Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 5
4 B ÞRIÐJUDAGUR15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ +- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 B 5
BÆKUR BÆKUR
Oendanlega
verðmætt að lifa
Morgunblaðið/Golli
KJARTAN Arnason ásamt dætrum sínum, þeim Maríu Erlu, sem situr
honum á vinstri hönd, og Mörtu.
KJARTAN Árnason rithöfundur
hefur verið afkastamikill þetta árið
því nú fyrir jólin koma út eftir
hann Ijóðabókin 7 ævidagar og
barnabókin Kata mannabarn og
stelpa sem ekki sést sem Hljóð-
bókaklúbburinn gefur út. Einnig
gefur klúbburinn út skáldsögu
Kjartans, Draumur þinn rætist,
tvisvar, sem kom út árið 1989 og er
það fyrsta hljóðskreytta skáldsag-
an sem kemur út hérlendis.
Ljóðabókin 7 ævidagar skiptist,
líkt og vikan, í sjö kafla sem þó
bera ekki nöfn vikudaganna held-
ur er titill kaflanna fyrsti dagur,
annar dagur - og svo framvegis.
Ljóðin í bókinni eru tuttugu og
átta að tölu eða jafnmörg og dag-
amir í febrúar eins og segir í
kynningu að bókinni. 7 ævidagar
er fimmta bók höfundar en eftir
hann hafa komið út smásögur,
skáldsaga, Ijóðabók og örleikrit.
Þegar við ræðum við Kjartan
um Ijóðabókina kemur fyrst upp í
hugann sú spurning hvort 7 ævi-
dagar séu eins konar ljóðabók í
dagbókarformi?
„Það hvarflaði aldrei að mér
þegar ég samdi hana,“ segir hann.
„Ljóðabókin mín, Dagbók Lasarus-
ar, sem kom út árið 1986, var hins
vegar dagbók en þetta er kannski
bara orðinn kækur.“
Það kemur fram í máli Kjartans
að Ijóðin í bókinni hafa verið ort á
undanförnum t.íu árum. „Ljóðin
höfðu verið að safnast upp hjá mér
uns ég ákvað að sýna þau ágætum
manni. Sá sagði: „Þú kannt þetta
en kvæðin em svolítið óvenjuleg."
Mér leist ágætlega á þessa umsögn
og ákvað að tala við útgáfufyrir-
tækið Örlagið.
En ert þú ekki einmitt Orlagið?
„Eg segi bara eins og Lúlli keis-
ari: „Ríkið það er ég.“ Órlagið það
er ég.“
Það verður sífellt algengara að
Ijóðahöfundar gefi bækur sínar út
sjálfir, hvað finnst þérþessi þróun
gefa til kynna?
„Þetta segir okkur fátt annað en
þá staðreynd að ljóð seljast ekki
ríkulega. Fyrir forlag skapar það
ekki peninga að gefa út ljóð. Við
þetta bætist að útgáfa er orðin
mun ódýrari og aðgengilegri fyrir
einstaklinginn. Því gefa fleiri út
sín ljóð án þess að fara á hausinn."
Japanska hækan
I ljóðum Kjartans er að finna
töluverðan húmor. Eru það með-
vituð einkenni á ljóðastíl hans?
„Það er svo með mig að ég verð
fremur óhátíðlegur þegar ég sest
niður við ljóðaskrif auk þess sem
mér er ekki lagið að vera á
bömmer í Ijóðum. - Það er leiðin-
legt að vera á bömmer og ég legg
það ekki á mig. Það sem ég tjái í
ljóðunum er auðvitað ómeðvitað,
húmorinn þar ineð talinn. En í ljóð-
unum er ég að tjá það lífsviðhorf
mitt að mér finnst óendanlega
verðmætt að lifa.“
Kjartan segir að ljóð hans geti
sprottið nánast upp úr hveiju sem
hann heyrir, sér eða upplifir. En
hann hafi enga þrá til að tjá ákveð-
inn boðskap. „Það sem gerist í ljóð-
inu gerist af sjálfu sér og á bak við
það er ekki meðvituð stefna, hvorki
til hægri eða vinstri, upp eða nið-
ur.“
Hann ræðir form Ijóðanna og
segist ekkert vera að pæla í því
hvort hann fari njjar leiðir hvað
formið varðar. „Eg set ljóðin upp
eins og ég tel fara vel hverju sinni.
Skipti línu þar sem gott er að
skipta línu svo dæmi sé tekið. Að
einu leyti fer ég þó ótroðnar slóðir,
því í bókinni nota ég japanskt ljóð-
form sem nefnist hæka og er ekki
mikið notað hér á landi. Hvert ljóð
er þrjár línur. Fimm atkvæði eru í
fyrstu línu, sjö atkvæði í annarri
línunni og fimm í þeirri þriðju. Þótt
ég yrki í hækuformi á innihald
kvæðanna ekkert skylt við japansk-
ar hækur auk þess sem hækan er
veiyulega aðeins eitt erindi en hjá
mér eru þau nokkur."
Við víkjum að barnasögunni Kata
mannabarn og stelpan sem ekki
sést. Kjartan segir söguna fjalla um
stúlku sem heitir Katrín Dóra en
hún flyst út á land með foreldrum
sínum. Þar eignast hún vinkonu í
hulduheimi. Þessi vinátta veldur
henni svolitlum vandræðum því það
sér enginn vinkonuna nema Kata.
Kjartan segist hafa sagt eldri
dóttur sinni þessa sögu þegar hún
var yngri. „Dóttir mín er því inn-
blásarinn."
Bókaskrif fyrir börn og
fullorðna sambærileg
Kjartan er spurður að því hvort
hann skrifi öðruvísi fyrir börn en
fullorðna?
„Ég tel þessi skrif sambærileg og
set mig ekki í neinar sérstakar
stellingar þegar ég vinn fyrir börn.
Ég skrifaði þessa Kötusögu eins og
hvern annan texta og reyndi ekki
að einfalda hann né nota barnalegt
málfar. Bæði börn og fólk komið á
sjötugsaldur hafa lesið bókina og
báðum hópum líkaði hún vel.
Kjartan segist ekkert vera gefinn
fyrir raunsæjar barnabækur með
félagslegum boðskap þar sem komi
fram hvernig börnin eigi að haga
sér. Fyrir vikið sé þessi bók bæði
óraunsæ og óraunhæf. „Þetta er
fyrsta barnabókin sem ég skrifa,
þótt ég eigi þrjú börn, og við gerð
hennar liafði ég að leiðarljósi að
hafa gaman af því sem ég var að
gera og þá vissi ég að börnin
myndu einnig skemmta sér.“
Bókin um Kötu, sem er ný, kem-
ur eingöngu út á hljóðbók. Kjartan
segir að sögur á snældu eða geisla-
diski henti börnum ákaflega vel,
þeim finnist gaman að láta lesa fyr-
ir sig en Halla Margrét Jóhannes-
dóttir leikkona les söguna.
Skáldsaga Kjartans, Draumur
þinn rætist tvisvar, kom út árið
1989. Nú hefur hún verið gefin út á
hljóðbók af Hljóðbókaklúbbnum
eins og áður segir. Er þetta fyrsta
hljóðskreytta skáldsagan sem kem-
ur út hérlendis.
Bókin segir frá ungum dreng og
uppvexti hans í Kópavoginum allt
þar til hann eignast sjálfur sitt
fyrsta barn. Kjartan segir bókina
hóflega hljóðskreytta. „Stef eru
leikin á milli kaflanna, sem eru
margir og stuttir. Ef minnst er á
Iag í texta bókarinnar er það leikið
í bakgrunni."
Kjartan er spurður að því hvort
hann telji að þeir sem hlusta á
bækur nemi þær öðruvísi en þeir
sem lesa beint af hvítri örkinni?
„Röddin sem les textann bætir
heilmiklu við bókina. Sjálfur er ég
orðinn verulega sjónskertur og hef
því notið þess að hlusta á hljóðbæk-
ur. Það sem er svo ágætt við hljóð-
bækurnar er að hægt er að hlusta á
þær við svo mismunandi skilyrði
eins og í baði eða sitjandi í stól í
myrkrinu.
Húmoristi deyr
Skáldið er látið,
syrgt uns dagur dvín. Tregt
er
tungu að hræra.
Var vel við aldur,
sagði margt glaðlegt orðið.
Fá slík falla nú.
En skáldið er frjálst!
Fer sem orð milli manna,
laust úr búri dufts.
Ur Ijóðabókinni: 7 ævidagar.
BÆKUR
Trtiarrit
ÉG ER SKÍNANDI LJÓS
eftir Elías H. Snorrason. Elías och Inre
kallorna. 1998 - 169 bls.
ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem
við Islendingar eignumst spámenn.
En svo er að sjá að með okkur sé einn
slíkur ef marka má bókina Ég er skín-
andi sól, sem skráð hefur Elías H.
Snorrason. Þar segir hann frá and-
legri reynslu sinni og boðar okkur
sannleikann og ljósið.
Bók Elíasar er óvenjuleg. Efni henn-
ar hlýtur að flokkast undir dulhyggju
og sjálfur segist hann reikna með að að
vera skilgreindur sem nýaldarsinni.
Það má segja að efninu megi skipta í
þrennt. í fyrsta lagi boðar Elías okkur
sannleikann um okkur sjálf, hið hærra
sjálf, nauðsyn innra lífs og hugleiðingu
um ljósið. I öðru lagi miðlar hann okk-
ur brotum úr ævisögu sinni. Er þá
nokkur játningarbragur á sögunni því
að hann er fikill, berst við áfengisnautn
og er settur í fangelsi vegna notkunar
ólöglegra vímuefna. Neðar kemst hann
ekki og tekur á málum sínum með
hjálp AA-samtakanna. Hann er líka
Lærðu að
vera ljósberi
barn alkóhólista og leggur
einmitt áherslu á að við
gerum upp við okkar
innra barn og fýrirgefum
til þess að endurfæðast.
Þá er ótalin andleg
reynsla sem er með þeim
hætti að teljast verður
óvenjuleg. I innra lífi sínu
hefur hann sem sé öðlast
þá náð að vera ekki ein-
ungis í beinu sambandi við
engla á borð við Emanúel,
Gabríel, Abraham og Atl-
antik heldur einnig sjálfan
kærleikskraftinn, Díva,
sem í reynd er Ijósið
sjálft. Elías lítur á sig sem
miðil þessai'a krafta og
ljósbrú milli innri heims og ytri. Sam-
kvæmt Elíasi er hann meira að segja
kominn svo langt í eigin andlegum
þroska að hann upplifir sjálfan sig sem
annars æðra sjálf.
Sannast sagna brást sá
er þetta ritar í fyrstu við
þeim tíðindum sem þarna
eru sögð líkt og maðurinn
úr stórborginni Róm,
Pontíus Pílatus, þegar al-
þýðumaður sem átti fyrir
sér ki'ossfestingu sagðist
fullur hugrekkis bera
sannleikanum vitni. En
þá sagði Pílatus: Hvað er
sannleikur?
Yið vitum hvernig sú
saga endaði.
Reyndin er nefnilega
sú að það tjáir ekki að
deila við sannleikann. Að
efast um hann hefur ekk-
ert að segja. Sá sem segir eins og Elí-
as: „Ég er sannleikurinn", veit þetta.
Og við, Pflatusarnir í heiminum, erum
vopnlausir gagnvart slíkri sannfær-
Elías H. Snorrason
ingu. Henni ber nefnilega að mæta
með auðmýkt en ekki háði.
Annars er boðskapur Elíasar furðu
líkur kristilegum boðskap. Hann legg-
ur mikla áherslu á fyrirgefninguna og
kærleikann en umfram allt á leið ein-
staklingsins til sjálfstyrkingar og
frelsunai' í átt til ljóssins í gegnum
hugleiðslu.
Bókin er skrifuð á ljósu, einföldu og
sefjandi máli. í henni eru kaflar sem
minna á sum bestu dulhyggjuverk en
hún hefur það fram yfir mörg þau verk
að hér eru launhelgarnar ljósar og op-
inberanirnar skiljanlegar. Kannski er
meira að segja kjarni verksins sá að
við eigum öll það markmið æðst að
komast í samband við okkai' æðra sjálf
sem er þegar allt kemur til alls ljósið
eða alheimsvitundin: „Ég er skínandi
sól, ég verð alheimsvitundin."
Ég get ekki sagt að ég sé fullur að-
dáunar á þessum boðskap né sannfær-
ingu höfundar. Til þess er ég of jarð-
bundinn. En ég get ekki séð að hann
sé nokki'um til meins. Hið Ijósa og
skýra mál bókarinnar og stórbrotnar
lýsingai'nai' á verunum innra með höf-
undinum gera bókina vel þess virði að
lesa hana. Hún er betur skrifuð en
margt það sem ritað er um þessi mál.
Skafti Þ. Halldórsson
Aðventa í Genua
EFTIR ENZO MUSITELLI
IÞÁ DAGA komu sjaldan jól og
eins langt aftur og ég get mun-
að tók það hver þeirra heila ei-
lífð. Fyrstu sjúkdómseinkenni
nýrra jóla var heimsókn frú
Traverso. Hún færði okkur alltaf
jólaköku sem virtist hrærð úr stein-
steypu og handa mér kom hún með
enn eitt eintakið af Börnunum við
Paal-götu, raunasögu um erfiða
æsku. Eftir langar samningaviðræð-
ur tókst mér að sannfæra Aldo litla,
son kennarans, sem átti frændur í
Alaska sem voru kúrekar og úlfa-
veiðimenn, til að skipta á bókinni og
malajarýtingi sem kom mér að betri
notum, enda hafði hnífsoddinum ver-
ið dýft í eitrað soð úr veiðihárum
tígrisdýrs.
Ég eyddi öllu sparifé mínu í sneið
af kastaníuhnetuköku, sem ég
gleymdi venjulega í frakkavasa mín-
um með vettlingunum sem systir mín
prjónaði.
Húsið okkar fylltist allt af pökkum
og rauðnefja gestum og allir spiluðu
bingó og gæddu sér á grjóthörðu
núggati sem faðir minn braut í mola
með karate-höggum. Maðurinn sem
fór daglangt hús úr húsi til að betla
gjafir fyrir hjálparstarf í borginni
kom við og sagði að við værum besta
fólkið í hverfinu. Þegar hann hafði
verið hýrgaður á sætu eftirréttavíni
og var á förum var honum rétt múr-
steinskakan hennar frú Traverso
sem vinningur í jólahlutaveltu hjálp-
arstarfsins.
Um leið og ég fór á fætur á morgn-
ana aðgætti ég hvort himinninn hefði
ekki sent mér hnédjúpan snjó en án
hans yi'ðu engin jól. Þessar vanga-
veltur gerðu mér kleift að gleyma því
að ég átti eftir að skrifa hundrað
sinnum að skipun fröken Strozza
Montani: „Iðnir nemendur kveikja
ekki í skólapúltunum sínum í tímum.“
Við Rino og Vito vorum aftur búnir
að ná sáttum og sameinaðir í öflugum
flokki héldum við á vit nýrra ævin-
týra alla leið þangað þar sem norður-
heimskautsbaugurinn sker Trieste-
stræti. Við leituðum uppi Italo, son
grænmetiskaupkonunnar, sem var
eini veiðiþjófurinn sem við vorum
vissir í okkar sök um. Við bjuggum til
gríðarstór för eftir hvítabjörn í
snjónum fyrir framan búð móður
hans til að hræða hann til að láta af
villu síns vegar og leiða hann af refil-
stigum, enda braut bandíttalíferni
hans gegn norðurheimskautasvæðis-
lögunum sem við sem konunglegir
kanadískir riddaralögreglumenn
kenndum honum að bera virðingu
fyrir með föstum snjóboltaskeytum.
Italo hljóp undan skæðadrífunni með
körfufylli þurrkaðra ávaxta handa
mömmum hinna veiðiþjófanna sem
bjuggu á Piave-stræti.
Við höfðum smíðað okkur sleða úr
tveimur kústsköftum og appelsínu-
kassa sem við skiptumst á að draga á
eftir okkur. Við fórum í leiðangra yfir
endalausa ísbreiðuna bak við blað-
söluturninn, og kölluðum í örvænt-
ingu okkar neyðaróp til þeirra örfáu
eskimóa sem voru á heimleið úr vinn-
unni en án árangurs.
„Skiljið mig eftir. Þá komist þið
tveir kannski til Fort Knox,“ stundi
ég upp, dauðasærður eftir hina ósýni-
legu en samt sem áður grimmu mó-
híkana, og ég lét mig falla uppgefinn í
snjóinn snortinn af hetjulegum orð-
um sjálfs mín meðan sleðinn, sem
Vito dró gólandi á eftir sér, rann nið-
ur hina mannauðu ísbrekku niður að
sporvagnsstöðinni.
Umvafínn einmanaleika hinnar
hvítu auðnar athugaði ég hvað var
eftir af vistunum og reiknaði út hve
lengi ég gæti treint lífið á tólf þurrk-
uðum kastaníuhnetum og nokkrum
gi'ænum vínberjum sem ég hafði
hnuplað af tertunni sem móðir mín
hafði bakað kvöldið áður.
Vægðarlausustu on'usturnar voru
þær sem við háðum við hina hræði-
legu sporvagna norðurskautsins með
hrímaða glugga, sem voru svo mjalla-
hvítir ásýndum að þeir virtust líkastir
snjóhúsum sem vindurinn feykti eftir
ísteinum.
Rino sem var á vakt í virkinu hvísl-
aði að okkur Vito höfuðsmanni hnit-
miðaðar fyrirskipanir þar sem við
sátum á hækjum okkar á bak við
nakinn runna og hnoðuðum hand-
sprengjur úr snjó á stærð við
vatnsmelónur. Þegar sporvagnarnir
tóku gleiðu beygjuna eftir að komið
var upp brekkuna byt'juðum við, eft-
irlifendur fimmta lensuriddarastór-
fylkisins, örvæntingarfulla sókn. Að-
eins einu sinni kom það fyrir að spor-
vagn, sem við höfðum hitt beint
framan á stýrishúsið, nam staðar og
áður en við gátum haldið upp á sigur-
inn þusti út úr honum ótrúlegur
fjöldi miðavarða af ættum sioux-
indíána sem elti okkur eftir norður-
heimskautsbaugnum endilöngum,
syngjandi hina hræðilegu stríðs-
söngva sína við raust.
Við földum okkur bak við hliðið á
númer 24 og hjartsláttur okkar
heyrðist í tíu metra íjarlægð. Við
drógum andann í gegnum eyi-un þeg-
ar við heyrðum fótatak nálgast og
tókst þannig loks á endanum að forð-
ast banvæna fyrirsát.
Þegar náttmyrkrið hafði loks hulið
hina ógnvekjandi víðáttu hinna eilífu
snæva læddumst við varlega út úr
miðavarðaheldum felustaðnum. Þar
og þá skyrptum við, hinir hugrökku
meðlimir sjöundu riddaraliðssveitar-
innar, þrisvar sinnum á jörðina og
sórum þess dýran eið við blóðið í æð-
um okkar að enginn fengi nokkurn
tíma að vita neitt um þetta síðasta
ævintýi-i okkar. Síðan skyldu leiðir og
við héldum hver til síns heima.
í stofunni sat fjöldi frænda,
frænkna, annarra ættingja og ná-
granna í kringum borðið og spilaði
bingó.
„Komdu blessaður, uppgjafaher-
rnaður," sagði Tomaso frændi.
„Veiddist vel?“
Ég stóð sem steini lostinn á þrösk-
uldinum, sannfærður um að fréttir
hefðu þegar borist af árásinni á spor-
vagninn.
„Fjörutíu og þrír,“ kallaði frændi.
„Er búið að draga tólf?“
„Fyrir löngu.“
Ég valdi mér í rólegheitum stærstu
sneiðina af jólakökunni og teiknaði
halastjörnu í móðuna á gluggann í
eldhúsinu.
Rauðglóandi eldavélin urraði upp í
reykháfinn á meðan einhvers staðar
úti við, hver veit hvar, voru hópar
fjárhirða og gegnkaldir englar á leið
til íjárhússins.
Þýtt af Elenu Musitelli og
Sveini Haraldssyni.
ANNA, María og barnið, eftir Leonardo da Vinci.
Færeyskt stórvirki
MAÐUR er nefndur
Emil Thomsen. Hann
er færeyskur og býr í
Þórshöfn. Emil hefui'
um langt skeið rekið
fyrirtækið Bókagarð og m.a. endur-
útgefið mikið af sígildum færeyskum
bókmenntum, þjóðfræðum og skáld-
skap, í búningi sem þessum gersem-
um hæfir. Fyrir vikið standa þessi
verk nú víða, ekki aðeins á færeysk-
um heimilum heldur í ei'lendum
bókasöfnum opinberra stofnana og
einstaklinga sem unna færeyskum
menntum. Mikið af þessum verkum
hefur verið prentað hér á landi. Eins
og við er að búast, hefur efnahag-
skreppan í Færeyjum dregið þrótt úr
slikri starfsemi, enda er Emil kominn
á efri ár og búinn að skila miklu dags-
verki. En þorskur gengur nú aftur á
miðin, og hagur Færeyinga er tekinn
að vænkast. Þeir hafa ekki látið
baslið smækka sig og dreymir enn
sem fyrr um aukið sjálfstæði og öil-
uga færeyska menningu. Emil Thom-
sen ætlar ekki að láta sitt eftir liggja,
þótt kominn sé á níræðisaldur, og er
byrjaður að láta gamlan draum ræt-
ast. Nýlega lauk Prentsmiðjan Oddi
við fimm fyrstu bindin í heildarútgáfu
Bókagarðs á færeyskum danskvæð-
um, Föroya kvæði. í fyrstu þremur
bindunum eru kvæðin um Sigurð
Fáfnisbana, Sjúrðakvæðini, en síðan
taka við önnur kvæði um kappa
í eftirfarandi grein fjallar Vésteinn Ólason
um viðamikla bókaútgáfu Emils Thomsens í
Færeyjum, en Emil hefur m.a. endurútgefíð
mikið af sígildum færeyskum bókmenntum.
hetjur með efni úr fornum sögum og
ævintýrum.
Danskvæðin eða sagnadansarnir,
eins og við nefnum þessi kvæði
stundum hér á landi, kallast kvæði á
færeysku. Mikill fjöldi slíki-a kvæða
er þar varðveittur og mörg afar löng.
Ekkert var skrifað á færeysku að
heitið gæti fyrr en á 18. öld, og kvæði
þessi varðveittust í minni manna og
hljómuðu á manna vörum öld eftir
öld. Kvæðin eru órofa tengd fær-
eyska dansinum, og þótt þau væru
stundum kveðin við aðrar aðstæður,
var það færeyski dansinn sem varð-
veitti þau svo vel sem raun ber vitni.
Þar kváðu Færeyingar sínar gerðir
af frásögnum um eldfornar hetjur
eins og Sigurð Fáfnisbana og Bryn-
hildi, Ragnar loðbrók og Áslaugu, en
einnig var kveðið
um fleiri efni úr ís-
lenskum fornsögum
eða rímum, önnur
eiga sér hliðstæður
í danskvæðum
Norðmanna og
Dana eða eru alveg
sérstæð. Þessi forn-
eskjulegu kappa-
kvæði eru sérkenni-
legust færeysku
kvæðanna og oft
mjög löng, en
einnig voru kveðin
með sama bragar-
hætti styttri kvæði
um riddara og meyjar, ástir og sorg-
ir, jafnvel skipti við álfa eins og í
Olavur Riddararós. Þá kváðu Færey-
ingar oft með dansahætti fremur
stutt skopkvæði um samtímaviðburði.
Ekki alllöngu eftir að fornmennta-
menn í Danmörku tóku að leggja
stund á íslenskar fornbókmenntir
fréttu þeir af færeysku kvæðunum,
og nokkur þeirra bárust rituð til
Kaupmannhafnar á fyrri hluta 17.
aldar, en þær uppskriftir glötuðust
því miður, líklega í brunanum mikla
1728. Sá sem fyi-stur tók að safna
þessum kvæðum í alvöru var hinn
merki færeyski fræðimaður og orða-
bókarhöfundur Jens Christian Svabo.
Hann skrifaði upp fjölda kvæða um
1780.
Með rómantíkinni glæddist áhugi á
fornum fræðum og danskur guðfræð-
ingur skráði 1817 með hjálp Færey-
inga nokkur kvæði, sem menn áttuðu
sig fljótt á að fjölluðu um Sigurð
Fáfnisbana. Nú komst skriður á upp-
skriftir, og tóku bæði lærðir og leikir
þátt í því starfi. Þar mætti nefna J.H.
Schröter prest í Suðurey og Jóannes
Klemmentsen í Króki á Sandey. Síð-
ast en ekki síst er að geta um V.U.
Hammershaimb, prest og síðar pró-
fast, sem safnaði miklu og gaf út og
lagði (í samráði við Jón Sigurðsson)
grundvöllinn að búningi færeysks rit-
máls eins og það er enn í dag.
Kvæðasöfnun hefur síðan verið hald-
Emil Thomsen
ið áfram, allt fram á síðustu áratugi.
I lok síðustu aldar var gert í Kaup-
mannhöfn mikið kvæðasafn, þar sem
endurritaðar voru allar uppskriftir
færeyskra danskvæða sem þá voru til
og lærdómsmenn vissu um. Safnið
heitir Föroya kvæði eða Corpus
Carminum Færoensium, og er með
viðaukum 18 handskrifuð bindi. Um
og eftir miðbik þessarar aldar var
það búið til prentunar af færeyskum
lærdómsmönnum í Kaupmannahöfn,
og komu textamir út í sex bindum, en
nýlega er komið út 7. bindi með
ski-ám og öðra ýtarefni. Þessi útgáfa
er vísindaleg, bindin eru í stóra broti
og mikið efni í hverju.
Hin nýja útgáfa Bókagarðs er í
Skírnisbroti, prentuð á góðan pappír
og mjög fallega innbundin. Prent-
smiðjan Oddi hefur unnið það verk.
Þessi útgáfa er ætluð almenningi, og
þar era endurprentuð öll sömu
kvæðaafbrigði og í Corpus Cai-min-
um færoensium. í upphafi er stutt
ritgerð um kvæðin eftir Dánjal
Niclassen (1914-91) sem bjó þau til
prentunar. Hann var sálfræðingur og
kennari í Kaupmannahöfn en unni
mjög þessum kvæðum og fékkst
nokkuð við rannsóknir á þeim. Verk
þetta vann hann á efri árum sínum. Á
undan hverju kvæði er stuttur og
skýi' efnisútdráttur til að auðvelda
lesturinn, en ekki fylgja kvæðunum
neinar skýringar enda eru þau að
langmestu leyti auðskilin þeim sem
kunna færeysku, þótt málið sé stund-
um fornlegt.
Allt efni þessara fimm binda, sem
eru samanlagt meira en eitt þúsund
blaðsíður, er tekið úr 1. bindi hinnar
eldri prentuðu útgáfu kvæðanna, og
má af því ráða hvílíkt stórvirki Bóka-
garður hefur ráðist í, ekki síst þegar
á það er litið að driffjöðrin á bak við
allt saman er 83ja ára gamall maður.
Að vísu gæti enginn sem hittir Emil
Thomsen látið sér detta í hug að
hann sé svo gamall, því að hann er
hvatur í hreyfingum og geislar af eld-
legum áhuga á viðfangsefnum sínum,
Ragnar í Smára þeirra Færeyinga.
Emil og færeysku þjóðinni óska ég til
hamingju með þetta nýja verk og
vona að það megi fá slíkan hljóm-
gmnn heima í Færeyjum og annars
staðar að grandvöllur verði fyrir að
ljúka útgáfunni á fáum árum.
Höfúndur er prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla Islands.