Morgunblaðið - 03.12.1998, Side 8

Morgunblaðið - 03.12.1998, Side 8
KNATTSPYRNA Frakkinn David Ginola vill fara á Wembley CHRIS Amstrong og David Ginola fagna sigrinum á Manchester United. Reuters Enn tapar Gladbach BORUSSIA Mönchengladbach féll úr þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi, tapaði 2:0 fyrir 2. deildarliði Rot-Weiss Oberhausen í átta liða úrslitum. Gladbach, sem er í neðsta sæti í 1. deild, hélt hreinu í 70 mínútur en þá skoraði Lars Toborg fyrir heimamenn og Achim Weber bætti öðru marki við 12 mínútum síðar. Werder Bremen átti í mestu erfíðleikum með að komast í und- anúrslit en hafði TB Berlín 2:1 í framlengdum leik. Kreso Kovavec skoraði íýrir gestina af stuttu fæii eftir 10 mínútur en norski miðherjinn Havard Flo jafnaði fjórum mínútum fyrir leikslok. Pólski samherji hans, miðherjinn Pawel Wojtala, gerði sigurmarkið með skaila þegar 18 mínútur voru af framlengingunni. Oberhausen og TB Berlín unnu sér sæti í 2. deild að loknu síðasta tímabili en áhugamanna- liðið Siegen lauk ævintýi’i sínu með 3:1 tapi í Wolfsburg, þar sem pólski miðherjinn Andrzej Juskowiak gerði tvö mörk fyrir heimamenn. Bayern Munchen er fjórða liðið í undanúrslitum, en dregið verður um framhaldið um helgina. Jafnt í Istanbúl TOTTENHAM sló Manchester United úr Ensku deildabikar- keppninni, vann 3:1 á White Hart Lane í gærkvöldi og mætir Wimbledon í undanúrslitum. Leicester, sem varð deildabik- armeistari 1997, vann Black- burn 1:0 og dróst á móti Sund- erland í undanúrslitum. yrri hálfleikur á White Hart Lane var frekar daufur en fljótlega eft- ir hlé dró til tíðinda. Heimamenn sóttu hratt upp vinstri kantinn, Allan Nielsen gaf fyrir á Ruel Fox sem skallaði áfram á Chris Annstrong og hann skallaði af öryggi í netið. Skömmu síðar gerði hann annað mark með skalla eftir frábæran und- irbúning Frakkans Davids Ginolas. Teddy Sheringham, íyrrverandi leik- maður Spurs, minnkaði muninn fyrir gestina eftir gott spil og sendingu frá Phil Neville 20 mínútum fyrir leiks- lok, en skallamark hans náði ekki að kveikja í stjörnuliðinu sem reyndar lék án helstu stjama - Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri, gerði níu breytingar frá síðasta leik. Engu að síður voru þarna menn eins og Ryan Giggs, Ole Gunnar Solskjær, Nicky Butt og Sheringham. Ginola inn- siglaði góðan leik með frábæru marki skömmu fyrir leikslok, skaut með vinstri utan vítateigs og skoraði af öryggi. „Við áttum þetta skilið," sagði Ginola. „Við erum í undanúr- slitum, einum leik frá Wembley og ég vil fara á Wembley." George Graham, knattspyi'nustjóri Spurs, hrósaði Frakkanum. „Hann hefur skemmt fólki að undanfórnu og ég þarf að virkja kraft hans til að búa til sigurlið. Hann hefur verið frábær í 'þremur síðustu leikjum og þegar hann leikur eins og að þessu sinni, er skapandi, er það að mínu skapi.“ Alex Ferguson hefm- ekki lagt mikið upp úr þessari keppni en Gra- ham sagði að hún skipti Tottenham miklu máli. „Við erum ekki á sama plani og United um þessar mundir en hver keppni er mikilvæg fyrir okkur. Við erum að reyna að búa til sigurlið og árangur hvar sem er eflir sjálfstraustið.“ Neil Lennon tryggði Leicester sæti í undanúrslitum, sem verða í janúar og febrúar, með skallamarki um miðjan seinni hálfleik en Black- burn hafði átt meira í leiknum. Todd hrósar Arnari COLIN Todd, knattspyrnu- stjóri Bolton, er bjartsýnn á að lið lians verði í baráttu um sæti í úrvalsdeild þó svo að Nathan Blake hafi verið seldur til Blackburn. „Við erum með Arnar Gunnlaugsson, sem hef- ur sýnt að hann er frábær miðherji. Við erum með Boh Taylor, sem hefur skorað sig- urrnark f þremur sfðustu leikj- um okkar og við höfum Dean Holdsworth," sagði Todd og bendir á að aðeins Sunderland hafi skorað fleiri mörk en Bolton í 1. deild, 48 mörk, en Bolton 39. Galatasaray og Juventus gerðu jafntefli, 1:1, í Istanbúl í gærkvöldi og eiga bæði möguleika á að komast áfram í Meistaradeild Evrópu, en það skýrist eftir viku. Nicola Amoruso skoraði f'yrir gestina stundaríjórðungi fyrir leikslok og í kjölfarið var varnar- maðurinn Igor Tudor settur inná fyrir miðherjann Filippo Inzaghi. Fyrir markið höfðu verið gerðar tvær breytingar á tyrkneska liðinu og það sótti með þeim árangri að Suat Kaya jafnaði á síðustu mínútu. „Við þurftum ekki að fá á okkur þetta mark en það hafði áhrif og eftir það sköpuðum við okkur fjögur eða fímm góð færi,“ sagði Fatih Terim, þjálfari Galatasaray, sem er efst í riðlinum með átta stig eins og Rosenborg. „Við vildum sigra og tryggja okkur sæti í átta liða úrslitum, en barátt- an heldur áfram.“ „Við verðum að sigra Rosen- borg og Galatasaray að tapa fyrir Atletico Bilbao," sagði Marcello Lippi, þjálfari Juve, en liðið er með fímm stig. Terim þakkaði áhorfendum fyr- ir að sýna stillingu en Lippi vildi ekki ræða um leikinn í sambandi við ólgu Tyrkja út í Itali vegna framsalsmáls. „Þetta var góður leikur og málið snerist ekki um annað.“ Henning hættur hjá Skalla- grími HENNING Henningsson hef- ur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari körfuknattleiksliðs Skallagríms í Borgarnesi. Að sögn Bjarna Steinarsson- ar, formanns körfuknatt- Ieiksdeildar Skallagríms, féllst stórn deildarinnar á af- sögn Hennings. „Erlendi leikmaðurinn okkar, Erik Franson hefur verið ráðinn þjálfari svona á meðan við erum að vinna okkur tíma og finna eftirmann Henn- ings,“ sagði Bjarni í gærkvöldi. Henning mun áfrani leika með Skalla- grími. „Við megum alls ekki við að missa hann sem Ieik- mann,“ sagði Bjarni. ■ OLAF Thon, fyi'irliði Schalke 04, mun ekki leika meira með liðinu á keppnistímabilinu vegna alvarlegra meiðsla á hásin. ■ MAN. UTD. hefur ekki orðið við óskum Blackburn um að fá að ræða við Brian Kidd, aðstoðarmann Alex Ferguson, knattspyrnustjóra. ■ VIV Anderson er tilbúinn að starfa áfram með Bryan Robson, ef hann gerir nýjan fimm ára samning sem knattspyrnustjóri Middles- brough. ■ DARREN Ferguson, leikmaður hjá tílfunum og sonur Alex, knatt- spyrnu.stjóra Man. Utd., er kominn til Cosenza á Ítalíu til reynslu. ■ WILLI Reimann, þjálfari þýska liðsins NUrnberg, hætti í gær störf- um hjá liðinu. Astæðan fyrir því er veikindi eiginkonu hans. ■ ÁSTRALSKI landsliðsmaðurinn Marko Viduka er kominn til Celtic, sem borgaði Croatia Zagreb þrjár millj. punda fyrir hann. Viduka skrifaði í gær undir þriggja ára samning. ■ TOTTENHAM gekk frá kaupum á argentínska varnarmanninum Mauricio Taricco frá Ipswich í gær á 1,75 millj. punda. Kidd má tala við Blackburn BLACKBURN Rovers greindi frá því í gærkvöldi að Manchester United hefði heimilað félaginu að ræða við Brian Kidd, aðstoðarknatt- spyrnustjóra United, um stjórastöðu Blaekburn. Robert Coar, formaður Blackburn, sagði að heimildin yrði notuð innan 24 tíma. Martin Ed- wards, formaður United, sagði í gærdag að félagið vildi að Kidd yrði áfram og því fengi Blackburn ekki að ræða við hann en Kidd réði framhald- inu. Ferguson tók þá undir orð formannsins og sagði að Kidd væri félaginu og sér mjög mik- ilvægur en af orðum Edwards má ráða að Kidd, sem er 49 ára, hafi viljað kanna málið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.