Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Keppnis tíma- bilinu bjargað STJÖRNURNAR í NBA-deildinni munu sýna listir sínar á vellinum eftir allt saman á þessu keppnistímabili eftir að stéttafélag leik- manna náði samkomulagi við eigendur liðanna um nýjan kjara- samning á miðvikudag. Með samkomuiaginu lauk rúmlega sex mánaða verkbanni sem deildin hafði sett á leikmenn og með því tókst að koma í veg fyrir að hún yrði fyrsta atvinnudeildin í íþróttasögu Bandaríkjanna til að aflýsa heilu keppnistímabili. Samkomulagið náðist eftir lang- an næturfund milli Davids Sterns, forseta NBA, og Billys ■BIIHI Hunters, formanns Gurrnar stéttarfélags leik- Valgeirsson manna. Stern og skrífar frá Hunter hafa átt í Bandarikiunum ., miklum eríiðleikum með að ræðast við undanfarna mán- uði og voru margir innanbúðar- menn, sem fylgdust með kjaradeil- unni, á því að andúð sú sem þeir hafa hvor á öðrum hafi staðið í vegi fyrir samkomulagi um nokkra hríð. Astandið var orðið svo slæmt und- anfarnar vikur að þeir neituðu að ræðast við augliti til auglitis og voru óragir við að senda hvor öðrum tón- inn í fjölmiðlum. Eitthvað gerðist þó aðfaranótt miðvikudags. A þriðjudag var Stern upptekinn í einkaviðtölum við flesta stærstu fjölmiðla landsins. Hann var a.m.k. í fimm sjónvarpsviðtölum og fjölmörgum blaðaviðtölum. I við- tölunum lagði hann áherslu á að eig- endurnir gætu ekki gengið lengra í samningaviðræðum, en sumir bentu honum á að þegar síðustu tilboð beggja aðila væru skoðuð kæmi í Ijós að lítið bæri orðið á milli. Ekki skal mat lagt á hvort það hafi haft áhrif á forsetann, en eftir viðtölin samþykkti hann að gera lokatilraun í laumi um nóttina með Hunter. Samkomulagið var kynnt klukkan sex um morguninn, aðeins 29 klukkustundum áður en eigendur liðanna ætluðu að tilkynna að keppnistímabilinu yrði aflýst. Leik- menn voru ekki seinir á sér að stað- festa nýja saminginn, en hann er til sex ára. Samninganefnd eigenda hefur lagt til að þeir samþykki samninginn. Samkvæmt samkomu- laginu mun hvert lið leika 52 deild- arleiki í stað 82 og fara íyrstu leik- irnir fram í byrjun næsta mánaðar. Samkomulagið Deildin hafði lagt mikla áherslu á að setja þak á laun nýliða. Margir af reyndari leikmönnunum voru sam- þykkir því þar sem liðin áttu oft litla fjármuni eftir undir launaþaki sínu handa þeim eftir að hafa samið við bestu nýliðana. Samkomulagið felur í sér að sett er þriggja til fimm ára þak á laun nýliða. Þá samþykktu leikmenn þak á hæstu laun. Þetta ákvæði mun hins vegar aðeins ná til leikmanna í framtíðinni en núver- andi leikmenn munu áfram geta samið um hærri laun. Leikmenn fengu ákvæði um und- anþágur frá launaþakinu samþykkt- ar á fyrsta ári samningsins. Mikil- vægust þeirra var að halda að mestu í Larry Bird-regluna sem leyfir liðum að semja við sína eigin leikmenn um launahækkun án þess að fara yfir heildarlaunaþak sitt. NBA deildin er fyrsta atvinnu- deildin sem hefur náð að semja um hámarkslaun fyrir leikmenn, en það reyndist erfiðasti hjallinn í samn- ingaviðræðunum. Leikmenn þurfa ekki að kvarta mikið yfir kjörum sínum. Þeir eru langlaunahæstu íþróttamenn í liðsí- þróttum í heiminum og vinsældir NBA um allan heim ættu að tryggja þeim góð kjör í framtíðinni. Meðal- árslaun þeirra nú eru 2,6 milljónir dala, um 180 milljónir króna. Hvað nú? Mikið mun verða um leikmanna- skipti og samningaviðræður á næstu vikum hjá liðunum, en um 200 leikmenn eru með lausa samn- inga. Meðal þeirra eru Michel Jord- an, Scottie Pippen, Dennis Rodman, Charles Barkley, Damon Stouda- mire og Rod Strickland. Samninga- viðræður fara fram á sama tíma og þjálfarar búa lið undir keppnistíma- bil. Stærsta spurningin sem menn velta fyrir sér nú er, hvað verði um Michael Jordan og Chicago Bulls. Jordan mun sennilega leggja skóna á hilluna, Pippen mun líklega semja við annað lið og Phil Jackson þjálf- ari er hættur þjálfun. Framtíð liðs- ins ræðst af ákvörðun Jordans, en umboðsmaður hans hefur sagt að framtíð hans sé á huldu. Að lokum á eftir að koma í ljós hvort almenningur muni fyrirgefa leikmönnum og eigendum verkfall- ið. Ef dæma má af verkfalli hafna- boltaleikmanna fyrir nokkrum ár- um gæti orðið erfitt að ná upp fyrri áhuga. Ef Jordan ákveður að hætta gæti ástandið orðið verra en ella. Reuters MICHAEL Jordan mun sennilega leggja skóna á hilluna. ■ PAOLO Montero, varnarmannin- um sterka frá Únígvæ sem leikur með Juventus á Ítalíu, hefur oftast alh-a verið vikið af velli þar í landi. Hann var rekinn af velli í leik Juve og AC Milan á miðvikudaginn og var það í 12. sinn sem hann fær að líta rauða spjaldið hjá dómurum í 1. deildinni á Ítalíu. Kappinn hefur leikið í átta tímabil á Ítalíu og skaust á miðvikudaginn upp fyrir Giuseppe Bergomi hjá Internazionale en hann hefur 11 sinnum verið rekinn af velli. ■ MONTERO er einnig á góðri leið með að komast í efsta sæti þeirra sem oftast hafa verið reknir af velli á einu og sama keppnistímabilinu. Hann hefur verið rekinn þrívegis af velli á þessu tímabili í þeim 15 leikj- um sem liðið hefur leikið, en metið er fjórum sinnum. ■ ÞÝSKI miðjumaðurinn Dietmar Hamann, sem leikur með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segist íhuga að fara frá félaginu, enda ekki sáttur við að vera á varamannabekknum. „Ég kom hingað til að standa mig en ef ég fæ ekki tækifæri til að sýna hvað ég get hef ég ekkert að gera hér. Ég var í byrjunarliði Bayern Miinchen og hvers vegna ætti ég þá ekki að komast í lið hjá miðlungs- sterku félagi í Englandi?" sagði hann. 1860 Munchen hefur lýst yfir áhuga á að fá Hamann en kappinn segist heldur vilja leika í útlöndum, en bætti þó við að allt væri mögu- legt. ■ DAVID Ginola var útnefndur leikmaður ensku úrvalsdeildai-innar í desembermánuði af styrktaraðila deildarinnar. Er þetta í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 1994 að leikmaður Tottenham fær þessa viðui-kenn- ingu. Þá varð Jurgen Klinsmann fyrir valinu. ■ PETER Schmeichel markvörður Manchester United hefur fengið vikufrí hjá Alex Ferguson knatt- spymustjóra sínum og leikur því ekki gegn West Ham um næstu helgi. ■ FERGUSON sagði Schmeichel að drífa sig í frí burt frá knattspyrnunni eftir að hafa verið fjarri sínu besta í síðustu leikjum. HANDKNATTLEIKUR Alfneð safnar liði hjá Magdeburg ALFREÐ Gíslason, þjálfari þýska 2. deildarliðsins Hameln, sem tekur við þjálfarastarfi 1. deildarliðsins SC Magdeburg í sumar, er byijaður að safna liði fyrir átökin næsta keppnistíma- bil. „Þegar ég gekk frá samningi mínum við SC Magdeburg lagði ég Iínurnar fyrir næsta keppnis- timabil og óskaði eftir að liðið keypti nýja leikmenn," sagði Al- freð í samtali við Morgunblaðið. Alfreð sagði að forráðamenn Magdeburgar hafi brugðið skjótt við og gert samninga við þrjá leikmenn sem hann vildi fá til liðs við sig. Fyrstan má þar nefna Rússann Oleg Kulestsjov, sem er leikstjórnandi rússneska meistaraliðsins Volgagrad. Þá var gerður samningur við franska landsliðsmarkvörðinn Christian Gaudin, sem Alfreð fékk til Hameln er hann tók við ALFREÐ Gíslason liðiuu. Þriðji leikmaðurinn er þýski landslisðmaðurinn Michael Jahns, sem leikur með hinu Mag- deburgarliðinu, FSV, en hann er markahæsti leikmaður norður- deildar í 2. deild. „Jahns er öflug skytta og er uppalinn hjá SC Magdeburg - kemur því heim á ný. Þessir þrír leikmenn koma til með að styrkja liðið mikið og þá hef ég augastað á einum leik- manni til viöbótar," sagði Alfreð. Þegar er ljóst að tveir leik- menn fara frá liðinu - landsliðs- markvörður Litháens, Almantas Savonis, og Þjóðverjinn Maik Machulla. Alfreð sagðist ekki að öðru leyti skipta sér af gangi mála hjá SC Magdeburg. „Eg er í vinnu hjá Hameln og mun einbeita mér að því að koma liðinu upp í 1. deild. Ég vil ekki vera að trufla starf þjálfarans Lothars Dörings hjá SC Magdeburg og flækja málið á miðju keppnistímabili," sagði Alfreð, sem heldur til Mag- deburgar í júlí, þar sem hann mun hitta fyrir landsliðsmanninn Ólaf Stefánsson. „Ólafur er einn af lykilmönnum í framtíðarliði mínu hjá SC Magdeburg."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.