Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.12.1998, Blaðsíða 28
,28 C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Lifsgleði Bókin Lífsgleði sem Þórir S. Guðbergsson skráði, hefur að geyma minningar og frá- sagnir fímm Islendinga, þeirra sr. Halldórs S. Gröndals, Jónu Rúnu Kvaran, rithöf- undar og sjáanda, Rannveigar Böðvars- son, húsmóður, Róberts Arnfinnssonar leikara og Sigríðar Þorvaldsdóttur, leikkonu. Hér birtist kafli úr frásögn Rannveigar Böðvarsson frá Akranesi, sem kallast Þungt högg. RANNVEIG Böðvarsson að var þungt högg sem reið yfir fjölskylduna um miðjan maí 1976. Einlægur og ástríkur eiginmaður, góður faðir og einstakur starfsmað- ur var allt í einu horfinn af sjónar- sviðinu. A slíkum stundum breytist lífið og lífsviðhorf í einni sjónhendingu. Eiginlega finnst mér ekki hægt að lýsa tilfinningum mínum frá þessum tíma. Það var alveg eins og allt væri að hrynja. Skyndilega syrti svo að maður sá varla hvar maður steig í næsta skrefi. Maður reikar um eins og í leiðslu og þakkar fyrir þann styrk sem bömin veita manni, þakkar fyrir þá sem reynast vinir í raun og þá huggun sem felst í því að biðja Guð um að græða sár og veita líkn. Sturlaugur veiktist um hádegisbil og var skömmu síðar fluttur á spít- alann hér á Akranesi. Brátt sáu læknarnir að þeir gátu ekki hjálpað og hringdu strax í þyrlu frá Reykja- vík. En meðan hún var á leiðinni lést Sturlaugur. Genginn var góður drengur og við því var ekkert að gera annað en að líta yfir farinn veg og þakka þá göngu sem við fengum að eiga sam- leið. Sá mæti æskulýðsleiðtogi og prestur sr. Friðrik Friðriksson skrifaði kveðju til okkar í gestabók- ina 14. apríl 1949: Hamingja og heillir Hjónavegu Fegri og prýði • A fógrum brautum Samferðin verði Sólskinsfögur Unaðarsæl Um áratugi Og áratugimir sem við áttum saman urðu þrír og má segja að leið- in hafi verið sólskinsfögur. I minn- ingunni verða allir hlutir bjartir þar sem við Sturlaugur vorum saman bæði heima og að heiman, með böm- unum og með skmstarfsfólkinu. Tíminn leið hægt og rólega eftir andlát hans. Margt breyttist og á mörgu þurfti að taka. Ekki vantaði verkefnin. Yngsta dóttir okkar, Helga, var heima og gekk hún til prestsins þá um haustið og áætluð var ferming vorið 1977. Við höfðum ekki náð okkur eftir fráfall Sturlaugs þegar næsta alda skall á okkur með miklum þunga. Við Helga gengum til hvíldar að kvöldi dags þann 26. nóvember 1976. En nóttina áður höfðu um 20 manns sofið í húsinu og vai' sofið í flestum eða öllum herbergjum hússins. Skólabækumar lágu á borðinu hennar og sváfum við báð- ar á efri hæð hússins en hvor í sínu herbergi. Húsið Vesturgata 32 er ramm- byggt hús, byggt á traustum grunni, steinsteypt, með 70 senti: metra þykkum steinveggjum. í þessu húsi höfðum við búið um ára- tugaskeið og haldið þar margs kon- ar samkomur og veislur af ýmsu tagi, bæði fyrir vini og vandamenn og móttökuveislur fyrir erlenda gesti sem komu stöku sinnum og vora í boði fyrirtækisins eins og áð- ur er minnst á. Laust fyrir klukkan 5 um morg- uninn reið höggið yfir. Húsið nötr- aði allt og skalf og hélt ég að um öfL ugan jarðskjálfta væri að ræða. A sama andartaki þeyttist ég fram úr rúminu. Einkennileg og heit gufa gaus upp á hæðina, skápar, gler og borð hrandu ofan á mig. En fyrsta hugsun mín var að bjarga Helgu. Um leið og ég reyndi að standa á fætur kallaði ég á hana eins hátt og ég gat og bað hana að bíða inni í herberginu sínu þangað til ég kæm- ist til hennar. Hún skyldi vera ró- leg. Sturlaugur sonarsonur minn svaf einstaka sinnum hjá mér þegar mamma hans var á næturvakt á sjúkrahúsinu. Og einmitt þetta kvöld átti hann að fá að gista hjá mér þar sem Ingibjörg, móðir hans, átti að vinna um nóttina. Aður en við gengum til náða kom Haraldur, faðir hans, og sagðist vera með ein- hver einkennileg ónot - vildi hann fá strákinn til sín aftur og var það auð- sótt mál. Hefði Sturlaugur verið á sínum stað á sinni dýnu hefði illa farið. Ég ætlaði beint til Helgu en hafði ekki gengið mörg skref þegar gólfið eins og opnaðist og ég hrapa niður. Ég gat enga björg mér veitt og man hvorki hvað ég hugsaði né gerði. En það var eins og ósýnileg hönd héldi við mig á leiðinni niður þar sem vír- ar og leiðslur slógust í mig. Ég féll niður um tvö gólf, slasaðist ótrúlega lítið, brákaðist á fótum og brenndist illa af sjóðandi heitri gufu. En ég var áfram með ráði og rænu þó að ég gæti enga björg mér veitt. Mér létti mikið þegar ég heyrði mannamál. Þá vissi ég að hjálpin var á næstu grösum og hrópaði til björgunarmanna. Fólk úr næstu húsum hafði vaknað við sprenging- una sem var svo öflug að rúður þar brotnuðu og ýmsir smáhlutir þeytt- ust alla leið í vegginn á næsta húsi sem einnig er númer 32, þar sem Haraldur sonur minn og Ingibjörg Pálmadóttir tengdadóttir mín bjuggu og búa. Haraldur sagði mér síðar hvernig hann hefði hlustað á þramumar sem hefðu heyrst kvöld- ið áður og hann orðið eitthvað ugg- andi og ekki í rónni og sótt son sinn meðal annars þess vegna þó að hann sæi enga raunhæfa ástæðu fyrir því. Þegar stóra sprengingin reið yfir og ýmsir lauslegir munir höfðu dunið á þakinu þeirra vissi hann ekki hvaðan á sig stóð veðrið og hélt á sama andartaki að hér væri aðeins um framhald af þra- munum að ræða en fannst það samt heldur skringilegt. Þegar út kom sá hann blómsturpotta brotna fasta í veggnum, alls kyns lausamuni út um alla lóð og rennurnar litu út eins og gatasigti. Þetta var óvenjuleg sýn sem aldrei gleymist. Það kom í ljós, að vatnstankur sem var hitaður upp með rafmagni hafði ofhitnað og sprungið. Talið er að hitinn inni í tankinum hafi farið uppí 180 gráður þegar hann sprakk - og þetta var enginn smáketill, hann tók 12 tonn af vatni. Eitt af því sem vildi okkur til lífs var að tveir menn vora á gönguferð þama árla morguns og urðu vitni að sprengingunni. Annar þeirra hringdi á lögreglustöðina og sagði frá atburðinum. Þeir héldu reyndar að húsið væri að brenna þegar þeir sáu gufumökkinn streyma út í morgunloftið. Svo einkennilega vildi til að lögreglan fór venjulega af vakt um 04.30, en var að leysa óvenjulegt mál þennan morgun og tafðist því og var um það bil að pakka saman þegar síminn hringdi. Lögreglan trúði manninum ekki al- veg strax en var fljót að koma á staðinn. En áður en þeir lögðu af stað hringdu þeir bæði í slökkviliðið og síðan á sjúkrahúsið og sögðu vakthafandi hjúkranarkonu, sem var Ingibjörg, tengdadóttir mín, í flýti, að Vesturgata 32 væri að brenna og nauðsynlegt væri að und- irbúa komu brunasjúklinga þar sem óttast var að bæði börn og fullorðn- ir væra í húsinu. Ingibjörg vissi heldur ekki annað en að sonur hennar hefði fengið að lúra hjá ömmu sinni þessa afdrifaríku nótt. Maðurinn sem eftir var heyrði köllin í mér og komst niður til mín. Hann spurði mig strax hvort hann mætti reyna að losa mig af ótta við að ég væri limlest. Ég bað hann í öllum bænum að losa mig strax og að við yrðum að reyna að bjarga Helgu sem væntanlega væri enn upgi í herberginu sínu. Úti var blæjalogn og 10 gráða frost. Mér fannst heil eilífð líða meðan maðurinn var að losa mig, ég hafði svo miklar áhyggjur af dóttur minni. En þegar ég heyrði einhvern tala uppi á lofti létti mér stórlega og vissi að einhverjir væra líka komnir til hennar. Einn hjálparsveitarmann- anna hafði klöngrast upp á hæðina yfir múrbrotin og splundraðan stiga og komist inn til Helgu. Bækur sem Helga lærði fyrir feiTninguna lágu á borðinu og Nýjatestamentið hafði opnast við sprenginguna. Hann hætti sér inn en vissi að hvenær sem var gat gólfið gefið sig. Miðjan úr húsinu hafði sprungið í loft upp. Ekkert var öruggt. Maðurinn úr Hjálparsveitinni fet- aði sig áfram skref fyrir skref. Hann leit á opið Nýjatestamentið og rak augun i 121. sálm Davíðs. Hann las fyrstu versin: Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Maðurinn bjargaði Helgu úr sjóð- andi rústum og síðan var farið beint á sjúkrahúsið og gert að brunasár- um og öðrum sárum. Ingibjörgu varð það mikill léttir að sjá okkur aðeins tvær og mig þó ekki meira slasaða en raun bar vitni þegar rannsókn var lokið. Þá fékk hún að vita nánar hvað hafði gerst í raun og veru. Reyndar tókst ekki alveg að græða öll brunasárin því að ég hafði líka brennst inni í öðru eyranu og þurfti tvisvar að fara í aðgerð síðar vegna þess. Þessi atburður var þungur og erf- iður svona stuttu á eftir brotsjónum 6 mánuðum áður. Ég var ákveðin í að reyna að komast heim fyrir jólin svo framarlega sem ég væri fóta- fær. Læknarnir gáfu mér heimfar- arleyfi á Þorláksmessu, en það var erfiður tími sem fór í hönd. Mér fannst eins og ég væri andlega löm- uð. Ég átti erfitt með að einbeita mér, yfir mér hvíldi einhver drangi og deyfð sem ég hafði ekki vald yfir. Mér fannst erfitt að vinna dagleg störf, mig langaði helst til að liggja í rúminu áfram þegar ég vaknaði á morgnana, ég vildi helst sofa lengur og breiða sæng upp fyrir haus. En mér vildi það til lífs, að ég átti góð börn og tengdabörn, ástvinirnir reyndust mér hin mesta líkn og ég held að ég gleymi því aldrei meðan ég lifi hvernig starfsmenn fyrirtæk- isins og allir bókstaflega sem vett- lingi gátu valdið lögðu okkur lið. Þennan sama morgun var safnað saman öllu lauslegu sem fannst í ná- grenni hússins og ekki nóg með það heldur tóku konurnar það að sér að þvo tauið og allt fatarkyns áður en því var skilað til okkar. Það veitti mér ótrúlegan styrk að finna þenn- an hlýja hug frá öllum Akumesing- um og öðrum vinum okkar. Allir voru boðnir og búnir til að rétta okkur hjálparhönd á einn eða annan hátt. Við misstum þarna margt úr innbúii okkar. Það var eftirsjá í þessu en þetta vora dauðir hlutir og við mæðgur vorum heilar á húfi. Við höfum rætt um þetta síðan og rifjað upp röð atburðanna, hvemig lánið elti okkur þrátt fyrir allt. I fyrsta lagi var allt fólkið farið úr húsinu sem hafði gist þar nóttina áður. I öðru lagi hafði Haraldm' sótt sinn sinn sem átti að fá að kúra hjá ömmu. í þriðja lagi vildi svo til að tveir menn voru á ferli við húsið á þessum einkennilega tíma sólar- hrings. í fjórða lagi, að lögreglan skyldi ekki vera farin af vaktinni. í fímmta lagi að mesta og öflugasta sprengingin varð um miðju hússins og í sjötta lagi að við mæðgumar skyldum sofa hvor í sínum hluta hæðarinnar. Þannig mætti enn telja fleiri atriði sem urðu þess valdandi að ekki hlaust af sprengingunni hið hörmulegasta slys. Við getum að- eins sagt: Hvílík mildi að ekki skyldi fara verr! Skömmu áður en Sturlaugur lést eða fyrir síðustu jól hafði honum dottið í hug að láta taka myndir af húsinu bæði að utan og innan og sagði eitthvað á þá leið að maður vissi aldrei hvað maður hefði þetta lengi. A slíkum sorgarstundum þarf maður á nærveru vina að halda. Orð skipta miklu en nærvera og alúð ekki minna máli. •Bókarheiti er Ltfsgleði - frásagnir og minningar. Þórir S. Guðbergsson skráði. Útgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er 167 bls. Leiðbeinandi verð er 3.280 kr. Ég er skínandi sól Bók um kœrleika, jákvœðni ogfyrirgefningu. Andleg bók um Ijós og engla, þar sem höfundur lýsir leit sinni að kœrleika og trú á sjálfan sig. Hófundur miðlar leiðbeinanda sínum Dívu. Bókin er komin í búðir % Elías Haukur Snorrason www.hagkaup.visir.is Dreifing; Ævar s: 892 3334 Ég er skínandi sól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.