Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 16
JNtogpmMftMfr
VlDSmFTI AMNNULÍF
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
Fólk
Breytingar á
yfírstjórn ÍE
*Á SÍÐASTA stjómarfundi íslenskr-
ar erfðagreiningar var ákveðið að
gera þær breytingar á yfirstjóm fyr-
irtækisins að Hannes Smárason tæki
við starfl aðstoðarforstjóra, Axel Ni-
elsen yi’ði framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs og Jón Gunnar Bergs yrði
framkvæmdastjóri þróunarsviðs.
• HANNES Smárason aðstoðarfor-
stjóri hefur starfað sem fram-
kvæmdastjóri fjánnála- og þróunar-
sviðs hjá fyrirtæk-
inu frá ársbyrjun
1997. Á ámnum
1992-1997 starfaði
Hannes á skrif-
stofu alþjóðlega
ráðgj afarfyrirtæk-
isins McKinsey &
Company í Boston
þar sem hann sér-
hæfði sig í ráðgjöf
fyrir fjármálastofnanir og greiðend-
m'/veitendur á heilbrigðisþjónustu.
Hannes lauk tvöfaldri B.Sc. gráðu í
verkfræði og stjómun frá Massachu-
setts Institute of Technology áiáð
1991 og MBA prófi frá MIT Sloan
School of Management 1992. Hannes
er kvæntur Steinunni Jónsdóttur
innanhússarkitekt og eiga þau tvö
*aöi-n.
• Axel Nielsen, framkvæmdastjóri
fjái-málasviðs, starfaði hjá Flugleið-
um hf. áður en hann hóf störf hjá
ÍE, þar sem starf
hans fólst í verk-
stjórn ýmissa hag-
ræðingar- og
skipulagsverk-
efna, þar áður
starfaði hann sem
ráðgjafi hjá
McKinsey & Co. í
London í rúmlega
tvö ár. í starfi
sínu hjá McKinsey vann hann að
ýmsum verkefnum á sviði stefnu-
mótunar, m.a. fyrir tvo stóra banka,
annan þýskan og hinn breskan. Ax-
el lauk B.Sc. jjrófi í tölvunarfræðum
frá Háskóla Islands 1989, Cand.
Oceon. prófi í viðskiptafræðum frá
Háskóla íslands 1991 og MBA prófi
frá MIT Sloan Sehool of Mana-
gement 1995. Axel er í sambúð með
Jóhönnu Ágústu Sigurðardóttur
viðskiptafræðingi.
• JÓN Gunnar Bergs, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs, hefur
starfað sem rekstrarráðgjafi hjá
McKinsey & Co. í
Bandaríkjunum sl.
3 ár. í starfi sínu
hjá McKinsey
vann hann að
stefnumótun og
hagræðingu fyrir
fjölmörg banda-
rísk stórfyrirtæki
jafnt í hátækni
_ sem hefðbundnum
iðnaðargeirum. Á árunum 1993-95
Tungutækni
13:00
13:15
13:30
14:00
14:30
Jólaráðstefna Sl í samvinnu við EUROMAP,
Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 4. desember ki. 13:00.
Tungutækni er sú tækni sem gerir talað mál tölvutækt.
Vélar og hugbúnaður ráða við tungumál hvort heldur er í rituðu
eða töluðu máli. Tungutækni er lykillinn að komandi
notendaskilum vél- og hugbúnaðar, þar sem samskiptin
verða sniðin að þörfum mannsins.
Dagskrá
Innritun fundargesta
Setning
Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Hvað er tungutækni og fyrir hverja?
Heiðar Jón Hannesson, Vika.
Language in the Digital Age
Fjallað verður um hugmyndir ESB um tungutækni og mikilvægi
hennar fyrir Evrópu.
Norbert Brinkhoff, ESB.
Fruit flies like a banana: The Capabilities of Speech and
Language Technologies
Fjallað verður um möguleikana sem felast í tungutækni og
norrænt samstarf um þetta verkefni. Á ráðstefnunni verður sýnd
tungutækni sem ræður við ensku.
Arne Gilbakken, NST.
15:00 Kaffihlé
15:30
16:00
16:10
16:20
From Project Ideas to the Ideal Project
Kynnt áform ESB um fjárstuðning við tungutækni innan
Information Society Technology (IST) áætlunar ESB og hvernig
(slendingar geti nýtt sér það.
Norbert Brinkhoff, ESB.
Tungutækni í upplýsingamiðlun frá Alþingi
Haukur Arnþórsson, skrifstofu Alþingis.
Tungutækni í fjarskiptaþjónustu
Sæmundur Þorsteinsson, forstöðumaður rannsóknardeildar
Landssímans
Tungutækni og islenska - Er það verkefni stjórnvalda?
Dr. Rögnvaldur Ólafsson.
16:40 Ráðstefnuslit
16:40 -17:40 Léttar veitingar - óformlegar umræður
Erlendir fyrirlesarar munu flytja mál sitt á ensku.
Þátttökugjöld: Félagsmenn kr. 7.700, utanfélagsmenn kr. 9.800.
Nánari upplýsingar www.sky.is og www.iceland.cc/euromap
Þátttaka tilkynnist Skýrslutæknifélagi íslands í síðasta lagi 3. desember
Sími 553 2460. Netfang sky@sky.is
starfaði hann samhliða námi hjá
lyfjafyrirtækinu Glaxo (nú Glaxo
Wellcome) í Research Triangle
Park, Norður-Karólínu, í stoðdeild
við stefnumótun og ákvarðanatöku
en rak þar áður eigið fyrirtæki,
Ieebergs, Inc. í Norður-Karólínu.
Jón Gunnar var framkvæmdastjóri
og meðstofnandi Alþjóða verslunar-
félagsins í Reykjavík 1991-1992,
fjármálastjóri hjá SAS í Reykjavík
1989-1990 og markaðsstjóri hug-
búnaðarfyi'irtækisins Þróunar
1987-1988. Jón Gunnar lauk
meistaragráðu í rekstrarhagfræði
(MBA) frá The Fuqua School of
Business, Duke University í Norð-
ur-Karólínu 1995, en hafði áður iok-
ið prófum frá Háskóla Islands í
vélaverkfærði (1986) og tölvunar-
fræðum (1987). Jón Gunnar er
kvæntur Maríu Soffíu Gottfreðs-
dóttur augnskurðlækni og eiga þau
tvö börn.
Breytingar hjá
Norðuráli
• FJALAR Ríkarðsson hefur verið
ráðinn véltæknifræðingur hjá
Norðuráli hf.
Fjalar útskrifaðist
sem vélfræðingur
frá Vélskóla ís-
lands 1987, stúd-
ent frá Tækni-
skóla íslands 1991
og sem véltækni-
fræðingur frá
Tækniskólanum í
Óðinsvéum 1995. Fjalar starfaði
síðastliðin þrjú ár hjá FLS miljo
a/s í Kaupmannahöfn. Fjalar er
kvæntur Ásu Pálsdóttur og eiga
þau tvö böm.
• Trausti Gylfason hefur verið
ráðinn rafmagnstæknifræðingur
hjá Norðuráli hf. Trausti er raf-
virki frá Iðnskól-
anum í Reykjavík
1986 og lauk
raungreinadeild-
arprófi frá Tækni-
skóla íslands
1988. Hann út-
skrifaðist sem raf-
magnstæknifræð-
ingur frá Tækni-
skólanum í Óðins-
véum 1992 og árið 1994 lauk hann
námi í uppeldis- og kennslufræðum
frá Kennaraháskóla íslands.
Trausti starfaði síðast sem kennari
við rafiðnaðar- og stærðfræðideild
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi. Trausti er kvæntur Sig-
ríði Ragnarsdóttur og eiga þau tvö
börn.
• Henry A. Hálfdansson hefur
verið ráðinn tækniráðgjafi við
verkfræðisvið Norðuráls hf. Henry
er hijóðupptöku-
stjóri og vélstjóri
að mennt. Henry
hefur starfað sem
tæknimaður við
kortagerð með
sonar- og radi-
omælingum frá
1990-1993, m.a.
við lagningu
Cantat 3 síma-
strengsins. Einnig hefur hann
starfað við hönnun og uppsetningar
á hljóð- og fjarskiptakerfum síðan
1987. Síðast starfaði Henry fyrir
K-Home Engineering ltd. við eftir-
lit með uppsetningu, stjórn og
sjálfvirkni kerfa í skautsmiðju og
steypuskála Norðuráls. Hemy er í
sambúð með Önnu Maríu Þórðar-
dóttur hjúkrunarfræðingi.
T orgið
Er minnkun að því að
detta af Aðallista?
í FYRSTU sýnist manni það vera
merki um niðursveiflu fyrir hluta-
félag að detta út af svokölluðum
Aðallista Verðbréfaþings íslands
niður á svokallaðan Vaxtarlista. í
orðunum felst í raun það að detta
úr flokki fullorðinna félaga í hóp
þeirra sem eru enn að vaxa, sbr.
orðið vaxtarlísti.
Ástæða fyrir veru félaga á Vaxt-
arlista er í meginatriðum sú
einmitt að ekki er nægilegur áhugi
fyrir félögunum og beðið er eftir
að þau vaxi og nái þroska og
eflist að verðmæti. Þar af leiðandi
er lítil hreyfing á bréfum félag-
anna, fáir að kaupa og selja,
nema þá kannski einstaka spá-
kaupmaður sem þykist geta séð
fram í tímann og kaupir t.d. bréf í
Plastprenti af því hann hefur
óljósan grun um að félagið sam-
einist t.d. Plastosi og þar með
verði bréf í fyrirtækinu verðmætari
og áhugi á því aukist.
Sl. þriðjudag voru tólf félög,
sem ekki uppfylla öll skilyrði Að-
allista, fyrir dreifingu hluthafa,
aldri og markaðsvirði, einmitt flutt
af Aðallista niður á Vaxtarlista.
Félögin eru Fóðurblandan hf.,
Jökull hf., Kaupfélag Eyfirðinga
svf., Plastprent hf., Sæplast hf.,
Skinnaiðnaður hf., Samvinnuferð-
ir-Landsýn hf., Sláturfélag Suður-
lands svf., Hlutabréfasjóður Bún-
aðarbankans hf., Hlutabréfasjóð-
urinn íshaf hf., Sjávarútvegssjóð-
ur íslands hf. og Vaxtarsjóðurinn
hf.
Tekin upp skipting til að
uppfylla kröfur ESB
Tekin var upp skipting á tvo
lista í desember í fyrra en fyrir
þann tíma höfðu öll félög verið á
sama listanum.
Að sögn Stefáns Halldórssonar
framkvæmdastjóra Verðbréfa-
þings íslands var skiptingin liður í
endurskoðun reglna VÞÍ sem í
meginatriðum voru samdar á ár-
unum 1991-92. „Það var annars-
vegar verið að lagfæra ýmislegt
sem reynslan hafði sýnt að gafst
ekki nógu vel og hinsvegar var
verið að uppfylla að fullu þær
kröfur sem Evrópusambandið ger-
ir til kauphalla og íslandi ber bein-
línis að hafa í heiðri.
Vandinn var samt sá að til að
uppfylla tilskipanir ESB að öllu
leyti varð annaðhvort að henda
einhverjum félögum út af þinginu,
og draga úr möguleikum nýrra að-
ila að koma inn á markaðinn, eða
skipta upp í tvo lista þar sem ann-
ar uppfyllti ótvírætt ESB tilskipan-
irnar. Það varð úr að taka upp tvo
lista sem nefndir voru Aðallisti og
Vaxtarlisti," sagði Stefán.
Stefán segir að Aðallistinn upp-
fylli allar kröfur og sem gerðar eru
um svonefnda opinbera skráningu
en þær kröfur uppfyllir Vaxtarlisti
ekki að öllu leyti.
Mega ekki kaupa í
Vaxtarlistafélögum
Um þessa opinberu skráningu
segir Stefán að í Evrópu séu settir
ákveðnir staðlar sem ber að
fylgja. „Erlendis eru víða stofn-
anafjárfestar svo sem lífeyrissjóð-
ir, tryggingafélög og verðbréfa-
sjóðir, sem beinlínis hafa í reglum
sínum að þeir mega aðeins fjár-
festa í bréfum sem hafa hlotið op-
inbera skráningu og samkvæmt
því gat ísland verið utan myndar-
innar hjá þessum aðilum."
Reglur VÞÍ um upplýsinga-
skyldu eru hinar sömu fyrir báða
listana, að sögn Stefáns, svo og
aðrar reglur þingsins.
„í nýlegum lögum um starfsemi
kauphalla og skipulagða tilboðs-
markaði, er þó gerður greinar-
munur á þessu. Þannig telst Að-
allistinn vera kauphöll en Vaxtar-
listinn skipulagður tilboðsmarkað-
ur. Verðbréfaþing hefur þannig á
einni hendi tvo markaði. Á milli
þeirra er í lögunum sá mismunur
að svokölluð yfirtökutilboð varða
einungis félögin á Aðallista en
ekki Vaxtarlista."
Yfirtökutilboð þýðir það, að
sögn Stefáns, að sá sem eignast
meira en 50% hlut í félagi sem er
á skrá í kauphöll (aðallista) er
skyldugur til að gera öllum hinum
hluthöfunum tilboð í bréf þeirra á
sama verði og hann borgaði fyrir
þau bréf sem fleyttu honum yfir
50% markið. Þetta gildir ekki um
fyrirtæki á Vaxtarlista, að sögn
Stefáns.
Aðalverktakar komast ekki
á Aðallista
Um nafn listans, Vaxtarlistinn,
segir Stefán að það þýði einfald-
lega að þar inni séu félög sem
þurfa að vaxa að markaðsvirði, að
hluthafafjölda, dreifingu hlutafjár
eða aldri til að uppfylla skilyrði um
opinbera skráningu. „Þannig er fé-
lag eins og íslenskir aðalverktakar,
sem óneitanlega er eitt hið stærsta
í sinni grein á Islandi, ekki á Aðall-
ista þar sem það átti ekki nægilega
langa sögu að baki sem það var
tilbúið að birta.
Til að komast á Aðallista þarf að
leggja fram ársreikninga fullra
þriggja starfsára, en í kjölfar mikilla
breytinga á högum Aðalverktaka,
þá ákváðu forráðamenn félagsins
að draga línuna við stofnun hluta-
félagsins 1. júní 1997, og ekki birta
eldri reikninga. Þar með eru þeir á
Vaxtarlista núna og komast ekki á
Aðallista fyrr en eftir aðalfund
snemma árs árið 2001.“
Aðspurður um afhverju FBA,
sem er tiltölulega ungt hlutafélag,
sé inni á Aðallista segir hann að
ekki sé endilega gerð krafa um að
starf félagsins hafi verið í nákvæm-
lega sama formi öll þrjú lágmarks-
árin, né að það sé á sömu kenni-
tölu. „Eitt af því, sem stjórn VÞÍ
fjallaði um í tengslum við umsókn
FBA um skráningu á VÞÍ, var saga
FBA, en hún nær næstum aftur til
aldamóta með stofnun Fiskveiði-
sjóðs. Stjórnin metur þar.nig hvort
saga félagsins í öðru formi uppfylli
skilyrði fyrir skráningu."
Aðspurður hvort félögum þyki
minnkun að því að detta út af list-
anum segir Stefán að framan af
hafi það þótt eftirsóknarverðara að
vera á Aðallista. „Nú held ég að
það sé að breytast, því eftir því
sem fjölgar á Vaxtarlista hætta
menn að leggja eins mikla áherslu
á Aðallistann, þó að sjálfsögðu sé
aðgreining þarna á milli. Það þarf
þó ekki að þýða neina aðgreiningu
hvað varðar ágæti félagsins eða
framtíðarmöguleika þess,“ sagði
Stefán að endingu. Þ. B.