Morgunblaðið - 06.12.1998, Qupperneq 8
8 E SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur hf. er
hlutafélag sem hefur me& höndum rekstur
meistaraflokks, 1. og 2. flokks Fram. Félagi6
annast rekstur flokkanna, kaup og sölu
leikmanna, auglýsinga- og kynningarstarf,
minjagripasölu, sjónvarpsstarfsemi,
fjárfestingar, umsýslu eigna og annars er
tengist rekstri félagsins.
Fram- Fótboltafélag Reykjavíkur hf. óskar ab
raba framkvœmdastjóra.
Starfi6 Keyrir beint undir stjórn félagsins.
Vib leitum ab starfsmanni sem er tiJbúinn a&
takast a vi6 fjölbreytt og krefjandi starf.
Vibkomandi þarf ab hafa menntun e&a reynsJu
a svibi vibskipta- og fjármálastjórnunar auk
þekkingar og áhuga á markabsmálum.
Sjálfstœb vinnubrögb og frumkvœbi í starfi
eru naubsynJeg.
Til starfs framkvœmdastjóra heyrir:
IStefnumótun
Yfirumsjón me6 stefnumótun félagsins
í samrá&i vi& stjórn þess.
Framkvœmdastjóri ásamt formanni,
varaformanni og ritara mynda
framkvœmdastjórn félagsins.
2Fjármál
Yfirumsjón meb fjármálum félagsins,
gerb áœtlana, sjóbvörslu auk annarra
fjármálstarfa í samvinnu vi& gjaldkera
og endurskobanda félagsins.
fiSy Daglegur rekstur og starfsmannamál
Daglegur reJcstur félagsins, umsjón
skrifstofu og starfsmannamál.
É Aíarkabsmál
SkipuJagning marka&smála, ger&
^TjT marJca&sácetJana, samskipti vi&
fjölmibla og augJýsingastofur og ger&
^ augJýsinga- og Jcynningarefnis.
* Go& Jaun eru í bo&i fyrir réttan a&iia
§sem samanstanda af föstum Jaunum
"auk árangurstengingar samkvœmt
samkomulagi.
Umsóknarfrestur er tiJ og me& 14. desember
n.Jc. Rá&ning ver&ur sem fyrst.
Fyrirspurnum um ofangreint starf er eingöngu
svara& hjá SI*RA ehf. Me& aJJar umsóJcnir er
farib sem trúna&armáJ.
Gu&ný Harbardóttir og Gu&rún Hjörleifsdóttir
veita nánari uppJýsingar.
Vi&taJstímar eru frá 10-13.
UmsóJcnarey&ubJö& er hœgt a& nálgast á
sJcrifstofu STRA ehf. sem er opin frá 10-16
alla virka daga.
L vilil
STRA ehf.
STARFSRÁÐNINGAR | | GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR
aratugs
mmsta
Mörkinni 3,108Reykjavík,sími: 5883031,bréfsími5883044
Rafvirkjameistari
— Hvolsvelli
Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða sem
fyrst rafvirkja með meistararéttindi til starfa
í starfsstöð félagsins á Hvolsveili.
Um er að ræða framtíðarstarf í viðhaldsdeild
í einni fullkomnustu kjötvinnslu hérlendis.
Starfið er fólgið í nýlögnum og viðhaldi raf-
lagna og vélbúnaðar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
félagsins, Fosshálsi 1, Reykjavík, og í starfs-
stöðvum félagsins á Hvolsvelli og Selfossi.
Nánari upplýsingar veita Björgvin Benedikts-
son, deildarstjóri tæknideildar, í síma 487 8392
og Bjarni Stefánsson, starfsmannastjóri,
í síma 575 6000.
Tölvunarfræðingur
óskast
Laus er til umsóknar staða tölvunarfræðings
við tölvudeild Alþingis.
Tölvudeild er innan upplýsinga- og tæknisviðs
skrifstofunnar. Tölvudeild veitir alþingismönn-
um og starfsfólki skrifstofu Alþingis almenna
notendaþjónustu, sér um rekstur tölvubúnað-
ar, gerir tillögur um uppbyggingu kerfa og ann-
ast framkvæmdir við hug- og vélbúnað.
í boði er fjölbreytt og áhugavert starf í nútíma-
legu tölvuumhverfi þar sem gerðar eru háar
kröfur um tæknilega hæfni, sköpunargleði og
framsýni. Leitað er að einstaklingi sem hefur
ánægju af þjónustustörfum, á auðvelt með
að umgangast fólk og nýtur sín vel í samstarfi
við aðra.
Tölvunarfræðingur annast gerð kröfulýsinga
kerfa í samráði við notendur og stýrir vinnslu
þeirra, býrforritunarverkefni tæknilega undir
vinnslu, hefur umsjón með verkum og verk-
samningum og áætlar umfang þeirra, tekur
þátt í rekstri innri upplýsingakerfa skrifstofunn-
ar og gerir tillögur um framtíðaruppbyggingu
þeirra. Áskilin er reynsla við sambærileg verk-
efni.
Staðan er laus frá 1. janúar 1999 og launakjör
eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfs-
manna Alþingis.
Nánari upplýsingar veitir Haukur Arnþórsson
forstöðumaður upplýsinga- og tæknisviðs í
síma 563 0651.
Umsóknum með starfságripi og prófskírteini
skal skila til rekstrarskrifstofu Alþingis, Kirkju-
stræti 10, 150 Reykjavík, eigi síðar en 14.
desember 1998 merktar: „Tölvunarfræðingur".
Öllum umsóknum verður svarað.
SÉRFRÆÐINGUR
UPPIÝSINGASAMFÉLAG
Forsœtisráðuneytið óskar eftir að ráða
sérfræðing í málefnum upplýsingasamfélagsins.
Starfssvið
• Kynning á stefnu ríkisstjórnar um
upplýsingasamfélagið og framkvæmd hennar.
• Úttektir, upplýsingaöflun og skýrslugerð.
• Fylgjast með nýjungum og þróun í
upplýsingatækni og skyldum greinum.
• Taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Tölvunarfræði eða annað háskólapróf ásamt
víðtækri þekkingu og reynslu í tölvunotkun.
• Gott vald á íslensku máli ásamt kunnáttu í
ensku og einu norrænu tungumáli.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
• Reynsla og þjálfun í framsögn, kennslu
og/eða stjórnun.
Hér er tækifæri til að taka virkan þátt í þróun
upplýsingasamfélagsins.
Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir og
Magnús Haraldsson hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 í
síma 533 1800.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir
19. desember n.k. merktar:
„Forsætisráðuneytið - Sérfræðingur“
RÁÐGARÐUR hf
STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF
Furugerði 5 108 Reykjavík Sími 533 1800
Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is
Heimasíða: http://www.radgard.is
Bókari
Laus er til umsóknar staða bókara við Heil-
brigðisstofnunina Húsavík.
Umsóknarfrestur er til 29. desember nk. en
staðan veitist frá 1. janúar 1999.
Starfið felst í merkingu fylgiskjala, innslætti,
afstemmingum, frágangi bókhaldstil endur-
skoðenda og öðru sem tengist bókhaldi. Einnig
gæti verið um að ræða vinnu við áætlanagerð.
Viðkomandi þarf að hafa haldgóða bókhalds-
þekkingu og einnig er æskilegt að viðkomandi
hafi þekkingu á Excel og Word.
Vinnutími og starfshlutfall eru samkomulags-
atriði og ræðst að einhverju leyti af þeirri þró-
un sem er að eiga sér stað vegna tölvuvæðing-
ar.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem
er tilbúinn til að taka þátt í að gera góða stofn-
un betri.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Starfs-
mannafélags Húsavíkurog ríkisins.
Umsóknir berist til framkvæmdastjóra Frið-
finns Hermannssonar. Hann veitir einnig allar
frekari upplýsingar í vs. 464 0500 og hs.
464 1558.
Laust starf við
alþjóðasvið
Seðlabanka íslands
Starfið er á sviði fjármála, einkum gjaldeyris-
og verðbréfaviðskipta á erlendum markaði,
og tengdra verkefna.
Umsækjandi skal hafa lokið háskólaprófi í við-
skiptafræði eða hagfræði eða sambærilegu
námi. Starfsreynsla er æskileg og tungumála-
kunnátta er nauðsynleg.
Leitað er að einstaklingi, sem sýnt getur frum-
kvæði og sjálfstæði í ábyrgðarmiklu og krefj-
andi starfi.
Laun skv. kjarasamningi starfsmanna
bankanna.
Vakin er athygli á því, að í Seðlabankanum er
í gildi áætlun í jafnréttismálum.
Upplýsingar veitir Ólafur ísleifsson, fram-
kvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabankans, en
umsóknir skulu sendar rekstrarstjóra bankans
eigi síðar en 7. janúar nk.
Fræðslunet
Austurlands
— framkvæmdastjóri
Auglýst er eftir framkvæmdastjóra fyrir ný-
stofnað Fræðslunet Austurlands sem er sam-
starfsverkefni háskóla og framhaldsskóla, at-
vinnulífs og sveitarfélaga á Austurlandi. Mark-
mið fræðslunetsins er efling náms á háskóla-
stigi og símenntunar á Austurlandi, m.a. með
fjarkennslu.
Úmsækjandi þarf að hafa háskólamenntun
og æskilegt er að hann hafi reynslu af stjórnun-
arstörfum og þekkingu á skólastarfi. Umsækj-
andi þarf að vera hugmyndaríkur og geta
unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi.
Umsóknarfrestur er til 21. desember 1998.
Upplýsingar gefur núverandi framkvæmda-
stjóri í síma 471 2838 og stjórnarformaður í
síma 477 1439, 894 6602.
Umsóknir sendist til Fræðslunets Austurlands,
Miðvangi 2, 700 Egilsstaðir.
Fræðslunet Austurlands.