Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA SKIÐI / HEIMSBIKARINN Vonbrigði ENN og aftur féll Kristinn Bjömsson úr keppni i gær- kvöldi er fímmta heimsbikarmótið fór fram í Schladming í Austurríki. Hann hefur nú ekki komist í gegnum fjógur mót í röð þó svo að hann hafi verið nálægt því að þessu sinni. Hann komst niður fyrri umferðina á ágætum tíma, en féll í þeirri síðari þegar hann átti um tíu hlið eftir ófar- in í marldð. „Petta voru mikil vonbrigði því hann stóð sig mjög vel í fyrri umferðinni,“ sagði Haukur Bjarnason, þjálfari hans, við Morgunblaðið eftir mótið. „Þetta var mjög erfíð beygja þar sem hann fór út úr. Við vorum búnir að vara hann við þessari hættu. En hann lenti örlítið aftarlega áð- ur en hann kom I beygjuna og náði henni ekki. Skíðin þeyttust út í loftið og hann reyndi allt til að bjarga sér, en því miður gekk það ekki,“ sagði Haukur. Sigurvegari í gær var tvítugur Austurríkismaður, Benjamin Raich, sem var með 22. besta tímann eftir fyrri umferðina. Hann keyrði sig upp í efsta sætið í síðari um- ferðinni og bætti þar með met sem Svíinn Ingemar Sten- mark átti. Sjö féllu úr keppni í síðari umferð og flestir þeiiTa í sömu beygju og Kristinn. Á myndinni hér til hliðar er Kristinn á fullri ferð í fyrri umferð svigsins í Schladming í Austurríki í gærkvöldi, en þá var hann með 18. besta brautartímann. UM nokkurn tíma hafa for- ráðamenn Liverpool og enski landsliðsmaðurinn Robbie Fowler verið í launaviðræðum. Ekkert hefur gengið og hefur Fowler ekki viljað skrifa undir nýjan samning, en hann á átján mánuði eftir af samningi sínum við liðið. Arsenal og Blackburn, ásamt nokkrum erlendum liðum, hafa sýnt Fowler áhuga. Nú hafa forráðamenn Liverpool opnað möguleik- ann á að Fowler skrifi und- ir nýjan samning með því að bjóða honum 30 þús, pund í laun á viku, eða um 3,42 millj. ísl. kr., sem gerir hann að launahæsta leik- manni Liverpool frá upp- hafi. Fyrir fimm ára samn- ing á hann að fá átta millj. punda, eða um 912 millj. kr. plíncgwttlitoíitö 1999 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR BLAD Leiftur áfram fjölþjóðlegt Leiftur úr Ólafsfirði mun áfram tefla fram sannkölluðu fjölþjóðaliði í efstu deild karla á næstu leiktíð. í gær fékkst staðfest að miðvallarleik- maðurinn Sámal Johansen verður þriðji færeyski landsliðsmaðurinn í herbúðum Ólafsfirðinga og þar með sjöundi erlendi leikmaður liðsins. Leiftursliðið tefldi fram fjölþjóð- legu liði á síðustu leiktíð undir stjóm Páls Guðlaugssonar og hafnaði í 5. sæti deildarinnar og komst í úrslit bikarkeppninnar. Páll verður áfram þjálfari liðsins, en ljóst er að þrír er- lendir leikmenn em horfnir á braut auk þriggja sterkra íslenskra leik- manna. Sámal Johansen er 24 ára og kem- ur frá Götu í Færeyjum. Hann er einnig liðtækur sem varnarmaður og hefur átt fast sæti í færeyska lands- liðinu í þrjú ár. Þá hafa Leifturs- menn einnig samið við framlínu- manninn Örlyg Þór Helgason, 18 ára leikmann Þórs á Akureyri. Áður hafði félagi hans úr Þórsliðinu, drengjalandsliðsmaðurinn Ingi Hrannar Heimisson, gengið í raðir Ólafsfjarðarliðsins. Ljóst er að enn frekari breytingar verða á Leiftursliðinu, því um helg- ina samdi miðvallarleikmaðurinn John Nielsen við danska úrvalsdeild- arliðið Viborg. Nielsen lék 15 leiki með Leiftri í deildinni sl. sumar. Þá verður Nígeríumaðurinn Peter Ogaba ekki áfram og hið sama gildir um framherjann Rastislav Lazorik. Færeysku landsliðsmennirnir Uni Arge og Jens Martin Knudsen verða áfram með Leiftri og einnig Skotinn Paul Kinniard. Þá hafa Leiftursmenn samið við tvo Brasilíumenn og einn Finna og munu þeir leika með liðinu á næstu leiktíð. Páll Guðlaugsson þjálfari fór til Brasilíu sl. haust og fylgdist með leikmönnum og í kjölfarið var gengið til samninga við 24 ára framherja og 26 ára varnarmann. Aukinheldur var samið við fínnskan miðvallarleik- mann á dögunum. Þá er varnarmað- urinn Hlynur Birgisson kominn heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð. Þrír sterkir leikmenn hafa yfírgef- ið herbúðir Leiftursmanna, Baldur Bragason gekk til liðs við Islands- og bikarmeistara ÍBV, Andri Marteins- son er kominn í FH og Steinar Ingi- mundarsson er fluttur suður. Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Leifturs, sagði í gær að vissulega væru þetta miklar breytingar. „Leiftursmenn hafa hins vegar aldrei verið hræddir við að fara ótroðnar slóðir og það er ein- faldlega ódýrara að fara þessa leið en keppa á innanlandsmarkaði um leikmenn.“ Þorsteinn bætti því við að hópur- inn kæmi mun fyrr saman að þessu sinni og flestir yrðu komnir í mars og apríl. „Það er mikil breyting fyr- ir okkur, því í fyrsta leik okkar í deildinni í fyrra vantaði fjóra leik- menn.“ Reuters ■ Nánar / C3 TUTSCHKIN Fowler boðnar 3,4 millj. kr í vikulaun Tutschkin með Rúss- um í HM STÓRSKYTTAN Alek- sandr Tutschkin, fyrrver- andi félagi Patreks Jó- hannessonar hjá Essen, sem leikur nú með Minden og er að gera það gott, leik- ur með Rússum í heims- meistarakeppninni í Eg- yptalandi. Tutschkin, sem er 34 ára, er Hvít-Rússi og lék með Hvíta-Rússlandi hér á landi í HM 1995, hef- ur fengið rússneskt vega- bréf, þannig að hann geti valið um hvort hann leiki með Hvíta-Rússlandi eða Rússlandi. KR-ingar aftur til Watford VARNARMENNIRNIR Sigurður Örn Jónsson og Bjarni Þorsteinsson úr KR eru á leið til enska 1. deildar liðsins Watford. Þeir félagar voru við æf- ingar hjá Watford í haust og nú hefur félagið ósk- að eftir því að fá þá aftur til frekari skoðunar. Watford er ofarlega í 1. deild og hefur komið mjög á óvart í vetur, en liðið kom upp úr 2. deild si. vor. Framkvæmdastjóri liðsins er Graham Ta- ylor, fyrrverandi stjóri enska landsliðsins. Fyrir hjá félaginu er framherjinn Jóhann B. Guðmunds- son úr Keflavík. „Mér líst vel á þetta og það er góðs viti að fé- lagið vilji fá okkur aftur,“ sagði Sigurður Örn í gærkvöldi. „Við förum út eftir tvo daga og eigum að vera ytra í tæpan mánuð. Það er fremur lang- ur tími fyrir slíka reynsluferð og ætti að nýtast vel og gefa okkur tækifæri í nokkrum Ieikjum,“ sagði Sigurður ennfremur. Hann bætti því við að sér hefði litist afar vel á allar aðstæður hjá enska liðinu og á stjórann, Graham Taylor. Þá spillti ekki fyrir að Jóhann hefði staðið sig vel að undan- förnu. Sigurður Örn og Bjarni eru báðir samnings- bundnir KR, en skv. heimildum Morgunblaðsins hefur ekki enn verið rætt um hugsanlegt kaup- verð milli liðanna. Þó er ljóst að það yrði ekki undir tíu milljónum króna, enda er Sigurður í A- landsliðshópi Islands og Bjarni leikmaður ung- lingaliðsins. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur danska úrvalsdeildarliðið Lyngby áhuga á Krist- jáni Finnbogasyni markverði og fullvíst er talið að varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson fari innan skamms til Liverpool. Allir eru þessir leikmenn samningsbundnir vesturbæjarliðinu og yrði því um sölu að ræða. KNATTSPYRNA ALFREÐ GISLASON SAFNAR LIÐI HJA MAGDEBURG / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.