Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
Einsemd
og munúð
BÆKUR
Ljóð
HAUSTMÁLTÍÐ
eftir Ásdísi Óladóttur. Andbiær.
1998 - 41 bls.
EINSEMDIN er ef til vill ljóð-
rænust allra tilfmninga þó að enginn
vilji vera einmana. Fá yrkisefni eru
algengari og kannski er það í sjálfu
sér einmanalegt að vera skáld. Ung
kona, Ásdís Oladóttir, sendir um
þessar mundir frá sér Ijóðabók þar
sem einsemd og ein-
angrun er meginvið-
fangsefnið. Hún nefnir
bókina Haustmáltíð.
Bók Ásdísar er frem-
ur hugljúf. Hún dregur
upp fegurðarheim með
fremur upphöfnu Ijóð-
máli og leitast við að
túlka tilfmningar sínar
og kenndir með ljóð-
myndum. Myndimar
eru fágaðar og nostur-
lega unnar og vandað til
þeirra og bókarinnar í
heild. Hún notar tölu-
vert það stílbragð að
fara milli skynsviða þannig að oft
verður draumkennd áferð á ljóðun-
um:
Innan um laufíð
konan sem strýkur
með nekt sinni þögnina
og fiskarinir draumkenndu
sem synda gegnu mjúkt
andlit haustsins.
Sem fyrr getur fjalla mörg ljóðin
um einangrun einhvers konar og ein-
semd. Ásdís yrkir um fugl sem flýg-
ur írjáls um himininn og telur hann
eiga best heima við gluggann sinn
eða innan dyra þar sem hún gæti
fært honum daglegt brauð en íhugar
málið nánar:
Nei, heimkynni hans
eru meðal himinfugla
fjarri jöklabyggðum
þar sem ég er ekki
Þessa köldu veröld einsemdar og
einangrunar klæðir skáldkonan í goð-
sagnakennd klæði í ljóði um Venus,
gyðju ástarinnar. Þar fer saman vel
heppnuð vísun í goðsögn og markviss
samþætting myndar og tilfinningar:
í nývöknuðum garði
liggurVenusfáklædd
í brothættri skel sinni
Andlit hylja votir lokkar
á öðrum fæti
ber hún silfurskó
og á hálsi skín í
perlufesti
I skugga einmana trés
sefur gyðjan gleymd
á rökkureyju
Það er ekki laust við
að slík rómantísk sýn
sem gengur í gegnum
bókina frá upphafi til
enda geri hana heldur
einleita og fábreytilega.
Finna má þó einnig Ijóð
í bókinni þar sem skáld-
konan leitast við að
túlka munúð og ást. Allt
er það samt ofurvar-
fæmislegt og hófstillt
og maður hefur á tilfinn-
ingu að öll sú ást sé
fremur brothætt. Samt
er í þeim bjartari tónn en í ljóðunum
sem fjalla um einsenadina og mehú
leikur við myndsköpunina:
Við hvert skref
nálgast rödd hans
Þú sér hönd
sem á höfuð
og augu fyrir sólir
Hörund þitt breytist
íregn
og þú fellur eftir
líkama hans.
Haustmáltíð er vönduð ljóðabók
þar sem höfundur leitast við að túlka
kenndir sínar og hugmyndh- með
ljóðmyndum. Helstu viðfangsefni
Ásdísar eru einsemd og munúð. Ljóð
hennar mynda fegurðarheim sem
hún fléttar úr upphöfnu ljóðmáli, of-
urlítið rómantísku. Þau eru fáguð og
vandvirknislega ort.
Skafti Þ. Halldórsson
Ásdís Óladóttir
Form, fanta-
sía og mis-
skilið menn-
ingarsnobb
Bjarni sé svolítið sér á parti í ís-
lenskum bókmenntaheimi þar sem
fantasían hefur ekki alltaf verið vel-
komin, að minnsta kosti ekki á þess-
ari öld. Raunsæið hefur verið ríkj-
andi og virðist raunar eiga betur við
Islendinga en hvers konar hugar-
flugsskáldskapur - sennilega vegna
ofurtrúar á fornsagnahefðina.
Þannig áttu til dæmis módernistar í
sagnagerð á sjöunda og áttunda ára-
tugnum ekki auðvelt uppdráttar hjá
frónskum lestrarhestum en í verk-
um þeirra var oftlega unnið út frá
frásagnarlögmálum fantasíunnar og
goðsögunnar.
En hvað sem líður fantastískum
frásagnarleikjum Bjarna og fleiri þá
er i-aunsæiskrafan enn þá hávær.
Einna tærast er það í tveimur verk-
um sem nú eru að koma út. Auður
Jónsdóttir segir sögu sína, Stjórn-
lausa lukku, í raunsæjum frásagnar-
hætti sem minnir raunar um margt
á nýi-aunsæi áttunda áratugarins.
Friðrik Erlingsson er á svipuðum
slóðum í bók sinni, Góða ferð Sveinn
Olafsson, þar sem sögð er þroska-
saga pilts.
Söguskoðun
Einn frjóasti angi sagnagerðar
hér á landi undanfarna áratugi hef-
ur verið sögulega skáldsagan. Þar er
þetta ár engin undantekning. Hæst í
þessum flokki rís Morgunþula ístrá-
um eftir Thor Vilhjálmsson. í bók-
inni skoðum við ævisögu Sturlu Sig-
hvatssonar út frá öðru sjónarhorni
en við þekkjum úr Sturlungu. Þetta
er þroskasaga með tilvistarlegum
undirtón sem sýnir Sturlu í glímu
við hetjuhugsjónina en þungamiðja
sögunnar er ferð Sturlu suður til
Rómar að leita syndaaflausnar hjá
páfa. Stíll Thors í þessari bók er við-
burður út af íyrir sig, skynjun les-
andans er þanin til hins ýtrasta,
stundum svo að allt er við að bresta.
Veröld víð eftir Jónas Kristjáns-
son prófessor leitar enn aftar í tím-
ann eða tO tíundu aldar. Bókin rekur
örlagasögu Guðríðar Þorbjarnar-
dóttur, víðfórlustu konu miðalda,
eins og segir á bókarkápu.
Einar Kárason sendir frá sér sína
sjöundu skáldsögu, Norðurljós, sem
einnig sækir efnivið aftur í tímann
eða til hinnar ómildu átjándu aldar.
Raunar vill sögumaður bókarinnar,
sem er í tölu látinna þegar hann seg-
ir söguna eins og svo margir ís-
lenskra kollega hans síðustu árin,
halda því fram að átjánda öldin hafi
ekki verið svo slæm sem sögur
segja. Viðburðarík ævi hans gæti
bæði stutt þá túlkun og hrakið.
Enn ein sögulega skáldsagan
kemur svo úr sagnabrunni Björns
Th. Björnssonar. í þetta skipti er
sögusviðið nítjánda öldin og upphaf-
ið á þessari. Bókin nefnist Brota-
saga og er saga Önnu Sveinsdóttur
sem er fædd hórbarn 1867 en gerist
síðar saumakona í Reykjavík, fer
þaðan til Hull og loks til Eyja.
Afþreying
Afþreying hefur lengi verið bók-
menntalegt skammaryrði á íslandi.
Nú virðist hins vegar sem hinn póst-
móderníski andi hafi blásið kjarki í
brjóst nokkurra höfunda til þess að
BÆKUR
Höfundur bókarinnar
Siggu á Brekku
er 95 ára að aldri
HÖFUNDUR bamabókarinnar
Siggu á Brekku, sem ber undir-
titilinn: Endurminningar alda-
mótabarns, er Ingibjörg Þor-
geirsdóttir, 95 ára að aldri.
Bókaútgáfan Æskan gefur bók-
ina út, sagan er 143 bls. að
lengd. Myndverk bókarinnar eru
eftir Sigrúnu Eldjárn á heilsíðu
framan við hvern aðalkafla bók-
arinnar. Áður hafa komið út eft-
ir Ingibjörgu tvær ljóðabækur;
Líf og list (1956) og Ljóð (1991).
Ingibjörg hefur þar að auki
skrifað í blöð, smásögur og seg-
ist hafa párað um ýmis mál.
Kafla úr sögunni um Siggu á
Brekku las Ingibjörg í barna-
tíma útvarpsins. Hún flutti líka
erindi í þættinum Um daginn og
veginn.
Ingibjörg býr á dvalarheimili
aldraðra á Reykhólum, en er al-
in upp á næsta bæ, Höllustöðum.
Er Sigga á Brekku sama
stelpan og Ingibjörg Þorgeirs-
dóttir þegar hún varbarn?
„Eg byggi á persónulegri
reynslu barnsins og hugmynd-
um, en ég tek engan sérstakan
fyrir í því sambandi. Grannur-
inn er náttúrulega mín eigin
reynsla og hvernig ég leit á lífið
með augum barnsins, en ég tek
mig ekki fyrir sem persónu þótt
sum atvik séu sterkari í minn-
ingunni en önnur.“
Hvar bjóstu eftir að þú varðst
fullorðin?
„Ég var að flækjast um landið.
Ég fór í Kennaraskólann, en hef
verið lungnasjúklingur frá því
ég var 23 ára, oftast legið í
bólinu í nokkra mánuði í einu.
Það gerði mér oft erfitt fyrir.
Ég ætlaði t.d. að manna mig upp
og fara á Kennaraháskóla í
Þrándheimi, sem var framhalds-
nám á þeim tíma, en þá veiktist
ég. Ég var tvö ár í Noregi og
lauk skólanum þar síðari vetur-
inn.“
Hvar kenndir þú á Islandi?
„Ég var í farkennslu á Hólma-
vík og sveitunum þar í kring. Ég
hef haft yndi af að flækjast um
og hef til dæmis oft komið til
Danmerkur og átti þar stóran
vinahóp. Ég lærði hins vegar
aldrei enskuna. Hún var ekki
kennd í skóla þegar ég var við
nám, svo ég hef verið ragari að
ferðast víðar um heiminn en til
Norðurlandanna."
Finnst þér heimurinn ekki
hafa breyst síðan Sigga á
Brekku var barn?
„Þetta er furðuveröld og
hræðileg sums staðar og allt of
víða. Aldamótaskáldin okkar
ortu mikið um nið aldamótanna,
sem ég upplifði. Sumir héldu að
þetta yrði einhver friðar- og
dýrðaröld.
Hafa börn það betra í dag en í
byrjun síðustu aldar?
„Þetta er svo gjörólík menn-
ing og snið á öllu. Það fer hrað-
vaxandi alls konar tæknivæðing,
sem okkur dreymdi ekkert um,
en inn við beinið er nú blessuð
manneskjan eðlislík og hefur
yndi af því sem er fallegt og
gott. Sem betur fer er lífið alveg
eins inni í brjóstum fólks til að
leita eftir því sanna, fagra og
góða. Þetta er hættulegur heim-
ur og hefur alltaf verið, en nú er
hann kannski enn hættulegri en
áður og það þurfa svei mér allir
uppalendur að athuga. Sem bet-
ur fer var bara brennivínið í
mínu ungdæmi og það var nógu
vont. Þá fór vín inn og vit út. Ég
vona að barnabókin mín, óska-
bókin mfn, komi heldur til með
að gleðja en hryggja,“ sagði
Ingibjörg Þorgeirsdóttir.
Ingibjörg Þorgeirsdóttir
að er ljótt að sjá hvernig
skepnui-nar hafa farið með
hana Skjaldarflöt, hún er
öll nöguð og útspörkuð
enda túnið fullt af fé þegar ég kom
út í morgun. Það er til lítils að vera
að hreinsa ef skepnurnar fá að
ganga svona í túnið,“ bætti hún við
af miklum móði. í því kom Steini
inn og sagði að það gagnaði ekki
lengur að „reka frá“ á kvöldin, roll-
umar vissu alveg hvenær fólkið
væri sofnað og óhætt væri að læðast
inn á túnið.
Nú varð Sigga öll að eyrum. Hún
heyrði að pabbi kom inn og hann fór
líka að tala um túnið og kindurnar.
Og seinast sagði hann skýrt og
ákveðið að það yrði víst að „vaka yf-
ir“ um tíma svo túnið fengi frið til að
spretta. Þá sagðist mamma bara
ekki vita hvort hann Nonni fengist
til þess lengur. Hann væri orðinn
hálf leiður á því. „En gæti ekki
hugsast að hann yrði fáanlegri til
þess ef Sigga litla ætti að vaka með
honum?“ segir þá pabbi. Og mamma
sagði að það væri ekki óhugsandi.
Ur bókinni Sigga á Brekku
Framsýnn
merkismaður
ráðast gegn þessu misskilda menn-
ingarsnobbi.
Gamansögur og spennusögur
setja mikinn svip á jólabókaflóðið.
Fyrsta skáldsaga Árna Sigurjóns-
sonar bókmenntafræðings, Lúx, er
drepfýndin. Aðrar sögur sem gera
út á skemmtigildið eru Almúgamenn
efth- Arnmund Backman og Þægir
strákar eftir Helga Ingólfsson.
Sex íslenskar spennusögur eru
svo að koma út um þessi jól og hlýt-
ur það að vera met. Þetta eni bæk-
urnar Dauðarósir eftir Arnald Ind-
riðason, Nóttin hefur þúsund augu
eftir Árna Þórarinsson, Renus í
hjarta eftir Birgittu H. Halldórs-
dóttur, Dagar ljónsins eftir Einar
Þorstein, Pósthólf dauðans eftir
Kristin R. Olafsson og Engin spor
eftir Viktor Arnar Ingólfsson.
Smásögur
Að lokum skal bent á fjögur smá-
sagnasöfn sem hafa komið út í
haust. Guðrún Eva Mínervudóttir er
í hópi fjölmargra ungra skálda sem
eru að senda frá sér sína fyrstu bók
og sennilega eitt það áhugaverðasta.
Bók hennar, Á meðan hann horfir á
þig ertu María mey, er einkar heild-
stæð að efni og stíl. Gerður Kristný
sendir frá sér smásagnasafnið, Eitr-
uð epli, þar sem þemað er samskipti
fólks eins og í bók Guðrúnar Evu.
Þórarinn Eldjárn gerir út á fyndn-
ina, eins og Gerður, í bók sinni,
Sérðu það sem égsé og Matthías Jo-
hannessen skrifar fágaðar sögur í
bók sína, Flugnasuð í farangiinum.
Sé þannig skyggnst yfir sviðið
verður ekki annað sagt en að íslensk
sagnagerð standi með miklum
blóma en það skal tekið fram að hér
hefur ekki verið vikið að öllum þeim
verkum í bókaflóði ársins sem verð
væru athygli.
BÆKUR
Fræðirit
PÉTUR BEN.
Eftir Jakob F. Ásgeirsson. 1998. Mál
og menning, Reykjavflí. 415 bls.
GÓÐAR ævisögur eru sérlega
skemmtilegt lestrarefni. Þær gera
yfirleitt hvort tveggja í senn að gefa
lesendum sérstakt sjónarhorn á þá
atburði sem söguhetjan tekur þátt í
eða reynir með öðrum hætti. Þær
gefa lesendum einnig kost á að hug-
leiða innviði einnar mannsævi, skoða
hana eins og heilsteypt verk með
upphafi, meginverki og endi. Þetta
er ekki hægt að gera nema sögu-
hetjan sé gengin til feðra sinna því
að mannsævin er ekki skiljanleg til
hlítar fyrr en henni er lokið. Þessi
saga um Pétur Benediktsson, sendi-
herra og bankastjóra, eftir Jakob F.
Ásgeirsson býður manni allt þetta
og ýmislegt fleira.
Pétur Benediktsson lifði ævi sína
á merkilegum tímum í sögu þjóðar-
innar. Hann var alinn upp í miklu
návígi við lokaþátt sjálfstæðisbar-
áttunnar. Hann var einn þriggja
bræðra sem ómótmælanlega settu
skarpan svip á íslenzkt þjóðfélag frá
því um 1930 og fram yfir 1970 og
höfðu mikil áhrif hver á sínu sviði.
Pétur átti sjálfur mjög mikinn þátt í
að móta utanríkisþjónustu íslenzka
ríkisins á fyrstu árunum eftir lýð-
veldisstofnunina og varð síðar
bankastjóri Landsbanka íslands.
Hann lézt 62 ára að aldri af blóðsýk-
ingu.
I bókinni er ævi Péturs rakin
skipulega og vandvirknislega. Byi’j-
að er á uppruna hans, uppeldi og
skólagöngu. Faðir Péturs var Bene-
dikt Sveinsson, sem var lengi forseti
neðri deildar Alþingis. Hann var
einn eindregnasti talsmaður ís-
lenzks sjálfstæðis og var mótfallinn
samningnum frá 1918 vegna þess að
hann veitti Dönum sama rétt á Is-
landi og íslendingum. Bræður Pét-
urs voru Sveinn sem lengi var í for-
svari fyrir Síldarverksmiðju ríkisins,
og Bjarni, síðar forsætisráðherra.
Þeir ólust upp í foreldrahúsum en
Pétur var lengst af í fóstri hjá ömmu
sinni. Þótt faðirinn væri landskunn-
ur þingmaður var ekki miklum efn-
um fyrir að fara. En uppeldið var
vandað og börnin vanin á að ræða
um þjóðmál með fullorðnum.
Drengirnir voru þó hæfílega baldnir
og uppátækjasamir.
Á unglingsárum Péturs veldur
sósíalisminn fyrstu væringunum í ís-
lenzku þjóðfélagi þegar Ólafur Frið-
riksson neitaði að láta af hendi rúss-
neskan dreng sem talinn var hafa
smitandi augnsjúkdóm. Glíman við
að skilja og taka afstöðu til þessarar
stjórnmálastefnu var eitt meginvið-
fangsefni Péturs alla tíð. Hann var
ekki neinn einfaldur íhaldsmaður
heldur miklu fremur frjálslyndur og