Morgunblaðið - 03.12.1998, Síða 6
6 C FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Thomas Möller markaðsstjóri Olís hf. um framtíð smásölu, heildsölu og flutninga
Birgðir eru
dauðir
peningar
Framtíðin er í smápakkasendingum og
vörudreifíngarmiðstöðvar sjá um að koma
vörum í verslanir. Þóroddur Bjarnason
ræddi við Thomas Möller og skyggndist
með honum inn í nútíð og framtíð smásölu,
heildsölu og flutninga í ljósi breytinga
á markaðnum.
Morgunblaðið/Þorkell
THOMAS Möller fyrir utan eina af nýju bensínstöðvum Olís í Reykjavík.
HÖNNUN heimila verður
miðuð við netverslanir,
bókabúðir hætta að hafa
lagera, hljómplötuversl-
anú’ pressa geisladiskana á meðan
kúnninn bíður, framtíðin er í smá-
pakkasendingum og vörudreifingar-
miðstöðvar sjá um að koma vörum í
verslanir. Þessi framtíðarsýn er
kannski ekki svo óraunveruleg og á
Islandi er þessi þróun óðum að taka
á sig betri mynd með tækniframför-
um á öllum stigum verslunar og inni
á heimilunum.
Tilhneigingin hefur verið í þá átt,
eins og sagt hefur verið ítaidega frá í
Q'ölmiðlum að undanfömu, að verslan-
ir eru óðum að hætta að versla beint
inn frá tugum heildsala og safna á lag-
era sína heldur versla þess í stað
reglulega við birgða- og dreifingar-
stöðvar sem bæði flytja inn sjálfai- og
eru í þeirri aðstöðu að geta knúið
fram betra verð frá heildsölum en ein-
stakar verslanir eru færar um. Einn
bíll sér svo um að senda hinar ólíkustu
vörur í búðimai-, öllum til mikils hag-
ræðis.
Dæmin blasa við. Aðföng sér
Hagkaupi, Nýkaupi, Bónus, Hrað-
kaupum og 10-11 fyrir dagvöru, Búr
ehf. þjónustar Nóatún, 11-11 Olíufé-
lagið o.fl. á sama hátt og Gripið og
greitt þjónustar ýmsa aðila í smá-
söluverslun. Fleiri og fleiri dæmi
eru að verða til og skemmst er að
minnast stofnunar dreifingarfyrir-
tækis SS, MS, MF, Osta- og smjör-
sölunnar, Sölufélags garðyi'kju-
manna, Ágætis, KEA og Kjötmið-
stöðvarinnar á dögunum, en sú mið-
stöð á einnig að verða opin þeim að-
ilum öðrum sem áhuga sýna. Sú
miðstöð verður þó, ólíkt Aðföngum
t.d., að einungis verður um dreifingu
að ræða, ekki innkaup og sölu.
Upplýsingar í stað birgða
Á svæðinu við Klettagarða er að
rísa þyrping atvinnuhúsnæðis sem
bætist í flóru annarra fyrirtækja á
svæðinu frá Klettagörðum að Súðar-
vogi. Thomas Möller, markaðsstjóri
Olís, kýs að kalla þetta athafnasvæði
flutningaþorp, en hann sér fyrir sér
að það verði miðstöð flutninga og
dreifingai’ á vörum í framtíðinni.
Thomas segir að lykilorðið í versl-
un framtíðarinnar sé upplýsingar og
að þær komi í stað birgða hjá fyrir-
tækjum. „Birgðir eru dauðir pening-
ar,“ segir hann.
„Stefnan er öll í þá átt að fyrir-
tækin hætta að sjá um eigin flutn-
inga. Það er ekkert samkeppnisfor-
skot í því að meðhöndla vöruna sjálf-
ur. I staðinn lætur maður sérhæfð
vörudreifingarfyrirtæki um þetta.
Og nú rísa þau upp hvert á fætur
öðru. Hlutverk heildsala mun breyt-
ast úr vörumeðhöndlun í sölu- og
upplýsingameðhöndlun. Heildsalar
verða upplýsingafyrh'tæki en ekki
birgðafyrirtæki. Það er misskilning-
ur að menn þurfi alltaf að hafa sinn
lager við hlið sér,“ sagði Thomas
Möller.
Thomas segir margt vera að
breytast í flutningamálum heimsins.
,;Það má segja að flutningakerfin til
Islands og innanlands verði vart full-
komnari en þau eru í dag. Það er
gríðarleg samkeppni á öllum sviðum
flutningaþjónustunnar og maður fær
toppþjónustu hjá öllum þessum fyi'-
Midland-
banki deyr
eftir lang-
an feril
London, Telegraph.
MIDLAND banki verður lagður
niður, 75 árum eftir að starfsemi
hans hófst í núverandi mynd, og er
það liður í 30 milljóna punda breyt-
ingu á alþjóðlegri starfsemi móður-
fyrirtæksins, HSBC, undir vöru-
merki þess.
Frá og með maí nk. munu öll úti-
bú bankans í Bretlandi bera nafn
HSBC og vörumerki þeirra verður
rauð-hvítur sexhyrningur.
Bankinn tók til starfa 1835 og
var kenndur bæði við Birmingham
og Midland þar til hann sameinað-
ist London & City Bank 1898.
Hann starfaði undir nafninu
London City & Midland Bank þar
til nafnið var stytt í Midland Bank
1923.
Þegar HBSC keypti Midland
1992 fyrir 3,7 milljarða punda var
því lofað að nafnið fengi að haldast.
Hins vegar var finngálknsmerki
bankans lagt niðm' fyrir tveimur
árum og sexhyrningur tekinn upp í
staðinn. Eignir HSBC í heiminum
era metnar á meira en 300 millj-
arða punda, starfsemin nær til 79
landa og stjórn fyrirtækisins ákvað
að taka upp eitt nafn, sem næði til
allrar starfseminnar.
Sagt er ’að sjái einhverjir eftir
Midland-nafninu þurfi þeir ekki að
kvarta, því að bankinn hafi gleypt
110 banka á löngum ferli, þar á
meðal Bank of Westmoreland,
Leamington Priors & Warwicks-
hfre Banking Company og Channel
Islands Bank.
Af þeim bönkum sem deyja um
leið og Midland starfa nokkrir í
öðram heimsálfum, þar á meðal
einn í Hong Kong og annar í Bras-
ilíu.
5 ístel
Síðumúla 37-108 Reykjavík
S. 588-2800 - Fax 588-2801
www.istel.is