spáni. „Eins og staðan er núna er
22:19
Laugardalshöll, undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik, 4. riðill, fyrri leikur
þjóðanna, miðvikudaginn 25. nóvember 1998.
Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 3:3, 5:3, 7:4, 8:6, 10:6, 12:7, 13:10, 13:11, 14:12, 17:12, 18:14,
21:14, 21:18, 22:18, 22:19.
Mörk fslands: Gústaf Bjamason 5, Róbert Sighvatsson 4, Valdimar Grímsson 4/3,
Patrekur Jóhannesson 4, Ólafur Stefánsson 4, Bjarki Sigurðsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 17 (þaraf 4 til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Ungvcija: József Éles 6/2, László Sótonyi 4, György Zsigmond 4, István Pásztor 3,
István Gulyás 1, Balázs Kertész 1.
Varin skot: Janos Szatmári 17/1 (þaraf 11/1 til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Vaclav Kohout og Ivan Dolejs frá Tékklandi. Dæmdu all vel, alls ekki hægt að
segja að þeir hafi verið hliðhollir gestunum.
Áhorfendur: 3.400.
markatala okkar og Ungverja jöfn
þegar leikir Sviss eni teknir með í
reikninginn. Veðbankar hljóta að
reikna með því að Ungverjar fari
áfram í úrslitakeppnina en þetta er
langt því frá að vera búið hjá okkur,
því strákarnir léku að mörgu leyti
vel og geta haldið því áfram. Ég var
sérstaklega ánægður með varnar-
leikinn og markvörsluna en þessir
þættir voru til fyrirmyndar nánast
allan leikinn. Vegna þessa fengum
við mörg hraðaupphlaup en því mið-
ur nýttust þau ekki sem skyldi."
Geir sagði að sigurinn skipti öllu.
„Þegar staðan breyttist úr 21:14 í
21:18 var óðagotið of mikið. Menn
ætluðu sér of mikið í hverri sókn.
Hins vegar var ég ánægður með sig-
urinn og leikmennirnir lögðu sig gíf-
urlega vel fram. Baráttan var frá-
bær og ekki vantaði viljann og
metnaðinn til að ljúka leiknum með
sigri.“
Frá fyrstu mínútu var vamarleikur
Islands góður, öflug 5-1 vöm, stjórn-
að af vökulum huga fyrirliðans og
besta leikmanns vallarins, Júlíusar
Jónassonar. Hann var óþreytandi að
hvetja félaga sína til dáða. Enginn
vafi lék á að sóknarleikur Ungverja
hafði verið rækilega skoðaður, ekkert
í honum sló vömina út af laginu. Hins
vegar fóru aðvörunarljós fljótlega að
blikka í sóknarleiknum. Eins og
reiknað hafði verið með léku gestimir
3-2-1 vöm sína, þá skorti á dirfsku og
áræði lykilmanna. Alltof mikið var
um mistök hjá Degi Sigurðssyni og
síðast en ekki síst Ólafi Stefánssyni,
sem náði sér aldrei á strik og gerði
sig sekan um aragrúa mistaka sem er
harla óvenjulegt af þessum snjalla
sóknarmanni. Patrekur Jóhannesson
gerði hvað hann gat og Gústaf studdi
hann vel, en minna fór fyrir Valdi-
mari Grímssyni og þá sérstaklega
Bjarka Sigurðssyni í hægra horninu
enda h'tinn stuðning að fá frá Ólafi.
Það var hins vegar áðumefndur varn-
ai’leikur sem skilaði íslenska liðinu
því frumkvæði sem það náði snemma
leiks og hélst til hálfleiks, staðan þá
13:10. Munurinn hefði hæglega getað
orðið meii’i ef eitthvert þeirra fjög-
urra hraðaupphlaupa sem fóru for-
görðum hefði verið nýtt.
Framan af síðari hálfleik lék ís-
lenska liðið allvel í sókninni. Fram-
liggjandi vöm Ungverja hafði ekki
eins mikil áhrif og gestimir höfðu
vonað. Síðast en ekki síst héldu vöm-
in og Guðmundur áfram að fara ham-
förum og Ungverjar vora að brotna
er þeir léku út síðasta ás sínum. Hann
fólst í að bakka aftur í flata vörn og
þá vora góð ráð dýr hjá íslenska lið-
inu. Enginn gat tekið af skarið. Ólaf-
ur hélt uppteknum hætti og Dagur
einnig, Patreki gekk allt í mót og
hann skipti við Sigurð Bjamason,
sem stóðst ekki álagið og ógnaði ekk-
ert. Róbert Sighvatsson, sem hafði
fengið úr talsverðu að moða á línunni
og átt stórgóðan leik bjó við stöðugt
þröngari kost. Möguleikarnir voru
því fáir, nauðsynlega vantaði mann-
inn í Eisenach, eini íslenski hand-
knattleiksmaðurinn fyiir utan Sigurð
Sveinsson sem um þessar mundir
getur skotið á markið af 10 til 11
metram.
Hálfnað er verk þá hafið er, segir
máltækið. Nú verður íslenska liðið að
láta kné íylgja kviði í síðari leiknum
nk. sunnudag. Eftir þessum leik að
dæma er það íslenska mim sterkara
en vissulega verður erfítt að sækja
Ungverja heim. Vömin er sterk og
markvarslan sömuleiðis. Sóknin var
hins vegar upp og ofan. Þrátt fyrii’
það var liðið að skapa sér mikið af
færum gegn framliggjandi vörn Ung-
verja. Því miður fóru mörg færanna í
súginn. En með viðlíka frammistöðu
ytra og að því viðbættu að lykilmenn
taki sig saman í andlitinu og færi
verði nýtt betur verður að telja mögu-
leika íslenska landsliðsins á að tryggja
sér farseðilinn til Egyptalands næsta
vor góða. Það sem einu sinni hefur
gerst, getm’ alltaf gerst aftur.
Bjarki fékk blóm
BJARKI Sigurðsson fékk í
gærkvöldi blóm fyrir sinn tvö-
hundraðasta landsleik, sem
hann Iék gegn Kínverjum í
llirosima í Japan 25. júní í
sumar, en þá skoraði hann 12
mörk í sigurleik 29:19. Bjarki
liefur leikið 210 leiki ineð
landsliðinu siðan hann lék
sinn fyrsta landsleik í ferð
með landsliðinu til Bandaríkj-
anna 1987, þar af 206 a-Iands-
leiki.