Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 B 7
BÖRN OG UNGLINGAR
Úrvalshópur FRÍ14-19 ára kom saman í Borgarnesi:
Fjölmörg ný andlit
ÚRVALSHÓPUR Frjálsíþrótta-
sambands íslands 14-19 ára
var í æfingabúðum í Borgar-
nesi helgina 6.-8. nóvember
sl. Egill Eiðsson unglinga-
landsliðsþjálfari skipulagði og
stjórnaði æfingabúðunum
sem voru þær fyrstu í vetur.
Nýju andlitin voru mörg að
þessu sinni, því rúmur þriðj-
ungur hópsins hefur ekki ver-
ið valinn í afrekshóp á vegum
FRÍ.
VERÐLAUNAHAFAR í byrjendaflokki. Frá vinstri Halldór Hallsson,
Eyjólfur Guðsteinsson, Ingvar Árnason og Einar Gunnarsson.
Bestir meðal byrjenda
KEPPT var í sérstökum byi-jenda-
flokki á Nice-unglingamótinu í borð-
tennis sem haldið var í TBR-húsinu
fyrr í þessum mánuði. Eyjólfur Guð-
' steinsson úr Víkingi reyndist hlut-
skarpastur en félagi hans úr Víkingi,
Halldór Hallsson hafnaði í öðru
sæti.
Keppt var í þremur öðrum flokk-
um. Urslit voru eftir bókinni í tvíliða-
leik drengja þar sem bræðurnir Guð-
mundur og Matthías Stephensen
bái-u sigurorð af Magnúsi Magnús-
syni og Tryggva Péturssyni. Óli Páll
Geirsson sigraði í 2. flokki karla en
Tryggvi náði þai’ sínum öðrum silf-
m-verðlaunum. Víkingar voru einráð-
ir í piltaflokkunum, en í 1. flokki
stúlkna tylltu tvær stúlkur úr KR
sér á verðlaunapall. Kristín
Hjálmai’sdótth’, KR, sigraði í þess-
um flokki, önnur varð Kristín
Bjarnadóttir úr Víkingi og Guðrún
Björnsdóttir, KR, varð þriðja.
Unglingamet
í sundi
TVÖ unglingamet voru sett á meta-
og lágmarksmóti SH í Sundhöll
Hafnarfjarðar á mánudaginn. Anja
Ríkey Jakobsdóttir, SH, setti
meyjamet í 100 m skriðsundi, synti
á 1.03,58 mín. og Halldóra Porgeirs-
dóttir, SH, setti stúlknamet í 50 m
bringusundi. Hún synti á 33,56 sek.
Tómas Sturlaugsson og Lousia
ísaksen úr Ægi náðu lágmarki í
landsliðshópinn sem fer á Norður-
landamót unglinga. Halldóra bætt-
ist í A-landsliðshóp SSÍ með meti
sínu og fer á EM í Sheffield um ^
miðjan desember.
Sveit Ægis setti piltamet í 4x100
m skriðsundi í bikarkeppni SSÍ um
helgina. Hún synti á 3.42,69 mín. og
bætti eldra metið um 1,54 sek. I
sveitinni voru: Jakob Jóhann
Sveinsson, Hjörtur M. Reynisson,
Tómas Sturlaugsson og Eyþór Örn
Jónsson. f
Markmiðið með æfingabúðunum
er að leiðbeina unglingunum,
en auk þess er lögð mikil áhersla á
að einstaklingarnir
Frá Ingimundi kynnist. Hópnum var
Ingimundarsyni skipt í hópa eftil’
' Borgamesi greinum; spretthlaup,
grindahlaup, lang-
hlaup, stökk og köst og æfmgarnar
voru undir stjórn reyndra þjálfara,
en á milli æfínga var hlýtt á fyi’ir-
lestra tengda þjálfun og öðru sem
komið getur að góðum notum.
Óðinn og Einar
Karl til Riga
Verkefnin fyi’ir þennan aldurshóp
eru mörg á næsta ári. Má nefna
Norðurlandamót unglinga 20 ára og
yngri. Þá er spennandi verkefni sem
er Ólympíudagar æskunnar fyrir
16-17 ára sem fara fram í Esbjerg í
Danmörku í júlí. Til að komast á
mótið eru lágmörk og reikna má með
að 6-12 íslendingar nái lágmörkun-
um í frjálsum íþróttum. Þá verður
Evrópumeistaramót unglinga 19 ára
og yngri í ágúst í Riga í Lettlandi.
Nú þegar hafa tveir einstaklingar
náð lágmörkum á það mót; Einar
Kai-1 Hjartarson hástökkvai’i og
Óðinn Björn Þorsteinsson kringlu-
kastari.
Evrópumeistai’amót fyiTr 22 ára
og yngri fer fram í Gautaborg.
Þangað fara stangarstökkvai’arnir
Vala Flosadótth’ _ og Þórey Edda
Elísdóttir. Jón Ásgrímsson spjót-
kastari er mjög nálægt lágmarkinu,
vantar örfáa sentímetra til að ná því.
Má búast við að á því móti verði allt
að fímm keppendur frá íslandi. Þá
fer N orðurlandamót unglinga í
fjölþrautum fram á íslandi í byrjun
júlí.
Morgunblaðið/Ingimundur Ingimundarson
EFNILEGASTA frjálsíþróttafólk landsins á aldrinum 14-19 ára kom saman í Borgarnesi fyrir skömmu. Úrvalshópurinn æfði og hlýddi á
fyrirlestra.
Egill Eiðsson sagði að miklar
breytingar hefðu orðið hjá ung-
lingaflokkunum síðan markvisst
starf var tekið upp fyrir þennan
aldursflokk. Áhuginn hefur aukist
sérstaklega í aldurshópnum 15-18
ára og árangurinn er betri. A þessu
ári hafa verið sett 25-30 Islandsmet
í yngri aldursflokkunum og Egill
telur að starfíð hafi í mörgum til-
fellum frestað brottfalli unglinga úr
íþróttum. Arangur unglinganna er
alltaf að batna, sérstaklega á mót-
um erlendis. A þessu ári hlaut Is-
land t.d. fimm Norðurlandameist-
aratitla í unglingaflokkum. Fram-
tíðin er því björt í frjálsum íþrótt-
um á Islandi, ef þessi efnilegu ung-
menni taka hlutina alvarlega á
komandi árum.
Fengu viðurkenningu
fyrir framfarir á árinu
URVALSHOPUR FRI kom
saman í Borgarnesi og þá notuðu
forráðamenn FRI tækifærið og
verðlaunuðu frjálsíþróttafólk á
aldrinum 15-18 ára sem sýnt
hafði miklar framfarir á árinu.
Eftirtaldir fengu viðurkenningar:
Borghildur Valgeirsdóttir,
Selfossí
Borghildur er 18 ára gömul.
Hún sýndi miklar framfarir í
millivegalengdarhlaupum. Hún
varð Islandsmeistari í 800 m og
l. 500 m hlaupum í sínum aldurs-
flokki og þriðja í báðum gi’einun-
um á Meistaramóti íslands. Besti
tími hennar í 800 m var 2:22,73
mín. og í 1.500 m 4:56,59 mín.
Einar Karl Hjartarson, ÍR
Einar Karl er 18 ára og keppir
fyrir ÍR. Hann stökk 2,16 m inn-
anhúss í hástökki og 2,18 m utan-
húss sem hvorttveggja pru Is-
landsmet. Hann varð íslands-
meistari í karlaflokki bæði innan-
og utanhúss. Hann tók þátt í HM
unglinga og varð 12. með 2,10 m,
en stökk í undankeppni 2,18
metra.
Silja Úlfarsdóttir, FH
Silja er sautján ára gömul. Hún
bætti fyrri árangur sinn verulega
í spretthlaupum. Hún varð Is-
landsmeistari í 100 m, 200 m, 400
m, 100 m grindahl. og 300 m
grindahl. í sínum aldursflokki.
Hún varð Islandsmeistari í 400 m
hlaupi á Meistaramóti íslands og
varð önnur í 100 og 200 m hlaup-
um. Hún kórónaði árangur sinn í
sumar með því að ná bronsi á
NM unglinga í 400 m hlaupi.
Besti árangur hennar var: 12,29 í
100 m hl. 24,84 í 200 m og 55,87 í
400 m hlaupi.
Óðinn B. Þorsteinsson, ÍR
Óðinn Björn, sem er 17 ára,
bætti sig um 13 metra í kringlu-
kasti með- karlakringlunni og
kastaði best 50,56 m sem er Is-
landsmet í hans aldursflokki
þrátt fyrir að vera á yngra ári.
Hann keppti á NM unglinga í
Óðinsvéum í sumar og er búinn
að ná lágmarki EM unglinga í
Riga.
ívar Ö. Indriðason,
Ármanni
ívar Örn, sem er 16 ára, setti
sveinamet í 400 m hlaupi og 300
og 400 m grindahlaupum. Hann
vann öll spretthlaup og grinda-
hlaup á Islandsmótum í sínum
aldursflokki utan- og innanhúss.
Besti árangur hans var 51,18 sek.
í 400 m hlaupi og 57,22 í 400 m
gi’ind.
Ylfa Jónsdóttir, FH
Ylfa er sextán ára gömul. Hún
setti Islandsmet í meyjaflokki í
400 m gi’indahl. á 64,13 sek. Hún
náði mjög góðum árangri í 400 m
hlaupi á árinu, en besti árangur
hennar í greininni er 57,74 sek.
Hún keppti á NM unglinga í
4x400 m boðhlaupi.
Vigfús Dan Sigurðsson, ÍR
Fimmtán ára Hornfirðingur
sem verið hefur ósigi’andi í sínum
aldursflokki, innanhúss, sem ut-
an, Vigfús Dan, setti sveinamet í
öllum kastgreinum með sínum
áhöldum og setti auk þess sveina-
met með karlasleggju 36,63 m.
Ágústa Tryggvadóttir,
Seifossi
Agústa, sem er fimmtán ára,
bætti fyrri árangur sinn verulega
í sumar. Hún setti meyjamet í
kúluvarpi, 11,83 m, stökk 5,23 m í
langstökki, 1,60 m í hástökki og
11,83 í þrístökld. Hún hlaut 4.099
stig í sjöþraut og er mjög fjölhæf
íþróttakona.
s met
féllu í
ÞRJÚ met í unglingaflokki voru
sett á Meta- og lágmarkamóti SH
sem haldið var í Sundhöll Hafnar-
fjarðar sl. mánudagskvöld. Anja
Ríkey Jakobsdóttir úr SH setti
meyjamet í 100 m skriðsundi, þegar
hún synti á 1:03,58 sek. Halldóra
Þorgeirsdóttir sem einnig keppir
fyrir SH bætti sólarhringsgamalt
stúlknamet sitt sem hún setti í Bik-
arkeppni SSÍ um 36/100 úr
sekúndu. Halldóra synti á 33,56
sekúndum. Þriðja piltametið átti
Örn Ai’narson úr SH og var þar
jafnframt um met í karlaflokki að
ræða. Örn varð fyrstur íslendinga
til að synda 200 m skriðsund undir
1:50,0 sek. Tími Arnar var 1:48,65.