Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 C 3 ÍÞRÓTTIR FOLK ■ SIGURÐVR Pétursson golf- kennari hefur verið ráðinn kennari hjá Golfklúbbnum Oddi. Samning- ur Sigurðar við Golfklúbb Reykja- víkur var ekki endurnýjaður í haust en Sigurður hafði kennt þar á bæ í mörg ár. ■ SIGURÐUR sagði að líklega yrði nafni hans Hafsteinsson með hon- um við kennslu hjá Oddi, en hann yrði ekki með verslun þar eins og hjá GR. Sigurður mun kenna í Golfheinium í vetur. ■ LARS Walther handknattleiks- maður með KA meiddist á hné á æfíngu á mánudaginn og lék ekki með gegn ÍBV daginn eftir. Sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu KA gæti Walther verið frá keppni í 2-3 vikur vegna meiðslana. ■ GORDON Strachan knatt- spyrnustjóri Coventry hefur fest kaup á 20 ára gömlum markverði frá danska liðinu Ikast. Sá heitir Morten Hyldegaard og gerði hann fimm ára samning við Coventry. ■ HYLDEGAARD leikur með Ikast fram á næsta sumar er deild- arkeppninni lýkur í Danmörku, en flytur sig þá til Englands. Danskir markverðir virðast vinsælir í Englandi því Hyldegaard er sjötti markvörðurinn sem nú er á samn- ingi þar í landi. ■ HOLLENSKA liðið Ajax hefur stofnað lið í Höfðaborg í Suð- ur-Afríku og mun liðið leika í efstu deild þar í landi. Hollenska liðið leikur æfíngaleik á miðvikudaginn við nafna sína í S-Afríku og viku seinna mun liðið leika við úrvalslið landsins. ■ MARSEILLE, efsta liðið í frönsku 1. deildinni, keypti í gær miðjumanninn Tchiressoua Guel frá Fflabeinsströndinni en hann lék með ASEC Abidjan í Afríku. Petta er annar leikmaðurinn sem Marseille kaupir á stuttum tíma því nýverið festi liðið kaup á brasilíska varnarmanninum Edson. Hinn 23 ára miðjumaður var valinn besti leikmaður Afríku á síðasta tímabili og hefur leikið 35 landsleiki. ■ ANDONI Goikoetxea, fyrrver- andi landsliðsmaður Spánar í knattspyrnu, er kominn heim frá Japan og hyggst hann enda knatt- spyrnuferil sinn hjá 2. deildarliði Osasuna. Hann er 33 ára og lék á sínum tíma 36 landsleiki fyrir Spánverja. Hann byrjaði ferilinn hjá Osasuna, en lék síðan með Real Sociedad, Barcelona og Athletic Bilbao áður en fór til Japans fyrir átta mánuðum. ■ FORRÁÐAMENN ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu hyggjast vopna valinn hóp dómara og aðstoð- ardómara með hljóðnemum á næstu leiktíð. Tilgangurinn er að bæta samskipti þeirra á milli, en undan- farið hefur mjög farið vaxandi gagnrýni á störf dómara í ensku knattspyrnunni. Talsmaður úrvals- deildarinnar segir að tilraun verði gerð með hljóðnema í nokkrum leikjum, en tók fram að eftir væri að útfæra tilraunina nánar. egnum vörn Keflvíkinga í nágrannaslagnum i gærkvöldi, að Njarðvíkingar höfðu haft 19 stiga forystu í leikhléi. Morgunblaðið/Ásdís Þar höfðu Kefl- Liðið lék prýðilega vörn á köflum en sókn- arleikurinn var ansi brokkgengur og þeir misstu boltann alltof oft. Það var helst fyr- ir tilstilli aldursforseta Þórsliðsins, Kon- ráðs Óskarssonar, að liðið átti góða kafla. Hann lék KR-inga oft grátt og barðist vel. Öruggt á Króknum Tindastólsmenn tóku á móti Snæfelli úr Stykkishólmi á Sauðárkróki í gær- kvöldi og sýndu enga gestrisni, sigruðu 95:71. Fyrstu tíu mínúturn- ar var jafnræði með liðun- um og dálítill hátíðarblær skrifar var a leik hðanna; leleg sókn, vond vörn og lítið skorað. Þá tóku heimamenn sig saman í andlitinu, Valur Ingimundarson kom inná og Arnar Kárason fór á kostum og þeir breyttu stöðunni úr 11:11 í 27:12 og eftir það varð ekki aftur snúið. I leikhléi var staða þeirra þægileg, 43:27. í síðari hálfleik héldu Tindastólsmenn uppteknum hætti og hertu tökin ef eitt- hvað var og léku gesti sína mjög grátt. Hjá Snæfelli hafði Rob Wilson átt misjafnan leik fyrir hlé en tók sig nú á og fékk mikið af villum dæmdar á heimamenn og skoraði mikið úr vítaköstum. Heimamenn gáfu þó ekkert eftir og juku forystu sína en undir lokin er yngri strákar fengu að reyna sig minnkað munurinn aðeins en sigurinn var aldrei í hættu. Woods, Arnar og Sverrir Þór Sverrisson voru bestir í jöfnu liði heimamanna en Wil- son skástur hjá Snæfellingum. Mikilvægur sigur ÍA ÍA og Valur áttust við í íþróttahúsinu á Akranesi í gærkveldi. Fyrn- leikinn voru bæði Iið í neðri hluta deildarinnai- og þurftu því nauðsynlega á Jóhannes stigum að halda. Valsmenn Harðarson komu ákveðnir til leiks og skrifar náðu strax forystu sem þeir héldu fram í miðjan fyrri hálfleik. Þá misstu þeir örlítið tökin og Skagamenn komust meira inn í leikinn, söxuðu á forskot gestanna og í hálfleik var jafnt, 36:36. í síðari hálfleik dalaði leikur — Valsmanna meðan heimamenn héldu uppteknum hætti. Þeir náðu snemma tíu stiga forystu sem reynd- ist of mikið bil fyrir gestina að brúa og þegar yfír lauk var munurinn 16 stig, 84:68. Oft og tíðum reyndu bæði lið að keyra upp hraðann en þau réðu eng- an veginn við það og úr varð fum og fát og fá tilþrif sem glöddu augað nema vera skyldi góðm- leikur Aiex- anders Ermolinskij sem var frábær bæði í vörn og sókn. Dagur Þórisson lék einnig vel og Björgvin Karl Gunnnarsson á hrós skilið fyrir mikla baráttu. Kenneth Richards lék vel framan af fyi’ir Valsmenn en er á leið missti hann og félagar hans móðinn og leikur þeirra fjaraði út. Ungur Austurríkismaður stal senunni Raich sló met Stenmarks AUSTURRÍSKI táningurinn Benjamin Raich sló heldur betur í gegn í svigi heimsbikarsins í Schladming í Austurríki í gær. Hann var með 22. besta tímann eftir fyrri umferð, en gerði sér lítið fyrir og náði langbesta tímanum í síðari umferð og sigraði. Þetta er besti árangur sem nokkur skíðamaður hefur náð, þ.e.a.s. bætt sig á milli umferða og sigrað. Fyrra metið átti sænski skíðakóngurinn Ingemar Stenmark sem vann sig upp um 21 sæti í svigi í Madonna Di Campiglio fyrir 24 árum. Kristinn Björnsson var með 18. besta tímann eftir fyrri umferð en féll í þeirri síðari. Raich er tvítugur og fju'rum heimsmeistari unglinga og hef- ur verið að skjótast upp á stjörnu- himininn í vetur. Hann náði þriðja sæti í sviginu í Kranjska Gora og fjórða sæti í stórsvigi á sama stað fyiT í þessari viku. „Ég trúi varla mínum eigin augum. Þetta var hreint ótrúleg spenna og biðin var erfið í markinu þar til allir keppi- nautarnir voru komnir niður,“ sagði Raich í sigurvímu eftir mótið um leið og 30 þúsund áhorfendur fögn- uðu þessum unga skíðamanni sem þjóðhetju. „Markmiðið hjá mér eftir fyrri umferðina var að enda innan við tíu. Ég gaf allt í botn og vissi að ég hafði keyrt vel, en bjóst aldrei við sigri. Þetta er frábært.“ Frá því keppnistímabilið hófst hafa austurrískir þjálfarar sagt að Raich væri of ákafur og ætti að keyra af meira öryggi. Hann væri jafnvel kraftmeiri og villtari skíða- maður en ólympíumeistarinn Her- mann Maier. Toni Sailer, austur- ríski ólympíumeistarinn frá 1956, var meðal áhorfenda í Schladming í gær. Hann sagði: „Ég hef aldrei séð nokkurn skíðamann keyra eins frá- bærlega og Raich gerði í síðari um- feðrinni.“ Frakkinn Pierrick Borugeat, sem vann á fyrsta svigmótinu í Park City, varð annar, Kjetil Andre Ámodt frá Noregi þriðji og æfínga- félagi Kristins, Svíinn Martin Hans- son, fjórði og er það besti árangur hans í heimsbikarnum. Juri Kosir og Thomas Stangassinger, sem voru með tvo bestu brautartímana í fyrri umferð, náðu sér ekki á strik í síðari umferðinni. Stangassinger krækti fyrir hlið neðarlega í braut- inni og var úr leik og Kosir varð að láta sér lynda fimmta sætið. Góð fyrri umferð Kristinn stóð sig vel í fyrri um- ferðinni. Var mjög einbeittur - keyrði af öryggi og var hvergi ná- lægt því að detta. Tími hans var 48,36 sekúndur og var það 18. besti brautartíminn. Besta tímanum í fyrri umferð náði Juri Kosir frá Sló- veníu, sem var 1,07 sekúndum á undan Ki'istni. Það var mikil spenna í síðari umferð því lítill tímamunur var á þeim 30 keppendum sem fengu að fara niður. Allt gat því gerst. Kristinn fór þréttándi niður brautina í síðari umferð og voru þá tveir keppendur fallnir úr keppni; Japaninn Kimura og Norðmaðurinn Furuseth. Hann var ekki eins ein- beittur og í fyrri umferð og þegar hann kom í neðri hluta brautarinnar féll hann. Það kom mjög þver beygja eftir svokallaða hárnál. Hann kom á of mikilli ferð út úr hárnálinni og var of seinn þegar hann kom í þveru beygjuna og missti sig aðeins aftur. Hann náði ekki pressu á neðra skíðið og missti þau frá snjónum og krosslagði þau um leið og hann reyndi að komast í gegnum næstu beygju fyrir neðan. Þar með var keppnin úti hjá honum og vonbrigðin leyndu sér ekki í and- liti hans. Kristinn mun næstu daga dvelja við æfíngar í Schladming en keppir síðan í Evrópubikarmóti í svigi á sunnudag og hugsanlega aftur á fímmtudag. Næsta heimsbikarmót verður í Wengen um aðra heigi og viku síðar verður keppt í Kitzbuhel. Það er síðasta mótið fyrir heims- meistaramótið sem fram fer Vail í Bandaríkjunum í byrjun febrúar. Stjarnan lagði Þrótt Stjaman kom á óvart í Asgarði í gærkvöldi með sigri á Þrótti, Reykjavík, í fimm hrinu leik, 15:3, 13:15, 9:15, 15:6 og 17:15. Lengi vel benti fátt til þess að Stjarnan ynni sigur í oddahrinunni, sem þó varð æsispennandi undir lokin fyrir til- stilli Emils Gunnarssonar sem átti fjórar uppgjafir í röð og jafnaði metin í 14:14. Emii var bestur í liði Stjörnunn- ar, en það var þó fyrst og fremst öflug hávörn og góð vinnsla í lág- vörninni sem fleytti liðinu áfram. „Miðað við hvernig við spiluðum áttum við ekki skilið að vinna,“ sagði Einar Ásgeirsson, leikmaður Þróttar, eftir leikinn. Rífleg uppbót hjá Rosenborg LEIKMENN Rosenborg fá ágæta uppbót fyrir þátttöku sína í Meistaradeild Evrópu í knatt- spyrnu. Þeir sem léku alla leiki liðsins mega vænta þess að fá um 500.000 norskar krónur í sinn hlut, u.þ.b. 5 milljónir króna. Ilver teikmaður fær 200.000 norskar krónur fyrir að komast í keppnina og fyrir sigurleikina við Atlfletic Bilbao og Gaiatasaray verður gi-eidd sama upphæð. Tveir jafnteflisleikir, við Bilbao og Juventus, þýða um 100.000 krónur til viðbótar. Þeir sem vorn á varamannabekknum fá helming þessara upphæða í sinn hlut og þeir er voru svo óheppnir að komast ekki í hópinn sem tók þátt í hverjum leik fá 10% af ofangreindum fjárhæðum. Einn fslendingur leikur með Rosenborg, Árni Gautur Arason, og út frá þesum upplýsingum má reikna með að hann fái fyrir sinn snúð 400.000 norskar krónur, sem er nærri 4 milljónum króna. Árni lék annan sigurleikinn og var á bekknum í báðum jafntefl- isleikjunum. Auk þess má hann vænta þess að fá söniu gruun- greiðslu og aðrir leikmenu, þ.e.a.s. 200.000 norskar krónur. Þessi uppbót er alveg óháð öðr- um lauuum leikmanna hjá félag- inu. Hefði Rosenborg uáð í 8-liða úrslita Meistaradeildarinnar hefðu leikmenn fengið 200.000 uorskar krónur til viðbótar, fyrir utan greiðslur fyrir árangur í þeim leikjum sem fylgt hefðu í kjölfarið, en þeir hefðu a.m.k. orðið tveir. Rosenborg leikur þessa dagana í æfmgamóti á Kanaríeyjum og í gærkvöldi mætti liðið Galatasaray og sigr- aði 4:2. Árni Gautur var í mark- inu og stóð sig injög vel, varði þrívegis frábærlega og var ör- uggið uppmálað. G. Mclnerney Sports Management Einn helsti fótboltaumboðssali á írlandi Við útvegum miða á leiki í ensku úrvalsdeildinni og gistingu á hóteli Liverpool, Chelsea, Arsenal, Newcastle, Spurs Liverpool v. Middlesb. 6. feb. Arsenal v. Chelsea 31. jan. Liverpool v. West Ham 20. feb. Arsenal v. Leicester 20. feb. Chelsea v. Liverpool 27. feb. Spurs v. Arsenal 10. apríl. Chelsea v. Leeds 5. apríl. Spurs v. Aston Villa 13. mars Leikimir hér að ofan eru aðeins féinir af mörgum — við eigum miða á flesta leiki í deildinni. Hótelin eru flest 4ra stjarna en margir möguleikar eru á gist- ingu. Allir miðar á leikina og og heimilisfang hótels eru send á heimilisfang þitt á íslandi með hraðpósti. Verð frá 189 e. pundum (miði og hótel). Greiðsiukort velkomin. Sími 00353 61 332121 (Gerry eða Tony), fax 00353 61 335354. Castletroy, Limerick, Irland Irelands Leading Football Agents SKIÐI BLAK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.