Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 6
£ B FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER1998 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR STÚLKUM frá Gróttu gekk vel í 3. þrepi. í aftari röð eru þær Harpa Snædís Hauksdóttir og Halldóra H. Hannesdóttir og fyrir framan þær eru Erna Svanhvít Hreinsdóttir, Hildur Þorsteins- dóttir og Hildur Þórðardóttir. Gróttustúlkur voru ánægðar í mótslok GRÓTTUSTÚLKUR voru í sjö- unda himni yfir árangrinum, en stúlkur frá félaginu létu mikið að sér kveða í keppninni á þriðja þrepi í Armannsheimilinu sl. sunnudag. Þrjár þeirra komust á verðlauna- pall, en það voru þær Hildur Þórð- ardóttir, sem sigraði í fjölþraut í flokki þrettán ára og eldri, og Hall- dóra Hanna Hannesdóttir sem hafnaði í 3. sæti í sama flokki. Þá sigraði Harpa Snædís Gunnars- dóttir í flokki tíu ára og yngri. Stúlkurnar æfa alla daga vikunnar að undanskildum sunnudögum og voru sammála um að erfiðið hefði borgað sig. „Við erum ekki alltaf ánægðar með þær einkunnir sem við fáum frá dómurunum, en ég held að við getum ekki kvartað núna,“ sagði ein þeiixa. Kjarkur og þor FLESTIR íþróttamenn ráða ekki við að stökkva aftur fyrir sig á gólfi, hvað þá á tíu sentimetra breiðri slá í spennandi keppni, enda er það varla á færi nema fremsta fimleikafólks. Sif Páls- dóttir, ellefu ára gömul fimleika- stelpa úr Armanni, lét sig ekki muna um að sýna þetta stökk, sem fimleikafólk kallar „flikk“ á mótinu í fimleikastiganum um síðustu helgi. Kannski hafa tilþrif hennar á myndinni hér til hliðar átt stóran þátt í að hún fékk hæstu einkunn á jafnvægisslánni í sínum flokki. Ekki hægt að hætta! UM eitt hundrað ungmenni tóku þátt í móti í Fimleikastiganum sem haldið var í íþróttahúsi Gerplu og Armanns um síðustu helgi. Fim- leikasambandið gekkst fyrir mótinu ÞEGAR illa gengur langar mann stundum til að hætta, en það er eins og það sé ekki hægt. Fimleik- arnir toga alltaf í mann, því það er svo gaman þegar vel gengur,“ sagði Anna Huld Ólafsdóttir, sigur- vegari í fyrsta þrepi 13 ára og eldri. Anna Huld, sem æfir hjá Gerplu, bar sigurorð af Ingu Rós Gunnars- dóttur, Gerplu, og Völu Védísi Guðmundsdóttur, Armanni. Verð- launahafamir æfa allir í sautján til átján klukkustundir í viku hverri og munu eflaust láta að sér kveða í frjálsum æfingum eftir áramót. INGA Rós Gunnarsdóttir, Anna Huld Ólafsdóttir og Vala Védís Guðmundsdóttir fengu hæstu einkunnir í fjölþraut. Morgunblaðið/Frosti ÁSDÍS Guðmundsdóttir, Sif Pálsdóttir og Tanja Björk Jónsdóttir komust á verðlaunapall fyrir æfingar 12 ára og yngri í fyrsta þrepi Fimleikastigans. Nýlt fimleikamót sem er eitt það fyrsta sem fimleika- fólki stendur til boða í vetur. Enn er nokkur haustbragur á fimleikafólki, en kannski ekki nema von, vertíðin hefst ekki af alvöru fyrr en í febrúar þegar flest helstu mót vetrarins fara fram. Mótið, sem einfaldlega var kallað Fimleikastiginn, hófst með keppni í fjórða þrepi, sem haldið var sl. fimmtudagskvöld í umsjá Gerplu og þar mættu um sextíu keppendur til leiks. A sunnudaginn sáu Armenn- ingar um að halda mót fyrir fyrsta og þriðja þrep stúlkna. Keppni í þriðja og fjórða þrepi byggist upp á því að keppendur framkvæma skylduæfingar í ákveðinni röð á áhöldunum fjórum, en meira frjáls- ræði er í æfingum á fyrsta þrepi. Framundan er tími jólasýninga, sem einstök félög halda. Til að mynda halda Armenningar upp á 110 ára afmæli sitt 13. þessa mánað- ar og þeim tímamótum verður vel fagnað af fimleikafólki félagsins sem og öðrum. HANDBOLTI / ÍSLANDSMÓT FIMMTA FLOKKS DRENGJA Víkingur og Fram kepptu um gullið hjá A-liðum ÖNNUR umferð Islandsmótsins í fimmta aldursflokki drengja, Landssímamótið, var haldin í Breiðholti helgina 20.-22. síðasta mánaðar. Keppendur á mótinu voru 426 talsins, frá 37 liðum, og Ieikið var á tveimur völlum sam- tímis, í íþróttahúsinu við Austur- berg og í Iþróttahúsi Fellaskólans. Helstu úrslit urðu þau að Víking- ur sigraði Fram í úrslitaleik A-liða 16:14, en IR hafnaði í þriðja sæti eftir baráttusigur gegn Haukum, 12:11. í flokki B-liða sigruðu Haukar Fram 12:7 í úrslitaleik, en Aftur- elding lagði FH í leik um þriðja sætið, 26:15. Lið frá KA hrósaði sigri í C-liða- keppninni, en Hafnarfjarðarfélögin Haukar og FH höfnuðu í 2. og 3. sæti. Landssíminn styrkti þessa um- ferð Islandsmótsins og gaf öllum þátttakendum bol auk þess sem leikmenn efstu þriggja liðanna hjá A-, B- og C-liðum fengu verðlauna- peninga til minningar um árangur- inn. 'Z-u V 1 i1 m' * & «1 k 3 'A> n nw.i-6 Í-'W: VÍKINGSLIÐIÐ sem sigraði í A-liðakeppni í annarri umferð íslandsmótsins í fimmta flokki. Aftari röð frá vinstri: Barbara Fischer þjálfari, Brynjar Hreggviðsson, Vil- hjálmur Ólafsson og Andri M. Númason. Fremri röð frá vinstri: Stuðningasamður, Helgi Ö. Hafsteinsson, Sæþór F. Sæþórsson fyrirliði, Arnar M. Magnússon, Emil Ás- v grímsson, Sverrir Hermannsson og Gunnar Magnússon þjálfari. FRAMARAR höfnuðu í 2. sæti í keppni A-liða. Aftari röð frá vinstri: Jón Eggert Finnsson þjálfari, Gunnar Þ. Gunnarsson, Hermann E. Hreinsson, Halldór Arin- bjarnarson, Kristján Hauksson og Kristján Andrésson, Fremri röð frá vinstri: Jón Orri Ólafsson, Maríus Þ. Haraldsson, Jóhann G. Einarsson, Vilhjálmur Steingríms- son, Ólafur Markússon og Nikolay Titov þjálfari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.