Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 19
18 C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 C ÍÍV .. jM 1 «****«, j INSGm ^ 1 1 '4 J§§1 ÁSAMT forstjóranum Jóni Dan, bróður sínum, t.h. og einum starfsmanna þeirra, Bólivíumanninum Jaime Amador. HEIÐAR og Ólafur Þ. Ólafsson á verkstæðinu, NAUÐSYNLEGT er að kunna skil á ýmsu fleiru en faginu; Heiðar losar hér járnflís sem skaust í auga Jóhanns Hólmars Þórssonar á verkstæðinu. TÍKIN Rögg er afar hænd að Heiðari, og ferðast meðal annars með honum á mótorhjóli, eins og sjá má á forsíðu þessa blaðs. „Um leið og ég sest niður kemur hún að hlið mér og vill láta klóra sér á maganum,“ segir hann um tíkina. Hún var flækingshundur sem hafði gert sér bæli undir gámi við Vélsmiðju Guðmundar í Kópavogi þegar starfsmenn fyrirtækisins fundu hana þar. Þeir tóku tíkina í fóstur, sáu henni fyrir fæði og húsnæði, en þrátt fyrir að hún hafi verið auglýst í hálft ár voru viðbrögðin engin. María, fyrrum sambýliskona Heiðars og dóttir Guðmundar í vélsmiðjunni, fór þá með hundinn norður til Akureyrar þar sem Rögg unir sér nú vel. „Hún er ótrúlega blíð og góð,“ segir Heiðar. HEIÐAR á skrifstofu sinni og tíkin Rögg er mætt „í vinnuna". „Hún sefur yfirleitt heima fram að hádegi en þá næ ég í hana og hef hana á verkstæðinu seinni partinn.“ AKUREYRINGAR þekkja Heiðar Jóhannsson varla öðruvísi en sem manninn á mótorhjólinu. Á árum áður þótti hann gjarnan heldur glæfralegur á stundum, til að mynda þegar hann lék sér að því sí og æ að fara á aftur- dekkinu upp og niður Kaupvangsstrætið - Gilið, eins og það er kallað. Fyrir honum eru mótorhjól ástríða; lífsstíll sem hann kýs sér, hefur kostað mikið fé en hann segist ekki sjá eftir einni einustu krónu sem hann hefur varið í þetta áhugamál. Heiðar er Eyrarpúki. Ólst upp neðarlega í Eyrarveginum, þar sem foreidrar hans bjuggu, en býr nú í Ránargötu 10 - spölkom HVENÆR ÆTLARÐU frá æskuheimilinu. KEA rak lengi kjörbúð þar sem íbúð hans er nú, en hann keypti húsnæðið af matvælafyrirtæki fyrir nokkrum árum, teiknaði breytingarnar og smíðaði allt sjálfur. Hann var grallari í æsku (og er kannski enn) og á m.a. skemmtilegar minn- ingar úr húsnæðinu, þar sem hann býr nú. Einhverju sinni spurðist á Eyrinni að gefið hefði verið gallac) sælgæti í Lindu, og líka í KEA-búðinni. „Eg fór því og spurði Kidda, sem var verslunarstjóri, hvort ekki væri til eitthvað gallað gotterí.“ Nei, Heiddi minn, það er ekki til neitt gallað nammi núna, var svarið. Heiðar, sem kveðst hafa verið sjö ára, vildi ekki una því og sagði: Verðum við þá ekki að búa til eitthvað gallað? Greip um leið döðlustykki, beit í það og spurði: er þetta ekki gallað? „Niðurstaðan var sú að ég mátti eiga þetta en Kiddi sagði mér svo að fara út. Og hann kallaði mig _ Heidda gallaða í mörg ár!“ * \ 9 H Heiðar og bræður hans þrír, ásamt móður þeirra og Jóni Aspai’, eiga og reka II fyrirtækið Sandblástur og málm- 1 húðun, sem faðir þeirra, Jóhann heit- Jj inn Guðmundsson, stofnaði fyrir nærri fjórum áratugum. Heiðar er ketil- og plötusmiður og stjórnar framleiðslu- deildinni. Þegar faðir þeiiTa vildi selja fyrir- tækið á sínum tíma „kom ekki annað til greina en við keyptum það allir saman, bræðurnir". Heiðar var sjómaður í níu ár, en sjó- mennskan kom ekki til af góðu. „Ég asnaðist til að keyra mótorhjól fullur í Reykjavík og lenti aftan á leigubíl á Laugaveginum. Ég var nýbúinn að taka sveinsprófið og fannst svakalegt að vera í landi en mega ekki vera á hjóli. Ég réð mig því á gamla Sólbak, fyrsta skuttogarann sem Islendingar keyptu. Fyrst sem háseta og svo leysti ég af sem kokkur. Svo var mér boðið kokksplássið á Stakfellinu þegar það kom nýtt.“ Hann segir ekki vafamál að hann geti eldað, en er hins vegar ekki tilbúinn að jánka því að hann sé listakokkur. Segir sér þó hafa verið hælt á sjónum. Enda útlærður á þessu sviði líka. „Það byrjaði þannig að þegar ég var í þriðja bekk í Iðnskólanum var ég alltaf búinn um tvöleytið og fór venjulega niður á Sandblástur að vinna, en mamma, sem var í stjórn Húsmæðraskólans, gaf mér kokkanám- skeið - sjókokkanámskeið - sem tók tvö ár, og ég tók það með þriðja og fjórða bekk. Iðnskól- inn vai' í næsta húsi við Húsmæðraskólann í Þórunnarstrætinu, þannig að ég labbaði bara þangað yfir eftir skóla.“ Eftir þetta nám naut móðir Heiðars, Freyja Jónsdóttir, svo góðs af, eins og fleiri. „Eftir þetta eldaði ég matinn heima hjá foreldrum mínum, meðan pabbi vai- á lífi, um áramót og líka á jólunum. Ég eldaði meira að segja á þremur stöðum ein áramót- HEIÐAR bjástrar við torfæruhjól sitt í bílskúrnum, sem yfirleitt er nánast fullur af ýmiskonar mótorhjólum, in; Sniglabandið var hér í heimsókn hjá mér, ásamt fleirum og ég eldaði fyrst hér, fór svo heim til mömmu og eldaði þar og svo til Rúnars bróður og aðstoðaði við súpugerð!" Mótorhjóladellan náði tökum a~~ Heiðari ungum. Föðurbróðir hans, Gósi, gaf honum skellinöðru og eftir það varð ekki aftur snúið. „Mér fannst þetta stórglæsilegt hjól en ég var reyndar ekki nema 13 ára. Þær voru nokkrar ferðirnar sem pabbi var búinn að fara upp á lögreglustöð að ná í hjólið, því ég vai' tekinn svo oft hérna á Eyrinni. Alltaf að stelast! Svo um leið og ég varð 15 ára keypti ég mér aðra skellinöðru." Aðspurður segist hann ekki muna hve mörg hjól hann hafi átt. En þeg- ar hann lætur hugann reika til baka^, rifjast það fljótlega upp. „Fyrsta hjólið var Honda 450, svo keypti ég mér nýjan BSA og fékk hann með flugi; Fálkinn var með umboðið, ég hringdi suðm' og pantaði hjólið, lagði peninginn inn á reikning hjá þeim og fékk hjólið með flugi strax sama dag, ég gat ekki beðið.“ Svo heldur hann áfram að telja: „Kawasaki, Súkka... Þetta eru líklega ekki nema fimmtán til tuttugu hjól sem ég er búinn að eiga. Ég á níu núna.“ Heiðar setti sér einhvern tíma það markmið að eiga tíu hjól þegar hann yrði fertugur, en þegar sá dagur rann upp átti hann „ekki nema“ níu. Á afmælisdaginn fer hann út að borða með Maríu, þáverandi sambýl- iskonu sinni, og þegar þau gengu ~ framhjá húsi í Norðurgötunni á leiðinni heim finnst honum glampa á eitthvað innandyra. Það fyrsta sem honum kemur í hug - ótrúlegt, en satt - er hvort mótorhjól geti verið í kjallaranum! Hann gerir sér lítið fyrir og leggst á gluggann, við litla hrifningu konunnar, og stendur þá ekki Ariel Red Hunter, árgerð 45, á gólfinu! „Ég hætti ekki fyrr en ég var búinn að eignast það.“ Og þar með var tíunda hjólið komið í safnið. Heiðar á nú m.a. eitt Harley Dav,^. idson-hjól og ejtt BMW. „Það er ár- gerð 1965, lögguhjól. Hingað komu bara tvö svoleiðis og fyrir slysni var annað miklu flottara en gekk og gerðist. Flest þessi hjól voru svokölluð R 69 eða R 60 S, en þetta er 69 S. Það þýðir hærri þjöppun og S var sportmódel, meðal annars meira ki'óm og betri fjöðrun en í hin- um. Þetta er safngripur og mjög verðmætt hjól.“ Ekki treystir Heiðar sér til að meta hve verðmætur mótorhjólafloti hans er. „Ég borgaði að vísu ekki nema eina og hálfa milljón fyrir þessi þrjú sem ég keypti seinast en svona hjól fer ekki undir milljón, segir Heiðar, og bendir á stofustássið - hjólið sem hann er með í stofunnií- þessa stundina, en þar er hann alltaf með eitt upp á punt og skiptir reglu- lega. Nú er það Ariel Red Hunter, ái’gerð 1936. „Bara varahlutirnir í þetta hjól kostuðu nærri sex hundruð þúsund.“ Hann segist hafa eytt miklu fé í hjólin, en „þetta hefur verið áhugamál númer eitt, tvö og þrjú alla tíð. Ég hef ekki einu sinni haft tíma fyrir konur út af mótorhjólum!" segir hann og hlær. Dregur svo í land og segir: „Við skulum segja að ég hafi varla haft tíma...“ En hann segist ekki sjá eftir ki'ónu sem farið hefur í mótorhjólin. „Það eina sem ég sé eft- ir er að hafa ekki farið á torfæruhjól miklu fyrr en ég gerði. Ég er í raun kominn yfir aldur til að vera að leikaf^ mér á svoleiðis; vegna þess að þetta er erfiðasta íþrótt í heimi. Imyndaðu þér sjúkleikann í manni; ég fór í líkamsrækt til að vera nógu sterkur til að geta byrjað á fullu á torfæru- hjóli í sumarbyrjun.“ Eftir að snjóa leysh' eyðir Heiðar nefnilega flestum helgum á fjöllum og hefur alla tíð ferðast mikið á mótorhjóli. Á sínum tíma fór hann á Harley Davidson-hjólinu yfir Sprengisand og Kjöl, inn í Land- mannalaugar, oftsinnis heftu' hann skroppið til Siglufjarðai- og Ólafs- fjarðar og helgarferðir austur á firði voru algengar hér á árum áður. Þá eru ferðirnar milli Akureyrar og Reykjavíkur ófáar í gegnum tíðina, sumai'ið 1972 segist hann til dæmis hafa farið sex ferðir suður. Nú telur hann hins vegai' búið að eyðileggja þá leið með „með helv... malbikinu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.