Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR13. DESEMBER1998
MORGUNBLAÐIÐ
áfram og megum fara inn á
landsvæði lýðveldis Serba. Núna er
bíll frá lögreglu Serba í Prijedor í
fararbroddi. Eftir nokkurra
mínútna akstur liggur vegurinn
rétt hjá fljótinu Sana. Við höldum
áfram, grænt vatnið í ánni tindrar í
sólskininu. Fjarlæg fjöllin ei'u fal-
lega blá í morgunmistrinu. Hitinn
eykst smám saman. Jæja þetta
verður enn einn svækjudagurinn.
Morgunblaðið/Kristinn
EVA Klonowski með fjölskyldu sinni í Reykjavík. Frá vinstri eru Alexandra, þá Eva (með tuskuhundinn Buw-Buw), siðan Irek og loks Monika.
Að rífa upp sár
og græða þau
BYRJAÐ var fyrir
þrem árum að grafa
upp líkamsleifar
fórnarlamba átak-
anna hryllilegu í
Bosníu-Herzegóvínu.
Fórnariamba grimmdariegra
þjóðahreinsana sem Serbar hófu í
apríl og maí 1992. Manndrápin
byrjuðu í austur- og norðvestur-
hluta Bosníu-Herzegóvínu og þeim
lauk í austur- og suðausturhlutan-
um, í Srebrenica, Foca, Gorazde.
Fólkið er grafíð á mörgum stöðum í
þessu fagra landi en fjölskyldur
bíða í örvæntingu eftir því að jarð-
neskar leifar þeirra sem féllu verði
grafnar upp og borin á þær kennsl.
Það verður enginn friður eða sátt
fyrr en búið er að finna og bera
kennsl á leifar þeirra sem létu lífíð
eingöngu vegna þess að þeir voru
múslimar og jarðsetja fólkið í sam-
ræmi við hefðir staðarins.
12. ágúst 1998. Tók þátt í að
grafa upp líkamsleifar allan daginn.
Mér fínnst sumarið heitt, ákaflega
heitt hér í Bosníu-Herzegóvínu. Eg
bý núna í Sanski Most í norðvestur-
hluta landsins og vinn sem sjálf-
boðaliði fyrir bosnísku ríkisnefnd-
ina um mál þeirra sem týndust. Eg
er í reynd réttarmannfræðingm- en
virðist vera grafari.
Frá 16. júlí hefur hópurinn okkar
unnið við að grafa upp lík á Pri-
jedor-svæðinu. Eg vakna alltaf fyr-
ir sólarupprás, þá er enn dimmt úti.
Það kemur á óvart hve næturloftið
er svalt og ferskt eftir dæmalausa
hitamolluna á daginn. Það er held-
ur hljótt, borgin sefur enn þá. Einu
hljóðin sem berast inn um glugg-
ann eru stöku fuglasöngur, hundgá
í fjarska eða hanagal.
Eg rétti út höndina eftir Buw-
Buw sem liggur á koddahorninu og
gæli við hann. Buw-Buw er gamall
og býsna slitinn tuskuhundur sem
yngri dóttir mín, Monika, á. I hvert
Sorg aðstandenda sem missa ástvini
verður oft enn óbærilegrí ef einhver
óvissa ríkir um afdrifín eða líkamsleifar
finnast ekki. Eva Klonowski er réttar-
mannfræðingur, búsett í Reykjavík, og
vinnur nú við að grafa upp bein fórnar-
lamba svonefndra þjóðahreinsana í átök-
unum í Bosníu-Herzegóvínu. Hún segir
hér frá reynslu sinni.
sinn sem ég fer frá Islandi biður
hún mig um að taka hann með mér.
Buw-Buw er því ferðalangur og
hann „annast“ mig líka. Hann
minnir mig á heimilið, fjölskylduna
og „hina“ tilveruna mína langt í
norðri. Heimili mitt á Islandi.
Þegar dagur rennur upp les ég
bækur eða rifja upp ný bosnísk orð
sem ég hef lært. Ég get þegar
bjargað mér vel á bosnísku en þarf
að læra fleiri orð til að geta tjáð
mig betur. Ég fer í sturtu, klæði
mig og fer ut.
„Hvernig svafstu í nótt?“
Á leiðinni á hótelið kaupi ég
„pletenec", brauðsneið með val-
múafræjum, vatn og ferskjusafa
sem ég ætla að fá mér í hádeginu.
Við hótelið er þegar fjöldi fólks, hér
er mannsöfnuður á hverjum degi.
Þetta er fundarstaðurinn okkar. Ég
sest við eitt af borðunum framan
við kaffístofu hótelsins og panta
fyrsta kaffisopa dagsins. Tvöfaldan
exjjresso með þeyttum rjóma.
Ég borða brauðsneiðina mína
með kaffinu og rabba við fólkið. Við
skiptumst á venjulegum kurteis-
isyrðum, „komdu sæl“, „hvemig
svafstu í nótt?“, brosum. Rúmlega
hálfníu setjumst við í bílana og röð
10 eða fleiri farartækja leggur af
stað í áttina að Prijedor.
Ég sit í fremsta bílnum, gömlum
Toyota Land Cruiser sem Alþjóða-
nefnd Rauða krossins gaf bosnísku
nefndinni fyrir tveim mánuðum.
Fyrir aftan mig og bílstjórann,
Kemo, sitja Nermin, réttarmeina-
fræðingur, Ismet, krufningasér-
fræðingur, Jasmin, félagi í bosn-
ísku nefndinni og aðalskipuleggj-
andi starfsins á Prijedor-svæðinu,
og „Sudja“, héraðsdómari frá
Bihac, ásamt þrem vitnum. Við er-
um með ný vitni á hverjum degi.
Eftir u.þ.b. tíu mínútna akstur
stansar bílalestin. Við erum komin
að fyrirhuguðum fundarstað í Ostra
Luka á svonefndu ZOZ eða
aðskilnaðarsvæði sem er báðum
megfcn við ósýnileg landamæri sam-
bandsríkisins Bosníu-Herzegóvínu
og lýðveldis Bosníu-Serba. Hér
hittum við embættismenn hinna
síðarnefndu.
„Rambo“, afar hávaxinn og fríð-
ur, tékkneskur hermaður og tveir
félagar hans í SFOR eins og það
heitir hér, friðargæsluliðið á vegum
NATO, bíða eftir okkur. Þeir eru úr
tékkneskri liðsveit sem hefur
BUW-BUW gætir vegabréfsins
miðans vandlega.
bækistöðvar á Stari Majdan-
svæðinu og gæta öryggis okkar á
leiðinni. Einnig er Cire, svartur
lögreglumaður frá Senegal, með en
hann er fulltrúi Alþjóðasambands
lögi-eglumanna. Nýr starfsdagur
með hefðbundnum verkefnum hefst
- farið er yfír lista með nöfnum
Bosníumannanna í hópnum.
Við Kemo ræðum hvað muni
koma okkur á óvart í dag. Undan-
farnar tvær vikur hefur allt gengið
snurðulaust en stundum hafa
Serbar verið með einhverjar mót-
bárur. Einn daginn sögðu þeir að á
listanum væru „stríðsglæpamenn",
í annað skiptið fannst þeim nöfnin
of mörg. Þetta kostaði langar
viðræður.
Tíminn leið, hart var deilt en
alþjóðlegu eftirlitsmennirnir, sem
voru með okkur, reyndu að fínna
lausn á „vandanum". Mér fannst að
málið allt væri hluti af einhvers
konar leik með það að markmiði að
gera hópnum gramt í geði, að
minnsta kosti um hríð.
En í dag gekk allt vel. Eftir að
hafa heilsast kurteislega er farið yf-
ir listann og nokkrum mínútum síð-
ar erum við reiðubúin að halda
Misfellur í landslagi
Örstutta stund finnst mér að við
séum að fara í indælt ferðalag. Mér
tekst einfaldlega að njóta útsýnis-
ins smástund án þess að hugsa.
Bara smástund í morgunmistrinu.
Smástund af því að það er alls ekki
hægt að njóta landslagsins. Það er
ekki hægt að komast hjá því að sjá
allar beinagrindurnar, brot úr
hrundum og brenndum húsum.
Þau standa beggja vegna vegar-
ins eins og hræðilegar misfellur í
þessu fallega landslagi. Þögul vitni
hörmunganna sem hér urðu fyrir
sex ánim. Fyrir nákvæmlega sex
árum, sumarið heita 1992, varð
þetta yndislega svæði vettvangur
einhverra gi-immdariegustu að-
gerða sem um getur gegn múslim-
um í landinu. Þetta var ósköp blátt
áfram nefnt þjóðahreinsun.
í mínum huga merkir oi'ðið
hreinsun eitthvað gott og hreint.
Þetta var ALLS EKKI þannig.
Velvopnaðir liðsmenn úr sveitum
Serba, studdir af meira en fúsum
serbneskum nágrönnum, myrtu á
Prijedor-svæðinu yfir 3.800 manns,
aðallega karla, og ráku þúsundir
kvenna og bama af heimilum sínum
og gerðu þau að flóttamönnum. Öll
heimili múslima vora rænd og síðar
eyðilögð og brennd.
Fyrirvaralaust var tilveru þeirra
sem lifðu af fjöldamorðin umturnað
á ægilegan hátt og til frambúðar. Á
hverjum degi heyri ég nýjar sögur
hjá vitnunum okkar. Hvem dag
velti ég fyrir mér hvemig fólkið
geti lifað eðlilegu lífi eftir það sem
gerst hefur. Hvemig geta þau hald-
ið áfram? Hvernig geta þau brosað?
Hvernig . . . ?
Ég held áfram að spyrja og er
viss um að þau muni aldrei gleyma
því sem gert var á hlut þeirra.
Hvernig geta þau gleymt þessum
skelfingaratburðum, öllum hryðju-
verkunum? Ég held að
það sé ekki hægt. Ég er
hrædd um að það sé
elcki hægt að fyrirgefa.
Ég held að ég gæti það
ekki . . .
Við förum til Zenovici
í dag. I nokkurra kíló-
metra fjarlægð frá Pri-
jedor beygjum við til
vinstri, alls staðar era
nýbyggð hús. Staflar
af múrsteinum eru við
þau, alls ekki nýir
steinar. Sama
mynstrið, sömu hvítu
blettirnir, era á þeim
öllum. Þeir. eru úr
húsum múslima sem hafa verið lögð
í rúst. Stolnir.
Þorpið sem við ökum fyrst um er,
eins og öll slík umhverfis Prijedor,
eins og draugabær. Hvert einasta
hús er í rúst, þeim sem ekki féllu
strax var eytt síðar. Þar sem það
var hægt var múrsteinunum stolið,
rafmagnsvírar voru fjarlægðir úr
veggjunum. Gluggar, keramikflísar
á gólfunum, allt sem hægt er að
nota aftur sem byggingarefni, er
horfið.
Öðra hverju föram við fram úr
hestvagni sem hlaðinn er múrstein-
um úr yfírgefnum húsum. Ég velti
fyrir mér hvernig uppranalegu íbú-
arnir geti nokkurn tíma snúið aftur
ef ekkert er eftir.
Löng bílalestin þokast hægt í átt
að kjarna þorpsins. Vegurinn
mjókkar og er þakinn gróðri. Flest-
ar húsarústirnar eru faldar á bak
við hátt gras, ranna og tré. Alls
staðar á leiðinni era plómur og epli
sem enginn hefur hirt. Fullþroskuð
brómber eru enn á runnunum.
Loksins náum við á áfangastað.
Bílarnir nema staðar og allir fara
út. Fyrstu þrír staðirnir sem við
ætlum að kanna í dag eru allir á
litlu svæði, aðeins nokkur hundruð
metrar á milli þeirra.
og flug-