Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
_________________FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 B ?
BÖRN OG UNGLINGAR
Fámennt en góðmennt hjá 3. flokki kvenna í handknattleik
Sigur Fylkis
kom á
óvarl
FÁMENNT en góðmennt gæti ver-
ið yfíi'skriftin á íslandsmótinu í
þriðja flokki kvenna í handknattleik
í vetur. Það er ekki neitt nýtt að
margar stúlkur hætti í íþróttum á
unglingsaldri, en ástandið hefur lík-
lega sjaldan verið jafn slæmt og í
vetur og það mátti vel merkja það á
auðum varamannabekkjum liðanna
sem tóku þátt í 2. umferð íslands-
mótsins í 1. deild í íþróttahúsinu í
Austurbergi um síðustu helgi.
Þrettán félög tefla fram liðum í
þessum flokki, en af þeim fimm sem
tóku þátt í keppninni í efstu deild
um síðustu helgi, var aðeins eitt
þeirra sem gat teflt fram vel setn-
um varamannabekk. Það var Fylk-
isliðið, sem kom upp úr 2. deildinni
í haust og flestum að óvörum stóð
uppi sem sigurvegari frá þessari
umferð. Valsstúlkurnar, sem urðu í
efsta sæti í fyrstu umferð mótsins í
Vestmannaeyjum, þurftu að þessu
sinni að berjast fyrir sæti sínu í
deildinni.
Kom okkur ekki á óvart
„Það kann að hafa komið öðrum
á óvart að við skyldum sigra, en
okkur finnst þepsi sigur ekki
óvæntur," sagði íris Dögg Mar-
teinsdóttir, fyrirliði Fylkis, sem
vann sig upp úr 2. deild í fyrstu um-
ferð mótsins. „Flestar stelpurnar í
liðinu urðu Islandsmeistarar í
fjórða flokki í fyrra og við höfum
æft vej í vetur og það skilaði sér,“
sagði íris. Hún neitaði því ekkfyað
mikill dagamunur hefði verið á Ar-
bæjarliðinu, sem sigraði örugglega
í leikjum sínum við FH og IR á
laugardaginn, en átti erfitt upp-
dráttar gegn ÍBV og Val daginn
eftir.
„Við hefðum átt að fara létt með
IBV-liðið sem var manni færra, en
lentum í basli og töpuðum síðan
gegn Val. Miðað við þessa leiki
mætti segja mér að það verðum við,
Valur og FH sem berjumst um titil-
inn, en fleiri lið, eins og til dæmis
IR, koma einnig vel til greina."
Handknattleiksdeild Fylkis er
með þeim yngstu á landinu og af
þeim fimm félögum sem tefldu fram
liðum um helgina, er Fylkir eina lið-
ið sem teflir ekki fram meistara-
flokksliði. Þriðji flokkurinn er elsti
kvennaflokkurinn sem starfræktur
er í félaginu og Fylkir býr vel að því
að eiga fjölmenna yngri flokka, til
að mynda er fjórði flokkur mjög
fjölmennur í Arbænum og margar
úr þeim flokki léku með 3. flokks Uði
félagsins í Austurbergi.
Getum gert betur
„Við erum með sterkt lið og eig-
um að geta gert mikið betur. Það
virtist vanta einbeitingu hjá okkur
og trúin á eigin getu var yfirleitt
ekki til staðar í síðari hálfleikunum.
Við erum nýbúnar að skipta um
þjálfara, en Oskar Bjarni (Oskars-
son) var búinn að vera með okkur í
fímm ár og við söknum hans svolít-
ið,“ sagði Anna Guðmundsdóttir,
hægiáhandarskytta Valsliðsins.
„Rétt eins og hjá mörgum öðrum
liðum, var varamannabekkur Vals-
ara fáliðaður og Anna taldi að mikið
álag ætti sinn þátt í því hve margar
stúlkur hættu.
„Við erum reyndar með lið í 2.
deildinni, en það breytir því ekki að
margar stelpur í mínum árgangi
(1982) hafa hætt. Helsta ástæðan
fyrir því held ég að séu stífar æfing-
íris Dögg Marteinsdóttir
Á fullum krafli í
tveimur greinum
KOLBRÚN Sól Ingólfsdóttir, leik-
maður 3. flokks ÍBV og unglinga-
landsliðsins, er þekktari sem
kylfingur, en hún varð íslands-
meistari unglinga sl. sumar. Kol-
brún Sól hefur verið valin í ung-
lingalandslið í báðum greinunum
og greinarhöfundi lék forvitni á að
vita hvort það væri hægt að stunda
þessar tvær íþróttagreinar af full-
um krafti?
„Handbolti er vetraríþrótt en
golf er stundað yfir sumartímann
og að því leyti eiga þessar íþróttir
ekki illa saman. Eg er hins vegar
þeirrar skoðunar að það sé ekki
hægt að gera hvort tveggja vel og
ég er þegar búin að velja mér
íþrótt og það er golfið. Það er hins
vegar mjög erfitt að slíta sig frá
handboltanum, sem er mjög
skemmtilegur, auk þess sem félag-
arnir eru flestir í handbolta,“ sagði
Kolbrún, sem meðal annars þurfti
að fórna keppnisferð í handknatt-
leik síðasta sumar vegna anna í
golfíþróttinni.
Eyjastúlkur mættu átta til leiks í
fyi’stu tvo leiki sína, en voru aðeins
sex talsins í síðari tveimur leikjun-
um, þar sem tveir af yngstu leik-
mönnum liðsins tóku þátt í hönnun-
arkeppni fyrir grunnskóla, sem
fram fór á sunnudeginum. „Eyja-
menn hafa orð á sér fyrir að vera
svolítið galnir, vitanlega gengur það
ekki upp að spila leiki einum leik-
manni færri og ég held að Guðfinn-
ur þjálfari hafí ekki verið mjög
hress þegar hann frétti af því að
stúlkurnar ætluðu að taka þátt í
hönnunarkeppninni. Hins vegar var
lítið hægt að gera núna. Ástandið er
vissulega fremur slæmt, við höfum
aldrei verið fjölmenn í þessum ald-
ursflokki, en kjarninn hefur hins
vegar verið góður og stelpurnar
hafa haldið vel saman. Núna meg-
um við hins vegar ekki við neinum
forföllum."
Morgunblaðið/Frosti
VALSSTÚLKUR sækja að marki ÍR í leik liðanna sl. sunnudag. ÍR-ingar báru sigur úr býtum,
en sigurinn dugði þeim ekki til að forðast fall.
ar. Við æfðum sex daga vikunnai’ í
allt sumar og vorum þá í styrkjandi
æfingum og síðan höfum við verið á
sex æfingum á viku nú í vetur. Því
er ekki að neita að margar sjá eftir
tímanum sem fer í þetta. Ástæðan
fyrir miklum æfingum er fyrst og
fremst sú að þetta eru bestu árin til
að byggja sig upp fyrir framtíðina,"
sagði Ánna, sem vænti þess að
keppnin í vetur yrði spennandi, þar
sem nokkur lið kæmu til greina sem
Islandsmeistarar.
adidaé
Anna Guðmundsdóttir
LOKASTAÐAN
ÖNNUR umferð Islandsmótsins
í 3. flokki kvenna, - 1. deild var
leikin í íþróttahúsinu Austur-
bergi um síðustu helgi. Fimm lið
leika í deildinni og urðu úrslit
leikja og lokastaðan þessi:
Urslit leikja:
Valur-FH 13:16
Fylkir-ÍR 16:7
ÍBV-Valur 11:12
FH-Fylkir 11:19
ÍR-ÍBV 10:14
Sunnudagur
ÍBV-FH 10:16
ÍR-Valur 12:11
Fylkir-ÍBV 17:15
FH-ÍR 15:7
Valur-Fylkir 16:14
Lokastaðan:
Fylkir 4 3 0 1 66:49 6
FH 4 3 0 1 58:49 6
Valur 4 2 0 2 52:53 4
ÍBV 4 2 0 2 50:55 2
ÍR 4103 36:56 2
■Hafdís Hinriksdóttir úr FH
varð skoraði flest mörk í 2. um-
ferð, tuttugu alls í leikjunum
fjórum.
ÍBV og ÍR leika í 2. deild í
næstu umferð, en sæti þeirra
taka KA og Fjölnir sem fengu
bæði fullt hús stiga úr riðlum
sínum í 2. deild.
Morgunblaðið/Frosti
KOLBRÚN Sól Ingólfsdóttir, leikmaður ÍBV, hefur verið valin í
unglingalandslið í tveimur íþróttagreinum.
- En hvaða liði spáir hún íslands-
meistaratitli í vor?
„Síðan við byrjuðum í handbolt-
anum, hefur þetta verið slagur á
milli Vals og FH, en frammistaða
Fylkisstúlkna um helgina bendir til
þess að þær geti blandað sér í bar-
áttuna. Við höfum æft lengi saman
og eigum að geta gert miklu betur
en við sýndum í dag.“
ÚRSLIT
MÓT í íslenska fimleikastiganum
var haldið í íþróttahúsi Gerplu og
Ármanns í síðustu viku. Helstu úr-
slit urðu þessi:
FYRSTA ÞREP - 12 ára og yngri:
Fjölþraut:
Sif Pálsdóttir, Arm ................33,425
Ásdís Guðmundsd., Árm...............31,275
Tanja Björk Jónsd.,Björk ............29,75
Svava Björg Örlygsd., Arm ............29,4
Birta Benónýsd., ....................29,25
Anna Guðbj. Bjarnad., KR............29,225
Hildur Jónsdóttir, Björk..............29,1
Hrefna Halldórsd., ARM .............28,325
Hæstu einkunnir á einstökum
áhöldum:
Sif fékk 8,45 fyrir stökk, 7,925 á tví-
slá, 8,55 á jafnvægisslá og 8,5 á
gólfi.
13 ára og eldri
Fjölþraut:
Anna Hulda Ólafsd., Gerplu.........31,75
Inga Rós Gunnarsd., Gerplu..........30,1
Vala Védís Guðm.sd., Árm .........29,525
Kristbjörg T. Ásbjörnsd., Bj.......27,55
Sóldís L. Benjamínsd., Arm........26,575
Aðalheiður Gunnarsd., Arm.........20,475
Hæstu einkunnir á einstökum
áhöldum:
Inga Rós fékk 8,7 fyrir stökk og 8,3
fyrir gólfæfingar. Ánna Hulda fékk
8,25 fyrir tvíslá og Vala Védís fékk
7,275 fyi’ir gólfæfmgar.
ÞRIÐJA ÞREP 11-13 ára:
Fjölþraut:
Hildur Þórðardóttir, Gróttu ........34,075
íris Mist Magnúsd., Stjörnunni .......33,3
Halldóra Hanna Halldórsd., Gr.......32,475
Helga Björg Jónsd., Áimanni .........31,85
Aðalbjörg Guðm.sd., Björk ...........31,85
Hulda Magnúsdóttir, Björk ...........31,15
Sigurlaug Helga Árnad., Gerplu ... .30,225
Jóna Kristinsdóttir, Gróttu ......30,0(><?
Hæstu einkunnir á einstökum
áhöldum:
íris Mist hlaut hæstu einkunn í
stökki, 8,925, Hildur Þórðardóttir
hlaut 8,65 á tvíslá og og 8,425 á jafn-
vægisslá og Hildur Þorsteinsdóttir,
Gróttu fékk 9,235 fyrir æfingar sín-
ar á gólfi.
AUs voru 24 stúlkur skráðar til
leiks í þessum flokki.
ÞRIÐJA ÞREP - 10 ára og yngri:
Harpa Snædís Hauksd., Gróttu .........32,6
Auður Jóna Guðm.d., Árm..............32,525
Dagný Björk Stefánsd., Gerplu.........30,7
Halla Logadóttir, KR.................30,45
Hæstu einkunnir á einstökum
áhöldum:
Harpa Snædís fékk 8,8 fyrir stökk
og 8,7 á tvíslá. Auður Jóna fékk 8,2
fyrir æfingar sínar á jafnvægisslá
og Ai-ndís Halldórsdóttir, Armanni
fékk 8,85 fyrir gólfæfingar.
Átta stúlkur kepptu í þessum
flokki.