Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR15. DESEMBER 1998 B 7
BÆKUR
Tsjekhov í bók
NÚ þegar Nemendaleikhúsið
sýnir Ivanov eftir rússneska rit-
höfundinn Anton Tsjekhov í
Reykjavík og sýningin sannar
enn fyrir áhorfendum að verk
höfundarins eiga hér heima
kemur út bók með smásögum
hans. Hún heitir Konan með
hundinn eftir samnefndri sögu.
Sögur Tsjekhovs hafa birst til-
viljunarkennt í íslenskum tíma-
ritum á þessari öld og aðeins
einu sinni áður fyrir rúmlega
þrjátíu og fimm árum hafa sög-
íslenskri þýðingu. Maður í
hulstri hét hún og Geir Krist-
jánsson þýddi. Þar birtust styttri
sögur Tsjekhovs sem liann skrif-
aði snemma á ferlinum en sög-
urnar í bókinni Konan með
hundinn skrifaði hann síðustu
árin sem hann lifði eða á sama
tíma og hann er að skrifa eftir-
minnilegustu leikrit sín. Tsjek-
hov fæddist 1860 og dó 44 ára
gamali, árið 1904.
Rithöfundurinn og þýðandinn
Árni Bergmann þýðir sögurnar í
bókinni Konan með
hundinn og skrif-
ar eftirmála um
höfundinn.
I bókinni eru
finim sögur og
þá síðustu, Stofu
sex, má vel kalla
stutta skáldsögu.
,Hún og fleiri
sögur sem
þarna
birtast,
hafa bæði
verið sviðsett-
ar og kvik-
myndaðar.
Um sögurn-
ar í bókinni Kon-
an með hundinn
segir Árni Berg-
mann:
„Tsjekhov byrjaði
að skrifa smásögur
til þess að hafa ofan
af fyrir sér á námsár-
Árni
Bergmann
um sínum og framan af voru
sögur hans örstuttar, einhvers
konar skrýtlur en urðu með ár-
unum lengri, gamanmálum
fækkaði og þær fóru að líkjast
meir og meir leikritum hans sem
nú fara um allt. Efni þeirra,
andrúmsloft og spurningarnar
sem bornar eru upp svipa til
þess sama og leikritin geyma og
ekkert undarlegt að sumar
þeirra hafi verið sviðsettar eða
kvikmyndaðar.
Sögur hans og leikrit lifa alveg
sérlega góðu lífi enn í dag. Það
sem hann er að skrifa rétt fyrir
síðustu aldamót vísar fram á við
og inniheldur nýja hluti sem áttu
eftir að einkenna bókmenntir
þessarar aldar. Hann lifir á tíma
raunsæis og natúralisma þegar
mikið er lagt í sviðsmynd verka
og umhverfi persónanna er lýst
af nákvæmni og í smáatriðum.
En Tsjekhov sker þetta allt niður
og takmarkar sig aðeins við það
sem kemur persónum hans og
sérkennum þeirra við. Hann yfir-
gefur á undan samtímamönnum
sinum hlutverk sviðsetjarans en
það var hlutverk sem ritliöfund-
ar vom gjarnan í á tímum áður
en ljósmyndin og kvikmyndin
höfðu gert sig heimankomna í lífi
almennings.
Tsjekhov er mjög næmur á
erfiðleikana í samskiptum
manna. Menn farast á mis og tala
ekki saman heldur til hliðar hver
við annan. Það var ekki nýtt fyr-
ir höfunda á þessum tíma að fást
við einsemd en þeir sem komu á
undan Tsjekhov lýstu einna helst
einsemd snillingsins eða einsemd
hins útskúfa en Tsjekhov sér ein-
semd og framandleikann í lífi
sérhvers og eins. Hvaðan sem
hann kemur og úr hvaða stétt
sem hann er.
Og persónur Tsjekhovs vilja
gjarnan yfirstíga erfiðleikana og
ná saman, en þótt ástin gerist
það töfraafl sem breytir heimin-
um þá er hún í meinum, það er
allt eitthvað sem kemur í veg
fyrir hana - eins og sanna vin-
áttu, hjálpfýsi og skilning. Um
leið og höfundur lætur okkur
vita af því med sínum hógværa
hætti að menn eiga betra skilið.
I samtíma Tsjekhovs ríkti al-
menn bjartsýni á möguleika vís-
indanna en þó Tshekliov hafi trú
á þeim er hann líka með þeim
fyrstu sem áttar sig á því að
framfarirnar geti reynst dýr-
keyptar og tortímandi. Fyrstu
græningjaræðurnar má finna í
verkum hans.
Og bæði á undan og á eftir
Tsjekhov eru menn að freista les-
andans með spennu og atburðum
svo allt leiki á reiðiskjálfti en
gagnvart þeim meðulum er
Tsjekhov fullkomlega rólegur og
leyfir sér ekki bara atburðaleysi
heldur gerir það líka merkilegt.
Þar undir kraumar nefnilega svo
margt.
Öll þessi atriði sem ég hef
nefnt áttu eftir að setja svip á
bókmenntir þessarar aldar. Það
er eins og Tsjekhov opni eitt-
hvert hlið að vegi sem bókmennt-
ir heimsins höfðu varla tekið eft-
ir áður.“
egar augu okkar mættust
þarna í klefanum slepptu
sálarkraftarnir okkur
báðum lausum, ég faðm-
aði hana að mér, hún þrýsti and-
litinu að brjósti mér og tárin
streymdu úr augum hennar, ég
kyssti andlit hennar, axlir, tár-
votar hendur, ó, mikið vorum við
óhamingjusöm bæði tvö, og ég
játaði henni ást mína og með
nístandi sársauka í hjarta fann
ég, hve allt það var óþarft, smátt
og sviksamlegt sem hafði komið í
veg fyrir ást okkar. Eg skildi að
þegar maður elskar, þá verður
maður í hugsunum sínum um
þessa ást að ganga út frá því sem
er æðra og mikilvægara en ham-
ingja eða óhamingja, synd eða
dyggð í venjulegum skilningi, eða
þá að maður á alls ekki að hugsa
neitt.
Ur Konunni með hundinn.
BÆKUR
Mannfræði
AF MANNANNA BÖRNUM
Ritgerðir og greinar 1991-1996 eftir
Harald Ólafsson. Prentun: Prent-
myndastofan. Háskólaútgáfan,
Reykjavík 1997. 184 bls.
MANNFRÆÐI er sú fræðigrein
sem í grófum dráttum hefur að við-
fangi þá tegund sem kallar sig af
töluverðu steigurlæti hinn vitiborna
mann, Homo sapiens. Ekki hafa
margar aðgengilegar bækur um
þessi fræði komið fyrir almennings
sjónir hér á landi og er því fengur
að greinasafninu Af mannanna
börnum eftir Harald Ólafsson sem
kennt hefur mannfræði við Háskóla
íslands í rúma tvo áratugi. Skal hér
greint frá efni bókarinnar í stuttu
máli.
í bókinni gefur Haraldur mynd
af viðfangsefnum mannfræðinnar,
aðferðum og kenningum. I loka-
grein safnsins varpar hann raunar
Kenningar og rann-
sóknir í mannfræði
fram ágætri almennri lýsingu á
þessu efni sem hljómar þannig:
„Mannfræðin fæst við að rannsaka
tegundina Homo sapiens, forfeður
hennar og ættingja 1 hópi annarra
tegunda. Hún leitast við að útskýi-a
atferli manna og menningu og við-
urkennir að það verði ekki gert
nema með því að tengjast líffræði,
menningarfræði og félagsfræði.
Mannfræðin styðst við fornleifa-
fræði og sagnfræði, sálarfræði og
bókmenntafræði. Hvarvetna sér
hún forvitnilega hluti og fyrirbæri
sem snerta beint og óbeint mann-
legt atferli og mannlega hugsun,
sögu mannsins og samskipti innan
tegundarinnar."
í bókinni er bæði að
finna inngangsgreinar
að mannfræði og
nokkrum kenninga-
smiðum hennar og
greinar um rannsóknir
Haraldar.
Kenningar þriggja
erlendra fræðimanna
eru hér kynntar á
mjög aðgengilegan
hátt: Strúktúralismi
(sem Haraldur kallar
innviðahyggju) Claude
Lévi-Strauss, kenning-
ar Georges Dumezil
um goðafræði, sem
Haraldur beitir síðan á
Haraldur
Ólafsson
Rígsþulu, og kenning-
ar franska mannfræð-
ingsins Dan Sperber.
Hér er einnig sagt frá
ævi og störfum danska
landkönnuðarins og
eskimóafræðingsins
Knuds Rasmussens.
Fjallað er um tengsl
ættfræði og rann-
sókna í mannfræði og
rýnt í hnýsilega grein
sem Benedikt Grön-
dal, skáld, ritaði um
mannfræði og fornleif-
ar árið 1880. I bókinni
eru svo greinar um
uppruna mannsins og
þróun samfélagsgerðar og menn-
ingar. Einnig veltir Haraldur
þeirri spurningu fyrir sér hvort Is-
lendingasögur séu mannfræðilegar
heimildir. Vill Haraldur setja
nokkra varnagla í því samhengi en
í bráðskemmtilegri grein sem nefn-
ist Kappreið á Kili notar hann frá-
sögn í Landnámu til að sýna fram á
hvernig fornar trúarlegar athafnir
varðveitast í sögu þótt inntak at-
hafnanna sé að mestu gleymt þeim
er ritar hana. Hér er einnig að
finna ritgerð um uppruna og enda-
lok þjóðveldisins. Fjallað eru um
hlut mannfræðinnar í umræðunni
um betra samfélag. Segir Haraldur
að hlutverk mannfræðingsins „geti
verið það helst að benda á þá
möguleika sem fyrir hendi eru svo
auðveldara sé að fást við þau
vandamál sem mannkynið verður
að glíma við næstu áratugina."
Þessi bók Haraldar er afar að-
gengileg og ætti því ekki síst að
nýtast þeim vel sem vilja kynna sér
þetta forvitnilega fræðasvið.
Þröstur Helgason
I smásjá
BÆKUR
Skáldsögur
UPPHÆKKUÐ JÖRÐ
Auður Ólafsdóttir, Mál og menning,
Reykjavík, 1998, 139 bls.
UPPHÆKK UÐ Jörð er fyrsta
skáldsaga Auðar Olafsdóttur list-
fræðings. Söguhetjan er stúlka að
nafni Agústína sem býr með fóstru
sinni í litlum bæ á ótilgreindri norð-
lægri eyju. Á eyjunni er „Fjallið
eina“, sem er „miðja og möndull
bæjarins" (133) sem og verksins
sjálfs því fjallið er sú upphækkaða
jörð sem titillinn vísar til. Ágústína
„dedúar" ýmislegt og í sjálfu sér
gerast ekki stórir viðburðir í bók-
inni en þeim mun meira af smáum.
Ágústína er fótluð og gengur við
hækjur, hún ræktar og sýslar við
matargerð, sultar og sker mör í
slátur. „Hún var ekki bara snögg að
brytja, heldur var það henni kapps-
mál að hafa mörinn svo smáan að
hann varð nánast ósýnilegur." (40).
Þetta er fagurfræði verksins í hnot-
skurn: að brytja smátt, nánast niður
í það ósýnilega. Fötlun söguhetj-
unnar á sér svo hliðstæðu í hreyf-
ingarleysi þess smágerða heims
sem verkið lýsir; hann er ekki kyrr-
stæður en fer sér hægt. Einangrun
hans er rofin með bréfum sem
Ágústínu berast frá móður sinni
sem stundar rannsóknir í fjarlæg-
um löndum.
Sjónarhornið er einskorðað við
Ágústínu sem alltaf er að skoða ver-
öldina í skrýtnu ljósi, færa myndir í
sérlunduð orð „og byggja úr heilu
turnana". (22). Sýn hennar er ekki
viðurkennd af samfélaginu, einsog
sést af samskiptum við kennara.
Hún hefur sterka tilfmningu fyrir
stæi'ðarhlutföllum og mikið er um
formrænar andstæður og hliðstæð-
ur, hátt og lágt, himinn og haf. Bún-
ar eru til samhverfur milli manns-
hugar og umhverfis. Ljóðræn
táknaveröld verksins er afmörkuð
og lokuð í þeim skilningi að hún vís-
ar lítið út fyrir sjálfa sig. Táknin
öðlast merkingu vegna innbyrðis
vensla sinna í verkinu. Rabarbarar,
svo dæmi sé tekið, merkja ekkert
sérstakt svona í daglegu tali og eng-
in bókmenntaleg hefð er fyrir tákn-
gildi þeirra. En í verkinu eiga blöð
þeirra og stilkar sér hliðstæðu í lík-
ama stúlkunnar sem er
auk þess getin og fædd
í táknrænum skilningi í
rabarbaraskógi. „Fjall-
ið eina“ er drifkraftur
sögunnar. Ágústína
ætlar að klífa fjallið,
ekki til að sigra það
heldur til að yfirstíga
eigin fötlun og kyrr-
stöðu og jafnvel til að
nálgast föður sinn, goð-
sögn sem kom og fór.
Einnig vill hún hnykkja
á stöðu sinni í turnherbergi þar sem
hún gistii' og horfa á hlutina ofan
frá, komast upp fyrir veröldina.
Fjallið er margbrotið tákn, að klífa
það felur í sér upprisu og yfirsýn.
Tilveran einsog hún lítur út í
smásjá Ágústínu er full af óræðum
táknum og getur því tæplega kall-
ast ofskýrð en mér finnst hún vera
ofvensluð, ef svo má segja. Allt á
sér hliðstæður og andstæður, allt er
á sínum stað. Verkið er sífellt að
móta heim sinn með því að vísa
fram og aftur í sjálft sig. Jafnvel
margræður og annars
flottur endirinn stenst
ekki freistinguna að
vísa kirfilega í allavega
tvo staði í textanum.
Fleiri glufur vantar í
veggi þessarar verald-
ar því lesandanum er
ekki hleypt að með
túlkun sína. Þrengsli
myndast, lesandi hefur
hvorki nægilegt and-
rými né svigrúm til að
hreyfa sig. Fyrirstaða í
verkinu stafar af seið-
mögnun orðanna en
ekki síður af því að
textinn gerir lesanda
sinn ekki að þátttak-
anda í leiknum.
Verkið er meðvitað um eigin
framsetningu. Talað er um náttúr-
una sem sviðsmynd. Uppfærsla
leikfélags bæjarins á leikriti er nán-
ast „verk í vcrkinu" og einkennist af
sama knappa rými og þorpsveröld-
in. Plássleysi setur sviðsmyndinni
skorður; það verður að „útbúa
þröngan dal, umlukinn háum
hamraveggjum úr frauðplasti“ og
„þjappa saman dölum og hamra-
beltum“ (84). Sama óraunveruleika-
kennd er yfir Fjallinu eina en stærð
þess er tjáð í mælieiningum, það er
átta hundruð fjörutíu og fjórir
metrar yfir sjávarmáli. Sú tala er
svo oft endurtekin að jaðrar við klif-
un. En náttúrusýnin er meinlegri en
virðist í fyrstu. Þetta er póst-
módernísk gei'vináttúra.
í Upphækkaðri jörð er Auður
Ólafsdóttir ekki á ósvipuðum slóð-
um og Vigdís Grímsdóttir. í verkinu
er mikið af litríkum og smágerðum
orðum sem lýsa heimi kvenna og
bernsku. Þorpið er ekki venjulegt
íslenskt sjávarþorp og ég er ekki
frá því að það sé dálítið breskt.
Bretar eiga þorpsveraldir á borð við
Mjólkurskóg eftir Dylan Thomas,
en auk þess er talsverður Kar-
demommubæjarbragur yfir þorpi
Ágústínu, það er kunnuglegt en þó
útlenskt. Sláturgerð er þó beinlínis
þjóðleg og ég man ekki til þess að
þetta merkilega fyrirbæri hafi ratað
í íslenskan skáldskap áður, enda
eru lýsingar á matargerð og ræktun
einn sterkasti þáttur verksins. Ver- -
öld Ágústínu er innhverf og undar-
leg. Upphækkuð jörðlíður fyrir áð-
urnefnd þrengsli og láist að gaum-
gæfa afstöðu kjörlesanda síns. Að
öðru leyti tekst mjög vel að skapa
skringilega og hættulega stemmn-
ingu.
Hermann Stefánsson ^
Auður
Ólafsdóttir